Morgunblaðið - 30.08.2008, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
/ ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
VINSÆLASTA MYNDIN Í BANDARÍKJUNUM Í DAG
- 2 VIKUR Á TOPPNUM
DARK KNIGHT kl. 6:20 - 8 - 10 B.i. 12 ára
STAR WARS: CLONE WARS kl. 1:30D - 3:40D - 5:50D LEYFÐ DIGITAL
GET SMART kl. 10:10D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ísl. tali kl. 2D - 4:10D LEYFÐ DIGITAL
WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR
„FINDING NEMO“ OG „RATATOUILLE“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
“...WALL E fær óskarinn sem besta teiknimyndin, enda
mynd sem fer fram úr því að vera fjölskylduteiknimynd
og yfir í að vera fullorðinsteiknimynd.”
“...full af nægum sjarma til að bræða hvert steinhjarta”.
- L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið
...umhugsunar- og athyglisverðasta
teiknimynd í áratugi...”
“WallE er aftur á móti frábær afþreying ætluð hinum
almenna bíógesti, þá einkum stórfjölskyldunni...”
S.V. Morgunblaðið
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
TROPIC THUNDER kl. 3:40 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP
SVEITABRÚÐKAUP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
STAR WARS: CLONE WARS kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ
GET SMART kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
-L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
- Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR- B.S., FBL
-S.V., MBL
THE DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára
THE DARK KNIGHT kl. 2 B.i. 12 ára LÚXUS VIP
THE MUMMY 3 kl. 1:30 - 8 B.i. 12 ára
WALL• E m/ísl. tali kl. 1:30D - 3:40D LEYFÐ DIGITAL
KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ
RÓMANTÍKIN hefur vafalaust ráðið því að
hjónaleysin Inga (Nanna Kristín) og Barði
(Björn Hlynur), ákváðu að gifta sig í lítilli og
afskekktri sveitakirkju. Sú ákvörðun á eftir að
draga mjög órómantískan dilk á eftir sér og fer
flest úrskeiðis sem farið getur. Væntanlegum
áhorfendum er lítill greiði gerður með því að tí-
unda þau, en eitt stærsta vandamálið er að
enginn er með það á hreinu hvar brúðkaupið á
að fara fram annað en að kirkjan er einhvers
staðar í vestri. Villta vestrinu þess vegna. Ekki
bætir úr skák að gestirnir og brúðhjónin, sem
ferðast á tveimur rútubílum, ákveða að stytta
sér leið yfir Dragháls og villast í uppsveitum
Borgarfjarðar. Innan dyra rútubílanna er sál-
arástandið í umtalsverðu ójafnvægi því hver og
einn hefur sinn djöful að draga, misjafnlega
dramatískan að vísu og lausu skrúfurnar
skoppa út um öll gólf. Á prestssetrinu bíður
presturinn (Ingvar E.) hinn rólegasti, hann er
að horfa á sjónvarpið og á nóg til að væta
kverkarnar yfir enska boltanum.
Mörkin milli kómedíu og farsa geta verið
óljós, Sveitabrúðkaup liggur beggja vegna
þeirrar fínu línu. Myndin gerist að mestum
hluta í þröngu rými rútubílanna og minnir þar
af leiðandi á leiksviðsverk og textinn mun vera
spunninn á staðnum af leikstjóranum og klipp-
aranum góða Valdísi Óskarsdóttur, ásamt leik-
urunum. Þeir koma ófáir úr Vesturport-
hópnum sem á að baki Börn og Foreldra, sem
báðar höfðu margt og mikið til síns ágætis. Það
telst ekki galli, en kvenhlutverkin eru áberandi
bragðmeiri og betur skrifuð, hluti af karlpen-
ingnum er nánast af nauðsyn á staðnum en fær
takmarkað svigrúm til að láta að sér kveða.
