Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 36
36 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þórdís Lofts-dóttir fæddist á
Gautshamri í Stein-
grímsfirði 8. ágúst
1926. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Hólmavík
23. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Loftur
Bjarnason á Hólma-
vík, f. 17.6. 1883, d.
8.8. 1956, og seinni
kona hans Helga
Guðbjörg Jóns-
dóttir, f. 11.7. 1895,
d. 8.9. 1981. Alsystkin Þórdísar
eru Gróa, f. 1925, Jón, f. 1927,
Sigvaldi, f. 1930, d. 2006, Ingi-
mundur Tryggvi, f. 1932, d. 1937,
Guðjón, f. 1934 og Karl Elinías, f.
1937. Hálfsystkin hennar, börn
Lofts og fyrri konu hans Gróu
Einarsdóttur, f. 18.12. 1879, d.
31.1. 1921, eru drengur, f. 1907,
látinn sama ár, Gísli, f. 1907, d.
1952, Aðalheiður, f. 1910, d.
2002, Björnstjerne, f. 1911, d.
1913, drengur andvana fæddur
1914 og Gestur, f. 1916, d. 1952.
Þórdís var á fyrsta misseri send í
fóstur hjá hjónunum á Skarði í
Bjarnarfirði, þeim Bjarna Jóns-
syni, f. 1873, d. 1948, og Valgerði
Einarsdóttur, f. 1872, d. 1932.
Uppeldissystkin hennar á Skarði
voru Torfi, f. 1905, Soffía, f.
1906, Jón, f. 1907, Ólöf, f. 1909,
og Eyjólfur, f. 1912, sem öll eru
látin.
Þórdís giftist 30.12. 1944 Arn-
grími Jóhanni Ingimundarsyni á
Svanshóli, f. 25.7. 1920, d. 9.3.
1985. Börn þeirra eru. 1) Erna, f.
1945, gift Baldri Sigurðssyni, f.
um ásamt uppeldi barna sinna
enda Arngrímur bifreiðastjóri
með búmennskunni og því oft á
tíðum fjarverandi frá heimilinu
yfir sumartímann. Jafnframt tók
hún að sér afgreiðslustörf í útibúi
KSH á Kaldrananesi sem Arn-
grímur sá um og rak. Er börnin
urðu eldri og gátu hjálpað til við
búskapinn færðust hennar störf
meira inn á heimilið enda oft
mannmargt í Odda. Ávallt var á
borðum kaffi og sætabrauð og
enginn gestur kom án þess að
vera boðið kaffi eða matur eftir
því sem við átti. Ófáar göngu-
ferðirnar voru teknar upp af-
leggjarann að þjóðveginum, til að
afgreiða ferðamenn og fleiri um
bensín og olíu á BP-stöðinni er
þar var. Þegar börnin voru að
mestu leyti vaxin úr grasi vann
hún við ræstingar í Klúkuskóla
og Gvendarlaug hins góða yfir
sumartímann. Bréfhirðinguna í
Odda sá hún um í fjölda ára, uns
hún var lögð niður. Tók hún þátt
í að reka Hótel Laugarhól tvö
sumur ásamt öllum húsmæðrum í
sveitinni. Þórdís sat oft og prjón-
aði á yngri árum enda gott að
eiga hosur og vettlinga handa
heimilisfólki. En á efri árum
minnkaði prjónaskapurinn og
fínni hannyrðir tóku við. Við and-
lát Arngríms tóku Baldur og
Erna dóttir hennar við rekstri
meginhluta búsins enda höfðu
þau búið félagsbúi í Odda fram
að því. Þórdís sneri sér þá ein-
göngu að heimilisstörfum og tók
þá að sér matseld fyrir ýmsa að-
ila er voru við vinnu í Bjarnar-
firði af og til.
Útför Þórdísar fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Kaldrana-
neskirkjugarði.
