Morgunblaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 25
hann ekki fljótlega þá verð ég að íhuga að
gefa honum minn. Það er fáránlegt að ég sé
með orðu en ekki hann. Hann er algjör snill-
ingur.
Book of Disquiet eftir Fernando Pessoa er
merkileg bók eftir höfund sem hefur sterkt
ímyndunarafl. Fólk á að lesa Pessoa en af-
neita ekki hinum sýnilega veruleika eins og
hann gerir. Man Without Qualities eftir Ro-
bert Musil er bók sem ég er afar hrifinn af.
Musil eyddi öllu lífi sínu í að skrifa þetta
verk en fékk nánast enga viðurkenningu.
Hver einasta setning í bókinni er sönn og það
er einmitt það sem við biðjum um í bók-
menntum.
Short History of Myth eftir Karen Arm-
strong heillar mig og sérstaklega kenningin
um að bókmenntirnar séu bestu trúarstofn-
anirnar því þar finnum við sannleikann á fal-
legan hátt. Svo mæli ég með The Fountain-
head eftir Ayn Rand fyrir ungt fólk
Þetta eru allt bækur sem ég elska. Svo eru
Laxness og Þórbergur. Vefarinn frá Kasmír
er í sérstöku uppáhaldi.“
Mikilvægt heilsufarstékk
Hvernig sérðu framtíðina?
„Ég sé hana ekki. En þessi ferð til Peking
og síðustu sex ár hafa styrkt mig í þeirri trú
að ef maður dregur hluti að sér af virkilegum
krafti, ef maður trúir á gildi þess sem maður
vill og nýtir jákvæðnina innra með sér þá
getur draumurinn orðið að veruleika. En
maður verður að vita hvað maður vill og fara
þá leið sem manni finnst réttust. Svo tekur
maður öðru hvoru vistfræðitékkið, eins og ég
kalla það. Spyr: Ef ég ætla mér að ná þessu
markmiði er það í lagi gagnvart konunni og
börnunum eða eyðileggur það eitthvað fyrir
þeim sem ég elska? Þetta er eina tékkið sem
maður þarf að gera fyrir utan heilsufar-
stékkið en þá spyr maður sig: Ef ég geri
þetta verð ég þá stressbolti sem verður lagð-
ur inn á sjúkrahús eftir þrjú ár með maga-
sár?
Það er mikilvægt að gleyma hvorki heilsu-
farstékkinu né vistfræðitékkinu.“
Ætlarðu að halda áfram sem fyrirliði
landsliðsins?
„Ég leyfi þeirri ákvörðun að svífa í loft-
inu.“Morgunblaðið/Golli
» Ef það semmaður stefnirað er fyrir það
ytra, ef það kemur
ekki innan frá og er
ekki hreint og tært, þá
tapar það gildi sínu.
Ef þú segir við sjálfan
þig: „Ég ætla að vinna
medalíu til að fara nið-
ur Laugaveginn í opn-
um vagni svo allir geti
dáðst að mér og til að
ég fái fríkort hjá hin-
um og þessum fyr-
irtækjum“ þá ertu að
keppa á röngum for-
sendum. Og þá nærðu
líklega ekki árangri.
Ég lít svo á að leiðin
að árangri sé þroska-
leið.