Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 27 MINNINGAR ✝ Ása Hjart-ardóttir fæddist í Stykkishólmi 20. september 1920. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hjörtur Ög- mundsson, bóndi á Álfatröðum í Hörðudal í Dala- sýslu, f. 27.4. 1893, d. 28.1. 1985, og kona hans Kristín Helgadóttir, f. 21.4. 1888, d. 24.8. 1976. Systur Ásu: Ragnheiður Reykdal, f. 20.4. 1918, d. 18.5. 1985, börn hennar eru Hjördís Reykdal Jónsdóttir, f. 22.6. 1954 og Kristinn Hannesson, f. 19.7. 1962, og Helga Erla, f. 2.1. 1935, gift Gunnari Jónssyni, f. 24.3. 1933, dætur þeirra eru Dagmar Guðrún, f. 24.6. 1957 og Kristín Helga, f. 24.11. 1963. Árið 1924 fluttist Ása ásamt foreldrum og eldri systur að Vífilsdal í Hörðu- dal og bjuggu þau þar hjá for- eldrum Hjartar, þar til fjöl- skyldan fluttist að Álfatröðum árið 1926 og Hjörtur hóf þar bú- skap og stundaði hann til ársins 1970. Ása stundaði nám við Hér- aðsskólann að Laugarvatni vet- urinn 1938-1939. Hún fluttist til ald Ögmundur Snorri, f. 27.5. 1980, sonur hans og Önnu Ger- hardsson, f. 7.7. 1980 er Atle Per, f. 9.12. 2000). 5) Edda Karin, f. 22.8. 1984. Sonur Hjartar og s.k. Christel Davidson, f. 29.9. 1962, 6) Richard Hjort, f. 13.2. 1990. Börn Hjartar eru öll búsett í Svíþjóð. c) Kristín bókari, f. 2.2. 1953. Dóttir hennar og Sigurðar Ein- arssonar, f. 23.9. 1949, eru : 1) Ása, f. 3.12.1969, búsett í Noregi, börn hennar og Bjarna Þórs Sig- urðssonar, f. 24.10. 1964 eru Atli Þór, f. 20.2. 1989, Íris Arna, f. 12.1. 1991 og Kristín Ósk, f. 13.1. 1996; dóttir Kristínar og, f. m. Sigurðar H. Steinarssonar, f. 20.5. 1950, er 2)Vigdís, f. 4.7. 1972, bú- sett á Ítalíu, börn hennar og Ro- bertos Travagini, f. 17.11. 1970 eru Gabríel Ísarr, f. 18.4. 2000 og Luna Björk, f. 13.3. 2002; synir Kristínar og s.m. Helga Þorsteins- sonar, f. 3.9. 1946 eru: 3) Þor- steinn Tandri, f. 8.7. 1979, börn hans og Bjarkar Viðarsdóttur, f. 26.4. 1978, eru Arnar Freyr, f. 2.7. 2004, Sara María, f. 21.5. 2007 og Sandra Kristín, f. 21.5. 2007. 4) Ólafur Sindri, f. 5.2. 1981, Erna Guðrún Sigurð- ardóttir, f. 29.10. 1981. Ása helgaði líf sitt fjölskyldu og heimili. Frá árinu 1970 til 2004 bjó Ása í Hörðalandi 8, Reykjavík, en fluttist síðan að Lönguhlíð 3 og bjó þar er hún lést. Útför Ásu fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 11. Reykjavíkur 23 ára gömul og vann við verslunarstörf. Ása giftist 1.9. 1944 Magna Guð- mundssyni hagfræð- ingi, f. 3.8. 1916, d. 24.1. 2000. Sama dag fluttust þau til Mont- réal í Kanada þar sem Magni stundaði framhaldsnám næstu tvö árin. Þau fluttu síðan heim til Íslands að því loknu. Börn Ásu og Magna eru: a) Guðmundur Magnús endur- skoðandi í Kanada, f. 13.12. 1945. Synir hans og, f. k. Sigrúnar H. Garðarsdóttur, f. 28.2. 1948, eru: 1) Magni, f. 27.10. 1970, sonur hans og Nicole McPhee er Bjorn Alden, f. 11.7. 2003) og 2) Garðar, f. 14.08. 1974, búsettir í Kanada. b) Hjörtur Ögmundur dýralæknir á Egilsstöðum, áður í Svíþjóð, f. 11.7. 1948. Börn hans og, f. k. Karinar Evu Margit Lindström, f. 31.7. 1951, eru: 1) Hjörtur Matt- hías, f. 26.7. 1972, 2) Sara Mál- fríður, f. 10.8. 1973, dóttir hennar og Julio Garcia, f. 29.5. 1951 er Triana, f. 18.4. 1997. 3) Hanna Kristín, f. 4.6. 