Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR „Ég er hinn frjálsi förusveinn, á ferð með staf og mal.“ Hve oft höfum við ekki sungið þetta ljóð Ólafs Björns Guðmundssonar á gönguferð- um okkar um Ísland og um leið minnst Óla Björns. Víst er það að Förusveinar, göngufélagarnir vösku niðjar hans og vinir þeirra, höfðu að fordæmi fjallamennsku og ævintýri farfuglsins Óla Björns. Óli Björn var meðalmaður á hæð, grannvaxinn og snaggaralegur, breyttist reyndar lítið með aldrinum. Við minnumst hans sem gleðigjafa, en Óli Björn var söngvinn, tónviss og kunni stökur og ljóð sem pössuðu við hvert tækifæri. Eftir hann liggja feiknin öll af tækifærisvísum og ljóð- um og einkennandi fyrir kveðskapinn er að þar er engin kerskni eða sleggjudómar um aðra. Þannig var Óli Björn í okkar huga laus við agg og mælti flestum bót. Við minnumst glaðværðar miðviku- dagsmorgnanna þegar sundfélagarn- ir fengu sér kaffi eftir góðan sund- sprett. Sundfélagarnir, sem kölluðu sig við góð tækifæri Hafgúurnar, voru ættingjar og vinir og var Óli Björn löngum eini karlmaðurinn í Ólafur Björn Guðmundsson ✝ Ólafur BjörnGuðmundsson fæddist á Sauð- árkróki 23. júní 1919. Hann andaðist á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 27. ágúst síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 2. september. hópnum og hrókur alls fagnaðar. Við minnumst Óla Björns einnig fyrir þekkingu hans á grasa- fræði og hans merka framlags til garðrækt- ar á Íslandi. Hann var óþreytandi að fræða og upplýsa aðra um jurtir og blóm og þó að ís- lenska flóran stæði hjarta hans næst rækt- aði hann einnig, nefndi og kynnti nýjar teg- undir hér á landi. Lyfjafræðinginn Óla Björn var ávallt gaman að hitta, hvort sem var heima í Langagerði eða við vinnu í Reykjavíkurapóteki, þar sem hann starfaði alla sína starfsævi frá því að hann lauk námi sem lyfjafræðingur. Ógleymanlegar eru gönguferðir, þar sem stuttir göngutúrar urðu daglang- ir, en enginn fann til þreytu eða svengdar. Þar naut fræðimaðurinn og sagnameistarinn Óli Björn sín, þekkti hverja jurt á holti sem í lautu og sögu lands og blóma. Nú held ég fram til heiða einn og hraða minni för. Ég er hinn frjálsi förusveinn á ferð með söng á vör. Við kveðjum góðan dreng og biðj- um honum blessunar Guðs á heiðum almættisins. Fjölskyldu Ólafs Björns og vinum sendum við samúðarkveðjur. Jón Eyjólfur og Hjördís. Tengsl mín við tengdaforeldra mína Ólaf Björn og Elínu voru af sér- stökum toga. Þegar ég kom fyrst í Langagerðið til að biðla til heimasæt- unnar hafði ég sama og ekkert búið hér á landi. Hvílík forréttindi það voru að fá að kynnast Íslandi á ný undir handleiðslu þeirra, í þessu kær- leiksríka, menningarlega umhverfi, þar sem fegurðin var í fyrirrúmi, allt í réttum hlutföllum og jafnvægi og lífs- gæðin ekki metin á veraldlegan mæli- kvarða. Óli Björn var hæfileikamaður á fjölmörgum sviðum. Hann var hag- mæltur og víðlesinn og kunni kvæði við hvert tækifæri. Hann var einstak- lega ráðagóður á sinn hægláta hátt. Hann var heiðvirður maður sem sótti visku sína í náttúru landsins og sígild fræði. Óli Björn sóttist ekki eftir frægð eða frama. Hann naut þó mik- illar virðingar samborgara sinna og samstarfsfólks, var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu og hlaut gullmerki Lyfjafræðingafélags Íslands og gulllaufið, heiðursmerki Garðyrkjufélags Íslands. Ella og Óli Björn voru að mörgu leyti ólík en líf þeirra var samhljómur. Við fráfall Óla Björns var mér og öðr- um aðstandendum huggun að hann taldi hlutverki sínu hér á jörðu lokið og að hann gæti nú tekið upp þráðinn sem slitnaði við andlát Ellu síðastlið- inn vetur. Að þessum kafla loknum þakka ég Ólafi Birni áratugaleiðsögn og vinsemd. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Eiríksson. Kveðja frá Lyfjafræðingafélagi Íslands Þegar Ólafur Björn Guðmundsson hóf störf í Reykjavíkur apóteki fyrir hartnær sjötíu árum var apótekið sem og allt umhverfi lyfjamála ólíkt því sem nú er. Stærsti hluti lyfjanna sem í apótekinu fengust voru einnig framleidd þar. Náttúrulyf, einkum unnin úr plöntum, voru uppistaðan í mörgum þeirra lyfja sem á boðstólum voru í þá daga. Reykjavíkur apótek var þá lang- elsta apótekið í borginni og með mestu umsvifin. Það var því í hjarta íslenskrar lyfjafræði sem Óli Björn hóf sitt starf sem lyfjafræðinemi 1941. Hann lauk exam. pharm.