Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 13
VÖRUR Ikea hækka um 20% að
jafnaði með nýjum vörulista versl-
unarinnar sem út kom í mánuðinum.
Vörur hækka þó mjög mismikið og
að sögn Þórarins H. Ævarssonar,
framkvæmdastjóra Ikea, lækka
sumar meðan aðrar hækka mikið og
draga meðalhækkunina þannig upp.
„Okkar verðmyndun ræðst að
stóru leyti af innkaupsverðinu sem
við fáum hjá Ikea úti […] og gengið
er stór vinkill í þessu þar sem við
seljum í krónum en kaupum allt í
evrum,“ segir Þórarinn. Einnig hafi
„blessuð verðbólgan“ sitt að segja.
Hann segir að til að vinna að fullu
upp þá þætti sem stuðla að hækkuðu
verði hefði verslunin þurft að hækka
vöruverð sitt tvöfalt meira. Ikea taki
því á sig um helming kostnaðar-
hækkunarinnar. „Það hefur verið
okkar stefna lengi að velta ekki alltaf
öllu beint út í verðlagið, við lítum á
þetta sem langhlaup.“
Til langtíma litið segir Þórarinn
verð hjá Ikea hafa lækkað. Sett hafi
verið saman innkaupakarfa af vin-
sælustu vörum verslunarinnar og
gerður samanburður. „Karfa sem nú
kostar 88.000 kostaði 114.000 fyrir
þrettán árum,“ en sé lækkunin fram-
reiknuð nemur hún að sögn Þórarins
um fimmtíu af hundraði.
Að sögn Þórarins hefur stórt hús-
næði Ikea hefur gert versluninni
kleift að gera hagstæðari kaup en
ella, en verslunin er nú í nýju hús-
næði í Garðabæ.
Ikea hækkar verð um
fimmtung að meðaltali
!
"
#
$%& '! !!( )##
*%
+ + !
,!
!!"#$%
-.-
-.-
+./-
+-.-
+0.-
+(.-
$%"&%%
&&'"!%%
! FISKISTOFA svipti sex skip veiði-
leyfum sínum í júlímánuði; fimm
þeirra vegna afla umfram heimildir.
Hafa sum skipin fengið leyfin að
nýju eftir að hafa lagfært aflamarks-
stöðu sína.
Um var að ræða Sæberg HF frá
Hafnarfirði, Val ÍS og Gullbjörgu ÍS
frá Súðavík, Júlíönu Guðrúnu GK frá
Sandgerði og Hildi ST, sem er með
skráða útgerð í Reykjavík. Sam-
kvæmt tilkynningu Fiskistofu hafa
Sæberg og Hildur fengið veiðileyfin
að nýju. Þá var Þjóðbjörg GK, sem
hefur útgerðaraðila í Borgarnesi,
svipt leyfi í viku vegna framhjálönd-
unar og afladagbókarbrots. Júlíana
Guðrún er sem kunnugt er í eigu Ás-
mundar Jóhannssonar, sjómanns í
Sandgerði, sem mótmælti kvótakerf-
inu með veiðiferðum sínum.
Það sem af er ári hefur Fiskistofa
svipt 18 skip veiðileyfum sínum.
Framan af ári var það aðallega
vegna vanskila á afladagbókum sem
veiðileyfissvipting átti sér stað. Eftir
því sem leið á fiskveiðiárið fór meira
að bera á skipum sem lönduðu afla
umfram heimildir.
Ákvörðun um sviptingu er gerð
með vísan til laga um umgengni um
nytjastofna sjávar. bjb@mbl.is
Sex skip
svipt leyfi
Fiskistofa svipt 18
skip veiðileyfi í ár
MAGNÚS Skúlason, áheyrnar-
fulltrúi F-listands, óskaði eftir því á
fundi skipulagsráðs Reykjavíkur-
borgar að tekið yrði til alvarlegrar
athugunar að nota aðrar tillögur um
Listaháskóla en þá sem vann hug-
myndasamkeppnina á dögunum.
