Morgunblaðið - 30.08.2008, Side 20

Morgunblaðið - 30.08.2008, Side 20
Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „SKILABOÐ okkar eru skýr: Eng- inn maður á að þola þau örlög að verða sviptur frelsi sínu án dóms og laga. Við krefjumst þess að enginn fjölskylda þurfi að ganga í gegnum þá martröð að vita ekki um afdrif ástvina sinna. Sjálfstæði og reisn einstaklingsins eru ofar öllu. Bar- átta okkar er landamæralaus og nær til allra ríkja heims.“ Á þennan veg mælir baráttukonan Amina Janjua, stofnandi og helsti talsmaður pakistönsku mannrétt- indasamtakanna Defence of Human Rights, sem berjast fyrir því að pak- istönsk stjórnvöld upplýsi um afdrif hundraða manna sem horfið hafa sporlaust í hryðjuverkastríðinu allt frá árásunum á Bandaríkin 2001. Barátta Janjua er persónuleg. Hún stofnaði samtök sín eftir að eiginmaður hennar Masood Ahmed Janjua „hvarf“ sporlaust einn júlí- dag árið 2005, þegar hann var á ferðalagi frá pakistönsku borginni Rawalpindi. Hún hefur ekkert heyrt frá eiginmanni sínum síðan. „Án hans er ég líflaust vélmenni,“ segir Janjua, sem kveðst unna manni sínum afar heitt. „Við hans hlið hef ég allt sem hugur minn stendur til.“ Fyrstu dagarnir angistarfullir Janjua segir fyrstu dagana og vik- urnar eftir að maður hennar hvarf hafa verið einkar angistarfullar. Hún hafi haft spurnir af því að sést hafi til hans tíu kílómetra frá heimili þeirra í Rawalpindi. Það sé það eina sem hún hafi heyrt af ferðum hans síðan. Hún hafi hins vegar fundið styrk innra með sér og leitað til ann- arra fjölskyldna sem voru í sömu sporum og fjölskylda hennar. Einkunnarorð samtaka Janjua eru staðfesta, meðvitund og hug- rekki. Málið snúist um að gefast aldrei upp, enda sé það mesti glæp- ur sem hugsast getur að ræna ein- staklingi frá fjölskyldu sinni og halda honum síðan föngnum við ómannúðlegar aðstæður. Í baráttu sinni gegn þvinguðum mannshvörfum hafi samtökin allt frá stofnun staðið fyrir ítrekuðum fjöldamótmælum fyrir utan helstu stjórnsýslubyggingar og skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Pakistan. Janjua telur fullvíst að pakistönsk stjórnvöld standi að baki brotthvarfi eiginmanns hennar, alls hafi 573 Pakistanar verið sviptir frelsi sínu á sama veg frá upphafi hryðjuver- kastríðsins og þeir 140 sem hafi ver- ið sleppt vitnað um grimmilega hörku yfirvalda. Að auki bíði 47 þess að réttað verði í máli þeirra. Að samanlögðu sé því ekkert vitað um afdrif 386 manna. Séu önnur ríki sem komið hafi við sögu í hryðjuverkastríðinu tekin með í reikninginn megi ætla að Þúsundir horfið sporlaust í hryðjuverkastríðinu Í HNOTSKURN »Masood, eiginmaður Am-inu Janjua, hvarf sporlaust þegar hann var á ferðalagi frá heimaborg þeirra Rawalpindi í Pakistan árið 2005. »Hér var um að ræða„þvingað mannshvarf“, að- ferð sem Amnesty Inter- national telur að hafi verið beitt gegn andstæðingum stjórnvalda í Pakistan. »Fræðast má um málið ínýrri skýrslu mannrétt- indasamtakanna Amnesty Int- ernational, „Denying the Un- deniable: Enforced Dis- appearances in Pakistan.“ þúsundir manna hafi verið sviptar frelsi á þennan hátt á síðustu árum. Aðspurð um hvort hún hafi ein- hverja hugmynd af hverju maður hennar hafi verið handtekinn segir Janjua að hann hafi verið strang- heiðarlegur maður. Hún setur hvarf eiginmanns síns í víðara samhengi. „Pakistönsk stjórnvöld hafa feng- ið greitt fyrir hvern þann sem þau taka höndum með þessum hætti frá Bandaríkjastjórn. Þeir sem hafa verið leystir úr haldi hafa vitnað um algert tilefnisleysi handtöku þeirra. Margir hafa átt erfitt með að að- lagast lífinu síðan. Sumir hafa jafn- vel ekki þekkt fjölskyldur sínar aft- ur, eftir langvarandi pyntingar. Aðbúnaðurinn hefur verið hræðileg- ur og heilsubrestur orðið hlutskipti margra sem voru hafðir í haldi í loft- lausum fangageymslum fjarri sólar- ljósinu. Sjúkdómar á borð við lifr- arbólgu C hafa gert vart við sig enda ekki hreinlætinu fyrir að fara í fangageymslunum.