Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ HrafnhildurHarðardóttir
fæddist í Reykjavík
10. október 1942.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hörður M.
Kristinsson, f. 13.9.
1920, d. 27.1. 1983,
og Ragnheiður
Blöndal Björns-
dóttir, f. 1.10. 1921,
d. 1.4.1992, eftirlif-
andi maki Eggert Kristinsson, f.
1.12. 1921. Hrafnhildur var tekin
í fóstur 8 mánaða gömul af hjón-
unum Bjarna Ásgeirssyni, alþing-
ismanni og ráðherra, f. 1.8. 1891,
d. 15.6. 1956, frá Reykjum í Mos-
fellssveit og Ástu Jónsdóttur, f.
20.9. 1895, d. 26.4. 1977. Systkini
Hrafnhildar sammæðra eru: 1)
Hafdís Edda, f. 12.10. 1947, 2)
Bryndís Erla, f. 14.4. 1951, og 3)
Björn Sævar, f. 11.9. 1956. Systk-
ini Hrafnhildar samfeðra eru: 1)
Gylfi, f. 7.6. 1943, d. 2.1. 2003, 2)
þangað til Bjarni lést og kom hún
þá heim ásamt Ástu og bjó að
Reykjum. Fór aftur til Noregs í
húsmæðraskóla og kynntist
Gunnari barnsföður sínum og
giftist honum. Bjó með honum
bæði í Noregi og á Íslandi. Þau
skildu fljótlega eftir fæðingu
yngri sonarins.
Árið 1969 kynnist Hrafnhildur
seinni manni sínum, Njáli Helga-
syni, f. 26.10. 1945, d. 15.7. 2002
og hófu þau saman búskap. Þau
giftu sig 16.12. 1974 og fluttu í
Mosfellssveitina 1975. Þau bjuggu
saman þangað til Njáll lést. Þau
voru barnlaus.
Hrafnhildur vann ýmis störf en
árið 1968 hóf hún störf hjá
Vinnufatagerð Íslands hf, sem
Sveinn B. Valfells rak. Eftir að
hann lést var Vinnufatagerðin
rekin af sonum hans, Sveini og
Ágústi. Þegar Vinnufatagerðin
var seld, þá flutti Hrafnhildur
með Ágústi í hús Steypustöðv-
arinnar við Malarhöfða. Starfaði
hún við fasteignafélag sem bræð-
urnir og Sigríður systir þeirra
áttu. Steypustöðin var síðar seld
og voru skrifstofur fasteigna-
félagsins fluttar í Kjörgarð.
Hrafnhildur starfaði hjá þeim þar
til hún lést.
Útför Hrafnhildar fer fram frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Birgir Örn, f. 27.10.
1947, 3) Kristinn
Már, f. 23.8. 1948, 4)
Anna, f. 23.6. 1951,
5) Guðrún, f. 22.12.
1952, og 6) Matthías,
f. 14.4, 1961. Upp-
eldissystkini Hrafn-
hildar eru: 1) Ásgeir,
f. 17.2. 1919, d. 5.6.
1982, 2) Jóhannes, f.
18.7. 1920, d. 8.6.
1995, 3) Guðný, f.
23.12. 1923, og 4)
Jón Vigfús, f. 23.3,
1927, d. 5.5. 1990.
Hrafnhildur giftist Gunnari
Nygaard f. 1941, d. 1992, þau
skildu. Synir þeirra eru: 1)
Bjarni, f. 31.12. 1960, maki Svala
Rós Loftsdóttir f. 1967, börn
þeirra eru Daníel Þór, f. 29.3.
1994, Rakel Rós, f. 18.12. 1996,
og Karen Rós, f. 5.11. 1998, 2)
Ingi Már, f. 29.5. 1962.
Hrafnhildur ólst upp á Reykj-
um hjá Bjarna og Ástu. Þegar
Bjarni var gerður að sendiherra
Íslands í Noregi, þá fór hún með
þeim hjónum. Hún dvaldi þar
Haustvindur hásum rómi
hvíslaði í eyra mér:
Bliknaður sumarblómi
biður að heilsa þér. –
Hvíslaði’ ann hásum rómi:
Ég er einnig á förum
að elta visið blað.
Kyssti svo köldum vörum
kinn mér og þaut af stað.
Alltaf er einhver á förum.
Dagsljós dvínar á skari,
dimmir um vog og nes.
