Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MYNDLISTARHEIMURINN mun fylgjast grannt með uppboði Sotheby’s í London 15. og 16. sept- ember. Þá verður haldið uppboð sem breski listamaðurinn Damien Hirst kallar Beautiful Inside My Head Forever, en boðin verða upp 233 verk sem hann hefur búið til og selur sjálfur á uppboðinu. Í umfjöllun breskra fjölmiðla segir að um sé að ræða fjáröflunartilraun sem enginn einn listamaður eða uppboðshús hafi nokkru sinni reynt áður. Damien Hirst, sem varð frægur fyrir fljótandi sundursagaðar skepn- ur fljótandi í glertönkum, hefur not- ið einstakra vinsælda á listmark- aðinum undanfarin ár. Samkvæmt The Independent er hann efnaðasti myndlistamaður í sögu Bretlands, en hann býr í 300 herbergja höll í Glouchesterskíri. Þar hyggst hann í framtíðinni sýna almenningi verk sín, og annarra listamanna sem hann safnar. Ef uppboðið lukkast eins og áætl- að er, mun Hirst fá að minnsta kosti 65 milljónir punda í sinn hlut. Það nær þó ekki upphæðinni sem hann hefur eytt í verk eftir aðra síðasta árin, en Hirst mun hafa keypt verk fyrir 100 milljón pund, meðal annars málverk eftir Francis Bacon. „Uppboð er mjög lýðræðisleg að- ferð til að selja list,“ segir Hirst. Ekki er víst að galleristar hans líti eins á málið, því þeir hafa á liðnum árum tekið drjúgan skerf í sinn hlut. Verk eftir Hirst seljast fyrir allt að tíu milljónir punda, eða um 150 millj- ónir króna. Meðal dýrustu verkanna á upp- boðinu verða gylltur kálfur í form- aldehýði sem metinn er á átta til tíu milljónir punda, og einhyrningur – folald í raun – sem metinn er á tvær til þrjá milljónir punda. Býður verkin upp Hirst fer framhjá galleríunum Listamaðurinn Damien Hirst. FORSKOT verður tekið á Ljósanótt í Reykjanesbæ í kvöld, en hátíðin hefst form- lega á morgun. Til þess að hita upp fyrir hátíðina verður hald- ið hagyrðingakvöld á veit- ingastaðnum Ránni, Hafnar- götu 19, í kvöld en þar koma fram engir aðrir en Ómar Ragnarsson, Kristján Hreins- son og Ragnar Ingi Aðal- steinsson. Kvöldin hafa verið nefnd klíkukvöld, en þau hafa verið haldin undan- farin ár við miklar vinsældir. Nánari upplýsingar um Ljósanótt og ítarlega dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu henn- ar, www.ljosanott.is. Ljósanótt Hagyrðingakvöld á Ránni í kvöld Ómar Ragnarsson SJÖTTU tónleikar ársins í há- degistónleikaröð Hafnar- borgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarfjarðar, fara fram í hádeginu á morgun, og hefjast kl. 12. Að þessu sinni syngur Gissur Páll Gissurar- son tenór með Antoníu Hevesi píanóleikara, en yfirskrift tón- leikanna er „allskonar ást“ og á efnisskránni eru óperuaríur eftir Mozart og Donizetti. Tón- leikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru hugsaðir sem tækifæri fyrir fólk í Hafnarfirði til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Tónleik- arnir eru í boði Hafnarborgar, aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir. Tónlist Allskonar ást í Hafnarborg Gissur Páll Gissurarson MÁLÞING sem ber yfirskrift- ina „Hvernig myndum við um- hverfisvæn samfélög?“ verður haldið í Norræna húsinu í dag. Fyrirlesarar á málstofunni koma víða að og hafa víðtæka þekkingu á umhverfisvernd og því gefst hér gott tækifæri til þess að heyra þá miðla af sinni þekkingu. Dagskráin er svo- hljóðandi: Kl. 14: Ann Nielsen frá Dyssekilde í Danmörku, kl. 14.45: Högni Hansson frá Landskrona í Svíþjóð, kl. 15.30: kaffi, kl. 15.45: Þórunn Sigþórsdóttir frá Snæfellsnesi, kl. 16.10: Magnús Árni Skúlason: Hvernig gerum við Reykjavík að umhverfisvænni borg? Aðgangur að þinginu er ókeypis. Málþing Umhverfisvæn samfélög Magnús Árni Skúlason Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „VIÐ lifum í sjónrænum heimi og áhorfendum finnst mikilvægt að sjá að það er eitthvað að gerast. Fyrir óþjálfaða tónleikagesti er auðveld- ara að skilja hvað er að gerast og þeir þjálfuðu hafa líka meira gam- an af flytjendunum.“ Nils Anders Larsen, fagottleik- ari hins kunna danskættaða Carion-tréblásarakvintetts, er að tala um lifandi framkomu meðlima kvartettsins á tónleikum. Þau leika fjölbreytilega tónlist á Kjarvals- stöðum í kvöld, en að vísu munu þau ekki öll leika blaðlaust eins og oftast nær. „Við hófum að leika saman árið 2002. Við settum okkur þegar ákveðin markmið. Við stefndum á stóra tónlistarsamkeppni í Dan- mörku og tókst vel upp. Við fórum strax að læra alla tónlistina utan að, með hjartanu, og það tókst svo vel að við vorum von bráðar farin að leika víða um lönd.