Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 25 NÝVERIÐ tók umhverf- isráðherra landsins þá ákvörðun að umhverfisáhrif fyrirhugaðra álvers- framkvæmda á Bakka við Húsavík, virkjanir og flutningsmannvirki skyldu metin sameiginlega. Ýmsir hagsmunaaðilar hafa síðan keppst við að gagnrýna ráðherrann fyrir þessa ákvörðun, talið sameiginlegt mat ekki vera til bóta og leiða ein- ungis til aukins kostnaðar og seink- unar framkvæmda. Sameiginlegt umhverfismat – sjálfsögð vinnubrögð Réttilega hefur verið bent á að þetta er í fyrsta sinn sem sameig- inlegt umhverfismat er framkvæmt hér á landi en heimild er til þess í lögum að slíkt mat fari fram. Þegar um er að ræða margar stór- framkvæmdir þar sem hver hefur áhrif á hina, og tengsl eru fram og aftur, er rökfræðilega rétt að um- hverfisáhrif þeirra séu metin sam- eiginlega. Þannig koma heildar- áhrifin í ljós og þess ber að minnast að „Í upphafi skyldi endirinn skoða. Það viðhorf er undirstaða allrar góðrar skipulagningar.“ (tilvitnun: Jakob Björnsson: Landþörf orku- vinnsluiðnaðarins. Rit Landverndar 3: Landnýting. Reykjavík 1973.) Á þessari stundu er alls óvíst með orkuöflun fyrir álver á Bakka, þ.e. hvort hægt verður að afla nægi- legrar orku frá há- hitasvæðunum á Norð- urlandi. Þetta mun ekki koma í ljós fyrr en búið er að ráðast í um- fangsmiklar boranir, oft á óröskuðum svæð- um, og láta holurnar blása svo mánuðum skiptir. Eitt er þó víst að rekstur álvers er geysilega orkufrek starfsemi og ekki ósennilegt að leggja þurfi „allt und- ir“ hvað vinnanlega orku varðar fyr- ir þessa einu verksmiðju. Þetta vekur óneitanlega spurn- ingar um ákvarðanaferlið og hvort skynsamlegt hafi verið að vekja gíf- urlegar væntingar meðal heima- manna um álver til atvinnusköpunar án þess að kannaðir hafi verið aðrir, og jafnvel hagkvæmari möguleikar til nýtingar þeirrar orku sem hægt er að afla með góðu móti. Ákvarðanaferli við stór- framkvæmdir ábótavant Sú ákvörðun Landverndar að áfrýja ákvörðunum Skipulagsstofn- unar um sameiginlegt umhverfismat í Helguvík og á Bakka er liður í við- leitni samtakanna til að bæta ákvarðanaferlið í tengslum við stór- framkvæmdir hér á landi. Það á að vera al- menn regla að stór- framkvæmdir sem háð- ar eru hver annarri fari í sameiginlegt um- hverfismat. Úrskurður umhverfisráðherra er vel rökstuddur og brýt- ur blað í þessum efn- um. En það er víðar pott- ur brotinn. Þannig eru stórar ákvarðanir tekn- ar hér á landi um upp- byggingu orkufreks iðnaðar án þess að umhverfiskostn- aður sé tekinn með í reikninginn, án þess að unnið sé hagrænt umhverf- ismat, án þess að arðsemi fram- kvæmdanna sé gegnsæ, án þess að áhætta skattborgaranna sé nægi- lega skýr og án þess að þjóðhagsleg hagkvæmni sé í rauninni könnuð. Þá virðast fáir velta fyrir sér hversu hátt hlutfall íslenskrar orku eigi að leggja í einn iðnað, áliðnað, þ.e. hversu mörg egg eigi að leggja í þessa einu körfu. Af fyrrgreindri upptalningu má ljóst vera að vinna þarf mun um- fangsmeiri undirbúningsvinnu en gert hefur verið hingað til svo að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir í orkunýtingarmálum hér á landi og að móta þarf lang- tímaorkunýtingarstefnu. Liður í því er að klára vinnu við annan áfanga Rammaáætlunar um nýtingu og verndun vatnsafls og jarðvarma. En það er svo margt annað sem þarf að koma til og það gefur auga leið að slík vinna er ekki á færi fámennra ís- lenskra sveitarfélaga, enda er það ekki þeirra hlutverk. Sveitarfélögin huga að staðbundnum efnahags- legum hagsmunum