“ Breyting við brotthvarf forseta Þau tíðindi urðu nýlega í pakist- önskum stjórnmálum að Pervez Musharraf, forseti landsins, sagði af sér embætti, en hann hafði lengi verið einn helsti og staðfastasti bandamaður Bandaríkjastjórnar í hryðjuverkastríðinu. Innt eftir því hvort breyting hafi orðið á afstöðu stjórnvalda við þessi tímamót segir Janjua svo vera. Hún hafi fundað með Yousaf Raza Gillani forsætisráðherra og nánasta aðstoð- armanni hans og fengið vilyrði um að stjórnin myndi í náinni framtíð tryggja að þeir sem sviptir hefðu verið frelsi myndu senn sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þá hafi Mu- hammad Mian Soomro bráðabirgða- forseti landsins stofnað nefnd sem ætlað sé að fylgja þessu eftir. Sjálf sé hún bjartsýn um að sjá mann sinn aftur á næstu mánuðum. „Ég bind miklar vonir við að stjórnin hætti þessari lögleysu fyrir fullt og allt,“ segir Amina Janjua. Baráttukona Amina Janjua heldur á ljósmynd af manni sínum Masood. 20 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Baldur Arnarson baldura@baldura@mbl.is Á NÆSTU árum, líklega fyrir lok næsta áratugar, mun tímabili ódýrr- ar og auðvinnanlegrar olíu ljúka og heimurinn sigla inn í nýtt og storma- samt skeið margfalt dýrari orku. Svona má draga saman sýn Ron- alds Oxburghs lávarðar, fyrrverandi stjórnarformanns Shell UK, sem telur að öndvert við 20. öldina, þegar olía hafi verið ódýr, muni 21. öldin einkennast af mun hærra olíuverði. Aðeins djúp heimskreppa geti seinkað óumflýjanlegri þróun. Margt komi til. Eftirspurnin eftir orku og olíu aukist jafnt og þétt og fyrirséð að samfara vaxandi velmeg- un muni orkunotkun hundraða mill- jóna, ef ekki milljarða jarðarbúa aukast hröðum skrefum, eftir því sem fjölmenn ríki brjótist frá fátækt til bjargálna. Fyrr eða síðar muni olíuframboðið ekki halda í við eftir- spurnina og þróunin verða á þann veg að OPEC, samtök helstu olíu- vinnsluríkja, halda verðinu uppi. „Ég held að OPEC-ríkin muni reyna að fá 100 dali fyrir tunnuna. Þeir væru kjánar ef þeir reyndu það ekki. Þeir vita að auðlindin er tak- mörkuð, á sama tíma og nokkur OPEC-ríkjanna vita ekki hversu mikla olíu þau eiga í jörðu,“ segir Oxburgh um áhrif OPEC. Oxburgh kynnti þessa greiningu sína á fyrirlestri í Reykjavík fyrir helgi, en við það tilefni rifjaði hann upp þau sögulegu tímamót sem orð- ið hefðu þegar Abdullah konungur Sádi-Arabíu hefði nýlega lýst því yfir að ríki hans hygðist ekki auka vinnsluna frekar, í því skyni að spara olíuna fyrir komandi kyn- slóðir. Söguleg yfirlýsing Aldrei fyrr í sögunni hafi leiðtogi áhrifamikils OPEC-ríkis gefið út svo afdráttarlausa yfirlýsingu um þá meðvituðu stefnu að búa í haginn fyrir tíma óviss olíuframboðs. Til að setja ummæli konungsins í samhengi er Sádi-Arabía annað mesta olíuvinnsluríki heims, með um níu milljón tunnur á dag, og gera áætlanir ráð fyrir að birgðir lands- ins muni endast miklum mun lengur en í Rússlandi, mesta olíuvinnsluríki heims. Við þetta bætist að vinnslan er einkar hagkvæm, líkt og raunar víðar í Miðausturlöndum, og gegnir landið því lykilhlutverki í framboð- inu á auðvinnanlegri olíu. Nær öll olían fundin Oxburgh, sem kenndi jarðfræði við Cambridge-háskóla á sínum tíma, segir olíulindirnar kortlagðar. „Við sem þekkjum jarðfræðina getum