Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ER forsætisráðherra að boða það að launa- menn eigi að taka alla verðbólguna á sig? spurði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á Alþingi í gær og vísaði til þess að Geir H. Haarde hefði fagnað því að víxl- verkun launa og verðhækkana ætti sér ekki stað eins og er. „Veruleikinn er sá að við er- um föst í vítahring óðaverðbólgu og ok- urvaxta sem skerða nú lífskjör í landinu upp á hvern einasta dag,“ sagði Stein- grímur og átaldi forsætisráðherra fyrir að fylgja aðeins „aðgerðaleysiskenningunni“ og orða það svo að verðbólgan „hefði látið á sér kræla“ þegar hún mældist 14,5%. Steingrímur gagnrýndi einnig Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir tala um að hér á landi væri engin kreppa þegar verðbólga væri há, uppsagnir miklar, stýrivextir í miklum hæðum, vanskil að aukast o.s.frv. Eiga launamenn einir að bera verðbólguna? Steingrímur J. Sigfússon Vítahringur óðaverðbólgu og ofurvaxta BANKARNIR þurfa að hætta að skerða starfsfé sitt með óhóflegum bónus- og arð- greiðslum. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í gær. Hún sagði vanda bankanna þó vera alþjóð- legan og fyrst og fremst vegna skorts á lánsfé. Ekki væri um eiginfjárvanda þeirra að ræða. Ingibjörg vildi ekki nota orðið kreppu um efnahagsástandið. „Það eru váboðar, það eru blikur á lofti en það er ekki óveður á Íslandi núna. Vonandi getum við komið í veg fyrir að það verði,“ sagði hún og lagði áherslu á að engar einfaldar lausnir væru til þegar erfiðleikar steðjuðu að, hvort sem það væri í lífi einstaklinga eða samfélaga. „Eina lausnin, sem til er, er að vinna sig í gegn- um erfiðleikana jafnt og þétt með margvíslegum hætti.“ Bankarnir hætti óhóf- legum bónusgreiðslum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Blikur á lofti en óveður ekki skollið á „STJÓRNVÖLD leitast ekki við að verja kjör fólksins í landinu, ekki einu sinni þar sem því verður við komið,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á Alþingi í gær og þótti sem Geir H. Haarde forsætisráðherra væri „frosinn fastur“ þegar kæmi að því að stíga skref í átt að meiri stöðugleika. „Það vantar vilja til verka,“ sagði Guðjón, sem kallaði eftir aukn- um þorskveiðum og furðaði sig á yfirlýs- ingum sjávarútvegsráðherra um að nið- urskurðarstefna í þorskveiðum hefði ekki orsakað miklar breytingar í útgerðarháttum. Þá sagði Guðjón að einhliða upptaka evru, sem hefur mikið verið rædd, gæti mögulega fært meiri stöðugleika í hagkerfið. „Okkur reynist mjög erfitt að halda úti minnstu fljótandi mynt í víðri veröld,“ sagði Guðjón. Stjórnvöld verja ekki kjör fólksins í landinu Guðjón A. Kristjánsson Einhliða upptaka evru gæti hjálpað Alþingi kom saman að nýju í gær og þingfundur hófst í gær með minningarorðum þingforseta um Sigurbjörn Einarsson biskup. Þing- menn risu síðan úr sætum til að minnast Egils Jónssonar, fyrr- verandi alþing- ismanns, en hann lést í sum- ar. Á næstu dög- um verður rætt um stærstu mál- in sem ekki tókst að ljúka sl. vor. Þau mál sem ekki næst að klára þarf að leggja aftur fyrir á nýju þingi sem verður sett 1. október. Eitt af þeim er matvæla- frumvarp landbúnaðarráðherra sem hart var deilt um sl. vor en með því stóð til að heimila innflutning á hráu kjöti. 