Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir,
annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÁSTÆÐA þess að auglýst er eftir
slíkum fjölda á þessum tímapunkti
er að ráðgert er að byggja tvær
slökkvistöðvar á höfuðborg-
arsvæðinu. Aðra í Mosfellsbæ og
hina hugsanlega við Stekkjar-
bakka – umsókn um lóð þar hefur
þó ekki verið samþykkt. Á sama
tíma verður einni slökkvistöð lok-
að.
Þetta er liður í að minnka út-
kallstíma á höfuðborgarsvæðinu
og var raunar samþykkt í stjórn
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
á síðasta ári. Í stjórn SHS eiga
m.a. sæti borgarstjóri og bæj-
arstjórar sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu. Jón Viðar Matt-
híasson slökkviliðsstjóri segir
þetta táknrænt skref og til merkis
um að sveitarfélögin hafi öryggi
íbúanna í fyrirrúmi.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð-
isins mun um næstu helgi auglýsa
eftir á milli 20 og 30 mönnum sem
hafa áhuga á að verða slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn. Það er
stærsta ráðning sem Jón Viðar
Matthíasson slökkviliðsstjóri man
eftir. Mest hafa verið ráðnir 15
manns. Ljóst er að starfið er ekki
allra og verða umsækjendur að
ganga í gegnum erfitt inntökuferli.
Fyrst af öllu er það menntunin.
Umsækjendur verða að hafa iðn-
menntun, s.s. sveins- eða vélstjóra-
próf, eða sambærilega menntun, t.d.
stúdentspróf. Þá þurfa þeir að vera
ágætlega á sig komnir, bæði andlega
og líkamlega.
Þjálfun tekur hátt í ár
Hópur sérfræðinga mun fara yfir
þær umsóknir sem berast og verða
umsækjendur sem uppfylla grunn-
skilyrði boðaðir í próf. Er þar um að
ræða 3.000 metra hlaup, sundpróf,
styrkleikapróf, próf vegna loft-
hræðslu og innilokunarkenndar og
próf í almennri þekkingu og tungu-
málum auk akstursprófs.
Gerðar eru miklar kröfur til
slökkviliðs- og sjúkraflutninga-
manna og komist menn í gegnum
inntökuferlið og séu ráðnir til
reynslu tekur við frekari þjálfun.
„Þjálfun tekur hátt í ár og það er
tími sem nýttur verður á næsta ári.
Þegar nýju slökkvistöðvarnar verða
tilbúnar verður mannskapurinn það
einnig,“ segir Jón Viðar sem reiknar
með miklum fjölda umsækjenda.
Umsóknarfrestur er fram í byrjun
nóvember, og geta t.a.m. þeir sem
standast ekki hlaupaprófið fengið
aðra tilraun.
„Þeir sem eru með grunnþrek
geta bætt sig mikið á nokkrum vik-
um, þannig að menn hafa nokkur
tækifæri.“
Leitað eftir slökkviliðsmönnum
20-30 nýir slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn ráðnir á höfuðborgarsvæðið
Erfitt og hættulegt Óhætt er að segja að um krefjandi starf sé að ræða og
þurfa umsækjendur því að vera í góðu líkamlegu og andlegu ásigkomulagi.
Morgunblaðið/Jón Sig.
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu stöðvaði allumfangsmikla
kannabisræktun í lítilli íbúð í mið-
borginni í gærkvöld.
Þegar lögreglumenn komu á
vettvang og fóru að svipast um í
húsinu fundu þeir 54 kannabis-
plöntur, sem voru næstum full-
þroska og á lokastigi ræktunar. Þar
var einnig að finna tæki og tól til
þess konar framleiðslu en íbúðin
var meira eða minna undirlögð af
þessari starfsemi, að sögn lögreglu.
Karlmaður um þrítugt var hand-
tekinn í þágu rannsóknar málsins
og hefur hann játað sök.
Fram kom hjá lögreglunni, að
efnin hefðu verið ætluð til sölu.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Yfirfull af
kannabis
TVEIR karlmenn, á fimmtugs- og
sextugsaldri, voru í gærkvöldi úr-
skurðaðir í gæsluvarðhald til 8. sept-
ember nk., á grundvelli rannsóknar-
hagsmuna, vegna meintra tengsla
við andlát karlmanns á sjötugsaldri.