Hljóður stend ég og stari,
stjarnanna rúnir les.
Dvínar á dagsins skari.
(Bjarni Ásgeirsson)
Á heimili ömmu minnar og afa,
Ástu Jónsdóttur og Bjarna Ás-
geirssonar alþingismanns og ráð-
herra, var oft mannmargt og ýmsir
eignuðust hjá þeim sitt heimili.
Hrafnhildur Harðardóttir var ein
þeirra. Hún kom að Reykjum ung-
barn vegna erfiðleika hjá fjöl-
skyldu hennar og dvaldi langdvöl-
um. Stundum fór hún heim til
Röggu mömmu sinnar, en kom
alltaf aftur til ömmu og afa og má
segja að hún hafi alist upp hjá
þeim, uns hún stofnaði sína eigin
fjölskyldu. Þau önnuðust hana eins
og eitt af sínum börnum.
Mér er minnisstætt þegar
Hrafnhildur bjó einn vetur heima
hjá foreldrum mínum í Reykjavík
þegar hún var í verknáminu. Við
Guðrún systir mín vorum þá smá-
stelpur og fylgdumst af áhuga með
lífi unglingsins sem kominn var á
heimilið. Hrafnhildi fylgdi ung-
lingamenning þess tíma. Tommy
Steele var í miklu uppáhaldi og
ýmsir góðir rokkarar heyrðust
óma úr herberginu hennar.
Ógleymanleg frá þessum tíma er
strætóferð okkar systra á Þorláks-
messukvöld með Hrafnhildi niður á
Laugaveg. Hún bað okkur að
hjálpa sér að kaupa jólagjafir fyrir
systur sínar sem væru á svipuðum
aldri og við. Þar völdum við forláta
hanska, sem okkur dauðlangaði í,
enda sagði hún okkur að við yrðum
að velja eitthvað sem við myndum
vilja eiga sjálfar. Það var því ekki
lítil kátína á aðfangadagskvöld
þegar við opnuðum gjöfina frá
Hrafnhildi og út komu hanskarnir
fínu sem við höfðum valið í þeirri
trú að systur hennar ættu að fá.
Einn ósið hafði Hrafnhildur tek-
ið upp þegar hún var hjá okkur.
Það voru reykingarnar, fíkn sem
hún gat aldrei losnað undan og
hefur nú dregið hana til dauða allt
of snemma. Þótt oft hafi verið
dekrað við Hrafnhildi, skemmtileg-
an krakka og yngsta barnið á
Reykjum, þá þurfti hún líka að
hafa fyrir lífinu, – ein með syni
sína unga að árum eftir misheppn-
að hjónaband í Noregi. Það gerði
hún af dugnaði og elju. Það var
líka áfall þegar hún missti Njál
eiginmann sinn langt fyrir aldur
fram eftir erfið veikindi.
Við kveðjum Hrafnhildi í dag frá
Lágafelli þar sem fósturforeldrar
hennar, afi minn og amma, og
margir nánir samferðamenn henn-
ar hvíla. Fyrir hönd Margrétar
móður minnar og fjölskyldu votta
ég sonum hennar, þeim Bjarna og
Inga Má, tengdadóttur, barna-
börnum og Guðnýju föðursystur
minni, sem var henni mjög náin,
samúð á kveðjustundu.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir.
Í dag er til moldar borin mín
besta vinkona og félagi til margra
ára. Hrafnhildur veiktist alvarlega
í mars í vetur af lungnakrabba-
meini og þurfti upp frá því að nota
súrefni allan sólarhringinn, en
þrátt fyrir þessi veikindi hélt hún
ótrauð áfram. Hún mætti áfram í
vinnuna, hún var mjög samvisku-
söm og bar hag fyrirtækisins fyrir
brjósti. Hún var búin að vinna hjá
sömu fjölskyldu frá 1968 og þótti
henni afar vænt um þau öll enda
reyndust þau henni vel.
Hún var í sumarfríi þegar hún
veiktist aftur og hafði átt að mæta
í vinnu 25. ágúst og hafði hún af
því miklar áhyggjur að geta ekki
gengið frá bókhaldinu um mán-
aðamótin en örlögin réðu því að
hún andaðist föstudaginn 22. ágúst
eftir stutta sjúkrahúslegu.
