Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 44
Þar eru karlarnir statistar í heimi kvenna, það fer svo sem ekkert illa á því … 52 » reykjavíkreykjavík Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ALLIR góðir hlutir taka enda,“ segir Egill Ólafsson Stuðmaður þegar blaðamaður spyr hann hvort tónleikar Stuðmanna í kvöld séu þeir síðustu. Í viðtali fyrr á árinu gaf Egill það mjög skýrt í skyn að Stuðmenn væru hættir en hljóm- sveitin spilar í kvöld á árlegum söfnunartónleikum íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. „Þetta getur varla talist starfsemi lengur. Við höfum hist tvisvar á þessu ári, mest til þess að skemmta okkur sjálfum,“ segir Egill. „Ég held að það sé alveg ljóst, og ég lít þannig á, að þessu samstarfi sé nán- ast lokið. Ég held líka að það sé tímabært að við leyfum öðrum að komast að.“ Höfðu lofað að koma fram Það hlýtur samt að gleðja dygg- ustu aðdáendur Stuðmanna að Egill slær nokkra varnagla og honum þykir fullmikið að kalla tónleikana í kvöld lokatónleika Stuðmanna. „En ég held það sé alveg víst að ég starfa ekki með hljómsveitinni leng- ur og ég lít svo á að þetta sé meira til gamans gert frekar en að kalla megi Stuðmenn starfandi hljóm- sveit. Við erum ekki að búa til tón- list og ekki að fara að gefa út plöt- ur.“ Stuðmenn hafa í nokkur ár komið fram á Gróttu-tónleikunum, og Eg- ill segir hljómsveitina hafa verið búna að lofa fyrir löngu að spila á þessum tónleikum áður en sú ákvörðun var tekin að hægja ferð- ina. „Íbúar Seltjarnarness hafa mætt vel á þessa tónleika sem kalla má litla þjóðhátíð,“ segir Egill en hagnaðurinn af dagskránni rennur til íþróttastarfs í bæjarfélaginu. Lokatónleikar Stuðmanna? Morgunblaðið/Árni Sæberg Sælla minninga Eru Stuðmenn að hætta?  Egill Ólafsson segir samstarfinu „nánast lokið“  Halda árlega tónleika sína á Seltjarnarnesinu í kvöld  Í Lesbók Morgunblaðsins í dag er að finna ýtarlega umfjöllun um gróskumikla öfgarokkssenu lands- ins. Þar að auki er að finna mynd- skeið því tengt á vefvarpi mbl.is, rætt við tvær sveitir sem fara mik- inn í senunni um þessar mundir, Celestine og Muck. Sveitirnar ræða þar um heima og geima en sérstaka athygli vekur athugasemd Axels, söngvara Celestine, um að sveitin sé nýkomin úr Evróputúr og dreymi nú um að spila úti á lands- byggðinni. Þetta kallar maður að vera með þjóðarhjartað á réttum stað, því að flestir láta sig hafa það að hjakka um landið en dreyma þess í stað um Evróputúr. Við hér á Morgunblaðinu verðum eiginlega að gefa fullt hús rokkstiga fyrir svona auðmjúkan og uppbyggileg- an hugsunargang. Þetta er orgínal! Landsbyggðin heillar öfgarokkarana  Það má með sanni segja að það sé nóg að gera hjá Baltas- ar Kormáki um þessar mundir. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu í gær er hann nýkominn heim frá Banda- ríkjunum þar sem hann skrifaði undir samning við James Newton Howard um tónlistina í nýjustu mynd sína, Run For Her Life, sem verið er að klippa um þessar mund- ir. Þá sér Baltasar um dreifingu á Mýrinni á Englandi og í Frakk- landi, er að ljúka við vinnslu á Reykjavík-Rotterdam sem hann leikur aðalhlutverkið í, og að gera sig kláran í tökur á stórmyndinni The Bird Artis sem hann mun lík- lega gera í haust eða vetur, auk fleiri verkefna. Geri aðrir betur! Upptekinn maður Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is PARÍS, London og New York mega fara að vara sig. Hver þarf Avenue Montaigne og 5. breið- stræti þegar hann hefur Skólavörðustíginn? Stígurinn heitir tískusýningin sem í dag fer fram þriðja árið í röð á Skólavörðustígnum, í tískustórborginni Reykjavík. „Þetta byrjaði sem lítil hugmynd um að gera eitthvað til að lífga upp á Skólavörðustíginn, rífa á hærra plan og gera eitthvað skemmtilegt í sameiningu,“ segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir, hárstílisti, hönn- uður og einn skipuleggjenda sýningarinnar. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og hefur allt lifnað við á Skólavörðustígnum í þessi tvö skipti sem tískusýningin hefur verið haldin. „Það sést að fólki þykir rosalega gaman þegar eithvað er að gerast í miðbænum og margir sem leggja leið sína niður í bæ til að fylgjast með,“ segir Þórhildur, Tóta eins og flestir kalla hana. Spennandi hönnuðir Auk Þórhildar koma að sýningunni Áslaug Harðardóttir sem starfrækir tískuverslunina ER, Auðbjörg Þóra Óskarsdóttir sem heldur ut- an um skipulagninguna og Sverrir Björnsson sem sér um útlitshönnun sýningarinnar. „Áslaug sýnir vöru úr búðinni sinni. Þetta eru flíkur eftir þýsku hönnuðina Annettae Görtz, Rundholz og Luana. Svo sýni ég línuna mína, Tóta Design,“ segir Þórhildur. „Við fáum til okkar hljómsveit- ina Sometime sem komið hefur skemmtilega á óvart upp á síðkastið og Bakkus býður upp á freyðivín, sem á vel við á tískusýningu.“ En er það ekki áhættusamt að halda tískusýn- ingu utandyra, eins og veðurfarið er á Íslandi? Þórhildur er hvergi bangin og segir nýjustu spár líta ágætlega út. „En við erum alltaf tilbúin með plan B ef veðrið er vitlaust,“ segir hún en vill ekki ljóstra meira upp. Þórhildur á von á skemmtilegum laugardegi á Skólavörðustígnum í dag. „Þetta vindur alltaf upp á sig og verður stærra með hverju árinu. Að- sóknin hefur verið ofboðslega góð, stígurinn troðfullur af fólki og umfjöllunin verið bæði mik- il og jákvæð,“ segir hún. „Það að hafa sýninguna undir berum himni gerir þetta svolítið hrátt og skemmtilegt, við sköpum góða stemningu og fáum flott módel svo allt er á eins háum standard og hægt er.“ Tískan út á göturnar  Tískusýningin Stígurinn 08 haldin á Skólavörðustíg í dag  Lifandi tónlist og léttar veitingar til að lífga upp á miðbæinn  Von á fjölda góðra gesta Morgunblaðið/Kristinn Tískuóðar Tóta og Áslaug reka sitt fyrirtækið hvor á Skólavörðustígnum og fengu þá hugmynd að gæða Skólavörðustíginn meira lífi. Sýningin hefst kl. 16 og er áætlað að hún standi yfir í 45-60 mínútur. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Finna má upplýsingar á Facebook með því að leita að „Stígurinn 08“. Gróttu-tónleikarnir eru nú haldnir í sjöunda sinn, fara fram í Íþróttamiðstöð Sel- tjarnarness. Með Stuðmönn- um koma fram Heiða úr Idol, Margrét Eir og Margrét Guðrúnar- og Ásgeirsdóttir. Magnús Kjartansson bætist við um miðnætti og hefur með sér heilan kór flug- freyja. Húsið verður opnað kl. 22. Flugfreyjukór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.