Í greinargerð sem fylgdi tillög-
unni segir Magnús að verðlaunatil-
lagan virðist ganga gegn áherslum
borgaryfirvalda um að viðhalda
sögulegu umhverfi og sérkennum
Laugavegar. Aðrar tillögur í sam-
keppninni hafi sýnt fram á að hægt
sé að nýta reitinn við Laugaveg sam-
tímis því að tryggja varðveislu
húsanna nr. 41, 43 og 45 á meðan
verðlaunatillagan uppfylli ekki þær
kröfur. Nefnir hann sem dæmi til-
löguna sem hlaut 2. sæti.
Vill endur-
skoða LHÍ
Tíu ár eru liðin frá því að Norðurál á Grundartanga tók til starfa. Eins og gerist í öðrum góðum sögum þurfti að
takast á við krefjandi úrlausnarefni og yfirstíga hindranir, en allar slíkar fyrirstöður voru yfirunnar með samstarfi og
mikilli vinnu. Þessi áratugur í sögu fyrirtækisins ber vitni um þann árangur sem næst þegar áræðnir einstaklingar,
traustir samstarfsaðilar og harðduglegt starfsfólk leggst á eitt við að skapa skilvirkt fyrirtæki sem býður örugg störf
og reynist aflvaki nýrrar grósku í nærliggjandi byggðarlögum.
Við settum markið hátt og stefndum að því að gera Norðurál að best rekna álveri í heimi. Ljóst er að núverandi
eigendur, Century Aluminum, hafa hvergi hvikað frá þeirri stefnu og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með
metnaðarfullri framþróun Norðuráls undir nýrri forystu.
Allt frá upphafi lögðum við ríka áherslu á að sníða framkvæmdir að þörfum íslenska hagkerfisins og fylgja “íslensku
leiðinni” sem felst í því að nýta íslenskt vinnuafl og sérþekkingu, starfa í sátt við samfélagið og stuðla að velferð
þess. Núverandi stjórnendur hafa einnig fetað þá slóð og staðið myndarlega að framgangi fyrirtækisins í samræmi
við þarfir samfélagsins.
Það hefur verið mér sönn ánægja að taka þátt í uppbyggingu þessarar farsælu og framsýnu atvinnustarfsemi á
Íslandi. Á slíkum tímamótum vil ég þakka öllum sem hjálpuðu til við að láta drauminn um nýtt álver rætast. Ljóst
virðist að íslenskt efnahagslíf er sterkara fyrir vikið. Bestu árnaðaróskir frá okkur öllum hjá Columbia Ventures til
starfsfólks og stjórnenda Norðuráls í tilefni af merkum áfanga.
Hamingjuóskir til Norðuráls
á 10 ára afmæli!
Ken Peterson, Jr.
stjórnarformaður og forstjóri Columbia Ventures Corporation
og stofnandi Norðuráls
Hvernig áræðin hugmynd verður að öflugum veruleika
ÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀ
ÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀÀ
Kl. 10:00 Perlan o
pnar
Kl. 13:00 Gosi ske
mmtir börnum
Kl. 13:30 Boot Ca
mp ævintýra-ratle
ikur
fyrir utan Perluna
(fyrir 13 ára og yn
gri)
Kl. 14:00 Englakó
rinn syngur
Kl. 15:00 Björn Jö
rundur Friðbjörnss
on tekur lagið
Kl. 16:00 Uppboði
lýkur - verk og við
burðir slegnir og s
eldir!
Kl. 18:00 Markaðn
um lýkur.
Dagskrá: Laugardagu
r 30. ágúst
Meðal verka á up
pboðinu er loftljós
eftir Ólaf Elíasson
og kjóll
af Björk Guðmund
sdóttur
auk fjölda annarra
frábærra atriða.
Sjá nánar á www.su
k.is
Glæsimarkaður í
Perlunni,
á morgun 30. ágú
st kl. 10-18
sunnudaginn 31. á
gúst kl. 12-17
Arabísk stemmn
ingÆvintýranleg
ar uppákomur
Flott uppboð
Allt milli himins
og jarðar
! "#$% "
! & #
#'
() *&! + *
& ,
% #-. #/)&
&
$! # 0- % &!1
Prada
Karen M
iller
Sand
Gucci
Luis V
uitton
Hver króna rennur
óskipt til uppbyggin
gar á
skóla fyrir börn og
konur í Jemen.
Jóhanna Kristjónsdóttir er driffjöður verkefnisins.
ótrúl
egu
verði!
merk
java
ra á
Styrktaraðilar:
verð
frá 3
00k
r.Al
lt
á að
selja
st