fyrst og fremst og það er því ótækt að ætla að stórar ákvarðanir í orkunýtingarmálum Ís- lendinga hvíli aðallega á þeim og orkukaupendunum sjálfum, eins og nú virðist raunin. Hér er umgjörðin alls ófullnægj- andi og leikreglurnar engan veginn til þess fallnar að þær leiði til far- sællar niðurstöðu fyrir land og þjóð. Í raun má segja að umgjörðin sé uppskrift að ósætti og átökum. Þessu þarf að breyta. Seinkun á Bakka? Í þeim tilvikum þegar sameig- inlegt umhverfismat framkvæmda er hluti eðlilegs vinnuferlis er ekki rétt að tala um „seinkun“ þegar ráð- ast þarf í slíka vinnu, frekar hitt að ekki sé flýtt fyrir með því að sneiða fram hjá veigamiklum þætti í öllum undirbúningi, þ.e. heildstæðu um- hverfismati. Svo er annað: framkvæmdaaðilar við orkuöflun og hugsanlegt álver við Bakka hafa marglýst yfir að eng- an veginn sé víst að af álveri verði, enda Alcoa stórt álþjóðlegt fyrirtæki sem býr yfir margvíslegum mögu- leikum til að reisa ný álver knúin endurnýjanlegum orkugjöfum víða um heim. Út frá atvinnuuppbygg- ingarsjónarmiði virðist því óhyggi- legt að huga ekki að fleiri mögu- leikum til nýtingar orkunnar. Jafnvel mætti hugsa sér alþjóðlegt útboð á þeirri orku sem hægt er að afla með góðu móti án þess að of- bjóða jarðhitakerfunum eða öðrum umhverfisþáttum. En ef allur tíminn fer einvörðungu í að undirbúa eitt verkefni, álver, sem dettur síðan upp fyrir, gæti komið upp sú staða að margra ára vinna leiði til þess að menn séu aftur komnir á byrj- unarreit. Hverjum á þá að kenna um „seinkun“? Sameiginlegt umhverfismat og orkan fyrir norðan Björgólfur Thorsteinsson skrif- ar um orku- og umhverfismál »Úrskurður umhverf- isráðherra er vel rökstuddur og brýtur blað í þessum efnum. Björgólfur Thorsteinsson Höfundur er formaður Landverndar. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 OPIÐ HÚS Í DAG LINDASMÁRI 9, 4RA HERB. LAUS STRAX M b l1035428 Sýnum í dag mjög fallega og vel skipulagða 4ra herbergja 97 fm íbúð á 3.hæð (efstu) í þessu húsi sem er mjög vel við haldið utan sem innan. Húsið málað utan og sameign innan standsett fyrir 2 árum. Um er að ræða endaíbúð með gluggum á 3 vegu. Parket á gólfum. Standsett eldhús með þvottahúsi innaf. Suðursvalir. Verð 25,9 millj. Áhv. Lán kr. 19,5 milllj. til 40 ára m/5,75%vöxtum. Eftirl.sj.Fía Ólafur B Blöndal sýnir íbúðina í dag kl. 17:30-18. Síðumúla 21 • 108 Reykjavík • S . 588 9090 • fax 588 9095 www.eignamidlun. is • e ignamidlun@eignamidlun. is Sverr ir Kr ist insson, löggi ltur fasteignasal i Um er er að ræða 3ja herb. 94,6 fm íbúð auk 27,3 fm bílskúrs. Samtals 121,9 fm. Hæðin hefur öll verið standsett á smekklegan hátt. Sérinngangur. Innangengt í bílskúr. Rúmgóð afgirt timburverönd útaf stofu. ÍBÚÐIN FÆST EINUNGIS Í SKIPTUM FYRIR RAÐHÚS Í FOSSVOGI. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861-8511. Raðhús í Fossvogi óskast Í skiptum fyrir hæð við Áland ÞEGAR komið er austur að Mark- arfljótsbrú blasa Hamragarðar við en svo nefnist hamra- beltið og svæðið undir því þar sem Selja- landsfoss og Gljúfra- búi steypast fram af. Ofan við blasir Hamragarðaheiðin við. Þarna stendur bærinn Hamra- garðar en síðasti ábúandi þar var Erlendur Guðjónsson, oft kallaður Lindi. Árið 1963 gaf hann Skóg- ræktarfélagi Rangæinga jörðina. Þar með talda Hamragarðaheiðina þar sem hann hafði haft sauðfé sitt og fjárhús. Ekki er ósennilegt að Erlendur hafi hugsað með sér að nú væri landið komið í öruggar hendur og komandi kynslóðir gætu notið fegurðarinnar þarna um ókomna tíð. Skógrækt