Hinn látni fannst í íbúð sinni við
Skúlagötu um kvöldmatarleytið á
mánudag. Hann var með áverka á
höfði. Maðurinn sem tilkynnti and-
látið var handtekinn en ekki reyndist
unnt að yfirheyra hann sökum ann-
arlegs ástands. Hinn maðurinn var
handtekinn í gærmorgun.
Yfirheyrslur yfir mönnunum
gengu erfiðlega en þeir neituðu báðir
sök. Bráðabirgðaniðurstöður úr
krufningu ættu að liggja fyrir í dag
og gætu varpað ljósi á andlát manns-
ins. andri@mbl.is
Tveir sæta
varðhaldi
Dánarorsök enn óljós
LITLAR breytingar hafa orðið í
samsetningu þjóðernis þeirra
ferðamanna sem koma hingað til
lands. Flestir erlendir ferðamenn
eru Bandaríkjamenn, því næst
koma Bretar og Þjóðverjar og
ferðamenn frá Norðurlöndum þar á
eftir. Þeim ferðamönnum, sem
koma sérstaklega til Reykjavíkur
utan sumartímaans, fjölgar stöð-
ugt.
Á síðasta ári komu 485.000 ferða-
menn til Íslands en í samanburði
voru þeir tæplega 9.300 árið 1957,
samkvæmt upplýsingum frá Ferða-
málastofu.
Miðað við 6% fjölgun ferðamanna
árlega má búast við að 637.813 er-
lendir ferðamenn komi hingað til
lands árið 2015.
Þessir hressu hjólreiðamenn
nutu veðurblíðunnar í miðborg
Reykjavíkur þegar ljósmyndara
bar að garði. Ekki liggur fyrir
hvert ferðinni var heitið.
thorbjorn@mbl.is
Erlendir hjólreiðamenn njóta sín í miðborginni í septembersól
Morgunblaðið/Golli
Flestir
ferðamenn
frá Banda-
ríkjunum
MÁLFLUTNINGUR hefst fyrir
Hæstarétti í dag eftir réttarhlé í
sumar. Fyrsta málið verður flutt kl.
níu fyrir hádegi, þrotabú Parma ehf.
gegn Erki efh.
Þegar skoðaður er listi yfir áfrýj-
uð mál, sem bíða flutnings fyrir
Hæstarétti, vekur athygli hve málin
eru mörg eða 239 talsins.
Þorsteinn Jónsson, skrifstofu-
stjóri Hæstaréttar, segir að ódæmd
mál séu nokkru fleiri en undanfarin
ár. Þetta sé mesti fjöldi sem hefur
verið ódæmdur að hausti til allt frá
síðustu aldamótum.
Undir lok síðustu aldar voru dæmi
þess að fleiri mál biðu afgreiðslu
Hæstaréttar. Var þá gripið til að-
gerða til að hraða meðferð mála,
meðal annars með fjölgun dómara
við réttinn. Dómarar við Hæstarétt
eru nú níu talsins.
Þorsteinn segir að fylgst verði
með þróun mála hjá Hæstarétti í
haust. Aðeins hafi verið rætt innan-
húss hvort grípa þurfi til aðgerða til
að hraða málflutningi en engar
ákvarðanir verið teknar.
Ekki kveðst Þorsteinn vita skýr-
inguna á því hvers vegna svo mörg
mál hafa borist Hæstarétti á und-
anförnum mánuðum. sisi@mbl.is
Alls 239 mál bíða
umfjöllunar og dóms
Málflutningur hefst í Hæstarétti í dag eftir réttarhlé
Byggja á tvær
slökkvistöðvar
INFLÚENSA af
B-stofni greindist
í ágústlok hjá árs-
gamalli stúlku í
Hafnarfirði. Sótt-
varnalæknir seg-
ir að ekki sé hægt
að fullyrða að það
merki að inflú-
ensan verði
snemma á ferð-
inni í ár en venju-
lega líða nokkrar
vikur frá því að sóttin greinist fyrst
þar til faraldur brýst út.
Sóttvarnalæknir segir að allur sé
þó varinn góður og rétt að hefja
bólusetningu strax og bóluefnið
berst. Sá tími nálgast að árleg inflú-
ensubólusetning hefjist en miðað
hefur verið við októberbyrjun.
Áætlað er að bóluefni verði komið
til landsins í lok þessa mánaðar og
geta heilbrigðisstofnanir og aðrir
þar til bærir pantað það hjá Parlog-
is, sem annast dreifingu þess.
Inflúensan
komin á kreik
Inflúensubólusetn-
ing hefst innan
skamms.