Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MARGIR Skagfirðingar upplifa fyr- irhugaða háspennulínu þvert yfir héraðið sem mikið lýti á héraðinu sem hafi þá ímynd að vera fallegt og með lítið spillt umhverfi. Landeig- endur eru hræddir um stöðu sína og samstaða virðist meðal þeirra um að hafna alfarið loftlínu. Flestir landeigendur í Skagafirði sem fá Blöndulínu 3 inn á sitt land hafa sent inn mótmæli við tillögu að matsáætlun sem Landsnet kynnti á dögunum. Á þetta jafnt við eigendur lands á hugsanlegum línustæðum á Efribyggð og svokallaðri Héraðs- vatnaleið, í Sveitarfélaginu Skaga- firði og Akrahreppi. Fleiri hafa gert athugasemdir enda hefur fyr- irhuguð háspennulína áhrif á alla íbúa svæðisins, á einn eða annan hátt. Margir sendu afar efnismiklar athugasemdir þar sem óskað er eft- ir skýringum og frekari athugunum á fjölda atriða. Starfsmenn verk- fræðistofunnar Mannvits eru að fara yfir athugasemdirnar og verður þeim svarað í endanlegri tillögu að matsáætlun sem áformað er að senda Skipulagsstofnun í haust. Ekki ýtt yfir á aðra Málið hefur borið heldur brátt að. Álþynnuverksmiðja við Akureyri ýt- ir á. Starfsmenn Landsnets fóru í vor á milli bæja til að kynna áform sín fyrir landeigendum. Margir upp- lifðu þessa heimsókn þannig að ver- ið væri að kynna fyrir þeim áform sem ekki yrði breytt. Þetta var á há- annatíma og bændur ekki mikið að spá í svona hluti í sauðburðinum. Þó gengu landeigendur og ábúendur við svokallaða Efribyggðarleið, í gamla Lýtingsstaðahreppi, í það að mótmæla nýju línustæði þar þegar kynningarbréf barst frá Landsneti í júlí. Þegar svo tillaga að matsáætl- un var kynnt á netinu var farið að vinna að ítarlegum athugasemdum. Þá breyttist áherslan og menn töl- uðu sín á milli um að ekki þýddi að ýta línunni yfir á aðra heldur yrði að stuðla að því að hún færi í jörð. Það er tónninn í fólki nú. Það leggur of- urkapp á að sú leið verði athuguð gaumgæfilega áður en ráðist verði í afdrifaríkari mannvirkjagerð. Margir hafa á orði að þeir muni aldrei samþykkja svona mikla loft- línu um sitt land. Þeir óttast áhrif jarðrasks, vegagerðar og rafmagns á bústofn sinn og atvinnurekstur og að verðgildi jarðanna rýrni, fyrir ut- an sjónmengunina sem allir tala um. Bæturnar sem Landsnet býður eru það lágar að engu máli skiptir í þessu sambandi. Þess ber að geta að Landsnet nánast hafnar jarðstrengskostinum fyrirfram vegna kostnaðar sem tal- inn er þrisvar til sex sinnum meiri en við loftlínu. Þar er miðað við flutningsgetu fyrirhugaðra loftlína. Landeigendur telja ekki þörf fyrir svo mikla flutningsgetu og benda á að afl Blöndustöðvar sé 150 mega- wött. Stuðningur í sveitarstjórnum Kröfur um jarðstrengi hafa feng- ið stuðning í sveitarstjórn Skaga- fjarðar. Fulltrúar minnihlutans hafna hugmyndum um loftlínur og meirihlutinn telur að jarðstrengur ætti að vera fyrsti kostur og hefur óskað eftir skriflegum viðhorfum ríkisins til þess. Agnar H. Gunn- arsson, oddviti Akrahrepps, segir að háspennulína sem þveri héraðið verði ægilega ljót og veltir því fyrir sér hvort það tilheyri ekki nútíman- um að leggja í kostnað við að koma henni í jörð. Samþykkja aldrei loftlínu  Flestir landeigendur á fyrirhuguðum línustæðum Blöndulínu 3 í Skagafirði gera miklar athuga- semdir við áform Landsnets  Farið er fram á að jarðstrengskosturinn verði kannaður betur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Umhverfið Mælifellshnjúkur er eitt af helstu kennileitum Skagafjarðarhéraðs, 1138 metra hár. Háspennulína um Efribyggðarleið myndi þvera héraðið framan við fjallið. Myndin er tekin af veginum um Efribyggð.                                             !"     #$  % &              (  Í HNOTSKURN »Landsnet áformar aðleggja 220 kV háspennu- línu frá Blöndustöð, í gegnum Skagafjörð og Eyjafjörð, til Akureyrar, til að endurnýja byggðalínuna. Möstrin eru mikil mannvirki og línan a.m.k. 110 km löng. »Til umfjöllunar hafa veriðtvær leiðir í gegnum Skagafjörð, um Efribyggð eða eftir Héraðsvötnum. Báðar leiðir þvera héraðið. MÆLIFELLSÁ á Efribyggð er ein af fáum jörðum á landinu sem fengið hafa vottun fyrir lífræna lamba- kjötsframleiðslu og bóndinn fær hærra verð fyrir afurðirnar. Mar- geir Björnsson og Helga Þórð- ardóttir óttast áhrif hugsanlegrar lagningar háspennulínu um land jarðarinnar á afkomu sína. Þau hafa ræktað skóg á 30 ha lands og þar hafa börn þeirra hug á að reisa sum- arbústaði. Fyrirhugað línustæði er um skógræktarsvæðið. Margeir seg- ir að áformin séu í uppnámi, börnin vilji eðlilega hafa landið óspillt. Helga segir ömurlegt að þurfa að horfa upp á þetta mikla mannvirki framan við Mælifellshnjúkinn. Margeir telur það grátlega skammsýni að ekki skuli vera gengið í það að leggja háspennulínur í jörð. „Hvað gerum við ef það kemur í ljós eftir tíu til tuttugu ár, eins og ég spái, að rafmagn á loftlínum sé skaðlegt öllu lífi? Ýmsar rannsóknir hafa jú sýnt fram á skaðsemi rafsegulsviðs, til að mynda varðandi hvítblæði.“ Þá finnst honum einkennilegt að ekki skuli vera farin stysta leiðin frá Blöndu og komið niður Kiðaskarð. Þar hafi verið lína í 30 ár og með línu þar um verði komist hjá því mikla raski sem fylgi fram- kvæmdum í djúpum jarðvegi á Efribyggð. helgi@mbl.is Áhrif á lífrænan búskap Mælifellsá Margeir Björnsson og Helga Þórðardóttir. STARRASTAÐIR á Neðribyggð eru það býli sem fer einna verst ef lögð verður ný háspennulína á Efri- byggðarleið. Línan myndi skera landið tvisvar. Að sögn Maríu Reyk- dal bónda fer línan yfir skógrækt, yfir stærstu túnin, heitavatnslindir, sumarbústaðaland og veiðiá. Hún óttast að heitavatnslindirnar muni skemmast við jarðraskið en þær hita meðal annars upp gróðurhús hennar og fyrirhugaða sumarbústaði. Ótal- in er þá sjónmengunin sem íbúar bæjanna verða óneitanlega fyrir. Búið er að fá samþykkt deiliskipulag fyr- ir sumarhúsabyggð í landi Starrastaða og byrjað er á byggingu eins. Línan mun koma nánast þar yfir. „Við getum ekki annað en mótmælt,“ segir María. Hún segir að erfitt sé að færa línuna á þessu svæði því hún muni þá lenda of nálægt húsum, ýmist á Starrastöðum eða nágrannabæjum. Því hljóti loftlína að þurfa að fara um núverandi línustæði með Héraðsvötnum. Best væri að leggja hana í jörðu, það sé framtíðin. helgi@mbl.is Liggur yfir sumarbústaði Starrastaðir María Reykdal. BJÖRN Sveinsson, hrossaræktandi á Varmalæk, á jörðina Brekkukot á Efribyggð. Þar gengur stóðið og hrossin alast upp. Björn er mjög uggandi um rekstur sinn ef jörðin verður skorin í sundur með há- spennulínu. Telur að rask vegna framkvæmdanna og vegagerð muni auka aðgengi að svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi verið gerðar full- nægjandi rannsóknir á því hvaða áhrif rafmagn og