var stunduð á heiðinni í allmörg ár en því síð- an hætt enda að- stæður ekki heppileg- ar. Í hálfa öld hefur kræklóttur vegslóði legið upp heiðina. Sá vegslóði fellur vel inn í landslagið og sést lítt eða ekki frá þjóðveg- inum. Þann vegslóða hafa margir notfært sér til að fara um fal- lega heiðina og til að komast á Eyjafjallajökul. Heiðin er um margt merkileg. Neðsti og falleg- asti hluti hennar er hraun sem liggur milli Seljalandsárinnar og Gljúfurár. Þetta hraun rann í lok ísaldar og er á margan hátt jarð- sögulega merkilegt. Heiðin er nefnilega heilmikil perla. Eftir að vegstæði þjóðvegarins var fært og aðkoma að svæðinu breyttist hefur ekki mátt færa til stein á heiðinni af ótta við að skemma ásýnd og umhverfi Selja- landsfoss. Heiðin var á sínum tíma undir smásjá alls kyns aðila og skyldi engan undra. En nú er öldin önnur. Nú á að leggja á heiðina með stórvirkum vinnuvélum. Allt er þetta gert und- ir merkjum framfara, væntanlega með stimpli frá ríki og sveit. Það þarf nefnilega að ryðja hálfri heið- inni niður undir breiðan og brúk- legan veg undir búkollurnar sem eiga að flytja allt grjótið í Bakka- fjöruhöfn. Sá vegur verður vænt- anlega engin smásmíði því þarna eiga einir mestu efnisflutningar Ís- landssögunnar að fara fram. Mér er spurn, hvað hefur allt í einu breyst? Af hverju má allt í einu stórskemma umhverfi Selja- landsfoss? Eftir að jarðýtur fara að vinna í Neðra-Klifinu, en svo heitir mest áberandi hraunbrekkan neðst á heiðinni, þá verða þau um- merki aldrei afmáð. Það eru skiptar skoðanir um um- rædda Bakkafjöruhöfn. Ef það er nauðsynlegt að flytja Eyjafjöllin í bútum hálfa leið til Vestmannaeyja þá er vel hægt að gera það án þess að eyðileggja Hamragarðaheiðina og ásýnd Seljalandsfoss. Það er vel hægt að velja annað vegstæði. Hver skrifar upp á svona fram- kvæmd og hvaða leyfi þarf? Ég er á þeirri skoðun að Erlend- ur í Hamragörðum hefði orðið lítt hrifinn að vita hvernig fara á með landið sem hann á sínum tíma gaf í góðri trú. Það verða a.m.k. öðruvísi Búkollur sem fara um heiðina en þær sem Erlendur þekkti. Hörmungar á Hamragarðaheiði Árni Alfreðsson segir að það sé ver- ið að stórskemma umhverfi Selja- landsfoss »En nú er öldin önn- ur. Nú á að leggja á heiðina með stórvirkum vinnuvélum. Allt er þetta gert undir merkj- um framfara, vænt- anlega með stimpli frá ríki og sveit. Árni Alfreðsson Höfundur er leiðsögumaður og er ættaður undan Eyjafjöllum. ÞAÐ ER ákaflega leiðinlegur ávani, ómerkilegur, að þurfa sí- fellt að gera andmælendum sín- um upp skoðanir og hallmæla þeim síðan á grundvelli þessara uppgerðu skoðana. Þetta er algengt hjá fyrrv. orkumálstjóra þar sem hann fer mikinn gegn þeim sem eru hon- um ekki sammála. Höfundur Staksteina dettur reyndar stund- um í þá gryfju að hafa svo enda- leysuna upp eftir honum. Björk hefur aldrei kallað starfsfólk álvera þræla og hún hefur ekki verið með hræsni gagnvart uppbyggingu atvinnu- lífs. Hún hefur aftur á móti ítrek- að bent á að það væri hægt að nýta þá orku sem við eigum til annarra hluta en að byggja upp álver. Annað í sambandi við end- urteknar fullyrðingar um að laun í álverum séu þau hæstu sem þekkist hér á landi, það er ekki rétt og þessi fullyrðing hefur margoft verið leiðrétt. T.d. hafa meðallaun rafiðnaðarmanna í ál- verum verið undir meðallaunum rafiðnaðarmanna almennt. Að öðru leyti væri ágætt að Jakob vandaði rökstuðning sinn ögn betur. Guðmundur Gunnarsson Þrælar Jakobs Höfundur er rafvirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.