Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lára PetrínaGuðrún Bjarna- dóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1916. Hún andaðist á Droplaug- arstöðum föstudag- inn 22. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru María Guðmundsdóttir, húsmóðir frá Litlu- Hlíð í V-Húnavatns- sýslu, f. 30.10. 1886, d. 18.7. 1967 og Bjarni Pétursson, bílasmiður og beykir frá Selvogi í Árnessýslu, f. 13.1. 1889, d. 12.11. 1976. Lára átti tvær systur, þær voru Lilja María Jósefína, f. 14.11. 1913, d. 20.6. 1988 og Elínborg Margrét, f. 2.8. 1918, d. 5.2. 2000. Lára giftist 4.11. 1939 Eggerti Thorberg Jónssyni bókara, f. á Akureyri f. 12.8. 1911, d. 2.3. 1988. Foreldrar hans voru Jón Bergsveinsson, erindreki Slysa- varnafélags Íslands, f. 27.6. 1879, d. 17.12. 1954 og Ástríður María Eggertsdóttir húsmóðir, f. 22.6. 1885, d. 16.11. 1963. Börn Láru og Eggerts eru: 1) Birna María, fv. hárgreiðslumeistari, f. 20.2. 1951, gift Hermanni Arnviðarsyni, bak- arameistara, f. 26.2. 1949. Börn þeirra eru: a) Vala, starfsmaður á leikskóla, f. 19.7. 1977, í sambúð með Þrándi Jenssyni, rafvirkja, f. 12.9. 1977. Dóttir þeirra er Aníta Ósk, f. 21.6. 2006. b) Eva, starfs- maður á leikskóla, f. 22.5. 1981. Barnsfaðir Evu er Sveinbjörn Gunnarsson, sonur þeirra er Pét- ur Gunnar Evuson, f. 2.9. 2000. c) Sara, háskólanemi, f. 7.5. 1986, unnusti hennar er Carl Teglund, f. 22.9. 1982. d) Hermann, fram- haldsskólanemi, f. 2.1. 1989. 5) Gunnhildur Hrefna, skrif- stofumaður, f. 19.5. 1953, gift Óskari Þorsteinssyni, tæknifræð- ingi, f. 20.8. 1954. Börn þeirra eru: a) Egill, háskólanemi, f. 2.5. 1982. b) Hjalti, framhalds- skólanemi, f. 5.12. 1987. c) Gísli, framhaldsskólanemi, f. 24.3. 1990. 6) Kolbrún Eggertsdóttir, náms- ráðgjafi, f. 16.3. 1958, gift Arnaldi F. Axfjörð, verkfræðingi, f. 18.7. 1960. Börn þeirra eru: a) Edda, háskólanemi, f. 7.4. 1988. b) Ari, framhaldsskólanemi, f. 12.10. 1992. 7) Pétur Eggert, sjúkra- þjálfari, f. 23.12. 1959. Barns- móðir Péturs Eggerts er Sig- urborg Steingrímsdóttir, dóttir þeirra er Steinunn, framhalds- skólanemi, f. 12.1. 1990. Útför Láru fer fram frá Foss- vogskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. kennari, f. 27.1. 1939. 2) Ásta Lóa ljósmóðir, f. 16.5. 1942, var gift Hilm- ari Þorvaldssyni. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Egg- ert, sölumaður, f. 27.2. 1972. Barns- móðir Eggerts er Sóldís Guðmunds- dóttir, dóttir þeirra er Ásta Lóa, f. 26.9. 1998. b) Karl Heiðar, flugumferðarstjóri, f. 28.3. 1975, í sam- búð með Evu Rós Stefánsdóttur, f. 6.1.1983. Sonur þeirra er Rökkvi Leó, f. 3.4. 2007. c) Haukur, nemi, f. 29.10. 1982. 3) Ingigerður, fv. flugfreyja, f. 28.12. 1945, gift Jóni Ólafssyni, f. 15.5. 1947, d. 19.6. 2008. Börn þeirra eru: a) Lára Guðrún, viðskiptafræðingur, f. 16.11. 1974, gift Guðmundi Inga Skúlasyni, bifvélavirkjameistara, f. 8.5. 1973. Börn þeirra eru Helga María, f. 23.12. 2000 og Jón Skúli, f. 13.7. 2004. b) Ásta Sigríður, leikmunahönnuður, f. 7.2. 1977. c) Pétur Marinó, háskólanemi, f. 20.11. 1987. 