1934, d. 2008. Börn
þeirra Árni Þór,
Hafdís, Steinar Þór
og Sölvi Þór. Erna á
tvö barnabörn. 2)
Jón, f. 1946, kvænt-
ur Þorsteinsínu Guð-
rúnu Gestsdóttur, f.
1948. Börn þeirra
Halldóra Þórdís,
Helena Ósk og Arn-
þór Ingi. 3) Jóhann
Björn, f. 1954,
kvæntur Sólveigu
Hildi Halldórsdóttur,
f. 1959. Börn þeirra
Halldór Páll og Nína Matthildur.
Synir Jóhanns eru Unnar Rafn, f.
1974, d. 2007, og Jóhann. Synir
Sólveigar eru Valgeir Örn og
Hlynur Þór. Jóhann og Sólveig
eiga fimm barnabörn. 4) Ingi-
mundur, f. 1957, sambýliskona
Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir, f.
1958. Synir þeirra eru Arngrím-
ur Jóhann, Haraldur Ingi, Erling-
ur Daði og Matthías Oddur. Ingi-
mundur og Þorbjörg eiga fjögur
barnabörn. 5) Guðjón Hjörtur, f.
1963, kvæntur Signýju Her-
mannsdóttur, f. 1965. Börn þeirra
eru Elsa Guðbjörg, Andri Þór og
Hermann Elvar. Guðjón og Signý
eiga eitt barnabarn. 6) Helga
Lovísa, f. 1966, gift Haraldi Vigni
Ingólfssyni, f. 1964. Börn þeirra
eru Þórdís Adda, Ingólfur Árni,
Baldur Steinn og Karen Ösp.
Þórdís ólst upp á Skarði hjá
fósturforeldrum sínum til 17 ára
aldurs. Hóf hún þá sambúð með
Arngrími á Svanshóli. Árið 1947
fluttu þau á nýbýli sitt að Odda
og bjuggu þar til dauðadags.
Þórdís sinnti fyrstu árin bústörf-
Elsku mamma mín og tengda-
mamma.
Stór skörð hafa myndast í fjöl-
skyldunni síðasta árið og er því vert
að setjast niður og skrifa þessi orð.
Við kveðjum þig eftir stutta og erf-
iða baráttu við illkynja sjúkdóm. Við
vitum núna að þér líður betur og
pabbi hefur tekið á móti þér opnum
örmum.
Það verður tómlegt að koma heim
í Bjarnarfjörðinn, engin mamma í
Odda til að koma alikálfinum á borð-
ið þegar gulldrengurinn hennar
kemur í heimsókn.
Minningar okkar eru verðmætar
og við munum geyma þær í hjörtum
okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem.)
Við kveðjum þig með miklum
söknuði.
Þinn gulldrengur,
Jón, og Ína.
Sit við gluggann á sjúkrahúsinu á
Hólmavík, og festi ekki hugann við
neitt. Hef sjaldan séð Steingríms-
fjörðinn svona sléttan marga daga í
einu. Þarna eru Kleifar og Hella á
Selströnd, og gárurnar klappa á
steinana við tangann. Móðir mín er
loksins sofandi eftir spjall okkar í
milli og hvílist í sínum erfiðu veik-
indum. Þannig má segja að síðustu
dagar mínir með mömmu hafi verið
í hnotskurn.
En minning mín um mömmu er
alls ekki um veikindi. Man bara ekki
eftir því að henni hafi nokkurn tíma
orðið misdægurt. Finnst hún alltaf
hafa staðið við eldavélina og eldað
góðan mat meðan ég ólst upp. Tala
nú ekki um eftir að ég flutti að heim-
an og kom í heimsókn með fjölskyld-
una, þá var iðulega spurt: „Hvað á
ég að hafa í matinn, elskan?“ Ef ég
var að vori eða snemma sumars á
ferðinni, stóð alla jafna ekki á svari:
„Siginn fisk og selspik, steiktan
rauðmaga eða selkjöt.“ Þetta voru
oft mín fyrstu svör. Það var lostæti
sem mamma gat stundum boðið upp
á. En ekki snerist nú allt um mat.
