Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 55

Morgunblaðið - 30.08.2008, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 2008 55 Kúba Þú spa rar allt að 32.600 kr. á mann 10 daga ferð á frábærum tíma Aðeins 90sætií boði á þessum kjörum.Takmörkuð gisting. frá aðeins kr. 119.900 með „öllu inniföldu“ í 10 daga E N N E M M / S IA • N M 3 51 16 Frábært sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu 24. ágúst til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is Morgunblaðið og Heimsferðir bjóða áskrifendum til Kúbuveislu 19.-29. nóvember Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Varadero 10 nætur - m/allt innifalið Hotel Villa Tortuga **+ 119.900 147.900 -28.000 Gran Caribe Barlovento ***+ 124.900 157.500 -32.600 Havana 10 nætur - m/morgunverði Hotel Occidental Miramar **** 125.900 151.500 -25.600 Havana 5 nætur m/morgunverði og Varadero 5 nætur m/allt innifalið Occidental **** og Barlovento ***+ 126.900 157.500 -30.600 Occidental **** og Barcelo Solymar ****+ 136.700 162.300 -25.600 Allt verð er netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli. Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í 10 daga ferð til Kúbu 19. nóvember. Í boði er gisting á vinsælum gististöðum á Varaderoströndinni eða í Havanaborg. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Þú kynnist stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar og þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði á frábæru verði. Þú velur hvort þú vilt dvelja á Varadero eða í Havana í 10 nætur eða í Havana í 5 nætur og á Varadero í 5 nætur. Athugið mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði á þessu kjörum. Verð getur breyst án fyrirvara. Seint myndi maður setja í iPod-inn sinn það sérkennilegasafn laga sem kallast þjóð- söngvar, en síðustu vikur hljómuðu þeir daga og nætur í eyrum þeirra sem fylgdust með Ólympíu- leikunum. Það vöknuðu ótal spurn- ingar. Hvers konar fyrirbæri er þjóðsöngur? Hvaða merkingu hefur hann? Er hann meira en bara lag? Og svo mætti lengi áfram halda. Það mætti æra óstöðugan að fara að rifja upp alla umræðuna um ís- lenska þjóðsönginn, Lofsöng Svein- björns Sveinbjörnssonar við ljóð Matthíasar Jochumssonar, og það ætla ég ekki að gera. En veltum fyrirbærinu aðeins fyrir okkur.    Þjóðsöngvar eiga sér ekki mjöglanga sögu. Í fáeinum Evr- ópulöndum voru þó til þjóðsöngvar undir lok 16. aldar, en það var ekki fyrr en með rómantíkinni á 19. öld og uppgangi þjóðríkisins að þeir urðu almennt til í Evrópu. Þjóð- söngvarnir komu í kjölfar fullveldis og sjálfstæðis þjóða sem áður höfðu heyrt undir aðrar þjóðir. Það kem- ur því ekki á óvart að stórþjóðirnar sem þegar voru sjálfstæðar voru þær sem fyrst hömpuðu tónsmíðum sem áttu að að tákna þjóðfrelsi og einingu – þjóðsöngvum. Þannig varð Le Marseillaise, þjóðsöngur Frakka, til undir lok 18. aldar í kjölfar frönsku byltingarinnar og Spánverjar, Hollendingar og Eng- lendingar urðu enn fyrri til að út- nefna sína þjóðsöngva. Kínverjar eignuðust sinn þjóðsöng 1949 þeg- ar Mao Tse Tung leiddi komm- únistaflokkinn í landinu til valda; Alsír, sem eignaðist sinn þjóðsöng 1963, fáeinum mánuðum eftir að þjóðin hlaut sjálfstæði frá Frökk- um, og Afganar, sem lengi hafa verið þjakaðir af öðrum þjóðum, Írönum, Rússum og nú síðast vest- urveldununum, smíðuðu sér ekki þjóðsöng fyrr en 2006. Bandaríkja- menn tóku ekki þennan sið upp fyrr en 1931, í miðri kreppu – kannski ekki að undra að þá vantaði einmitt gott lag til að hvetja fólk til dáða á þeim tímapunkti.    