Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 40
Þegar Gregor Samsa vaknaðimorgun einn af órólegumdraumum komst hann að raun um að hann hafði breyst í Robert Dow- ney jr. Í stað þess að breytast í skor- kvikindi eins og hann var vanur hafði hann breyst í endurfæddan Hollywood- leikara og stærstu stjörnu bíó- sumarsins sem enn lifir (en auðvitað verður þetta alltaf sumarið hans Heath Ledger). En í frumskógarþrumunni Tropic Thunder leikur hann Kirk Lazarus. Hann er leikari að leika leikara að leika svartan mann. Og á eitur- lyfjabúgarði í nágrenni Víetnams margkastar Lincoln Osiris hamnum og undir honum finnur hann loks Kirk Lazarus, ljóshærðan Ástrala – manninn sem verður Downey jr. þegar síðasta hamnum er kastað handan tjalds. Þarna kristallast Tropic Thunder hvað best, þetta er mynd um ham- skipti, mynd um leikara að leika leik- ara að leika hlutverk. Ben Stiller leik- ur harðhausaleikarann Tugg Speedman sem þráir að vera tekinn al- varlega og Jack Black leikur prump- stjörnuna Jeff Portnoy sem þráir að- allega næsta dópskammt. Ásamt Lasaruz og öðrum förunautum sínum halda þeir í innstu myrkur að hætti Coppola og Joseph Conrad – og sem fyrr er það svartnætti sjálfið sjálft, leikarinn á bak við hlutverkið – eða maðurinn á bak við rithöfundinn eins og raunin er með eina lykilpersónu, Four Leaf Tayback (Nick Nolte), sem er ekki allur þar sem hann er séður og öllu meira er skáldað um árin í Víet- nam en hann vill viðurkenna. Leikarar kasta ham sínum og ham- urinn getur verið skinnið, hamurinn getur verið ímyndin (nokkuð sem Tom Cruise hafði vafalítið gott af). Allir eru þeir marghamir en auðvitað er alltaf passlega grunnt á þessu, þetta er ekki sálfræðistúdía, þetta er gamanmynd (og frábær sem slík). En það ískyggi- lega er að samt tekur maður stundum feil á henni fyrir sálfræðistúdíu, sál- fræðistúdíu sem virðist eiga merkilega vel við okkar daga – komumst við orðið ekki dýpra en þetta? Erum við þessi gaur sem á mörghundruð vini á Fa- cebook (355 skv. síðustu talningu) en þekkjum engan í raun og veru? Er lífið orðið svo fjandi grunnt að við köfum ekki dýpra en þetta og látum þar við sitja? En kannski hefur Downey jr., hand- an tjaldsins, fundið leið til þess að kafa aðeins dýpra. Sjáum hvað hann gerir næst, sjáum hvað er undir þessum ham. Hamskiptin -Hollywooduppfærslan AF LISTUM Ásgeir H Ingólfsson Leikari leikur leikara Downey Jr. í hlutverki leikarans Kirk Lazarus að leika þeldökkan hermann við tökur á Tropic Thunder í Tropic Thunder. » Leikarar kasta ham sínumog hamurinn getur verið skinnið, hamurinn getur verið ímyndin (nokkuð sem Tom Cruise hafði vafalítið gott af). Downey Jr. Efri röð frá vinstri: Nýhandtekinn, í hlutverki blaðamanns í Zodiac, í hlutverki Chaplin og edrú og fínn nú í sumar. 40 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! 3 VIKUR Á TOPPNUM Í USA! DARK KNIGHT kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára STAR WARS: CLONE WARS kl. 5:50D LEYFÐ DIGITAL GET SMART kl. 10:10D LEYFÐ DIGITAL WALL• E m/ensku tali kl. 5:50 - 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára TROPIC THUNDER kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára LÚXUS VIP SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ STAR WARS: CLONE WARS kl. 5:50 LEYFÐ GET SMART kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE DARK KNIGHT kl. 8:30 - 10:20 B.i. 12 ára THE MUMMY 3 kl. 8 B.i. 12 ára WALL• E m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS! -S.V., MBL - Ó.H.T., RÁS 2 - 24 STUNDIR- B.S., FBL- S.V., MBL Þegar Robert Downey jr.vaknaði morgun einn afórólegum draumi komst hann að raun um að hann hafði breyst í Robert Downey jr. Hann vaknaði raunar undir stýri með sveittasta hamborgara sem hann hafði augum litið í höndunum og skottið fullt af eiturlyfjum. Á þessu augnabliki fékk leikarinn hugljómun, sá hversu djúpt hann var sokkinn, sturtaði öllu dópinu í Kyrrahafið og einsetti sér að hefja nýtt líf. Downey jr. hafði lengi verið einn efnilegasti leikari Hollywood, of lengi raunar – það er hart að vera efnilegur í áratugi. Þegar hann lék Chaplin þótti manni jafn- vel að meistarinn gamli hefði fundið jafnoka sinn – en þessir há- punktar voru sjaldgæfar ljóstírur á milli allra myndanna sem hann sóaði hæfileikum sínum í. Árin 1996-2001 var hann svo endurtekið handtekinn fyrir eitur- lyfjaneyslu, nokkuð sem hann er sagður hafa byrjað á átta ára gamall, og í einum réttarhöld- unum lýsti hann tilfinningunni svona fyrir dómara: „Þetta er eins og að hafa hlaðna byssu í kjaft- inum og puttann á gikknum – og mér líkar bragðið af byssustáli.“ Hamborgarinn frægi var keypt- ur á Burger King fyrir fimm árum – en líklega hófst endurhæfingin tveimur árum fyrr. Þá lék Downey jr. í tónlistarmyndbandi þar sem hann mæmaði söng Eltons Johns. Myndbandið hefst þar sem mynda- vélin leitar uppi mann sem er aleinn og niðurlútur í risavillu með hendur í vösum. En svo lítur hann upp og horfir beint í mynda- vélina og „syngur“; „I Want Love / but it’s impossible / a man like me / so irresponsible / a man like me / is dead in places.“ Nú í vor var hann svo mennsk- asti Járnmaður sem sést hafði í bíó. Brandararnir voru ekki leng- ur ósjálfráð varnarviðbrögð, sjarminn fólst ekki lengur í hvolpaaugum eða hnyttnum til- svörum heldur því að horfa beint í augun á fólki og heilla það upp úr skónum. Hann hefur áru manns sem hef- ur stjórn á djöflum sínum, en sú ára er gjörólík áru þeirra sem af- neita djöflunum. Afneitunin getur bjargað lífi þeirra, hún getur hald- ið þeim edrú, en það er engu að síður jafn mikil afneitun og þeir voru í áður og við sjáum öll mun- inn og trúum þeim enn verr en áð- ur. En Downey jr. trúum við, jafn- vel þegar hann lýgur. asgeirhi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.