rafsegulbylgjur hafi á folaldshryssur og raunar allar skepnur. Þá óttast hann að mannvirkið muni skerða verðgildi jarðarinnar. Björn og kona hans, Magnea Guðmundsdóttir, hafa byggt upp aðstöðu fyrir hrossaræktina og tilheyrandi ferðaþjónustu á Varmalæk og kostað til tugum milljóna. Þau segjast þurfa á því að halda að hafa næði til að reka sitt fyrirtæki til að standa undir fjárfestingunni og segist Björn aldrei sam- þykkja þá eyðileggingu á aðstöðunni sem felist í tillögum Landsnets. Hrædd um hrossaræktina Varmilækur Magnea Guðmunds- dóttir og Björn Sveinsson. „ÉG er sannfærð um að ekki verður samið við neinn bónda hér um loft- línur, samstaðan gegn þeim er það mikil,“ segir Rósa Björnsdóttir á Hvíteyrum. Línan af Efribyggð myndi skera land jarðarinnar en Rósa telur þó sjónmengunina versta. Mælifellshnjúkur blasir við frá bæn- um en línan mun liggja hátt í land- inu undir honum þar sem hún fer yf- ir svokallaðar Bungur og þverar dalinn þar sem hún heldur áfram austur yfir Eggjar. Helga Rós, dóttir hennar og Indriða Sigurjónssonar, segir að allt bendi til þess að raflínur verði lagðar í jörð í framtíðinni. Hún hefur efasemdir um þann mun á kostnaði við loft- línu og jarðstreng sem Landsnet gefur upp, segir tölurnar gamlar og mið- ast við aðstæður erlendis. „Það er mikið tækifæri fyrir Skagfirðinga sem búa við elsta hluta byggðalínunnar að ríða á vaðið með að fá nýjar línur lagðar í jörðu,“ segir Helga. Hún bætir því við að þar sem heimsmark- aðsverð á orku fari hækkandi hljóti iðnaðurinn að geta staðið undir því að orka sé flutt í sátt við umhverfið. helgi@mbl.is Ekki samið um loftlínur Hvíteyrar Rósa Björnsdóttir og Helga Rós Indriðadóttir. MINNIHLUTINN í sveitarstjórn Skagafjarðar, fulltrú- ar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, hefur gagnrýnt málsmeðferðina hjá meirihluta sveitarstjórnar, meðal annars að málið hafi ekki verið rætt í sveitarstjórn og nefndum hennar fyrr en Landsnet hafði kynnt tillögu sína að matsáætlun. Sveitarstjórnin fer með skipulags- valdið. Framsóknarflokkur og Samfylkingin mynda meirihlutann. Umræðan hefur leitt í ljós að Landsnet kynnti óform- lega áform um að endurnýja línuna milli Blönduvirkj- unar og Akureyrar á fundi með tveimur embættis- mönnum og tveimur fulltrúum meirihlutams í lok apríl og aftur í byrjun júní. Hvati fulltrúa sveitarfélagsins var að tryggja afhendingaröryggi raforku á Sauðárkróki vegna hugsanlegrar koltrefjaverksmiðju og hófust fundahöld þeirra og Landsnets um það í lok síðasta árs. Koltrefjaverksmiðjan er ekki orkufrek en þarf meira ör- yggi en nú býðst. Fulltrúar sveitarfélagsins hafa meðal annars rætt um hringtengingu með línu yfir Þverárfjall. Málið var kynnt skipulags- og byggingarnefnd sem fundaði um aðalskipulag sveitarfélagsins 14. ágúst sl. Fulltrúar meirihlutans halda því fram að þar hafi verið samþykkt að VSÓ Ráðgjöf tæki inn í skýrslu um um- hverfismat áætlana umfjöllun um allar veitur í sveitarfé- laginu og þar með þá tvo línumöguleika sem Landsnet leggur til. Samkvæmt því er hafin vinna við að máta til- lögur Landsnets við aðalskipulagið. Þessi málsmeðferð kemur raunar ekki fram í fund- argerð nefndarinnar og hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins mótmælt túlkun meirihlutans. helgi@mbl.is Fyrstu skrefin í skipulagsvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.