Morgunblaðið - 30.08.2008, Síða 18

Morgunblaðið - 30.08.2008, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í FYRRADAG var undirritaður samningur milli ríkisstjórna Ís- lands, Ástralíu og Bandaríkjanna um samstarf sem hefur það að markmiði að auka afrakstur jarð- hitakerfa og gera átak í þróun nýrrar tækni í jarðhitanýtingu. Jarðhitasérfræðingar frá ofan- greindum ríkjum héldu fyrsta vinnufund sinn í fyrradag og í gær þar sem samstarfsverkefnin eru skilgreind nánar. Gert er ráð fyrir að fleiri þjóðum verði boðið til þessa samstarfs á næstu misserum. Samningur við Ástralíu og Bandaríkin um jarðhitaþróun Borgarfjörður | Sunnudaginn 31. ágúst ætlar Ungmennafélagið Íslend- ingur að halda upp á 80 ára afmæli Hreppslaugar. Eftir haustmót félags- ins þann dag verður haldið upp í Hreppslaug þar sem boðið er upp á veitingar og gestum gefst kostur á að skella sér í laugina og því betra að taka með sér sundföt. Hreppslaug var byggð af framsýni og stórhug fyrir áttatíu árum, og öll vinna við laugina unnin í sjálfboðavinnu. Laugin er 10x25 metrar og því lögleg keppnislaug, enda fóru sundmót Ungmennasambands Borgarfjarðar þar fram í áratugi. Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar fóru fram end- urbætur á lauginni, enda var hún meðal vinsælustu sundstaða héraðsins síðustu áratugi liðinnar aldar. Nú eru velunnarar laugarinnar hvattir til að mæta á sunnudaginn og stinga sér enn einu sinni til sunds í lauginni góðu og jafnvel taka eitt boðsund. Fagna afmæli Hreppslaugar SVEITARSTJÓRN Dalabyggðar beinir því til Vegagerðarinnar í tengslum við fyrirhugaða brú yfir Laxá í Dölum að gert sé ráð fyrir umferð gangandi fólks og hesta- manna yfir brúna en svo virðist ekki hafa verið gert. Fyrirhuguð brú er staðsett í jaðri þéttbýlis og umferð veiðimanna, hestamanna og annarra gangandi vegfarenda er umtalsverð. Gangandi fólk komist líka yfir SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins (SHS) hefur gert samning við heilsuræktarstöðvar World Class þess efnis að starfsmenn SHS stundi þar æfingar. „Gott líkamlegt ástand starfs- manna er einn af grundvallar- þáttum þess að sinna krefjandi starfi og því er mjög mikilvægt að góð aðstaða til heilsuræktar sé tryggð,“ segir í tilkynningu. Fá æfingaaðstöðu Í DAG, laugardag, verður haldin árleg uppskeruhátíð Grasagarðsins í Laugardal kl. 13-16. Slegið verður upp hlaðborði með ferskum mat- jurtum. Fólki gefst kostur á að fræðast um ræktun og bragða á hinum ýmsu tegundum grænmetis, kryddjurta og berja sem ræktað hefur verið í garðinum. Ókeypis er inn og eru allir velkomnir. Uppskeruhátíð STUTT Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ísafjörður | Þrettán nemendur hefja um helgina meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun við Há- skólasetur Vestfjarða á Ísafirði. Þar með er í fyrsta skipti boðið upp á staðbundið háskólanám sem alfarið er kennt á Vestfjörðum. Í tengslum við setninguna verður haldið mál- þing um sjálfbæra nýtingu íslenskra strandsvæða. „Stjórnun haf- og strandsvæða er ofarlega á baugi í auðlindastjórnun í heiminum. Allt land er skipulagt í þaula en haf- og strandsvæði hafa orðið út undan,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, fagstjóri meistaranáms- ins. Hún gefur þá skýringu að erf- iðara sé að stjórna hafsvæðunum, meðal annars vegna þess að víða, eins og til dæmis hér við land, vanti að vita meira um sjóinn. „Það er þörf á að fá menntað fagfólk á þessu sviði, þar með talið á Íslandi,“ segir Sigríður. Þrettán nemendur í upphafi Meistaranámið var auglýst í vor og sóttu 55 um. 24 nemendum var boðið en nokkur afföll urðu svo 13 hefja námið í haust. Sigríður segir að þessi afföll séu ekki óeðlileg og talan þrettán sé í samræmi við upp- hafleg markmið. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref og vorum sein með þetta.