Morgunblaðið - 30.08.2008, Side 17

Morgunblaðið - 30.08.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 17 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 26. nóvember í 23 eða 24 nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum frábær sértilboð á Roque Nublo, Dorotea, Parquesol og Liberty, nokkrum af allra vinsælustu gististöðum okkar á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Verð kr. 89.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð/smáhýsi á Parquesol eða Dorotea 26. nóv. í 23 eða 24 nætur. Gisting á Liberty, Parque Cristobal og Roque Nublo kostar kr. 5.000 aukalega. M b l1 04 14 4 Frábær ferð - 23 eða 24 nætur Kanarí 26. nóvember frá kr. 89.990 Ótrúleg sértilboð! · Dorotea · Liberty · Roque Nublo · Parquesol · o.fl. Frábær staðsetning! Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is RÍKIÐ fer langt út fyrir tilgang þjóðlendulaga í málarekstri á grund- velli þeirra. Það krefst svæða sem eru ekki á miðhálendinu, svæða sem ríkið átti en hefur afsalað sér og svæða sem aðrir hafa keypt eða tekið eignarnámi. Tilgangur lag- anna var aldrei sá að stuðla að eignaupptöku. Þetta segir Kristbjörg Steph- ensen borgar- lögmaður. Á næstunni kynnir hún fyrir borg- arráði niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júlí sl. í þjóð- lendumáli um afrétti Álftaneshrepps og Seltjarnarneshrepps hins forna, þess efnis að afréttirnir séu þjóð- lenda. Dómurinn staðfesti þar úrskurð Óbyggðanefndar, en borgar- lögmaður segir að Reykjavíkurborg muni áfrýja málinu. Með dómnum lendir stór hluti útivistarsvæða borgarinnar, t.d. skíðasvæðin í Blá- fjöllum, innan þjóðlendu og verður eignarland ríkisins. Verði hann stað- festur þarf að bera allar leyfis- veitingar vegna framkvæmda undir ríkið, sem gæti tekið gjald fyrir. Sitja í súpunni Kristbjörg segir að þó svo að þjóð- lenda þurfi ekki að vera á miðhá- lendinu skv. skilgreiningu laga sé yf- irlýstur tilgangur löggjafans að skýra eignarhald á því svæði. Fjár- málaráðherra haldi sig ekki við há- lendið í kröfugerðum sínum og nið- urstöður mótist af því. Þá skýtur það skökku við að hennar mati að ríkinu séu dæmd landsvæði sem farið hafi verið með sem eignarlönd, þau tekin eignarnámi, leigð út og gengið kaup- um og sölum, meira að segja af hendi ríkisins sjálfs. „Hafa verður í huga að jarðir hafa verið seldar á grundvelli þinglýstra landamerkjabréfa í yfir 120 ár án at- hugasemda af hálfu ríkisins. Síðasti kaupandinn situr svo í súpunni, með allt annað land en hann keypti á grundvelli þessara heimilda. Hver bætir honum tjónið?“ spyr Krist- björg. Hinir umdeildu afréttir í fyrr- nefndu dómsmáli tilheyrðu bújörð- um þar sem nú er þéttbýli höfuð- borgarsvæðisins, og sveitarfélögin þar keyptu upp á sínum tíma til að skipuleggja byggð. Sem dæmi um ágengni ríkisvaldsins nefnir Krist- björg kröfu þess til hluta Heiðmerk- ur fyrir Óbyggðanefnd. Það land var á sínum tíma tekið eignarnámi með sérstökum lögum til að gera að úti- vistarsvæði fyrir borgarbúa. Nefnd- in féllst ekki á þá kröfu. Ósamtaka ráðherrar Fyrir utan önnur dæmi um ágengni ríkisins, svo sem Blikdal í Esjunni, nefnir hún jarðirnar Kröggólfsstaði og Þúfu í Ölfusi. Nú er beðið eftir aðalmeðferð í máli fyr- ir héraðsdómi Suðurlands, þar sem ríkið og Orkuveita Reykjavíkur deila um þær jarðir. Fjármálaráðherra fékk á sínum tíma heimild í fjár- lögum til að selja þær til OR. Snemma árs 1999 skrifaði land- búnaðarráðherra undir samning um söluna. Þá var óútkljáð hvar jarðir enduðu og afréttir byrjuðu, en sam- komulag var um að merkin lægju um aðra af tveimur tilgreindum línum. Kaupandinn, OR, tók áhættuna