-prófi frá Lyfjafræðingaskóla Íslands 1944 og kandídatsprófi frá Kaupmannahöfn 1948. Allan sinn starfsaldur vann hann í Reykjavíkur apóteki, þar af sem yfirlyfjafræðingur frá 1962 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1993. Það er samdóma álit þeirra sem störfuðu með Óla Birni í apótekinu að hann hafi verið afar farsæll yfirmað- ur. Þekking hans á öllu milli himins og jarðar, einkum því sem viðkom nátt- úrufræði, og leiftrandi kímnigáfan aflaði honum mikillar virðingar og vinsælda meðal samstarfsfólksins bæði í apótekinu og í félagsstörfun- um. Óli Björn var alla tíð áhugasamur um félagsmál. Lyfjafræðingafélag Ís- lands var svo lánsamt að fá að njóta krafta hans alla tíð þó svo að hans að- alvettvangur á sviði félagsmála hafi verið Garðyrkjufélag Íslands. Óli Björn var formaður Lyfjafræðinga- félagsins 1960–1962. Hann sat einnig í ýmsum nefndum á vegum félagsins. Lyfjafræðingafélagið sæmdi hann gullmerki fyrir störf að framgangi lyfjafræðinnar árið 2002. Óli Björn var sískrifandi. Sem rit- ari Garðyrkjufélagsins og ritstjóri í yfir þrjátíu ár skrifaði hann fjölda greina um garðyrkju og náttúruvís- indi. Greinar eftir Óla Björn um garð- yrkju og grasafræði birtust í ýmsum blöðum og tímaritum bæði innlendum og erlendum. Hagmæltur var Óli Björn með af- brigðum. Mikið liggur eftir hann af bæði ferskeytlum og limrum í gam- ansömum dúr um hin ýmsu mál og þá ekki síst aðaláhugamálin, garðyrkju og lyfjafræði, sem honum tókst jafn- vel að tvinna saman af stakri snilld. Hátíðarljóðið sem hann orti í tilefni af 25 ára afmæli Lyfjafræðingafélagsins er ennþá alltaf sungið þegar félagið heldur árshátíðir og aðrar veislur. Óli Björn orti líka á alvarlegri nótum og kom það vel í ljós á menningarkvöldi sem Lyfjafræðingafélagið hélt fyrir ári í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Eiginkona Óla Björns var Elín Maríusdóttir, en hún lést fyrir tæpu ári eftir að þau höfðu átt rúmlega sex- tíu ár saman í farsælu hjónabandi. Óli Björn var einn þessara manna sem ekki trana sér fram en vinna störf sín af eldmóði og samviskusemi. Hann aflaði sér vinsælda og virðingar meðal samferðamanna með þekkingu sinni, visku og leiftrandi kímni. Þegar við lítum nú yfir ævi Óla Björns á þessari kveðjustund getum við verið sammála um að hann gerði lífið svo miklu skemmtilegra og umhverfið mun fallegra. Ég sendi börnum Óla Björns, tengdabörnum og öðrum afkomend- um innilegar samúðarkveðjur mínar og Lyfjafræðingafélags Íslands. Finnbogi Rútur Hálfdanarson, fyrrverandi formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Með Ólafi Birni Guðmundssyni er genginn einstakur maður. Hann var ljúfmenni og góðmenni, sem hafði ein- staklega hlýja nærveru. Ólafur átti þann þátt ríkan í fari sínu, að vera uppörvandi og hvetjandi til allra góðra verka. Hann gekk til manna sem jafningjar væru og kunni á sinn ljúfa og einlæga hátt að leiðbeina og liðsinna. Ólaf man ég allt frá mínum fyrstu skrefum. Hann var nágranni foreldra minna og elskulegri nágranna en þau Elínu og Ólaf var ekki hægt að finna. Í meira en hálfa öld stóð vinátta þeirra og við börnin urðum leikfélag- ar. Ólafur var í mínum huga allt í senn fræðimaður og mannvinur. Ósjaldan fengum við krakkarnir að fylgjast með honum þar sem hann var að vinna í garðinum eða gróðurhúsinu. Oft vorum við að furða okkur á öllum þessu fólki sem kom að heimsækja hann í garðinn. Þar var jú mikið af blómum en barnsálin þekkti þá ekki hve fágætar plöntur voru þar margar og merkilegar. Í okkar uppvexti tók fólkið í botn- langanum og næsta nágrenni sig sam- an og fór árlega ferðalög með okkur börnin. Í þessum ferðum var Ólafur Björn sjálfkjörinn leiðsögumaður og fróðleikur hans um plöntur og kenni- leiti lifir enn með okkur sem fengum að njóta. Ólafur Björn var gott skáld. Sjálfur flíkaði hann því lítt, því hann var mað- ur hógværðar. Mörg ljóða hans og kvæða hafa birst í ræðu og riti. Í ljóð- um hans var óður til lífsins og skap- arans hinn rauði þráður. Nafnið Ólafur var ekki óþekkt í Langagerðinu, þar sem úthlutun lóða hafði á sínum tíma verið gerð í staf- rófsröð og þar var Ólafur til