Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 13 E N N E M M /S ÍA /N M 34 93 3 Margfaldur dúx Fljúgðu í gegnum námið með ThinkPad ThinkPad fartölva er frábær kostur fyrir skólafólk. Hún er nett, létt og ótrúlega öflug. Allt að 9 stunda rafhlöðuending, skarpur skjár og vefmyndavél. Góð afköst á frábærum kjörum. Mest verðlaunaða fartölva sögunnar!* Sölustaðir ThinkPad eru: Verslanir Nýherja í Reykjavík og á Akureyri, verslanir Símans, Elko, TRS, Tölvun, Omnis, Tengill, Netheimar, Martölvan, Ráðbarður og Hrannarbúðin. • Yfirburðatækni • Frábærlega endingargóð • Lág bilanatíðni • Vegur aðeins 2,5-2,9 kg • Innbyggð vefmyndavél • Allt að 9 stunda rafhlöðuending Verð frá109.900 kr. LENGRI RAFHLÖÐUENDING VÖKVAÞOLIÐ OG UPPLÝST LYKLABORÐ FALLVÖRN GAGNABJÖRGUN MEÐ EINUM TAKKA INNBYGGÐ VEFMYNDAVÉL NÝHERJI hf. sími 569 7700 www.nyherji.is *http://news.lenovo.co.uk/news.nsf Kíktu á ThinkPad.is og skoðaðu úrvalið! Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Raufarhöfn | Álfasteinn er að koma sér fyrir á Raufarhöfn. Þar mun fyr- irtækið byggja upp framleiðslu á vörum úr grjóti. Álfasteinn ehf. festi kaup á fiski- mjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Raufarhöfn en starfsemi var hætt þar fyrir nokkrum árum. Starfs- menn fyrirtækisins og Hringrásar eru að fjarlægja búnað verksmiðj- unnar, meðal annars vélbúnað og stóra tanka, alls 400 til 500 tonn af brotajárni. Steinn Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Álfasteins ehf., segir að aðstaðan sé góð, 500 fermetra íbúðar- og skrifstofuhúsnæði og 6.000 fermetra iðnaðarhúsnæði. Þar verða sett upp mun stærri tæki til vinnslunnar en fyrirtækið ræður nú yfir í aðstöðu sinni á Borgarfirði. Heimskautsgerðið var kveikjan Álfasteinn er verktaki við gerð Heimskautsgerðisins á Raufarhöfn. Unnið verður við það næstu árin. Við undirbúning þess kviknaði sú hugmynd að búa framleiðslunni betri aðstöðu í verksmiðjunni á Raufarhöfn. Steinn segir að Síld- arvinnslan hafi komið með hlutafé inn í fyrirtækið ásamt Byggða- stofnun og nokkrum heimamönnum. Hins vegar hafi minna komið út úr mótvægisaðgerðum ríkisstjórn- arinnar en efni stóðu til og lánastopp Byggðastofnunar truflað uppbygg- inguna. Auk hefðbundinna verkefna Álfa- steins, meðal annars við legsteina og minjagripi, er ætlunin að hefja fram- leiðslu á húsaklæðningum, flísum og byggingarsteini í nýju verksmiðj- unni á Raufarhöfn. Ef allt gengur að óskum verður þarna til 10 til 12 manna vinnustaður með haustinu og reiknað er með að starfsfólki fari síðan fjölgandi eftir því sem markaðsaðstæður krefjast. Morgunblaðið/Erlingur Thoroddsen Sá fyrsti liggur Tankurinn liggur eins og bréf, þegar búið er að fella hann, ólíkt fyrirferðarminni en áður. Nýtt hlutverk verksmiðju  Álfasteinn er að flytja starfsemi sína frá Borgarfirði til Raufarhafnar  Þar verður stórframleiðsla úr steini Í SEINNI hluta ágústmánaðar síðastliðins greindust skyndilega tíu manns með salmonellusýkingu. Fólkið hafði allt dvalið á grísku eyjunni Ródos og á sama hótelinu, í lok júlí og fyrri hluta ágúst. Meðal þeirra sem veiktust eru framhaldsskólanemar sem sumir hverjir eru enn veikir. Þetta kem- ur fram í nýjasta tölublaði Far- sóttafrétta sem er að finna á heimasíðu Landlæknisembættisins www.landlaeknir.is. Í viðtölum við fólkið fengust upplýsingar um fleiri sem höfðu dvalið á sama hóteli og höfðu veikst með sömu einkennum. Hópur Svía sýktist einnig Hinn 27. ágúst síðastliðinn til- kynntu sænsk sóttvarnayfirvöld um fjölgun sjúklinga með salmon- ellusýkingu. Í ljós kom að sjúklingarnir, sem höfðu dvalið á Ródos nokkrum vik- um áður, höfðu flestir dvalið á sama hóteli og Íslendingarnir sem greindust með sömu sýkingu. Þessi aukning sýkinga, sem rak- in er til sama hótelsins, hefur sam- kvæmt Landlæknisembættinu ver- ið tilkynnt Sóttvarnastofnun Evrópu og grískum heilbrigðisyf- irvöldum. Í kjölfarið verður hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana og koma í veg fyrir frekari sýkingar. Hafi samband við lækni Landlæknisembættið hvetur þá sem hafa ferðast til Ródos í ágúst- mánuði 2008 og hafa fundið fyrir einkennum um sýkingu í melting- arvegi til að hafa samband við heimilislækni og sem metur þörf á sýnatöku. Salmonellu- sýking rakin til hótels á Ródos Íslendingar sýktust af salmonellu í sum- arfríinu og sumir þeirra eru enn veikir Í HNOTSKURN »Helstu einkenni salmon-ellu eru niðurgangur, upp- köst, hiti og almenn vanlíðan. »Langflestir fá bata ánlæknismeðferðar en sýk- ingin getur orsakað alvarlegt vökvatap og borist út í blóðið. »Leiki grunur á salmon-ellusýkingu skal gæta þess að drekka vel og leita til lækn- is séu einkennin slæm. STJÓRNIR VR og LÍV, Landssam- bands íslenskra verzlunarmanna, skora á Ingi- björgu R. Guð- mundsdóttur, for- mann LÍV og varaforseta ASÍ, að bjóða sig fram til forseta Alþýðu- sambands Íslands en kosið verður á ársfundi sam- bandsins í október. Grétar Þorsteinsson, núverandi forseti, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til áfram- haldandi setu. Fram kemur í tilkynningu, að Ingibjörg hafi starfað í verkalýðs- hreyfingunni í áratugi, verið for- maður LÍV frá árinu 1989 og vara- forseti ASÍ alls í 13 ár. Hún sé eina konan, sem kjörin hafi verið formað- ur landssambands innan ASÍ, og myndi kosning hennar í embætti for- seta brjóta blað í sögu verkalýðs- hreyfingarinnar. VR og LÍV skora á Ingibjörgu Ingibjörg R. Guðmundsdóttir LÖGREGLAN aðstoðaði tollverði við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í síðustu viku og þá komst upp að laumufarþegi var í skipinu. Að sögn lögreglu hefur hann óskað eftir hæli hér á landi. Málið er nú hjá Útlendingastofn- un og maðurinn á dvalarstað hæl- isleitenda í Reykjanesbæ. Laumufarþegi með Norrænu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.