1977, sonur hennar og Luis Acosta, f. 16.9. 1972, er Anton Luis, f. 11.6. 2007. 4) Har- Sagan okkar ömmu hófst sum- arið 1972, daginn sem ég var ný- fædd borin inn í Hörðaland 8 í fjólubláu burðarrúmi, en þar bjuggum við hjá ömmu fyrstu árin mín. Upp frá þeim degi varð Hörðalandið nafli alheimsins og amma akkerið mitt. Við áttum saman 36 yndisleg ár og amma gaf mér veganesti sem ég fæ aldrei fullþakkað. Við Ása systir vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga okkar annað heimili hjá ömmu sem börn. Við vorum afleggjarar af hennar eigin jurt og hún nærði okkur og hlúði að okkur fram á fullorðinsár. Hún var okkur ekkert minna en önnur móðir og við litlu stelpurnar hennar. Umburðarlynd- ið algjört og ástin skilyrðislaus. Þegar við Ása gistum í Hörða- landinu, sem var ósjaldan, dró hún fram ótal kodda, teppi, sængur og lök og bjó um okkur þannig að við vorum eins og prinsessan á baun- inni. Best var þó að kúra í ömmu- koti því amma var svo hlý og mjúk. Oft endaði það þannig að við lágum saman allar þrjár upp á rönd í ör- mjóa svefnbeddanum hennar. Henni fannst líka voða notalegt að hafa okkur, en fór langt út fyrir eigin þægindamörk til að gleðja okkur. Hún gaf okkur allt og fór ekki fram á neitt í staðinn. Amma var ekki útivinnandi amma sem stundaði líkamsrækt og var í þremur saumaklúbbum. Nei, hún var gamaldags amma með svuntu og sleif sem stóð í eldhús- inu, bakaði pönnukökur og bjó til heitt súkkulaði handa fólkinu sínu, og svei þeim sem kallaði súkku- laðið kakó. Hún Ása Hjartardóttir var ekki þekkt fyrir að bjóða upp á neitt slor. Hún var húsmóðir fram í fing- urgóma og tilheyrði þeim ört minnkandi ömmuhópi sem helgaði líf sitt heimili og fjölskyldu. Eins og aðrar Álfatraðarkonur var hún gestrisin með eindæmum og sleppti aldrei svöngu fólki út úr húsi. Hún smurði, hnoðaði, bakaði, steikti og mallaði og tjáði okkur þannig ást sína. Amma Ása var ekki bara ein- staklega hjartahlý manneskja, hún gat verið meinfyndin og mikill prakkari. Þegar hana skorti orð þá bjó hún bara til ný, sem ávallt voru dásamlega skemmtileg. Hún átti það til að fá ólæknandi og afar neyðarleg hlátursköst þegar síst skyldi og hafði alltaf einhverja sterka þörf fyrir að þurrka rykið af sjónvarpinu þegar mest spenn- andi atriði bíómyndarinnar var í fullum gangi, sem kostaði hróp og köll okkar sem á horfðum. Hún elsku amma mín sagði að maður ætti að gleðjast þegar gam- alt fólk fær hvíldina, það sé búið að lifa sína ævi til fulls. Hún reyndi að undirbúa mig því hún vissi að ég mundi aldrei vilja sleppa henni. Sjálf óskaði hún þess að Guð mundi ekki gleyma henni og ég veit að hún er hvíldinni fegin, þótt hún hafi elskað lífið fram á síðasta dag. Hún var engill sendur af himnum ofan til að gera lífið fal- legra og skemmtilegra. Nú þegar ég horfi á eftir ömmu inn í eilífðina vildi ég geta spólað til baka og orðið aftur lítil stelpa sem heldur í höndina á ömmu á leiðinni út í búð. Ég vildi að ég gæti kúrt í ömmukoti og kysst hana góða nótt. Þá ætti ég ennþá framundan allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég var litla lambið í draumnum. Ástarkveðja og hjartans þakkir frá ömmu- stelpu. Vigdís. Heldur snemma þykir mér þú hafa kvatt þennan