í nokkr- um húsum í röð. Þeir nafnar Ólafur Björn og Ólafur faðir minn áttu margar skemmtilegar samræður um bókmenntir, listir og lífsgátuna sjálfa, auk þess að ræða um gróðurinn. Þeir gátu setið saman í pípureyknum inni í stofu eða úti í gróðurhúsi og það var sem lausnir allra mála yrðu til í þessum leyndar- dómsfulla pípureyk sem í kringum þá var. Það var aldrei asi eða háreysti í kringum þá og báðir nákvæmir menn og vanafastir, sem stilla mátti klukku eftir þegar þeir fóru til og frá vinnu. Þó ár og dagar hafi liðið og mín bú- seta verið fjarri æskuheimilinu, þá slitnaði aldrei þráður vináttunnar við þau sæmdarhjónin Elínu og Ólaf Björn. Þegar ég kom aftur í hverfið urðu samverustundirnar fleiri og áfram skemmtilegar og gefandi. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að skyggnast í lífsbók þessara heið- urshjóna og flyt einlægar þakkir for- eldra minna, sem ekki gátu fylgt þeim síðustu sporin. Einlæg kveðja og þökk frá fjöl- skyldunni í Langagerði 94 fyrir sam- leið sem aldrei bar skugga á. Guð blessi minningu Elínar og Ólafs Björns Guðmundssonar. Unnur Ólafsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar FRIÐRIKS BRYNJÓLFSSONAR bónda, Austurhlíð II, Blöndudal, A-Hún., sem andaðist mánudaginn 18. ágúst. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunarinnar á Blönduósi fyrir einstaka umönnun og hlýju. Útförin fór fram frá Bergsstaðakirkju 30. ágúst. Guðríður B. Helgadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður míns og afa, ÍSLEIFS JÓNSSONAR málara frá Húsavík í Vestmannaeyjum, Gnoðarvogi 46, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- fólki taugadeildar Landspítalans í Fossvogi, einnig hjúkrunarþjónustu Karitasar. Elísabeth Vilhjálmsdóttir, Vilborg L. Ísleifsdóttir, Martha Sigurðardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, amma og langamma, SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR JÖRGENSEN, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 29. ágúst. Útför hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 5. september kl. 14.00. Róbert Jörgensen, María Hjálmarsdóttir, Haraldur Jörgensen, Matthildur Sigursveinsdóttir, Petrún Jörgensen, Friðjón Skúlason, Jenný Sigrún Jörgensen, Jóhann Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN HELGASON, Furugrund 54, Kópavogi, lést á Landspítalanum sunnudaginn 31. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. september kl. 15.00. Helgi Björnsson, Einar Björnsson, Alda Ásgeirsdóttir, Björn Ragnar Björnsson, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Soffía Björnsdóttir, Herbert Eiríksson, Arndís Björnsdóttir og fjölskyldur. Elsku vinkona og frænka. Ekki datt mér til hugar að það myndi verða okkar seinasta sam- verustund þegar ég kom til þín um síðustu mánaðamót, að kveðja þig í bili, því ég var fara erlendis í tvær vikur. Ég hlakkaði til að hitta þig og segja þér ferðasöguna þegar ég kæmi heim. En það fer oft öðruvísi en ætlað er. Mig grunaði að eitt- hvað hefði komið fyrir, því ég náði aldrei sambandi við þig eftir að ég kom heim, hvernig sem ég reyndi. Ég reyndi að hugga mig við að þú hefðir skellt þér norður til fjöl- skyldu þinnar þar, en svo reyndist nú ekki vera. Þú hafðir lagt upp í Ragnheiður Þorvaldsdóttir ✝ RagnheiðurÞorvaldsdóttir fæddist í Stykk- ishólmi 4. desem- ber 1929. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 25. ágúst. lengra ferðalag að þessu sinni. Ég á eftir að sakna þín mikið Ragna mín. Við erum báðar ættað- ar úr Hólminum og fjölskyldur okkar þekktust, þó svo að okkar leiðir hafi ekki legið saman fyrr en á fullorðinsárum. Síð- ustu 10 árin töluðum við saman í síma nán- ast daglega og heim- sóttum hvor aðra þeg- ar því var við komið. Þá sátum við yfir kaffibolla og gát- um spjallað tímunum saman um daglegt líf og það sem var að gerast í heiminum hverju sinni. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki tekið upp símann á kvöld- in eða átt von á símtali frá þér, því við vorum báðar mikið einar heima og þótti notalegt að spjalla við hvor aðra. Ég sendi börnunum þínum og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég kveð þar til við hittumst á ný. Þín vinkona, Elma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.