Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 15 FRÉTTIR WWW.EBK.DK EBK Huse A/S býður hér með til byggingarfundar 8. september 2008 í Reykjavík. V/ BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga 11-17 83 59 Ert þú í byggingarhugleiðingum? DANSKIR GÆÐASUMARBÚSTAÐIR (HEILSÁRSBÚSTAÐIR) Á þessum fundi þar sem hægt er að fá einkaviðtöl getum við kynnt þig fyrir þeim byggingarmöguleikum sem í boði eru fyrir þig miðað við húsin okkar, byggingaraðferðir og afgreiðsluskilyrði við að reisa hús á Íslandi. Gerum tilboð samkvæmt ykkar hugmyndum og óskum. Skráning í einkaviðtal á www.ebk.dk eða beint hjá söluráðgjafa: Anders Ingemann Jensen eða Trine Lundgaard Olsen í síma +45 32 52 46 54 eða netfang: island@ebk.dk. Vinsamlegast virðið tímaskráningu. OPIÐ HÚS – Sunnudaginn 7. september kl. 13.00-16.00 Hestland lóð nr. 2 Komdu og kynnstu danskri hágæðaframleiðslu, orlofshúsum sem teiknuð eru af arkitektum og sniðin að óskum viðskiptavinarins sem og íslenskri veðráttu. Sort Søholm húsið er 93 fm og býður upp á spennandi og opinn arkitektúr með 15 fm yfirbyggðri verönd, 3 herbergjum og stóru og björtu stofu- og borðstofurými. Tveir sölu- og byggingaráðg- jafar okkar sem eru dönsku- og enskumælandi, verða á staðnum og veita þér nánari upplýsingar um möguleika og tilhögun. Ef þú ert með ákveðnar byggingarhugmyndir um orlofshús getur þú einnig rætt þær við okkur. Húsið sem er til sýnis er í einkaeign og ekki til sölu. Leiðarvísir: Rétt vestan við Selfoss er afleggjari til norðurs, Biskupstungnabraut, nr. 35. Ekið er fram hjá Þrastarlundi, fram hjá Kerinu og u.þ.b. 5 km. lengra þar til skilti merkt “Kiðjaberg” (Hraunborgir) er á hægri hönd birtist. Vegur 353. Þá eru 8 km að golfskála Kiðjabergs. Þegar komið er að skálanum er sveigt til vinstri niður í lægð og gegnum golfvöllinn, brautir sem er á hvorri hlið, upp brekku þangað til skilti í hestlíki birtist. 100-150 metrum lengra stendur húsið á hægri hönd. EBK Huse A/S hefur meira en 30 ára reynslu af því að byggja og reisa sumarbústaði úr tré.Þekkt dönsk gæðahönnun. EBK Huse er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðinum, með 4 útibú í Danmörku og 4 útibú í Þýskalandi. Höfum einnig margra ára reynslu af sumarhúsbyggingum á Íslandi, Þýskalandi og Færeyjum. HEIMA- og frítímaslys hjá öldruð- um eru algeng hér á landi en sam- kvæmt úttekt sem gerð var á slys- um meðal eldri borgara og byggist á gögnum frá Slysaskrá Íslands og slysadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eru heima- og frítíma- slys langstærsti slysaflokkurinn eða 75% allra slysa. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Garðabær hafa nú tekið höndum saman og gert með sér samning um öryggisheimsóknir til allra eldri borgara, 75 ára og eldri, í Garðabæ á næstunni. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, skrifuðu nýlega undir samninginn, sem felur það í sér, að fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar bjóða þessum hópi eldri borgara í Garðabæ upp á heimsókn þar sem farið verður yfir heimili þeirra m.t.t. slysagildra. Starfsmenn munu einnig aðstoða íbúa við upp- setningu öryggisbúnaðar sé þess óskað. Fall er langalgengasta ástæða slysa hjá öldruðum Slysavarnafélagið Landsbjörg vekur athygli á því af þessu tilefni að þegar ástæður heima- og frí- tímaslysa eru skoðaðar kemur í ljós að fall er langalgengasta ástæðan fyrir þeim slysum sem verða hjá öldruðum eða 73% og hlutfall kvenna sem slasast mun hærra en karla. 18% aldraðra sem slösuðust í heima- og frítímaslysum þurftu á innlögn að halda og það er mun hærra hlutfall en hjá öðrum aldurs- hópum. Samið um öryggisheimsóknir til eldri borgara í Garðabæ Snæfellsbær | Slökkvi- lið Snæfellsbæjar tók nýverið í notkun nýja slökkvibifreið. Slökkvi- lið tók á móti nýja bíln- um og síðan var honum fylgt inn í bæinn af eldri slökkviliðsbílum. Ekið var með sírenu- væli og ljósum að slökkviliðshúsinu þar sem formleg móttaka fór fram. Kristinn Jónasson tók við lyklunum úr hendi Benedikts Einars Gunn- arssonar frá Ólafi Gísla- syni & Co sem sá um innflutning og breytingar á slökkviliðsbílnum. Sögðu þeir báðir við afhendinguna að vonandi yrði bíllinn sem minnst notaður. Eftir afhendingu var flotinn skoðaður og boðið upp á veitingar í til- efni dagsins. Mikið var spjallað og spurt enda mikill áhugi fyrir að fá bílinn í bæjarfélagið til að bæta öryggi bæjarfélagsins. Mikið er til af búnaði