Hörkulegar ábendingar fékk ég eftir
fyrsta fylliríið og þegar ég byrjaði
að fikta við reykingar. Nauðsynlegt
mér, ungum manni, en ég hlustaði
kannski ekki nógu og vel. Alla jafna
var hún ekki að setja mikið ofan í við
mig, frekar að ég benti henni á hlut-
ina. Eins og að hún léti allt of mikið
eftir börnunum mínum, gerði þau
óþekk með undanlátsseminni. Þetta
þekki ég nú sjálfur eftir að hafa
eignast barnabarn. Eða þá á rúg-
brauðslyktina sem angaði um allt
hús á sunnudagmorgni eftir réttar-
ball, þegar heilsan hjá mér og fleir-
um var ekki alveg í lagi. En þá var
mamma í hugulsemi sinni að baka,
til að við krakkarnir hennar gætum
tekið með okkur heim volgan rúg-
brauðsbitann. Eitt var það sem síð-
ustu árin borgaði sig ekki að gera.
Það var að hringja í hana á þeim
tíma sem Leiðarljós var sýnt í sjón-
varpinu. Gerði maður það voru svör-
in svo gjörsamlega úr samhengi við
það sem um var spurt að maður
skildi hvorki upp né niður, svo upp-
tekin var hún af þessum þáttum.
Eitt af síðustu verkum mínum fyrir
hana þegar hún var á Akranesi var
reyndar að tengja sjónvarp svo hún
sæi Leiðarljós. Og þegar ég kom til
Hólmavíkur á afmælisdaginn hennar
og spurðist fyrir hvar sjónvarpið
væri, þá var svarið: „Leiðarljós er
komið í frí.“ Leiðarljósið kom svo úr
fríi, en mamma ekki. Hún fann ann-
að ljós, ljósið sem geymir ástvinina,
gömlu Bjarnfirðingana og þá sem
minningin geymdi. Mamma hafði
sagt mér að hún væri stolt af því að
hafa komist í fermingu Hermanns
sonar míns suður í Garð núna í vor.
Það skil ég núna hversu mikið hún
hefur þurft að leggja á sig til þess.
Eftir þessa daga í sumar minnist ég
yndislegra stunda með Ingu á Hóli,
sem sýndi svilkonu sinni, nágranna
og vinkonu ótakmarkaða umhyggju
og hlýju.
Starfsfólkinu á Heilbrigðisstofn-
uninni á Hólmavík vil ég þakka þol-
inmæðina og hlýjuna sem þau sýndu
okkur, ættingjum mömmu, meðan á
erfiðum veikindum hennar stóð.
Guðjón Hjörtur.
Elsku mamma.
Aldrei hvarflaði það að mér þegar
ég keyrði þig á Akranes í lækn-
isskoðun að það yrði svona langt
ferðalag sem væri verið að leggja
upp í. Alvarlegur sjúkdómur hafði
náð tökum á þér, þó svo þú hefðir
ekki verið að kvarta undan verkjum,
heldur bara ónotum sem þú hefðir.
Síðan lá leiðin heim í Odda, og aftur
á Akranes, svo þaðan á Heilbrigð-
isstofnunina á Hólmavík sem varð
endastöðin. Á þessum tíma kvart-
aðir þú aldrei, enda ekki vön því að
vera veik. Síðustu nóttina sem við
áttum saman einar þá heimtaðir þú
að ég kæmi upp í rúm til þín. Þar
sem þér fannst ekki fara nógu vel
um mig í stólnum við rúmið, þetta
lýsir þér best. Hafðir meiri áhyggj-
ur af mér heldur en sjálfri þér.
Það er svo margs að minnast.
