Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MIKILVÆGT er að undirbúa markvissa end- urreisn samfélaga í kjölfar náttúruhamfara og annarra áfalla. Er um að ræða þátt sem hefur lítið verið rannsakaður hér á landi en undanfarin tvö ár hefur staðið yfir verkefni sem nefnist Langtímaviðbrögð við náttúruhamförum. Að sögn Sólveigar Þorvaldsdóttur, ráðgjafar- verkfræðings hjá ráðgjafarstofunni Rainrace, sem m.a. hefur unnið að verkefninu, hefur það gengið út á að rannsaka viðbrögð sveitarfélaga við hamförum sem átt hafa sér stað á Íslandi á undanförnum árum. Skoðuð voru viðbrögð við snjóflóðum á Vestfjörðum á tíunda áratugnum og jarðskjálftunum á Suðurlandi árið 2000. Nú hafa verið gefnar út leiðbeiningar til sveitarfé- laga en þær geta þau haft til hliðsjónar við slíkar aðstæður. Taka þær til ýmissa þátta sem varða velferðar-, umhverfis- og efnahagsmál. Sólveig segir að nýju leiðbeiningarnar hafi verið nýfrágengnar þegar jarðskjálfti reið yfir á Suðurlandi í lok maí. Í kjölfarið hafi þær verið sendar sveitarfélögum á svæðinu og hafi Árborg og Hveragerðisbær nýtt sér þær. Leiðbeining- arnar þyki hafa reynst vel og hafi sveitarstjórn- arfólkið helst talað um að gott hefði verið að þær lægju fyrir áður en jarðskjálftinn reið yfir. „Núna hafa önnur sveitarfélög á landinu tæki- færi til þess að fá þetta sent og er upplagt fyrir þau að nota tímann til þess að laga þetta að að- stæðum hjá sér.“ Þáttur sveitarfélaga skilgreindur Sólveig segir að ein ástæða þess að ráðist var í verkefnið hafi verið sú að þær náttúruhamfarir sem hafa orðið hér síðustu ár hafi sýnt greini- lega að þáttur sveitarfélaga í viðbrögðum við náttúruhamförum sé alls ekki nægilega vel skil- greindur. „Þegar gömlu og nýju almannavarna- lögin eru skoðuð er helst að sjá að sveitarfélögin eigi ekkert að gera þegar hamfarir verða, heldur eigi lögreglustjóri að stjórna öllu.“ Sú sé auðvitað ekki raunin. Sveitarfélögin bregðist við en hingað til hafi þau hvorki haft leiðbeiningar né lagalegt umboð, segir Sólveig. Hún var framkvæmdastjóri Almannavarna rík- isins þegar Suðurlandsskjálftinn varð árið 2000. „Þá var strax brugðist við varðandi björgunar- og hjálparaðstoð en þegar átti að halda áfram við neyðaraðstoð og uppbyggingarstarf vantaði skipulag og samhæfingu.“ Í nýju leiðbeiningunum er m.a. lagt til að í sveitarfélögum sem orðið hafa fyrir áföllum verði sett á laggirnar svonefnd endurreisnar- teymi sem sveitarstjóri fari fyrir. Huga þurfi að ýmsu, svo sem því hvort sveitarstjórn sé starf- hæf í kjölfar áfalls og að húsnæðismálum fólks í sveitarfélögum þar sem hamfarir hafa orðið. Nýttu reynsluna eftir skjálfta í vor Í HNOTSKURN »Verkefnið er styrkt af Rannís, dóms-málaráðuneytinu, Bjargráðasjóði og Viðlagatryggingu Íslands »Byrjað var að vinna að verkefninuárið 2006. Það er unnið í samvinnu Stofnunar Sæmundar fróða og ráðgjaf- arstofunnar Rainrace ehf. »Á fundi sem fram fer í Hátíðarsal HÍá fimmtudag verður rætt um helstu niðurstöður verkefnisins. »Þar mun Ragnheiður Hergeirs-dóttir, bæjarstjóri í Árborg, m.a. flytja erindi um viðbrögð við jarðskjálft- anum sem varð 29. maí. SUMARIÐ virðist ætla að teygja anga sína fram í september en veðrið lék við borgarbúa í gær og mældist mestur hiti 16,9 gráður. Þessir herra- menn kunnu greinilega vel að meta veðurblíð- una þegar þeir sóluðu sig á bökkum Laugardals- laugar. Eitthvert framhald verður á sólardögum og samkvæmt Veðurstofu Íslands ætti að fara heldur hlýnandi fram að helgi. Sólstólarnir ættu því áfram að verða þéttsetnir í laugunum. Morgunblaðið/Valdís Thor Málin rædd á sundlaugarbakkanum FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is VERÐI tveggja sólarhringa verkfall ljósmæðra að veruleika á miðnætti skerðist þjónusta þeirra mjög mikið og sums staðar verður hún engin. „Sam- kvæmt neyðaráætlun ríkisins verður engin þjónusta við konur í barnseign- arferli á þessu tímabili. Mæðravernd fellur niður, þjónusta ungbarnavernd- ar verður skert og fæðingardeild lok- uð,“ segir til dæmis á vef Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja. Í verkfalli starfa ljósmæður sam- kvæmt undanþágulistum, sem miða við þjónustu sem veitt var fyrir 13 ár- um. 10 fæðingarstaðir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, bendir á að í sumum tilfellum endurspegli listarnir ekki einu sinni þá þjónustu sem hafi verið fyrir 13 árum. Í því sambandi megi nefna fæðingardeild Heilbrigð- isstofnunar Suðurnesja, þar sem eng- in ljósmóðir sé á undanþágu, og