4) Unnur Ingibjörg, Þú hvarfst þér sjálfri og okkur, hvarfst inn í höfuð þitt, dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný, þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr, bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður, sál þín er frjáls líkami þinn er hlekkjaður við líf sem ekki er hægt að lifa, þú horfir fram hjá mér tómum augum, engin fortíð engin framtíð engin nútíð við fengum aldrei að kveðjast (Tove F. Bengtsson.) F.h. systkinanna, Gunnhildur. Ekki er hægt að hugsa sér betri ömmu en hana ömmu á Háó (Háa- leiti).Hún bar með sér virðingu og glæsileikann og fólk horfði á eftir henni með öfundaraugum. Maður gat ekki annað en verið stoltur því þetta var amma okkar. Fjölskyldan hefur alltaf verið mjög náin og er það ömmu að þakka. Á hverju degi var alltaf einhver sem sat með henni inni í eldhúsi að drekka kaffi og spjallaði um lífið og tilveruna. Maður reyndi alltaf að fara til ömmu eins oft og maður gat og maður getur sagt að það var ansi oft. Helgarnar voru sú stund sem flestir komu saman. Á laugardögum þá gat stundum eldhúsið sprungið af gleði og hlátri, og þá var amma ein- mitt byrjuð að baka. Mamma kom og setti upp hárið á ömmu og klippti hárið af þeim fjölskyldumeðlimum sem á þurfti. Hin ógleymanlega sandkaka var þá sett á borðið sjóð- andi heit og góð meðan á öllu stóð. Á sunnudögum var svo borðstofu- borðið tekið fram og stækkað. Svo var fullt af kræsingum sett á borðið og allir komu saman, börnin hennar, makar þeirra, barnabörn og makar og barnabarnabörn. Svo þegar búið var að gæða sér á kræsingum og eyða góðri stund saman þá skiptist hópurinn oft – karlmennirnir fóru að horfa á fótbolta, börnin út að leika og skvísurnar fengu sér meira kaffi og slúðruðu meira. Þetta er það sem gladdi ömmu svo mikið að allir gætu verið saman. Við metum það mikils að fá að taka þátt í þessari gleði með ömmu öll þessi ár – svo eru það jól, áramót og fleiri árstíðir og á öllum þessum dög- um var heimili ömmu opið þar sem allir gátu komið saman með henni. Amma var yndisleg kona með stórt og sterkt hjarta og sterka sál. Hún hafði margt að skilja eftir fyrir okk- ur. Við munum sakna þín alveg rosa- lega mikið og við munum taka með okkur áfram í lífið það sem þú hefur kennt okkur. Þegar Pétur Gunnar barnabarnabarn þitt frétti að þú værir farin þá horfði hann upp til himna og sagði: „Ég held að amma sé engill upp á himnum. Ég held að langamma sé með stóra fallega vængi sem hún notar við að fljúga yf- ir okkur með hinum englunum.“ Honum þótti ofsalega vænt um langömmu sína og þegar hann fékk þær fréttir að amma væri veik þá sendi hann langömmu sinni sinn uppáhaldsbangsa sem var kettlingur og sagði okkur að lána henni bangs- ann því litli kettlingurinn myndi hjálpa henni að líða betur. Þessi litli kettlingur er enn hjá henni í dag og fer upp með henni til englanna. Megi guðs englar hjálpa þér að finna bestu leiðina, því það áttu skil- ið. Við elskum þig, amma mín, þú verður ávallt í hjarta okkar. Takk fyrir allt. Eva, Sara, Vala og Hermann. Amma Peta var ótrúleg kona og reyndist mér vel. Ég á jafnmargar ef ekki fleiri æskuminningar sem tengjast ömmu minni en foreldrum mínum. Amma bjó fyrir neðan okkur á Háaleitisbrautinni meirihlutann af æsku minni og því gat ég alltaf farið til ömmu eftir skóla. Ég man eftir að hafa hjálpað ömmu með allt mögu- legt. Ég lærði að laga kaffi, brjóta saman þvott og strauja en það er nokkuð sem