af því hvor línan væri rétt. Hins vegar virðist ekki á vísan að róa í slíkum samskiptum við ríkið. „Þegar málið hófst fyrir Óbyggða- nefnd gerði fjármálaráðherra, sem áður hafði fengið samþykki Alþingis fyrir því að selja OR jörðina, kröfu til þess að landamerkin lægju um allt aðra línu sem stækkaði þann hluta jarðarinnar sem teldist til af- réttarins og minnkaði þann hluta sem taldist undirorpinn eignarrétti og nú eign Orkuveitunnar. Óbyggða- nefnd féllst á kröfu ríkisins að mestu leyti,“ segir Kristbjörg. Hún trúir því að Hæstiréttur snúi niðurstöðunni. „Ríkið getur ekki með nokkru móti haldið því fram að þarna sé einungis um afrétt að ræða enda nýting svæðisins langt umfram það sem tíðkast um afrétti og nær sú nýting áratugi aftur í tímann án þess að nokkru sinni hafi verið dreginn í efa réttur sveitarfélaganna til þeirr- ar nýtingar,“ segir Kristbjörg. Útivistarsvæðin ekki gefin eftir hljóðalaust Borgin mun áfrýja nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um eignarhald á landsvæðum í nágrenni borgarinnar ()*+,     * )  )    )  * %       +& )(      *   '   )(   , ' -  $. (  ,   /0      11  %  ) &' 2 (       3  -. 2  Kristbjörg Stephensen Í GREINARGERÐ með 2. gr. þjóðlendulaga segir: „Aukin og breytt nýting á hálendinu kallar á að settar verði skýrar reglur um hver fari með eignarráð lands þar.“ Þá segir að líkur séu á að ásókn í að nýta auðlindir í formi jarðefna, vatnsorku og jarðhita á hálendinu muni aukast. Einnig er þar lagt til að því verði lýst yfir að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. „Fyrir liggur sú skýra afstaða dóm- stóla að heimildir sveitarfélaganna, íbúa þeirra og einstakra upprekstr- araðila innan umræddra hálendissvæða takmarkist við þröngar nýting- arheimildir og þá fyrst og fremst beitarafnot og þau veiðiréttindi sem upprekstraraðilum hafa verið fengin með lögum,“ segir í greinargerð- inni. Í kynningarbæklingi ríkisstjórnarinnar um þjóðlendulögin, útgefnum 1998, var tildrögum lagasetningarinnar lýst þannig að stjórnsýsla og skipulag á miðhálendinu hafi víða verið í ólestri. Stefnumörkun stjórn- valda í málefnum miðhálendisins hafi fyrir löngu verið orðin tímabær. Var vilji löggjafans við setn- ingu þjóðlendulaganna skýr? ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra flutti í gær fram- söguræðu sem sérstakur gestur á fundi friðarráðs kvenna (IWC) í Betlehem. Á fundinum komu ísr- aelskar og palestínskar konur sam- an til að vinna að sameiginlegum skilningi á framtíð þjóðanna tveggja og forsendum réttláts og varanlegs friðar. Í ferð sinni hitti ráðherra einnig Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísr- aels, og Riyad al-Malki, utanrík- isrráðherra heimastjórnar Palest- ínumanna, og ræddi stöðuna í friðarviðræðun- um Ísraels og Palestínu auk tvíhliða sam- skipta. Þá átti hún fund með yf- irmönnum stofn- ana Sameinuðu þjóðanna á Vest- urbakkanum og Gaza til að kynna sér ástandið á svæðinu. Þórður Ægir Óskarsson, sem var í vor skipaður sérstakur fulltrúi gagnvart palestínskum stjórnvöldum, sat fundinn með al- Maliki. Erlendar áhrifakonur heiðursfélagar Friðarráðið var stofnað árið 2005 af áhrifakonum í palestínsku og ísr- aelsku þjóðlífi; þingmönnum, ráð- herrum og forystukonum frjálsra félagasamtaka. Auk þess eru er- lendar áhrifakonur heiðursfélagar, þeirra á meðal utanríkisráðherra, en henni var boðin þátttaka í kjöl- far ferðar sinnar til Mið-Austur- landa sl. sumar. Með framsögu í friðarráði Ísraelskar og palestínskar konur komu saman til að vinna að sameiginlegum skilningi á framtíð þjóðanna tveggja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.