heim, elsku amma, því helst hefði ég viljað hafa þig hjá mér það sem eftir er. Heimili þitt var ávallt griðastaður þar sem hægt var að stóla á hjartahlýju og gleði. Slík væntum- þykja og lífsgleði sem bjó í þér er vandfundin þótt víða væri leitað. Stundirnar með þér voru ógleymanlegar. Ég hafði svo gam- an af því sem barn að koma í heim- sókn til þín í Hörðalandið og föndra með þér og spila á spil, einkum kings on corner, sem þú kenndir okkur bræðrunum. Í föndrinu, þínu helsta áhugamáli, fékk ímyndunaraflið algera útrás í formi alls kyns listaverka úr límd- um efnisbútum, eldspýtustokkum og öðru dóti sem tiltækt var. Að því loknu var svo yfirleitt farið inn í eldhús og bakaðar pönnsur sem þú varst alger meistari í og við borðuðum af bestu lyst jafnharðan og þú skelltir þeim nýbökuðum á diskinn. Þeim var svo skolað niður með ekta heitu súkkulaði og sagð- ar voru sögur. Það eru einmitt þessar sögustundir sem ég kunni alltaf að meta meira og meira með árunum. Þínir einstöku hæfileikar og innlifun í frásögnum komu mér ósjaldan til að brosa og hlæja. Þú varst svo mikill sögumaður í þér og hafðir svo gaman af því að segja frá enda hafðirðu lifað tímana tvenna og þú varst með húmorinn svo sannarlega í lagi. Sögurnar af sveitastúlkunni úr Dölunum sem var á svipstundu numin á brott af menntamanninum honum afa mín- um og gerð að heimsborgara, stúlkan sem sigldi um heimsins höf á tímum stríðsátaka og fluttist til stórborgar í Kanada og ól þar sitt fyrsta barn. Allar þessar sögur sem ég fékk að njóta yfir heitum kaffisopa, sögurnar af þér og þínu fólki, Álfatröðum, Montréal og öðr- um ævintýrum sem þú upplifðir með honum afa mínum mun ég aldrei gleyma. Ég sakna þín mjög mikið, elsku amma mín, en nú ertu komin á góðan stað, stað sem hefur að geyma gott fólk eins og þig. Lífið í þessum heimi verður því miður ekki samt án þín, amma mín, því þú varst – eins og þú orðaðir það stundum – alveg milljón! Þinn Ólafur „Sindri“ Helgason. Elskuleg móðursystir, Ása Hjartardóttir, er flogin með engl- um. Eftir sitjum við ástvinirnir og varðveitum fallegar minningarnar. Við lygnum aftur augum og skoðum myndir hugans. Myndirn- ar sem líða hjá eru með blúndum og silkislaufum og í fjarska ómar dillandi hlátur. Heillandi brosið er á öllum myndunum og fas og yf- irbragð sem hæfir aðeins hefðar- dömu. Það eru perlur og pallíettur allt um kring og hlýlegar sögur af liðn- um tímum í íslenskri sveit og fram- andi löndum. Og hláturinn er smitandi og brosið líka. Það er lífsgleði sem flæðir yfir minningasafnið og Ása frænka átti nóg af þeirri gleði og naut þess sem lífið gaf. Hún gleymdi aldrei að njóta þess smáa og gleðjast yfir fegurð og fjöl- breytileika hversdagsins. „Er ekki lífið dásamlegt,“ sagði hún meira en spurði þegar við fengum okkur bíltúr saman eða sötruðum kaffi úr rósóttu postu- líni. Þá höfum við ef til vill verið að ræða um fólkið hennar – allt þetta yndislega fólk hennar Ásu sem býr um víða veröld. Ástvinina hafði hún ætíð nálægt sér, spjallaði við þá í síma og var umvafin nærveru þeirra í gylltum og bróderuðum myndarömmum allt um kring. Fólkið sitt varðveitti hún í hjarta- stað. Hún fylgdist með hverjum og einum og var svo stolt og ánægð með ættlegginn. Og