Það má líta á rúturnar sem umhverfið okkar í
hnotskurn, drepið á sígild mein og ágreinings-
efni sem þjaka einstaklinga, hjónabönd og
þjóðfélagið okkar í heild, þó það sé á gam-
ansömum, stundum meinháðskum nótum. Þar
eru karlarnir statistar í heimi kvenna, það fer
svo sem ekkert illa á því.
Hvað sem því líður er Sveitabrúðkaup fyrst
og síðast gamanmynd, gerð til að koma áhorf-
endum í gott skap og skilja við þá þannig inn-
stillta, og það tekst. Vissulega ber nokkuð á of-
flæði hugmynda í persónusköpuninni og í örfá
skipti eru uppákomurnar við hallærisjaðarinn.
En, þetta stóra en, þegar rúturnar virðast vera
að velta út af slóðanum með allt heila galleríið
innanborðs, tekst Valdísi og félögum að venda
þeim upp á réttan vegarhelming á nýjan leik
og halda áfram þessu dæmalausa ferðalagi
eins og ekkert hafi í skorist.
Sem fyrr segir er handritið hópvinna Valdís-
ar (sem heyr frumraun sína sem leikstjóri) og
leikaranna. Á bestu köflunum eru tilsvörin
bráðfyndin og leikhópurinn er yndislegur. Af
einhverjum ástæðum, mér óljósum, skilja
kvenpersónurnar mun meira eftir sig og þar á
Herdís Þorvaldsdóttir stóran hlut að máli og
ruplar þeim atriðum sem hún kemur fram í.
Önnur af okkar stórleikkonum, Kristbjörg
Kjeld, gerir sínu snúna hlutverki frábær skil.
Nanna Kristín, í hlutverki brúðarinnar, er
kraftmikil og kómísk, sama má segja um
Hönnu Maríu Karlsdóttir. Hafa ber enn í huga
að hlutverk þessara fínu leikkvenna eru blæ-
brigðaríkari en karlleikaranna, sem eru ekki
síðra mannval. Hér eru Þröstur Leó (hver
treystir sér til að gera kvikmynd án hans?)
Björn Hlynur, Sigurður Sigurjóns, Ólafur
Darri, Theódór Júlíusson, Árni Gautur Guð-
jónsson, og fá tækifæri til að setja svip sinn á
myndina, aðrir karlleikarar eiga ekki því láni
að fagna. Þá er enn ótalinn Víkingur Krist-
jánsson sem er senuþjófur myndarinnar ásamt
Herdísi. Víkingur er innilega utanveltu sem
náungi sem er ekki með kynhneigðina eða
sjálfsmyndina alveg á hreinu og fær frábærar
línur tengdar upploginni sálfræðimenntun.
Tæknilega er Sveitabrúðkaup í öruggum
höndum, klippingin og tónlistin í sérflokki,
kvikmyndataka og leikstjórn markviss og lip-
ur. Einkum í þrengslum farartækjanna í þess-
ari sposku óvissuferð upp að altarinu.
Óvissuferð
upp að
altarinu
Fyrst og síðast gamanmynd Ingvar E. og Björn Hlynur í hlutverkum sínum.
KVIKMYND
Háskólabíó, Sambíóin Álfabakka,
Akureyri, Keflavík og Selfossi
Leikstjóri, handrit (m. leikurunum) og klipping: Val-
dís Óskarsdóttir. Kvikmyndataka: Anthony Dodd
Mantle. Tónlist: The Tiger Lillies. Hljóðmynd: Kjart-
an Kjartansson. Aðalleikarar: Björn Hlynur Haralds-
son, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafs-
son, Nína Dögg Filippusdóttir, Þröstur Leó
Gunnarsson, Ingvar Eggert Sigurðsson, Gísli Örn
Garðarsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir o.fl. 90 mín.
Mystery Ísland o.fl. Ísland 2008.
Sveitabrúðkaup
bbbmn
Sæbjörn Valdimarsson