amma gerði mikið af og var alltaf notalegt að sitja hjá henni þegar hún straujaði. Hún sagði mér þá sögur af afa og fræddi mig um ýmislegt. Merkilegast fannst mér þegar hún sagði mér sögur af systkinum henn- ar mömmu. Það var líka ýmislegt sem hægt var að dunda sér við í ró- legheitum hjá ömmu. Útvarpið var oftast í gangi og þá var gott að sitja og byggja spilahús eða leika sér með tölurnar, en hún átti marga bauka af þeim. Ég var ótrúlega heppin að hafa haft ömmu mína svona nálægt mér. Ég átta mig á því núna hversu mik- ilvægt það var, sumt af því sem amma mín kenndi mér. Ég lærði heilmikið um ættarsögu mína frá þessum sögum hennar og því að skoða gamlar myndir með henni eins og við gerðum oft.Ég á því ömmu Petu mikið að þakka og hún mótaði mig mikið. Ég mun sakna þín, elsku amma mín. Þín, Edda. Í dag kveðjum við ömmu Petu með söknuði í hjarta en góðar minningar í farteskinu. Mikið fannst okkur systr- unum gaman að fá að gista hjá ömmu og afa á Háaleitisbrautinni. Það var ekki bara maturinn hennar eða sam- verustundirnar hjá henni sem vöktu kátínu okkar systra heldur líka hversu lengi hún leyfði okkur að vaka, þetta var á þeim tíma sem RÚV sýndi vestra um helgar. Við fengum góðan mat, svo var sest yfir sjónvarpið, ljósin deyfð og við höfð- um það notalegt, oftar en ekki með kók og nammi. Síðan héldum við niðri í okkur andanum í von um að vera ekki sendar í bólið, en við viss- um þó að amma leyfði okkur að klára vestrann. Þar sem við fórum seint að sofa var jafnframt ætlast til þess að við svæfum frameftir því það gerði amma alltaf. Reyndar heyrði maður alltaf talað um „Háaleitisveikina“ (amma og afi bjuggu á Háaleitis- brautinni) og allir í þessari ætt vita hvað um er talað þegar „Háaleitis- veikin“ er nefnd. „Veikin“ lýsir sér þannig að það er farið frekar seint að sofa og vaknað seint. Þessi „veiki“ erfðist í sum börn þeirra sem og barnabörn. Amma var haldin þessari alræmdu „veiki“ þrátt fyrir aldur sinn og má það teljast nokkuð gott að geta sofið til hádegis þegar komið er á efri ár. Það var stundum hægt að líkja heimili ömmu á Háaleitisbraut við umferðarmiðstöð þar sem börn ömmu og afkomendur komu saman til þess að kjafta og drekka gott kaffi alla virka daga á milli 16 og 19. Fólk kom og fór, drakk kaffi og fékk sér kex og hélt svo heim á leið. Á sunnudögum var gestagangur- inn hefðbundnari þar sem systkinin ásamt börnum og mökum komu sam- an fyrir framan heimagert bakkelsi í bland við keypt. Þar mátti engin setj- ast niður án þess að amma reiddi fram disk og bolla og byði rjúkandi heitt kaffi. Gestagangurinn er lýs- andi dæmi um hversu góða nærveru hún hafði. Við kveðjum ömmu Petu með söknuði og þökkum fyrir ánægjustundirnar. Lára Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Skúlason, Helga María Guðmundsdóttir, Jón Skúli Guðmundsson. Ég er heppinn að hafa kynnst ömmu eins vel og ég gerði. Þar sem ég og mín fjölskylda bjuggum fyrir ofan hana í 13 ár gat ég bara skropp- ið niður til hennar þegar ég vildi og ég var alltaf velkominn. Þegar ég var yngri var ég mikið með henni og við gerðum margt sam- an og þess vegna var hennar heimili orðið eins og annað heimili fyrir mig. Ég var hjá henni fyrir skóla, eftir skóla og bara hvenær sem tækifæri gafst