þótt lífið sé sjaldnast ein- göngu dans á rósum þá var það svo hjá móðursystur minni. Það var meira meðvituð ákvörðun og yf- irlýst stefna en að þannig hafi það endilega alltaf verið. Og hún kenndi okkur sem áfram höldum æviför svo margt um hamingjuna – kenndi okkur að hamingjan býr í brjósti hvers manns sem leitar ávallt uppi hið fegursta og góða. Fagurkeri var hún frænka mín og hafði næmt og listrænt auga og haga hönd. Þannig bjó hún til perlumskreytta dýrgripi með saumnál að vopni. Smæstu atriði í saumaskapnum sáust þá vart með berum augum. Það var ævintýri að reka nefið ofan í saumakassa og fjársjóðskistur Ásu. Þar gleymdu litlar manneskjur sér oft við að dásama dýrðina og handfjatla út- saum, dúkkur og skraut. Stelpuskott efaðist eitt sinn um tilurð jólasveina. Hún fitjaði upp á trýnið og horfði vantrúuð á for- eldrana að morgni dags í desem- ber. Svo fór hún í heimsókn til Ásu ömmusystur sinnar. Þar í glugga var fjaðraður, bleikur inniskór með dálitlum glaðningi í. Seturðu skóinn út í glugga? spurði krakkakrílið ömmusystur sína undrandi. Já, auðvitað. Gera það ekki allir? sagði Ása frænka með leyndar- dómsfullt blik í auga. Þar með var það óvéfengjanlegt að ævintýrin voru til og það voru jólasveinar í þeim. Við göngum saman þessa lífs- göngu og gefum hvort öðru af nesti okkar. Sumir gefa meira en aðrir og sumir hafa kannski meira að gefa. Þannig gaf Ása ástvinum sín- um ómetanlegt fjársjóðskort svo við megum leita þess góða og fal- lega, varðveita í okkur barnið og muna að hlæja og helst syngja dá- lítið alla daga. Blessuð sé minning minnar ást- kæru frænku, Kristín Helga Gunnarsdóttir. Hún Ása mín var ein sú allra ljúfasta og glaðlyndasta mann- eskja sem ég hef kynnst. Ég hitti Ásu fyrst haustið 1997 þegar við Tandri vorum farin að vera saman og það var í raun eins og við hefð- um alltaf þekkst. Allt frá fyrstu kynnum tók hún mér sem einni af fjölskyldunni og fyrir mér var Ása alltaf eins og mín þriðja amma. Hún hafði mikla persónutöfra og ég held að allir sem urðu svo lán- samir að kynnast Ásu hafi orðið pínulítið skotnir í henni. Viðhorf Ásu til lífsins var aðdáunarvert og gleðin ætíð í fyrirrúmi. Frænka mín hafði eitt sinn á orði að Ása hefði nærveru og útgeislun sem líktist engli í mannsmynd. Alltaf vel til höfð og dillandi hláturinn dásamlegur. Sólgleraugun aldrei langt undan því dagsbirtan sem hún vildi gjarnan vera í gaf henni stundum höfuðverk. Með sólgler- augun á nefinu hélt Ása ákveðnu skvísuútliti þó farin væri að nálg- ast 90 árin. Hún var einnig ótrú- lega fær í höndunum og mörg listaverk liggja eftir hana m.a. hjá okkar Tandra og krökkunum sem við munum alltaf varðveita. Margar góðar minningar hafa reikað um hugann undanfarna daga sem mér þykir svo vænt um. Ferðin í Stykkishólm þar sem Ása fékk að skoða húsið sem hún fædd- ist í, allar heimsóknirnar í Hörða- landið og síðar Lönguhlíðina, bæj- arferðirnar og stórskemmtilegir bíltúrar. Þar gaf Ása frásagnar- gleðinni lausan tauminn og passaði jafnvel stundum Arnar eða Söru og Söndru í bílnum meðan ég bar út jólakort eða sinnti öðrum erind- um fyrir okkur báðar. Og Ása söng þá hástöfum fyrir barnabarnabörn- in sín á meðan ég hentist út úr bílnum í stutta stund. Þannig