Hvernig þú nenntir að lesa fyrir
okkur krakkana á kvöldin eftir lang-
an dag. Þó svo syfjan væri að sliga
þig og lesturinn orðinn eitthvert
bull, þá lastu einn kafla í viðbót ef
við báðum um það. Svo hlógum við
bara að bullinu í þér. Svo var það
með berjabrekkurnar, alltaf að
ganga þannig frá þeim eins og þú
ætlaðir að koma aftur að þeim. Ber-
jatínur voru bannaðar og allt tínt
með höndum, þannig voru nú regl-
urnar. Eins var það þegar þú
hringdir og baðst okkur Hadda að
koma og hjálpa þér að hnoða í klein-
ur. Þá voru handleggirnir orðnir
lúnir og ekki til þeirra verka. Og
Baldur mágur sá þá um að steikja
kleinurnar. Við Haddi og börnin
okkar munum ávallt geyma minn-
ingar um þig í hjarta okkar.
Guð geymi þig.
Helga Lovísa.
Elsku mamma og amma.
Nú er tómlegt í Odda. Við eigum
margar minningar um þig. Erfitt er
að setja þær allar í orð á blaði. Hvað
þú varst tilbúin að gera allt sem þú
gast til að hjálpa og leiðbeina okkur.
Nema, þér tókst ekki að kenna okk-
ur að baka pönnukökur, hvað sem
þú reyndir. Þær voru aldrei eins og
þínar. Ófáar stundir áttum við sam-
an í berjabrekkunum. En allar spil-
astundir okkar og aðrar stundir
geymum við saman í hjarta okkar.
Þú varst alltaf fljót til ef minnst var
á spil eða spilaleiki. Þó að þið Bald-
ur ættuð ekki alltaf skap saman við
spilin, þá var alltaf jafn gaman. Erf-
ið barátta þín síðustu mánuði lýsir
þér best, ekki tilbúin að gefast upp
eða láta bilbug á þér finna. Og
reyna eins og þú gast að láta okkur
ekki hafa áhyggjur af þér. En nú
ertu búin að fá hvíldina frá þjáning-
unum. Við minnumst þín með sökn-
uði og ást.
Allar stundir okkar hér
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Erna, Árni, Hafdís,
Steinar og Sölvi.
Elsku amma Dísa.
Ég kveð þig hér með söknuði í
hjarta.
Margs er minnast í okkar sam-
skiptum í gegnum ævina. Man ég
þá sérstaklega þegar ég var að leika
mér í ánni og þegar ég kom inn í
Odda var sagt við mig að það væri
krókódíll í ánni. Ég er ennþá að
leita að honum og hef ekki fundið
hann.
Alltaf hafði amma áhyggjur af því
hvort ég borðaði ekki nóg því ég
væri að stækka svo mikið og ekki
klikkaði amma á því að gefa stóra
stráknum sínum að borða.
Það er svo margt sem mig langar
að segja en get ekki sagt það allt
hér.
Elsku amma Dísa, ég kveð þig
með þessum orðum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem.)
Þinn
Arnþór Ingi.
Elsku amma mín.
Mikið verður nú skrítið að fara
heim í Bjarnarfjörðinn þegar þú ert
ekki þar til að taka á móti mér, því
alltaf tókstu á móti mér með opnum
örmum. Við höfum búið til margar
fallegar minningar sem munu fylgja
mér ævilangt. Þótt þú hefðir ekki
mikinn áhuga á íþróttum, þá spurð-
ir þú mig alltaf þegar við hittumst
hvort ég væri ekki enn að sprikla.
Alltaf var gaman að tala við þig
þegar þú fussaðir og sveiaðir yfir
því að sjónvarpið sýndi fótbolta í
stað þáttarins þíns. Áður en ég fór
svo út til Portúgals í sumar þá
baðstu mig að koma ekki heim með
kærasta og það var það fyrsta sem
þú spurðir mig um þegar ég kom
heim. En eins og ég lofaði, þá kom
ég ein heim og beint til þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Það er alltaf ótrúlega erfitt að
kveðja einhvern sem maður elskar.