sagt með nokkurri fullvissu að ólíklegt sé að fleiri en ein eða tvær olíulindir séu enn ófundnar í heiminum. Þá á ég við lindir sem eru jafn drjúgar og lindir Alaska, að frá- töldum tjörusandinum,“ segir Ox- burgh um möguleg áhrif ókannaðra linda á olíuframboðið. Lindir af þessari stærðargráðu muni ekki breyta heildarmyndinni. Að auki verði sú olía dýr. Inntur eftir því hver hann telji að þróunin í olíuverðinu muni verða kveðst Oxburgh þeirrar hyggju að verðið muni haldast yfir 100 dali tunnan, enda séu þeir dagar að baki að olía sé seld rétt yfir kostnaðar- verði, þeim kostnaði sem vinnslan felur í sér. Fyrirhuguð olíuvinnsla á norðurskautssvæðinu muni verða af- ar dýr og kosta, að því er gróft megi áætla, sem svarar 100 dölum tunnan eða um helmingi meira en einkar mengandi vinnsla olíu úr tjörusandi í Kanada og Venesúela. Söluverðið verði vitaskuld hærra en kostnaðarverðið, hversu mikið sé ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Hitt sé ljóst að það verði nógu hátt til að auka áhuga manna á vinnslu á eldsneyti úr lífrænum úr- gangi og sorpi, orkukostur sem gæti til dæmis fræðilega knúið milljónir ökutækja í Bandaríkjunum. Þegar horft sé til næstu ára og áratuga megi ljóst vera að mann- kynið sé að ganga inn í tímabil þar sem orka verður margfalt dýrari en á síðustu öld, með öllum þeim hlið- aráhrifum sem slíkri þróun fylgi. Um hálf öld muni líða þar til þetta umbreytingarskeið verði liðið hjá. Þangað til muni Bandaríkjamenn halda áfram að sækja orku í kol af öryggisástæðum, á sama tíma og Kínverjar og Indverjar muni gera slíkt hið sama af efnahagsástæðum. Af þessum sökum sé brýnt að þróa tæknina að baki kolefnisbind- ingar við mengunaruppsprettur á borð við kolaorkuver, enda muni að öðrum kosti losna gífurlegt magn koldíoxíðs út í andrúmsloftið.  Fyrrverandi stjórnarformaður Shell UK telur að olíuframboðið muni senn ekki halda í við eftirspurn  Norðurskautsolían mun kosta 100 dali tunnan í vinnslu  Ólíklegt að olíuverðið fari undir 100 dalina Dagar ódýrrar orku að baki Morgunblaðið/Frikki Jarðfræðingur Ron Oxburgh lýsir aukningu koldíoxíðs í andrúmsloftinu. RADOVAN Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, neitaði að leggja fram málsvörn þegar réttar- höldin yfir honum hófust á ný við Alþjóða-sakamáladómstólinn fyrir Júgóslavíu fyrrverandi (ICTY) í Haag í gær. Var þá sjálfkrafa lögð fram máls- vörn verjenda hans, sem lýsa sak- borninginn saklausan af 11 ákærum, þar með talið um stríðsglæpi. Hæddist Karadzic að réttinum og hafði á orði að úr því að hann hefði hætt að koma fram undir fölsku flaggi ætti rétturinn, „Atlantshafs- bandalagsrétturinn“, að fara að for- dæmi hans. „Rétturinn heldur því ranglega fram að hann sé fulltrúi al- þjóðasamfélagsins þegar hann er í raun réttarsalur NATO, sagði Kar- adzic í gær. baldura@mbl.is Hæddist að réttinum „GLOPPÓTT gullfiskaminni“ er frasi sem stundum er gripið til í lýs- ingum á minnisdöprum mönnum. Þessi samlíking á ekki rétt á sér. Þannig heldur vísindamaðurinn Mike Webster við St. Andrews- háskóla því fram í nýrri rannsókn að fiskar sýni fram á góða greind þegar hætta steðji að þeim. For- dómar um takmarkaða greind gull- fiska séu því ekki á rökum reistir. Webster hefur rannsakað ýmsar gerðir fiska og er fullviss um að síli, hornsíli og hitabeltisfiskurinn gúbbi hafi til að bera sama andlega atgervi og rottur eða mýs. Tekur Webster dæmi af því hvernig síli flýi hættu með því að læra hvert af öðru um heppilegustu flóttaleiðina. baldura@mbl.is Greindir gullfiskar Vanmetnir Gullfiskar leyna á sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.