lán- aðist okkur Ásu að sinna ýmsum erindum og ná frábærum bíltúr í leiðinni. Og svo þegar komið var aftur heim eftir góða bæjarferð eða bíltúr sagði hún gjarnan með mikilli gleði og hló dátt um leið: Þetta var ekki jarðneskt heldur himneskt! Elsku Ása mín, takk fyrir ógleymanlegar stundir. Lífsgleði þín var einstök og okkur sem eftir lifum frábært veganesti á lífsleið- inni. Þín er og verður ávallt sárt saknað. Ég las um daginn að glað- lyndi sé stundum kallað sólskin hjartans. Og þannig ætla ég alltaf að minnast þín, með ljúfu sólskini í hjartanu. Guð blessi minningu Ásu sem nú er farin á vit himneskra ævintýra. Björk. Ása frænka hefur kvatt. Á hug- ann leitar fjöldi ljúfra minninga, tengdar ótal samverustundum lið- inna ára. Minningin um frænkuna sem átti svo auðvelt með að um- vefja alla hlýju og örlæti. Minn- ingin um glaðlyndu og hláturmildu frænkuna, sem hreif alla með sér í glaðværðinni. Minningin um frænkuna sem af eðlislægu næmi var fljót til að bjóða sinn huggandi faðm, þegar óharðnaður ungling- urinn varð fyrir sínum fyrsta ást- vinamissi. Allt blúndum og pífum skreyttar minningar, ilmandi af nýbökuðum pönnukökum og heitu súkkulaði við eldhúsborðið í Hörðalandinu og kaffiilm í Lönguhlíðinni. Allar þessar minningar og ennþá fleiri er ég þakklát fyrir að eiga nú þeg- ar leiðir skilja. Ég mun varðveita þær um ókomna framtíð. Ó ljóssins Guð, þú líknin manns, þitt ljós af hæðum skín. Vér synir og dætur sorga ranns, vér sækjum öll til þín. (Stefán frá Hvítadal.) Elsku Stína, Hjörtur, Gummi, ömmu og langömmu stelpur og strákar, megi englarnir vaka yfir ykkur og styrkja á sorgarstundu. Blessuð sé minning Ásu frænku. Dagmar. Frænka mín og vinkona Ása Hjartardóttir frá Álfatröðum í Hörðudal í Dalasýslu lést sunnu- daginn 24. ágúst sl. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orð- um. Sex ára gömul flutti Ása með foreldrum sínum og Ragnheiði systur sinni að Álfatröðum, sem var næsti bær við Dunk, æsku- heimili mitt. Ég hélt alltaf mikið uppá Ásu frænku mína, hún var þremur árum eldri en ég og var alltaf góð og skemmtileg við okkur krakkana sem vorum yngri en hún. Við hittum Ásu oft vegna þess að hún var dugleg á hestum og henn- ar starf var lengi að sækja kýr og hesta og að fara í ýmsar sendiferð- ir fyrir búið í Álfatröðum. Mér þótti alltaf gaman að koma að Álfatröðum. Móðir Ásu, Kristín frænka mín, hafði verið á Kvenna- skólanum og þar hafði hún lært fallegan útsaum og fatasaum. Hún saumaði oft svo fallega kjóla á Ásu og systur hennar, þær Ragnheiði og Erlu. Ása var einnig mjög handlagin og hafði mikla ánægju af handavinnu. Leiðir okkar Ásu skildi nokkuð eftir að hún giftist og flutti burt úr Dölunum. Við fengum síðan tæki- færi til að endurnýja kynnin þegar við vorum báðar komnar á efri ár. Þá hittumst við í félagsstarfi breið- firskra kvenna og heimsóttum hvor aðra. Okkur þótti gaman að spjalla saman og rifja upp minn- ingarnar frá uppvaxtarárunum í Hörðudalnum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra frænka, ég kveð þig með kærri þökk fyrir samfylgdina. Ég bið Guð að styrkja börn Ásu og fjölskyldur þeirra. Jóhanna Anna Einarsdóttir frá Dunk í Hörðudal. Ása Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.