í góðu ástandi á stöðinni og verður hluta hans komið fyrir í nýja slökkviliðsbílnum ásamt því að gamla bifreiðin sem er af Benz-gerð árgerð 1984 heldur áfram hlutverki en nú sem bifreið númer tvö. Sú bifreið var á sínum tíma keypt af mikilli framsýni og var og er vel búin, auk þess sem slökkviliðið hefur yfir að ráða bifreið af gerðinni Reo Studebaker M 45 árgerð 1953. Nýja slökkviliðsbifreiðin er einn af fullkomnustu bílum á landinu og mjög vel tækjum búin. Með sírenuvæli og heiðurs- fylgd eldri bíla í móttökuna Athöfn Lyklar að nýja bílnum afhentir. SAMTÖK hernaðarandstæðinga lýsa í tilkynningu vonbrigðum sín- um með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn gera landið að æf- ingarsvæði erlends herliðs. „Her- æfingar þær sem ganga undir heit- inu Norðurvíkingur eru leifar frá kalda stríðinu og hafa engu já- kvæðu hlutverki að gegna fyrir ís- lenskt samfélag eða umheiminn,“ segir þar jafnframt. Vonbrigði HÁSKÓLINN í Reykjavík útskrifaði sl. laugardag 40 nemendur. 19 nem- endur voru brautskráðir með meistaragráðu í lýðheilsufræðum, 11 nem- endur með M.Ed.-gráðu í stærðfræði/raungreinum og kennslufræði, sex nemendur með meistaragráðu í lýðheilsufræði og kennslufræði og fjórir voru útskrifaðir með diplóma úr kennslufræði. Yngsti nemandinn var 27 ára en sá elsti 60 ára. 40 brautskráðir frá HR Brautskráð 40 nemendur af fjórum brautum útskrifuðust að þessu sinni. STJÓRN vinstri grænna á Suður- nesjum ályktar að skipulagsráði Reykjanesbæjar beri að taka tillit til núverandi byggðar í Njarðvík varðandi skipulag nýrra bygg- inga við Hákot og Hákotstanga. „Í eldra aðal- og deiliskipulagi var gert ráð fyrir að þarna myndi rísa lágreist byggð í takt við þá byggð sem fyrir er,“ segir í til- kynningu. VG vill breytingar STUTT KJÓLATÍSKAN fer í hring, gömul snið komast alltaf aftur í notkun. Um þetta voru sammála þær Gróa Guðnadóttir, Sæunn Guðmundsdóttir og Sigríður Bjarnadóttir sem fögnuðu 65 ára afmæli Klæðskera- og kjólameistarafélagsins í gær. Sigríður tók kjólameistaraprófið árið 1956 en lengi vel kenndi hún fagið við Iðnskólann í Reykjavík. Hún segist ekki lengur sauma en ósjálfrátt fylgist hún með tískustraumunum. Hún segir að miðað við tískuna í dag sjái hún litlar breytingar á þeim kjólum sem áður voru vinsælir en undir það geta Sæunn og Gróa ekki tekið. Að mati Gróu hafa orðið gríðarmiklar breyt- ingar, ekki aðeins í sniðum kjóla heldur einnig á öðr- um flíkum. Hún segir mun einfaldara að sníða og sauma kjóla nú en áður. „Þetta var margbrotnara þegar við vorum að sauma. Það voru miklu meiri kröfur gerðar. Núna eru þetta hólkvíðir kjólar, svona eins og pokar.“ Gróa tekur undir það og segir að áður fyrr hafi kjólarnir þurft að passa svo nákvæmlega á fólk. „Það eru ekki gerðar eins miklar kröfur núna, sérstaklega vegna fjöldaframleiðslunnar.“ ylfa@mbl.is Einfaldara að sníða og sauma nú Morgunblaðið/Ómar Afmæli fagnað Sigríður Bjarnadóttir, Sæunn Guðmundsdóttir, Gróa Guðnadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir og Sigrún Ástrós Sigurðardóttir. Þeim finnst sem minni kröfur séu gerðar um klæðin en áður. EGILL Gunnlaugsson, fyrrverandi héraðsdýralæknir á Hvammstanga, er látinn á 72. aldursári. Egill fædd- ist 29. september 1936. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Jóhannesson og Anna Teitsdóttir. Hann lauk stúdenstprófi frá MA og prófi í dýralækningum árið 1963. Egill vann sína starfsævi að mestu leyti í Húnaþingi. Hann sinnti mörgum trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt. Hann var í mörg ár formaður skólanefndar Hvammstanga- hrepps, sat um tíma í fræðsluráði Norðurlands- kjördæmis vestra, sat í heil- brigðisnefnd, í stjórn tónlistar- skólans, í stjórn Sparisjóðs V- Húnvetninga og í yfirkjörstjórn Norðurlands- kjördæmis vestra. Eftirlifandi eiginkona hans er Elinborg Sigurgeirsdóttir tón- listarkennari. Andlát Egill Gunnlaugsson ÓVENJU mikið var um þjófnað á bifreiðum um liðna helgi í Hafnar- firði, að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Tilkynnt var um að þremur bílum hefði verið stolið og eru þjófarnir ófundnir. Suzuki-jepplingi (KS-543) var stolið úr bílageymsluhúsi við fjöl- býlishús á Norðurbakka, Nissan Sunny-fólksbifreið (PI-651) var stolið af bílaplani við Suðurbraut og Suzuki Sidekick (VM-593 ) var stolið af bílaplani við Kirkjuvelli. andri@mbl.is Bílum stolið í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.