Morgunblaðið - 30.08.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 30.08.2008, Síða 29
• Bjartar íbúðir • Vandaðar innréttingar • Aukin hljóðeinangrun • Tvennar svalir • Aukin lofthæð • Gólfhiti • Lyftuhús • Stæði í bílageymslu Áhugasamir panti söluskoðun hjá söludeild ÍAV í síma 540 4200 Mjög stutt í alla þjónustu, miðbæinn og Laugardalinn Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200 Aðeins 2 stórglæsilegar íbúðir eftir í Sóltúni 8-12. www.iav.is SÓLTÚN – REYKJAVÍK Íbúðirnar eru 2ja herbergja, 104 fm og 3ja herbergja, 137 fm. Tilbúnar til afhendingar. Gráni Eitt sinn hestamaður, ávallt hestamaður. gervibrunn, fuglahús, verkfærahús og veggskraut,“ segir Jóhannes sem lærði trésmíði á fullorðinsárum. Hann stundaði sjómennsku í mörg ár og hefur því sterkar taugar til hafs- ins. Er það merkjanlegt á tréverki er mótar skútu á einum húsveggnum. Á bílskúrshurðina hefur hann síðan mótað hest úr tré enda mikill hesta- maður. Steinsveppir prýða svo beð í miðjum garðinum. „Sveppirnir eru það eina sem ég hef ekki gert. Þá bjó Marteinn steinsmiður til.“ Ennfremur hangir gamalt vagn- hjól af dönskum hestavagni á hús- vegg. Hjólið fann Jóhannes á flóa- markaði í Danmörku, flutti heim og gerði upp. „Ég hef verið á eftirlaun- um í tíu ár og það má segja að smíða- vinnan spretti af eirðarleysi. Það er alltaf hægt að hafa eitthvað fyrir stafni.“ gudrunhulda@mbl.is Nýtt hlutverk Danska vagn- hjólið fann sinn stað á húsvegg í Tjarnarflöt. Blómabeð Marglit blóm og sniðugir steinsveppir prýðir garðinn. Morgunblaðið/Ómar a sinnt garði sínum af alúð og snyrtimennsku í fjörutíu ár og sín. Í bakgrunni er vatnsbrunnur sem Jóhannes smíðaði. Fuglahús Smáfuglar sækja sér skjól og æti til hjónanna í Tjarnarflöt allan ársins hring. Við ákváðum því að fjar- lægja átta grenitré, þrjú þeirra gáfum við bænum sem notaði þau sem jólatré. úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 29 Nú haustar og kominn er sá árs- tími þegar mannlífið fellur í fastari skorður á nýjan leik eftir frjálsræði sumarsins hjá sumum og miklar annir hjá öðrum, til dæmis þeim sem taka á móti og þjónusta ferða- menn. Hér um slóðir er ferðaþjón- usta enn sem komið er að mestu bundin við sumarmánuðina svo nú fer ferðalöngum fækkandi með degi hverjum. Þeim fjölmörgu sem dval- ið hafa í sumarbústöðum á svæðinu fer þá ekki síður fækkandi.    Einn er sá ferðamaður sem fer hægar yfir og dvelur lengur á hverjum stað en aðrir ferðalangar. Er það Svisslendingurinn Josef Ni- derberger sem ferðast hefur um Ís- land í 23 sumur á reiðhjóli og tvö síðastliðin sumur á litla rauða Su- zuki-húsbílnum sem er líklega minnsti húsbíll á landinu og þótt víðar væri leitað. Í sumar og fyrrasumar hefur Jo- sef dvalið töluvert á Kópaskeri og hér í nágrenninu og ferðamátinn gerir það að verkum að hann þekk- ir landið jafnvel betur en innfæddir. Josef er vinur vina sinna og þeir eru margir, en þeim sendir hann gjarnan myndskreytt blómabréf eða færir þeim sultukrukku. Sult- una sýður hann þar sem hann er staddur í það og það skiptið og tínir að sjálfsögðu berin í íslenskri nátt- úru sem hann segir vera sambýlis- konu sína.    Berjaspretta er annars með allra mesta móti og þegar í móinn er komið er víðast hvar allt svart og blátt hvert sem litið er. Nú er bara að vona að veður gefist til berja- ferða áfram og að ekki frysti í bráð, því þó að haustlægðir séu eitthvað að hrella landann í bili hefur sum- arið á þessu landshorni verið hag- stætt á margan hátt hvað veðurfar snertir. Það er einna helst að miklir þurrkar hafi sett strik í reikning- inn. Til dæmis eru hinar eftirsóttu gulrætur frá Akurseli í Öxarfirði fyrst núna að koma á markað en það er heldur seinna en undanfarin ár sem má meðal annars rekja til skorts á vætu.    Haustinu fylgir fleira en tínsla berja, sveppa og fjallagrasa, ekki má gleyma göngum og réttum sem eru jafnan tilhlökkunarefni hjá ung- um sem öldnum og í framhaldinu kemur sláturtíð, sem hér er oft miðað við í ýmsu tilliti en slátrum hefst hjá Fjallalambi 10. september nk., sjá nánar á www.fjallalamb.is Um liðna helgi var landskeppni smalahundafélags Íslands haldin á Daðastöðum í Núpasveit í blíðskap- arveðri. Myndir frá keppninni og upplýsingar um úrslit má finna á www.123.is/kopasker.    Byggðasafnið á Snartarstöðum auglýsir opið hús á morgun, sunnu- daginn 31. ágúst, en það er síðasti sunnudagurinn sem safnið er opið í sumar. Af því tilefni verður frítt inn og kaffi á könnunni en á safninu stendur nú yfir áhugaverð sýning á þingeyskum altarisdúkum. KÓPASKER Kristbjörg Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristbjörg Smalahundur Þessi glaðlegri seppi var meðal þátttakenda í lands- keppni smalahunda á Daðastöðum. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.