“ Meðlimirnir unnu um tíma ein- göngu við kvintettinn. Í dag leika þau með ýmsum hljómsveitum en hittast reglulega og leika saman, á tónleikum og á upptökum, heima og heiman. Sambandið við áhorfendur Þá aðferð að leika blaðlaust segir Larsen snúast um að vera lifandi við lifandi tónlistarflutning. Fé- lagar kvintettsins eru venjulega ekki með nótur fyrir framan sig heldur kunna efnisskrána utan- bókar. Að þessu sinni eru tveir meðlimirnir nokkuð nýir í kvintett- inum og ekki alveg orðnir vanir því að leika með hjartanu. „Þegar við leikum blaðlaust tekst okkur oft að ná frábæru sambandi við áheyrendur,“ segir Larsen. „Þegar við erum frjáls undan nót- nastatífinu getum við gengið um og erum frjálsari. Það er hægt að ein- beita sér betur að meðleikurum. Sumir kammertónlistarmenn setjast bara á stóla við nóturnar sínar og eftir að hafa heilsað í upp- hafi sjá þeir hvorki meðleikarana né gesti í tvo tíma. Þeir geta leikið frábærlega en svona viljum við ekki hafa það. Við viljum gera meira …“ Við viljum gera meira Meðlimir Carion-tréblásarakvintettsins segjast leika með hjartanu Hreyfanleg Danskættaði Carion-blásturskvintettinn hefur getið sér gott orð fyrir líflegan flutning og framkomuna. Í HNOTSKURN » Einn þekktasta blásarakvintett heims, hinn danskættaði Carion-kvintett, leikur á Kjarvalsstöðum í kvöld. » Um þriðju tónleika tónleikaraðarinnar Klassík á Kjarvalsstöðumer að ræða. Hefjast tónleikarnir kl. 20.00. » Carion hefur gert fjölda upptakna og komið fram á þekktum tón-listarhátíðum, svo sem á Hróarskeldu og SPOT. » Flutt verða verk eftir J.S. Bach, Danzi, Rosetti, Ravel, Hindemithog Edward Elgar. skoða sem mögulegan stjórnanda. Leitin fer fram á hinum alþjóðlega vettvangi – og Ísland er þar meðtalið.“ Parrott viðurkennir að leitað sé að fólki með ákveðna hæfileika og bakgrunn, fólki sem hef- ur reynslu á þessu sviði og hefur náð árangri. „Við leitum í hópi leiðtoga í stofnunum, eink- um í klassíska tónlistargeiranum, og við leitum að fólki með góðan alþjóðlegan bakgrunn sem hefur bæði náð listrænum árangri og hefur sannað sig á viðskiptasviðinu. Á síðustu árum hefur komið fram kynslóð listrænna stjórnenda sem hefur axlað alls kyns stjórnunarábyrgð; hefur verið vel þjálfað á við- skiptasviðinu og einnig í skilgreiningu list- rænna markmiða.“ Parrott vonast til þess að í lok september Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is VIÐ erum að leita að rétta einstaklingnum í stöðu hins listræna stjórnanda tónlistarhúss- ins,“ segir Jasper Parrott, umboðsmaður Vladimírs Ashkenazy. Hann er ráðgjafi Eignarhaldsfélagsins Portus hf., sem sér um markaðsmál og rekstur hins nýja Tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, um ráðningu hins nýja stjórnanda og starfslýsingu hans. Parrott segir verkið vera í höndum virts fyr- irtækis sem hefur náð framúrskarandi árangri við að finna fyrsta flokks stjórnendur í lista- heiminum. „Við höfum unnið náið með þeim því við erum vel tengd víða og veitum þeim upplýsingar um fólk sem við teljum að ætti að geti þau lagt lista með nöfnum fólks fyrir stjórnina í Reykjavík. Væntanlega getur stjórnin þá tilkynnt um stjórnandann í október og farið að skipuleggja starfið með honum. Parrott er sannfærður um að hið nýja tón- listarhús verði eitt af þeim bestu í heiminum. „Sinfóníuhljómsveit Íslands er frábær og flutningurinn í húsið mun væntanlega hvetja hana til dáða. Við erum líka byrjuð að horfa til mikilvægra erlendra hljómsveita og lista- manna sem við teljum að eigi að koma fram á fyrstu starfsárum tónlistarhússins. Þetta er sannkallaður kastali, frábærlega hannaður. Ég tel að þessi bygging verði ein- stök ímynd fyrir þjóðina; eitt af fimm eða sex mest spennandi tónlistarhúsum og ráð- stefnusetrum í heimi,“ segir Jasper Parrott. Leit á alþjóðlegum vettvangi Morgunblaðið/Kristinn Ráðgjafinn Jasper Parrott telur að nýja tón- listarhúsið verði eitt af þeim bestu. Jasper Parrott, ráðgjafi við ráðningu listræns stjórnanda nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins, segir leitað að fólki með alþjóðlegan bakgrunn og reynslu Í umfjöllun um leikár Hafnarfjarðar- leikhússins í blaðinu í gær kom fram að Guðrún Ásmundsdóttir léki í verk- inu Steinar í djúpinu. Það er ekki rétt, Guðrún leikur ekki í sýningunni. Gunnar Eyjólfsson leikur í sýning- unni auk þeirra sem nefndir voru. LEIÐRÉTT Gunnar, ekki Guðrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.