30 gestir á fjórum tímum Sjúkratryggingafrumvarpið verður tekið á dagskrá í næstu viku en heilbrigðisnefnd fundaði í fjóra tíma um það í gærmorgun. Um þrjátíu gestir komu fyrir nefndina og Ásta Möller, formaður, gerir ráð fyrir að afgreiða málið úr nefnd á fimmtu- dagsmorgun. Nefndin er þó ekki einhuga í málinu og Vinstri græn munu a.m.k. skila séráliti. Netið eða netið Margir sperrtu eyrun þegar Guðni Ágústsson, Framsókn, skammaði forsætisráðherra fyrir það í ræðu- stóli í gær að hafa sagt fólki sem stendur and- spænis því að vera sagt upp vinnunni að setja traust sitt á Net- ið. „Hvers lags tal er þetta af hálfu hæstvirts forsætisráðherra við erfiðar aðstæður á Íslandi?“ spurði Guðni en hafði þó aðeins misheyrst því að Geir H. Haarde sagði aðeins að þeir sem misstu vinnuna gætu treyst á netið sem sterkt velferð- arkerfi býður upp á. Hve há er skuldin? Steingrímur J. Sigfússon, VG, hefur lagt fram fyrirspurn til fjár- málaráðherra um heildarupphæð skuldar ríkisins við verktakafyr- irtækið Impregilo og vísar hann í dóm Hæstaréttar frá því í fyrra. „Hverju sætir að skuldin hefur ekki verið gerð upp eða a.m.k. borgað inn á hana til að draga úr kostnaði vegna dráttarvaxta?“ spyr Stein- grímur. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13:30 í dag með óundirbúnum fyrirspurnum. Kl. 14 hefst tveggja klukkustunda ut- andagskrárumræða um stefnu rík- isstjórnarinnar í virkjana- og stór- iðjumálum. Ásta Möller Guðni Ágústsson Ekkert hrátt kjöt Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is TVÖ nýmæli voru í ræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efnahagsmál í gær. Í fyrsta lagi greindi hann frá því að verið væri að ganga frá nýju gjaldeyrisláni til handa ríkissjóði upp á a.m.k. 250 milljónir evra eða ríflega 30 milljarða króna. Gjaldeyrisvara- forðinn nemur um 500 milljörðum króna en að sögn Geirs er nýja lánið á mun hagstæðari vöxtum en skulda- tryggingarálag ríkissjóðs gefur til kynna. Í öðru lagi kom fram í máli hans að Ísland yrði þátttakandi í sam- komulagi Evrópusambandsþjóða um viðbrögð við fjármálakreppu með það að markmiði að auka stöðugleika á Evrópska efnahagssvæðinu. Sjálfstæðisflokknum að kenna Segja má að kveðið hafi við gam- alkunnan tón í umræðunum að öðru leyti. Forsætisráðherra áréttaði að ástæður efnahagsvandans væru ann- ars vegar „hefðbundinn samdráttur í kjölfar mikilla uppgangstíma“ og hins vegar erfiðar afleiðingar alþjóðlegrar fjármálakreppu auk verðhækkana á olíu og matvælum. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi og Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, vísaði allri ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokknum. „Ég þekki ekki Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann flokk sem ég vann með,“ sagði Guðni og bætti við að flokkurinn minnti á risa sem hefði kastað frá sér bæði vopnum og klæðum og væri kominn með merarhjarta. Stjórnarliðar sökuðu stjórnarand- stöðuna hins vegar um að gala hátt og reyna að slá pólitískar keilur. Nær væri að taka þátt í að vinna á vand- anum. „Engin ríkisstjórn nokkurs staðar í heiminum er fær um að veifa töfrasprota til að rétta efnahagslífið við,“ sagði Geir H. Haarde og þótti sem margir áttuðu sig ekki á því. Ekki skammtímahagsmunir Víglínan lá hins vegar ekki milli stjórnar og stjórnarandstöðu