Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 21 Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is JOHN McCain, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, tilnefndi í gær Söruh Palin sem varaforsetaefni sitt. Palin, sem er 44 ára, hefur gegnt embætti ríkisstjóra Alaska í tæp tvö ár og var ekki á meðal þeirra sem taldir voru líklegastir til að hljóta til- nefningu. Hún er fyrst kvenna til að hljóta tilnefningu repúblikana. „Palin er einmitt sú sem ég þarf á að halda,“ sagði John McCain er hann kynnti Palin til sögunnar á samkomu þar sem hann fagnaði einnig 72 ára afmæli sínu. Hann sagði Palin réttu manneskjuna til að hjálpa sér við að „hrista upp í Washington“ svo hjólin færu að snúast á ný. Palin ávarpaði einnig samkomuna í gær og sagði það mikinn heiður að fá að berjast við hlið McCains. Hún beindi svo orðum sínum til vonsvik- inna stuðningsmanna Hillary Clinton með því að lofa árangur Clinton í lið- inni forsetaframbjóðendabaráttu gegn Barack Obama og sagði „banda- rískar konur ekki hafa sagt sitt síð- asta.“ Of ung og reynslulaus? Val McCains er talið geta hjálpað honum við að kæfa þær gagnrýn- israddir, sem heyrst hafa úr búðum demókrata, að McCain hafi lítið nýtt að færa þjóðinni. Palin þykir í yngri kantinum og er tveimur árum yngri en Barack Obama. Liðsmenn úr röð- um McCain hafa þó sagst óttast að aldur hennar geti grafið undan rök- semdafærslu McCains um að Obama sé of ungur og reynslulaus til að valda forsetaembættinu. Palin sætti gagnrýni flokksfélaga sinna þegar hún beindi athyglinni að spillingu innan raða repúblikana í Alaska um það leyti sem hún varð ríkisstjóri. Nokkuð sem er talið hafa haft sitt að segja til að vekja athygli McCains á henni. Palin hefur notið mikilla vinsælda sem ríkisstjóri og var með 80% fylgi í skoðanakönnun sem gerð var í júlí síðastliðnum. McCain og Palin eru á öndverðum meiði hvað olíu- og gasboranir í Alaska varðar. Palin hefur beitt sér einarðlega fyrir því að gasleiðsla verði lögð frá Alaska til að blása lífi í efnahagsástand ríkisins. McCain hef- ur lýst sig andsnúinn slíkum bor- unum og hefur það komið illa við marga flokksfélaga hans. Palin er andsnúin fóstureyðingum og er talið að það muni verða til þess að róa íhaldssama repúblikana. Palin, sem er fimm barna móðir, valdi að fara ekki í fóstureyðingu eftir að eitt barna hennar greindist með Downs- heilkenni. Þessi afstaða hennar er þó talin geta fælt frá marga stuðnings- manna Hillary Clinton McCain slær nýjan tón með vali varaforsetaefnis Reuters Frambjóðendaparið McCain kynnti Palin til sögunnar sem varaforsetaefni sitt og sagði hana einmitt þá manneskju sem þjóðin þarfnaðist í Washington. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is YFIRVÖLD í Georgíu tilkynntu í gær að þau myndu slíta stjórnmála- sambandi við Rússland. Tilkynning- in kemur nokkrum dögum eftir að Rússland viðurkenndi sjálfstæði héraðanna Suður-Ossetíu og Abkas- íu. Fréttir hafa borist af því að Rúss- ar hyggist auka íhlutun sína í hér- uðunum, samkomulag sé í uppsiglingu sem leyfi Rússum að setja upp herstöðvar í Suður-Oss- etíu. Rússar höfðu ekki staðfest þær fréttir í gær. Fulltrúar Georgíu í Rússlandi munu yfirgefa landið í dag að sögn Nato Tsjíkovani, utanríkisráðherra Georgíu. Rússar hafa gagnrýnt ákvörðun Georgíumanna. „Lok stjórnmálasambands Rússlands og Georgíu eru ekki það sem Moskva vill og Tíblisi verður að bera alla ábyrgð á þessari ákvörðun,“ sagði talsmaður utanríkisráðuneytis Rúss- lands. Átökin verði metin hlutlægt Í viðtali við þýska ríkissjónvarpið ARD í gær hvatti forsætisráðherra Rússlands, Vladímír Pútín, Evrópu- sambandsríkin til að meta átökin á Kákasussvæðinu á hlutlægan hátt. Rússum stæði ekki á sama um við- brögð ESB-ríkjanna. Hann sagði það ósannindi að Rússland hefði gripið inn í átökin í Georgíu til þess eins að koma forseta Georgíu frá völdum og hindra að landið gengi til liðs við Atlantshafsbandalagið (NATO). Væri eitthvað til í því hefðu Rússar hafið átökin, Georgía hefði hins vegar ruðst inn í Suður-Ossetíu. Hann varaði jafnframt Evrópuríkin við því að þjóna utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýsingum sem bár- ust í gær frá skrifstofu Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, verður engin ákvörðun tekin um refsiað- gerðir gegn Rússum á fundi ESB sem haldinn verður í Brussel á mánudaginn. Nokkur landanna vilja hefja refsiaðgerðir, þ.