Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Frikki Réttur Það er óljóst hvort Sigurður G. Guðjónsson verji Jón Ólafsson. MÁLFLUTNINGI í máli Ríkislög- reglustjóra gegn Jóni Ólafssyni, Hreggviði Jónssyni, Ragnari Birg- issyni og Símoni Ásgeiri Gunn- arssyni var í gærmorgun frestað þar sem Hæstiréttur hefur enn ekki tekið fyrir hvort Sigurður G. Guð- jónsson fær að verja Jón ásamt Ragnari Aðalsteinssyni. Í júlí sl., þegar málið var þing- fest, benti Helgi Magnús Gunn- arsson, saksóknari efnahagsbrota, á að svo kynni að fara að Sigurður yrði kallaður til vitnis í málinu. Þar af leiðandi væri ekki unnt að skipa hann verjanda Jóns skv. ákvæðum í lögum um meðferð opinberra mála. Dómari málsins úrskurðaði sak- sóknaranum í hag en Ragnar og Sigurður kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar. andri@mbl.is Beðið eftir Hæstarétti                                          ! "#! $% &'#(!)# Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is UMFERÐIN í nýliðnum ágúst er 3,48 prósentum minni en í ágúst 2007 þegar bornir eru saman 14 talning- arstaðir um land allt. Þetta kemur fram í yfirliti frá Vegagerðinni. Í ágúst 2007 jókst hinsvegar um- ferðin um 7,81 prósent frá því í sama mánuði árið á undan eða árið 2006. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð þar sem dregur úr umferð á milli ára en um langt skeið þar áður hefur um- ferð aukist stöðugt. Telja sérfræð- ingar að hækkandi eldsneytisverð sé helsta skýringin á minnkandi umferð í sumar. Örlítið minna dró úr umferð í ágúst en sumarmánuðina á undan þegar umferðin dróst saman um allt að 5,56 prósent í júní frá sama mán- uði árið á undan. Þannig dróst um- ferðin um hringveginn við Hvalfjarð- argöng aðeins saman um 0,35% miðað við ágúst í fyrra. Í yfirliti Vegagerðarinnar kemur fram, að árið 1999 var vegakerfi suð- vestursvæðis, en höfuðborgarsvæðið er í því umdæmi, rétt rúm 5% af heildar þjóðvegakerfi landsins en um 40% alls aksturs fóru þar fram. Þannig skipti miklu máli hvað höf- uðborgarbúar eru að gera. Ekki sé víst að heildarniðurstaðan fyrir 2008 verði minni umferð en árið 2007. Stöðugt dregur úr umferð á vegum  Tölur Vegagerðarinnar sýna að dregið hefur úr umferð um vegi landsins í hverj- um mánuði undanfarna fimm mánuði  Ástæðan er m.a. hærra eldsneytisverð Morgunblaðið/Ómar Bílar Bílaumferð um vegi landsins er ekki lengur að aukast. 6 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÁTAKSVERKEFNINU Borgar- börnum verður hleypt af stokkunum í dag. Um er að ræða verkefni til fjög- urra ára á vegum Reykjavíkurborgar en það felur í sér uppbyggingar- áætlun og þjónustutryggingar og miðast við að árið 2012 geti öll börn eins árs og eldri fengið vistun hjá dagforeldrum eða í leikskólum. Geng- ið er út frá þeim forsendum að fæð- ingarorlofið verði á þessu tímabili lengt úr 9 mánuðum í 12 mánuði. Ungbarnaskóli á teikniborðinu Verkefnið miðar einnig að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og öruggrar vistunar en of fá úrræði þykja í boði að fæðingarorlofi loknu. Algengast er að leikskólar taki við börnum það ár sem þau verða tveggja ára gömul. Margir foreldrar bregða því á það ráð að leita til dag- foreldra en eftirspurnin er mun meiri en framboðið. Þar að auki hafa leik- skólar glímt við manneklu undanfarin ár, þótt hún sé nokkru minni nú í ár en áður, og því ekki öruggt að barnið komist að jafnskjótt og foreldrar kjósa. Talið er að um 1.000 börn bíði nú eftir vistun hjá dagforeldrum eða í leikskólum. Að sögn Þorbjargar Helgu Vigfús- dóttur, formanns leikskólaráðs Reykjavíkurborgar, felst í uppbygg- ingaráætluninni að byggja nýja leik- skóla, stækka þá sem fyrir eru auk þess að hækka greiðslur til sjálf- stæðra leikskóla og dagforeldra. Þá er í deiglunni að setja á laggirnar ungbarnaskóla fyrir börn á aldrinum 1-3 ára. Þeirri uppbyggingu verður hins vegar ekki að fullu lokið fyrr en eftir fjögur ár. Þangað til mun for- eldrum barna er bíða eftir dagvistun bjóðast svokölluð þjónustutrygging sem er mánaðarleg greiðsla upp á 35.000 kr. Létt af kerfinu Foreldrar mega ráðstafa greiðsl- unni eins og þeim hentar, t.d. vera sjálfir lengur heima með barninu eða greiða ættingjum fyrir að gæta barnsins. Áætlað er að kostnaðurinn við þjónustutrygginguna nemi alls 312 milljónum króna. Að sögn Þorbjargar Helgu er lykilatriðið það að trygg- ingin úreldist því eftir því sem upp- byggingaráformin haldi áfram, þurfi færri á henni að halda. „Við erum að- eins að létta af kerfinu og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft þangað til við náum að byggja alla þjónustuna.“ Þjónustutryggingin verður aðeins í boði 11 mánuði ársins en einn mán- uður fellur niður líkt og í sumarfríum í leikskólum og hjá dagforeldrum. Þá er þess krafist að henni sé skipt milli foreldra, líkt og fæðingarorlofinu, nema um einstætt foreldri sé að ræða. Öllum börnum tryggð dagvistun Foreldrar barna er hvergi fá inni geta sótt um þjónustutryggingu í millitíðinni Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gaman Á þjónustuvef Reykjavíkurborgar verður í fyrsta sinn í dag hægt að sækja um leikskólapláss og þjónustutryggingar með rafrænum hætti. ÞAÐ var virkilega gott veður í höfuðborginni í gær og fjöldi fólks sem nýtti sér það til hollrar hreyfingar og útivistar. Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, rakst á þessa í fót- bolta í Seljahverfinu rétt áður en kallað var á þá inn í kvöldmat. Ungu piltarnir nýta sólina eins og þeir geta, berir að ofan, en sá eldri varð að vera betur klæddur enda í markinu og aldrei að vita til hvaða aðgerða hann þyrfti að grípa. „Hvað ungur nemur, gamall temur“ á líka við um fótbolta Morgunblaðið/Valdís Thor Sparkað í haustblíðunni í Breiðholti Reykjavík í ágúst 2008 1.000 börn sem bíða eftir plássi í leikskólum eða hjá dagfor- eldrum 6.594 börn í leikskólum 888 börn hjá 188 dagforeldrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.