því að það var fátt skemmti- legra en að vera hjá ömmu. Ég hugsa að ég hafi verið meira hjá ömmu en með vinum mínum á einhverju tíma- bili. Við spiluðum, lituðum, horfðum saman á sjónvarpið og margt fleira. Hún var alltaf svo róleg og yfirveguð og það var svo gott að vera hjá henni. Alltaf man ég þegar við sátum saman úti á svölum hjá henni og horfðum á steypubíl vinna. Þá rædd- um við um ýmislegt og nutum veð- ursins. Á slíkum stundum var amma hæglát og lærði ég að meta þær stundir sem við áttum saman í ró. Hún kenndi mér að slappa af og njóta lífsins. Einnig man ég eftir að hafa farið með ömmu út í fiskbúð að kaupa í matinn, eins og hún gerði svo oft, og orðið svo hræddur við mennina sem voru að afgreiða að ég fór að hágráta. Amma fór með mig heim en fannst þetta samt rosalega fyndið. Þó að amma hafi flutt á elliheimilið hélt ég áfram að heimsækja hana reglulega þó að það hafi stundum verið erfitt vegna versnandi veikinda hennar. Þá var hún farin að eiga erf- itt með að þekkja aðra og talaði lítið. Samt átti hún það til að líta upp til mín og brosa og þá sá ég að hún þekkti mig. Amma var alveg mögnuð kona eins og allir sem þekkja hana vita. Hún lifði góðu og löngu lífi. Hún var besta amma sem strákur getur beðið um og er enn mín helsta fyrirmynd í lífinu. Takk fyrir allt, elsku amma. Þinn Ari. Lára Petrína Guðrún Bjarnadóttir Mig langar til að minnast frænku minn- ar Helgu Ingimars- dóttur sem nú hefur fengið hvíld 93 ára að aldri. Ég hitti hana fyrst þegar fjölskylda mín lagði í langþráða ferð á blæjujeppanum hans föður míns, P-135, frá Stykk- ishólmi til að heimsækja æskustöðv- ar hans, Eyjafjörðinn, sem við höfð- um svo margt heyrt um en ekki séð. Ég minnist þess að ein af þeim mörgu sem við heimsóttum í þessari ferð voru Svavar Helgason og Helga í „Gilinu“ sem tóku á móti okkur af mikilli rausn og er þessi ferð enn er í fersku minni. Svavar var verksmiðjustjóri Helga Ingimarsdóttir ✝ Helga Ingimars-dóttir fæddist á Litla-Hóli í Eyjafirði 25. nóvember 1914. Hún lést á heimili sínu, Víðilundi 24, 23. ágúst síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 29. ágúst. Smjörlíkisgerðar KEA og bjuggu þau Helga í fallegri íbúð á efri hæð verksmiðj- unnar og hinumegin götunnar var Mjólkur- samlagið og neðar í Gilinu voru aðalstöðv- ar KEA og Gilið iðaði af lífi og krafti þess tíma. Síðar á lífsleið- inni átti ég eftir að hitta frænku mína aft- ur og kynnast henni vel, því þegar ég kvæntist konunni minni Unni Agnarsdóttur var ég einnig óafvitandi kominn inn í mjög sterk fjölskyldutengsl norðan heiða þar sem Helga og Sigrún tengda- móðir mín voru miklar vinkonur og mikil og sterk tengsl á milli þeirra vinkvennanna og dætra þeirra. Við Unnur áttum margar góðar stundir með þeim Helgu og Svavari sem ég minnist með þakklæti. Eftir að Unn- ur lést héldum við Helga góðu sam- bandi og töluðum oft saman í síma. Hún hafði alltaf af miklu að miðla, gaf góð ráð og veitti styrk. Hún fylgdist alla tíð með mér og fjölskyld- unni minni og bar hag okkar og vel- ferð fyrir brjósti. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum Helgu einlæga samúð. Minn- ingin um góða konu lifir. Óskar H. Gunnarsson. Mér er einkar ljúft að minnast móðursystur minnar og góðrar vin- konu, Helgu Ingimarsdóttur. Helga frænka var fædd og uppalin á Litla-Hóli í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði. Foreldrar hennar voru Ingimar Hallgrímsson bóndi þar og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir. Hallgrímur faðir Ingimars var sonur Tómasar Ásmundssonar bónda á Steinsstöðum í Öxnadal og Rann- veigar systur Jónasar Hallgrímsson- ar skálds. Móðir hennar var ættuð frá Steinkirkju í Fnjóskadal. Samheldinn systkinahópur ólst upp á mannmörgu gestkvæmu heim- ili þar sem félagsandinn og sönggleð- in ríkti. Bókasafn hreppsins var þar til húsa og hreppsnefndarfundir haldnir. Auk heimilisfólksins átti margt gamalt fólk þar athvarf. Fólk sem þurfti að taka tillit til og sýna hlýju og alúð, sem var endurgoldin í ríkum mæli. Á þeim tímum tíðkaðist ekki að ungar stúlkur stunduðu lang- skólanám, en hins vegar þótti mik- ilvægt að þær væru vel að sér í öllum störfum sem tilheyrðu heimilishaldi, því þeirra staður var heimilið. Það þótti einnig mikill kostur að komast í góða vist og Helga taldi sig heppna að komast í vist á unglingsárum hjá Sigurði Bjarnasyni útgerðarmanni og Önnu konu hans og sagði að sú vist hefði verið eins og góður hús- mæðraskóli. Minnisstæðast er mér myndarlegt og fallegt heimili Helgu og Svavars í Kaupvangsstræti 25 (nú Listagili) þar sem dætur þeirra þrjár ólust upp glaðlegar og geislandi af lífsorku, atorkusamar skátastúlkur. Þar var Helga á heimavelli, myndarleg í öll- um verkum sínum, dugleg, gestrisin og glöð í viðmóti, enda gestagangur mikill og öllum tekið vel. Húsbónd- inn var ekki langt undan við vinnu sína á neðri hæð hússins, hann var verkstjóri í Smjörlíkisgerð Kaup- félags Eyfirðinga. Á heimili þeirra var gott að koma og njóta vináttu og hlýhugar heimafólks. Dæturnar uxu úr grasi, nutu góðrar menntunar, stofnuðu eigin heimili á Akureyri og störf þeirra utan heimilis tengdust flest einhverri af deildum kaup- félagsins. En fjölskyldan fór ekki varhluta af sorginni þegar Inga dótt- ir hennar féll frá í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Þá sýndi það sig hve þrautseigja og trúfesti Helgu frænku var sterk og vinátta þeirra mæðgna var sérstök. Á efri árum var áhugavert að fylgjast með Helgu. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig var atorkan og lífsviljinn hinn sami. Hún var fróð og minnug, gladdist með fjölskyldu og vinum. Þá hafði hún meiri tíma til margs konar hannyrða og stundaði m.a. postulíns- og olíumálningu, meðan kraftar leyfðu. Sami heimilis- andinn ríkti, allt í röð og reglu og all- ir velkomnir. Hún naut dyggrar að- stoðar og félagsskapar Valborgar og Agnesar dætra sinna og barnabarna og hafði daglega samband við Birnu systur sína, í næsta húsi. Mig minnir að þegar haldið var upp á níutíu ára afmæli hennar væri stórfjölskyldan um 100 manns, bara það nánasta. En lífssólin lækkaði og ferðin var orðin löng Hún var staðföst trúnni og hjá henni voru engar efasemdir, æðra tilverustig eftir dauðann. Með virð- ingu og þökk kveð ég kæra frænku mína og votta Birnu systur hennar og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Bryndís Steinþórsdóttir. Elsku „amma gamla“, þessari nafngift komst þú inn hjá barna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.