á m. Pólland. Megintilgangur fundarins í Brussel verði að gera ráðstafanir til að tryggja að Rússar haldi vopnahlés- samkomulag í Georgíu sem Frakkar höfðu milligöngu um. Fulltrúar Georgíu yfir- gefa Rússland í dag Í HNOTSKURN »Rússland er mesta olíu-vinnsluríki heims. »Vinnslan nemur nú hátt ítíu milljónum tunna á dag, sem svarar til ríflega níunda hluta heimsvinnslunnar. »Takmörkun á olíufram-boðinu frá Rússlandi myndi því þrýsta á um verð- hækkanir á mörkuðum. »Sú röskun sem varð á olíu-framboðinu frá Kákasus- svæðinu við upphaf átakanna í Georgíu hækkaði olíuverðið. AP Sambandsslit Utanríkisráðherra Georgíu tilkynnti um ákvörðunina. BARACK Obama tók við útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins með ræðu á lokadegi landsþings flokksins á fimmtudagskvöld. Obama er fyrsti blökkumaðurinn sem hlýtur slíka útnefningu stóru stjórnmálaflokka Bandaríkjanna. Það þótti því vel við hæfi að hann skyldi taka við henni ná- kvæmlega 45 árum eftir að dr. Martin Luther King Jr., holdgervingur rétt- indabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum, hélt sína frægustu ræðu sem er þekkt fyrir orðin „ég á mér draum“. Í ræðu sinni, sem var sú mikilvægasta í kosningabaráttu Obama til þessa, skerpti hann á þeim málefnum sem hann hyggst berjast fyrir nái hann kjöri. Þar nefndi hann m.a. bættar aðstæður verkalýðsins, lofaði skatta- lækkunum fyrir millistéttarfólk og það að draga verði úr þörf Bandaríkja- manna á olíu frá Mið-Austurlöndum til að mæta hækkuðu bensínverði. Obama skaut einnig hörðum skotum að keppinauti sínum John McCain og tengdi hann beint við „mislukkaða forsetatíð“ George Bush. „Ameríka, við erum betri en síðustu átta ár,“ sagði Obama. Hann gagnrýndi McCain einnig sem fulltrúa „gamaldags stjórnmála og misheppnaðrar stefnu repúblikana.“ jmv@mbl.is Reuters Tilbúinn í slaginn Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana, er ríkisstjóri Alaska og hefur notið mikilla vinsælda í embætti LENGI var litið svo á að Xingu- svæðið í vesturhluta Brasilíu hefði verið ósnert af ágangi manna. Ný grein í vísindatímaritinu Science kollvarpar þessari skoðun. Þannig hafa vísindamenn fundið merki um þéttriðið net byggða- kjarna í frumskóginum sem tengdir voru saman með vegakerfi. Aðalvegirnir enduðu svo á risa- stórum torgum, sem ef til vill svipaði til þess hér er sýnt, sem að öllum lík- indum hafa verið samkomustaðir þessa fólks, sem talið er að hafi verið uppi fyrir um 1.500 árum. Vísindamennirnir hafa jafnframt fundið merki um landbúnað, stjórn- un votlendis og hugsanlega fiski- rækt, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Bæirn- ir voru stórir, allt að sextíu hekt- arar. Um þúsund manns eru taldir hafa búið í stærri bæjunum. Mike Heckenberger, prófessor við Háskólann á Flórída, sagðist í sam- tali við BBC hins vegar ekki líta svo á að um borgir væri að ræða, fremur væri um þorp að ræða og einskonar úthverfi þeirra. Segir þar einnig að rústir þessara fornu mannvirkja séu nær ósýni- legar en að meðlimir Kuikuro-ætt- bálksins, sem taldir eru vera afkom- endur fólksins, geti rakið ummerkin í skógarþykkninu. Vegirnir sem fornmennirnir byggðu til torganna snúa allir frá norðaustri til suðvesturs. Rannsóknin tók á annan áratug og notuðust vísindamennirnir meðal annars við gervihnattamyndir. Á vef dagblaðsins The Daily Tele- graph segir að flatarmál hvers þorps hafi verið um 18.000 fermílur, eða um 35-falt flatarmál Los Angel- es-borgar. baldura@mbl.is Fornmenn byggðu úthverfi í Amazon Eitt torganna Talið er að sjúkdómar sem bárust frá Evrópu hafi fellt fólkið. Palin var fyrsta konan og jafn- framt yngsta manneskjan sem var kosin fylkisstjóri í Alaska, 42 ára að aldri. Hún er því vön að fara ótroðnar slóðir. Sem fylkisstjóri þykir Palin hafa sýnt siðferðislega réttsýni og hefur m.a. barist gegn spillingu í embættiskerfinu í Alaska. Áður en hún varð fylkisstjóri gegndi hún embætti borgarstjóra í bænum Wasilla um sex ára skeið, þar áður gegndi hún starfi íþrótta- fréttamanns í sjónvarpi. Palin er með gráðu í fjölmiðla- og stjórnmálafræði frá háskól- anum í Idaho. Hún er fimm barna móðir sem fer gjarnan á hverskyns veiðar, ekur á vélsleða og borðar elgsborgara. Réttsýn kona sem fer gjarnan á veiðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.