Heil- brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þar sem engin ljósmóðir sé á und- anþágu á kvöld- og næturvöktum (Heilbrigðisstofnun Suðurlands ætlar að sækja um heimild til að ávallt sé ljósmóðir á vakt á fæðingardeildinni). Fæðingarstaðir eru 10 á landinu og sá stærsti á Landspítalanum. Fram hefur komið hjá stjórnendum spít- alans að þjónusta verði með óbreytt- um hætti á fæðingar- og sængurleg- udeild. Í verkfalli verður neyðarmönnun á flestum staðanna. Í henni felst fæð- ingarþjónusta en ekki önnur þjónusta sem ljósmæður annars veita. Á Akra- nesi verður ein ljósmóðir á hverri vakt á undanþágu. Í Vestmannaeyjum verður ein ljósmóðir á bakvakt. Ein ljósmóðir verður á neyðarvakt á Ísa- firði, ein ljósmóðir á vakt og önnur á bakvakt á Akureyri, engin neyðarvakt verður á Egilsstöðum, ein ljósmóðir verður á neyðarvakt í Neskaupstað, ein á Sauðárkróki, engin í Siglufirði og engin á heilsugæslustöðvum víðs veg- ar um landið. Verkfallið hefur ekki áhrif á Höfn í Hornafirði þar sem ljós- móðirin fær greitt frá sveitarfélaginu en ekki ríkinu. Guðlaug segir að í verkfalli verði konur, sem annars myndu fæða í heimabyggð, að fara til Reykjavíkur, en um 30 konur eigi t.d. von á sér á Selfossi og ámóta margar á Suð- urnesjum í þessum mánuði. Guðlaug vekur athygli á því að kon- ur fari að meðaltali í 11 skoðanir til ljósmóður á meðgöngu en á flestum stöðum falli þessi þjónusta niður í verkfalli. Víða engin neyðarvakt  Boðað verkfall ljósmæðra lengist með hverri aðgerð  Konur fara að meðaltali í 11 skoðanir til ljósmóður á meðgöngu en víðast fellur þessi þjónusta niðurFLEST síldveiðiskipin hafa tekið sér hlé frá síldveiðum úr norsk- íslenska síldarstofninum. Veiði hef- ur verið dræm síðustu vikuna, síld- in er dreifð á stóru svæði fyrir öllu Austurlandi og erfitt að finna torf- ur sem hægt er að kasta á. „Menn eru að hvíla sig og skoða stöðuna,“ segir Karl Jóhann Birg- isson, rekstrarstjóri hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað. Skip út- gerðarinnar eru í höfn meðan beðið er fregna af aflabrögðum hjá norskum og færeyskum skipum. Nokkur íslensk vinnsluskip eru einnig að veiðum í Síldarsmugunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deild- arstjóri hjá HB Granda, segir ekki nýtt að aflabrögð séu léleg á þess- um tíma árs. Hann gerir sér vonir um að síldin þétti sig í torfur áður en hún fer inn í norsku lögsöguna. Skipin geti þá veitt hana í Síld- arsmugunni og einnig nýtt heim- ildir til veiða í norsku lögsögunni. Makríll kom sem meðafli með síldinni á meðan hún veiddist, þótt hlutfallið væri lægra en fyrr í sum- ar. Í gær var makrílaflinn orðinn rúm 105 þúsund tonn. helgi@mbl.is Bíða fregna úr Síldar- smugunni Hvernig verður starfsemi á Land- spítalanum í verkfalli ljósmæðra? Samkvæmt túlkun Ljósmæðrafélags- ins á gildandi undanþágulistum er undanþága fyrir fæðingargang 23A, sængurkvennadeild 22A og vöku- deildir 22A og 23A. Hins vegar er engin undanþága í gildi á Hreiðrinu, meðgöngudeild, sónardeild, bráða- móttöku kvenna og mæðravernd 21A-M og kvensjúkdómadeild 21A. Auk þess er engin undanþága í gildi á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins né á öðrum heilsugæslustöðvum. Hvenær hafa ljósmæður boðað verkfall? Fyrsta verkfallið hefur verið boðað á miðnætti í kvöld og stendur í tvo sól- arhringa. Annað verkfallið hefur ver- ið boðað frá miðnætti 11. september og stendur það einnig í tvo sólar- hringa. Þriðja verkfallið hefst á mið- nætti 17. september og lýkur þremur sólarhringum síðar. Fjórða verkfallið verður frá miðnætti 23. september og stendur í fjóra sólarhringa. Síðan er boðað verkfall frá og með 29. september. S&S „MÖNNUN á fæðingar- og sæng- urlegudeild Landspítala verður með eðlilegum hætti komi til að- gerða ljósmæðra og neyðarþjón- usta yrði veitt í heimabyggð svo sem lög kveða á um,“ segir í til- kynningu sem barst síðdegis frá heilbrigðisráðuneytinu. Einnig segir þar að heilbrigð- isráðherra sé ekki úrkula vonar um að samningar náist á milli samn- inganefndar ríkisins og Ljós- mæðrafélags Íslands. Ljósmæður þekkja ábyrgðina Landlæknir mun fylgjast með faglegum þáttum ef til verkfallsins kemur og hefur embætti land- læknis verið í sambandi við stofn- anir á undanförnum dögum og vik- um. „Að sögn landlæknis hefur komið skýrt fram í samræðum við stjórn Ljósmæðrafélagsins að ljós- mæður gera sér mjög vel grein fyr- ir ábyrgð sinni og munu sinna neyð- artilvikum,“ segir í tilkynningunni Mönnun með eðlilegum hætti á LSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.