Ég hugga mig við þá hugsun að þér
líður betur núna og ert á góðum
stað hjá afa Adda.
Ég mun sakna þín elsku amma og
þú munt ávallt eiga stóran stað í
hjarta mínu.
Ég elska þig amma mín.
Þín
Helena.
Elsku amma, síðustu daga hafa
hinar ýmsu minningar flogið í gegn-
um huga minn og hef ég oft verið
með bros á vör. Annað er ekki hægt
því þessar minningar eru ómetan-
legar. Ég hafði þau forréttindi sem
barn að fá að vera í sveitinni hjá
ykkur afa. Alltaf fékk maður ákveð-
ið hlutverk, ef það var ekki að sækja
beljurnar þá var það að hlaupa upp
að vegamótum og aðstoða við að af-
greiða ferðalanga um bensín. Ýmis-
legt annað var brallað hér áður fyrr
og við þær minningar ætla ég að
ylja mér í framtíðinni.
Þú sagðir ávallt skoðanir þínar á
mönnum og málefnum og við vissum
aldrei hverjum við áttum von á. Þar
er hægt að nefna t.d. þegar Siggi
kynntist þér fyrir fjórum árum og
það er óhætt að segja að þú hafir
slegið í gegn og var mikið skotið á
okkur skötuhjúin. Eftir það fannst
Sigga ómetanlegt að komast í Odda
og verður aldrei eins að koma þang-
að núna eftir að þú ert farin.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur.)
Við kveðjum þig í dag með sökn-
uði, elsku amma, og ég ber nafn þitt
með stolti
Halldóra Þórdís og Sigurður.
Elsku amma.
Nú ertu farin eftir erfiða og
stutta baráttu. Það verður sárt að
kveðja þig í dag þó svo að við vitum
að nú hefurðu fengið hvíld og ert
komin á góðan stað.
Allar stundirnar sem við höfum
átt með þér munum við varðveita
vel í hjörtum okkar. Á okkar yngri
árum vorum við mikið í Odda og oft
kom það fyrir að við vildum ekki
fara heim aftur og aldrei var það
vandamál að vera eftir hjá þér, þó
svo að við höfum ekki alltaf verið ró-
leg. Við munum ávallt vera þakklát
fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur
og allt það sem þú kenndir okkur.
Þú varst alltaf með svör við öllu,
jafnvel í formi vísu, en af þeim
kunnir þú óteljandi margar. Það var
alltaf jafn gaman að hlusta á þig
þegar þú byrjaðir og alltaf var beðið
um aðra á eftir.
Aldrei fellur á þig ryk
fyrir innri sjónum mínum.
Átt hef ég sælustu augnablik
í örmunum sterku þínum.
(Þura í Garði.)
Elsku amma, í dag kveðjum við
þig í hinsta sinn með mörgum minn-
ingum en jafnframt miklum sökn-
uði.
Takk fyrir allt.
Þórdís Adda og Ingólfur Árni.
Þórdís Loftsdóttir
Elsku amma.
Alltaf þegar ég fór norður,
þá sagði mamma mér að láta
ömmu ekki snúast í kringum
mig. Og reyndi láta þig ekki
gera það. Vonandi hefur það
tekist. Ég vona að þér líði vel
þar sem þú ert. Ég mun
sakna þín mikið.
Þinn
Baldur Steinn
Elsku amma.
Þegar ég var lítil vildi ég
alltaf fá fisk hjá þér. Þú vild-
ir alltaf gefa mér fisk, en
einu sinni áttir þú hann ekki
til, bara gellur. Þá sagði ég
„amma, þetta er svoldið
skrítinn fiskur“. Síðasta
skiptið sem ég svaf upp í hjá
þér var mér illt í eyranu. Þú
huggaðir mig. Ég sakna þín
mikið.
Karen Ösp.
HINSTA KVEÐJA
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800