“ Hún segir stefnt að fjölgun á næsta skólaári. Hópurinn er fjölskrúðugur, í honum eru þrír Íslendingar og nemendur frá Bandaríkjunum og nokkrum lönd- um Evrópu og Afríku. Kennararnir koma einnig víða að úr heiminum. Námið er þverfaglegt, alþjóðlegt nám og telst 120 einingar. Efnt er til þess í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Kennsla fer fram í þriggja vikna lotum, á haust-, vor- og sumarönn og síðan tekur við verkefnavinna fram að útskrift í febrúar. Þetta er því samfellt eins og hálfs árs nám sem er nýjung hér á landi. Sjálfbær nýting strandsvæða Efnt verður til málþings um sjálf- bæra nýtingu íslenskra strand- svæða við upphaf meistaranámsins. Málþingið verður í Edinborgarhús- inu á Ísafirði á sunnudag og mánu- dag en námið verður sett með at- höfn á sama stað kl. 16 á laugardag. Meðal efnis á málþinginu eru rann- sóknir á náttúru og nýtingu strand- svæða, skipulag á strandsvæðum og stjórnun þeirra. Morgunblaðið/RAX Haf og strönd Þörf er á meiri þekkingu á stjórnun haf- og strandsvæða. Námsleið á þessu sviði hefst um helgina. Nema haf- og strand- svæðastjórnun á Ísafirði Eftir Kristínu Ágústsdóttur Neskaupstaður | Skógræktarfélags Neskaupstaðar fagnaði í vikunni 60 ára afmæli Afmælishátíðin fór fram í Hjallskógi. Hún þótti takast vel, enda viðraði vel til útisamkomu. Fjöldi manns lagði leið sína í skóginn af þessu tilefni. Undirritaður var samningur milli Skógræktarfélagsins og Nesskóla sem felur í sér að skólanum er út- hlutaður lundur í skóginum sem skólinn má nota og útfæra eftir eigin höfði til hvers konar útikennslu. Er það von stjórnar félagsins að þetta efli áhuga og vitund nemenda fyrir umhverfi sínu og náttúru og verði skemmtileg og góð viðbót við öflugt skólastarf í Nesskóla. Heiðursfélagar Tólf stofnfélagar voru heiðraðir við þetta tækifæri, en þar af eru fjór- ir sem eru ennþá í félaginu. Stefán Þorleifsson mælti fyrir hönd stofn- félaga sem voru heiðraðir og kom fram í máli hans að líklega hafi bjart- sýnustu menn hafi ekki séð fyrir þann mikla árangur sem starf fé- lagsins hefur borið sl. sextíu ár. Starfið, sem hófst með niðursetn- ingu nokkurra plantna af birki og víði um miðja síðustu öld, er nú hvað mest áberandi í Hjallaskógi, sem er mikið notaður útivistarskógur við bæjardyr Neskaupstaðar. Anna Bergljót Sigurðardóttur for- maður félagsins var ánægð með vel heppnaða afmælishátíð. Undanfarið hefur verið gert átak í að gera skóg- inn enn meira aðlaðandi. Búið er að koma upp leiktækjum og grillað- stöðu. Nýir stígar hafa verið lagðir og skógurinn hefur verið grisjaður duglega. Þá hefur tegundum verið fjölgað markvisst, m.a. framandi berjaplöntum sem Anna Bergljót telur að verði spennandi að sjá hvort beri ávöxt í skóginum í framtíðinni. Fékk skógarlund að gjöf Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Allir hjálpast að Vinir Hjallaskógar hittust á þriðjudagskvöld til að snyrta fyrir afmælishátíðina. Í HNOTSKURN »Sextíu ár eru liðin síðanSkógræktarfélag Nes- kaupstaðar var stofnað. »Tólf stofnfélagar af 95 eruennþá í félaginu. »Hjallaskógur, glæsilegurútivistarskógur, ber vitni um ríkulegan árangur af starfi félagsins. FJALLGÖNGUMENNIRNIR Árni Þór Lárusson og Arnar Ingi Guð- mundsson klifu á topp Matterhorns, næsthæsta fjalls Evrópu sem er 4.478 metra hátt, í gærmorgun. Fé- lagarnir lögðu af stað um klukkan fimm í gærmorgun að staðartíma og tók gangan á tindinn um sex klukkustundir. Árni og Arnar gengu á Mont Blanc á sunnudaginn var ásamt Ás- birni Hagalín Péturssyni, Daníel Guðmundssyni og Trausta Birni Ingvarssyni úr Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Þeir fóru allir af stað á Matterhorn í fyrradag en villtust þá af leið og urðu að snúa við. Nánar má lesa um það ferðalag á heima- síðu Hjálparsveitarinnar (www.hssr.is). Ásbjörn Hagalín Pétursson sagði að þeir þrír sem ekki fóru á Matter- horn í gær ætluðu að geyma það verkefni til betri tíma. Þeir ætla að dvelja í Chamonix í nokkra daga við sportklifur í þeirri klettaklifurs- paradís sem þar er og njóta sólar og síðsumars. gudni@mbl.is Komust á Matterhorn „STARFSAUGLÝSINGIN var skrifuð fyrir mig, án þess að nokkur vissi af því,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun sem hefst við Háskólasetur Vestfjarða um helgina. Hún fann draumastarfið á Ísafirði. Sigríður nam jarðfræði og landa- fræði og síðan umhverfisfræði við Háskóla Íslands þar sem hún lagði aðaláherslu á haf- og strandsvæði. Hún tók til starfa við Háskólasetrið í upphafi ársins. Auk námsins, sem er eins og sniðið fyrir þetta starf, segist hún alltaf hafa áhuga á kennslustörfum, hún hafi kennt töluvert á undanförnum árum. Sigríður segir gott að vera á Ísa- firði. Háskólasetrið mun nýta kosti svæðisins. Þannig hefst námið í næstu viku í þriggja daga segl- skútuferð um Ísafjarðardjúp og Hornstrandir. Fann draumastarfið á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.