þegar kom að umræðum um frekari virkj- anir. Geir sagði besta andsvarið við núverandi þrengingum vera að virkja jafnt jarðhita sem vatnsafl í auknum mæli „með ábyrgum og sjálfbærum hætti“. Geir á skoðanasystkini í þessum efnum jafnt í Framsókn sem í Frjáls- lynda flokknum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og for- maður Samfylkingarinnar, vildi stíga varlegar til jarðar. Hún lagði áherslu á að ekki væri sama hvernig auðlindir væru nýttar. Byggja þyrfti á ramma- áætlun um verndun og nýtingu nátt- úrusvæða og skammtímahagsmunir mættu ekki ráða ferðinni. Þá voru Vinstri græn einörð í andstöðunni við frekari stóriðjustefnu og svona lagði Steingrímur J. Sigfússon út frá orð- um Geirs H. Haarde: „Stóriðja, stór- iðja, stóriðja. Framleiða, framleiða, framleiða, sagði hæstvirtur forsætis- ráðherra. Ál, ál, ál […] Þvílíkt endem- is hugmyndafræðigjaldþrot sem fólg- ið er í slíkum áherslum.“ Vandinn ekki leystur með að veifa töfrasprota Morgunblaðið/Golli Brúnaþung og hugsi Ríkisstjórnarleiðtogarnir voru þungir á brún í umræðum um efnahagsmál á Alþingi í gær. Guðni Ágústsson kallaði sinn gamla samstarfsflokk, Sjálfstæðisflokkinn, til ábyrgðar. Ólíkar áherslur ráðherra í virkj- anamálum Í HNOTSKURN » Verðbólga á ársgrundvellimældist 14,5% í ágúst. » Heimild til lántöku til aðefla gjaldeyrisvaraforðann var samþykkt á Alþingi sl. vor. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FUNDIR fasta- nefnda Alþingis verða í auknum mæli opnir á haustþingi, sem kemur saman 1. október nk. Á síð- asta ári var þing- skapalögum breytt og þingfor- seta færð heimild til að setja al- mennar reglur um fundarsköp og starfsaðstöðu í samráði við nefndar- formenn. Forsætisnefnd setti í júní bráðabirgðareglur um opna þingnefndafundi og verða þær reglur þróaðar áfram í vetur. Ekki er um að ræða að allir fasta- nefndafundir verði opnir, heldur get- ur meirihluti nefndar ákveðið að opna fundinn. Til dæmis eiga fundir, þar sem fagráðherrar mæta fyrir tilsvar- andi nefndir í þingbyrjun og gera grein fyrir helstu málum sinna ráðu- neyta, að verða opnir fjölmiðlum. Upplýsa um störf nefndanna „Tilgangurinn er sá að upplýsa sem best um störf nefndanna og að al- menningur hafi aðgang að meðferð mála hvað varðar nefndirnar,“ segir Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Nefndasviðið er í Austurstræti en af praktískum ástæðum ekki hægt að hafa alla fundi opna öllum, enda ekki gert ráð fyrir því að nefndafundir séu haldnir utan vinnuaðstöðu þingsins. Sum fundarherbergi þar eru ansi tak- mörkuð að stærð. Samkvæmt nýju reglunum getur fastanefnd haldið opinn fund um þingmál eða um önnur mál sem hún tekur sjálf upp. Opnir fundir verða auglýstir á vef Alþingis, beinar útsendingar þaðan heimilaðar og almenningur fær að- gang eins og húsrúm leyfir. Starfið í þingnefndunum opnað Ráðherrar kynna helstu mál sín á haustþingi á opnum nefndafundum í október Sturla Böðvarsson Í HNOTSKURN »Reglurnar eru settar ágrundvelli þingskapalaga, sem breytt var á síðasta ári í því skyni, að unnt yrði að heimila opna nefndafundi. »Ákveðið hefur verið aðtímalengd framsöguræðna á opnum fundum verði tak- mörkuð við 10 mínútur, aðrar ræður verði þrjár mínútur og ræður nefndarmanna tvær mínútur. ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.