Það er varla hægt að kalla þjóð-söngvavæðinguna annað en tísku, sem gekk yfir heiminn, fyrst í Evrópu á 19. öld og fram á þá 20. og örlitlu seinna í öðrum löndum heims. Alls staðar var hugsunin sú sama, að lag og ljóð gætu verið ein- ingartákn þjóðar, sungin á þjóð- tungu. Það má segja að þjóðsöngvar séu þrenns konar; marsar, sálmar og ættjarðarsöngvar, og það val segir sína sögu um sjálfsmynd þjóðanna. Hyllingarsöngvar, eins og breski þjóðsöngurinn, eru ekki ýkja marg- ir; hann hét upphaflega „God Save the King“, og er eins konar blanda af marsi og sálmi. Norrænu þjóð- irnar, að Íslandi undanskildu, eiga snotur ættjarðarlög að þjóð- söngvum – afar rómantísk og ljúf lög, en átakalítil. Sá íslenski er sálmur, eins og við þekkjum.    En það sem merkilegt er ogverður sérstaklega áberandi á viðburðum eins og Ólympíu- leikunum er hvað þjóðsöngvar þjóðanna eru sviplíkir. Það sem stingur enn verr í eyru er að heyra að þjóðir utan Evrópu virðast hafa lagt sig í líma við að taka upp evr- ópska tónmálið í þjóðsöngvum sín- um, og gera þar með lítið úr eigin tónlistararfleifð. Kínverski þjóð- söngurinn er snotur, en hann er stæling á tónmáli þýsku rómantík- eranna og væri hann í Kontra- punkti gætu menn auðveldlega giskað á að hann væri eftir Brahms. Japanir eru þó sér á parti, með þjóðsöng sem á sér rætur í þeirra eigin þjóðlegu tónlistar- arfleifð, – og fáeinar þjóðir í viðbót, leggja þá merkingu í þjóðsöng að hann eigi að vera þjóðlegur. Það eru flestir þjóðsöngvar hins vegar ekki, þeir eru hreinar og klárar eft- irlíkingar af evrópskri 19. aldar rómantík.    Svo má auðvitað spyrja hvernigþjóðsöngvar flæktust inn í al- þjóðlegar íþróttir. Það kann að virðast augljóst, en þó sér- kennilegt, því yfirleitt eru þeir ekki leiknir á annars konar alþjóðlegum mannamótum. Það væri til dæmis fráleitt og fullkomlega kjánalegt að þjóðsöngvar hvers fyrirlesara á al- þjóðlegu læknaþingi yrðu leiknir, meðan fyrirlesari stæði enn í pontu með hægri hönd á brjósti sér. Ég þori þó að veðja að einhvers staðar og einhvern tíma hefur verið sam- inn alþjóðlegur „þjóðsöngur“ lækna, svo þeir geti greint sig frá öðrum starfsstéttum og hampað sínum sérkennum. Ef til vill er það keppnisandinn sem hefur gert þjóðsöngva að föst- um lið íþróttaviðburða. Keppendur eru jú fulltrúar sinna þjóða og ef þeir sigra eru þeir „sómi“ þjóða sinna. Og auðvitað trúir enginn því að rígur og metingur komist nokk- urs staðar nærri við þessar upp- höfnu athafnir. Bretar hafa nokkra sérstöðu, því þeir leika ekki sinn þjóðsöng nema á alþjóðavettvangi og í landsleikjum; við íþróttaiðkun heimafyrir notast þeir við þjóð- söngva þjóða sinna, Engla, Skota og Walesverja, þegar lið þeirra keppa sín á milli. Það er skiljanlegt ef Bretar vilja líta á sig sem þrjár þjóðir.    En munu þjóðsöngvar lifaáfram? Það er auðvitað stór spurning. Hér heima eru enn uppi kynslóðir sem ólust upp við að þylja og læra ættjarðarljóð dagana langa, en ég spái því að komandi kynslóðir muni ekki hafa jafnmik- inn áhuga á Eldgömlu Ísafold (sem reyndar er sungin við lag breska þjóðsöngsins) og norðurljósa bjarmabandi þegar fram líða stund- ir. Sennilega mun það einnig eiga við um þjóðsönginn, því deilurnar um hann fyrir fáum árum sýndu ekki annað en það að hann hefur aldrei haft sess sem það sameining- artákn sem þjóðsöngvar eru sagðir eiga að vera. Gott eða vont? Það verður hver að gera upp við sig. Það er þó víst að hinn algildi 19. aldar rómantíski þjóðsöngur er enn í tísku á Ólympíuleikunum. begga@mbl.is 203 þjóðsöngvar eftir Brahms » Það væri til dæmisfráleitt og fullkom- lega kjánalegt að þjóð- söngvar hvers fyrirles- ara á alþjóðlegu læknaþingi yrðu leiknir, meðan fyrirlesari stæði enn í pontu með hægri hönd á brjósti sér. Þjóðarstolt Sundgarpurinn ósigr- andi Michael Phelps hlustar á þjóð- sönginn með hönd á hjarta. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Brynjar Gauti Næstum því Strákarnir okkar fengu ekki að heyra íslenska þjóðsönginn leikinn í Peking, en voru hins vegar sorglega nálægt því.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.