Andlát hennar kom okkur sem
stóðum henni næst í opna skjöldu
því hún virtist svara lyfjameðferð
vel og allt virtist ganga henni í
hag. Hrafnhildur hafði gaman af
að ferðast og var það henni mikil
gleði að fara með Inga Má syni
sínum til Ameríku í fyrra en heils-
an var orðin frekar léleg og átti
hún erfitt með að ganga langan
veg, svo þau fengu hjólastól að láni
og fór Ingi Már með hana um allar
trissur og gladdi það hana mikið.
Hún fór líka með sonum sínum,
tengdadóttur og barnabörnum til
Spánar í fyrra og var það henni
mikil gleði. Henni þótti afar vænt
um þau öll og gistu barnabörnin
oft hjá ömmu í Mosó. Henni þótti
líka afar vænt um börn og barna-
börn vinnuveitenda sinna og var
hún prjónandi peysur og húfur
bæði á sín barnabörn og barna-
börn vinnuveitenda sinna.
Hrafnhildur naut þess að vera
með og gleðja gamla vinnufélaga
úr Vinnufatagerðinni. Hún fór ár-
lega í sumarbústað með 2 öldr-
uðum vinnufélögum og hlökkuðu
þær mikið til að fara með henni.
Ég kynntist henni fyrir 23 árum
en þá fór ég að syngja í kirkjukór
Lágafellssóknar en þar var hún fé-
lagi. Hún hafði góða söngrödd og
gat lesið nótur og hún var í stjórn
kórsins og sá um bókhaldið. Þar
var hún á heimavelli.
Hún fór og tók stúdentspróf
komin nær fimmtugu. Einnig fór
hún í Sjómannaskólann og tók
pungaprófið en hún og Njáll mað-
urinn hennar, sem lést langt um
aldur fram aðeins 56 ára, áttu bát
sem hann reri á og fannst henni
hún þurfa að hafa þetta próf ef
hún færi með honum á sjó, sem
var hugmyndin. Hún átti auðvelt
með að læra. Hér er stiklað á stóru
í lífi hennar en margt, margt, ann-
að er hægt að skrifa um hana, t.d.
allar ferðirnar til Flórída með Sig-
ríði systur vinnuveitenda hennar
en hún lamaðist eftir bílslys og var
háð öðrum um alla hjálp. Þar
reyndist Hrafnhildur sannur vinur
og hún aðstoðaði hana bæði þar og
heima og reyndist henni mikil stoð.
Ég naut líka vináttu hennar í hví-
vetna. Hún hafði mjög gaman af að
fara í leikhús og út að borða og
fórum við mörgum sinnum saman.
En nú er komið að leiðarlokum.
Ég fer ekki oftar með henni neitt
en minningin um góðan vin lifir.
Ég votta sonum hennar, tengda-
dóttur og barnabörnum mína
dýpstu samúð. Einnig votta ég
vinnuveitendum hennar sem
reyndust henni svo vel alla samúð.
Far þú í friði, elsku vinkona.
Valgerður Magnúsdóttir.
Í hástemmdri umfjöllun fjöl-
miðla um þjóðþekkta einstaklinga
heyrist stundum að þessi eða hinn
sé máttarstólpi í þjóðfélaginu. Það
vill gleymast að hinar raunveru-
legu stoðir þjóðfélagsins eru hinar
lítt lofuðu hetjur hversdagsins,
þeir sem vinna sína vinnu af elju
og samviskusemi í kyrrþey. Legg-
ur þar hver sitt af mörkum til vel-
gengni samfélagsins. Þannig kona
var Hrafnhildur Harðardóttir.
Að loknu námi og eftir nokkurra
ára dvöl í Noregi réð hún sig til
Vinnufatagerðar Íslands, þar sem
hún vann við bókhald og önnur
skrifstofustörf fram til ársins 1986
er fyrirtækið var selt. Þá flutti hún
sig um set og vann fyrir Skeifuna
15 sf. og Vesturgarð ehf. Jafn-
framt vann hún um tíma af og til
hlutastarf fyrir Steypustöðina ehf.
Hin síðari ár sá hún um bókhald
og öll dagleg fjármál hjá Vest-
urgarði ehf. Þannig gekk allt
snurðulaust með hennar eljusemi.
Það var á þeim vettvangi sem við
Hrafnhildur störfuðum saman.
Það voru ekki bara skyldustörfin
sem Hrafnhildur sinnti vel, því hún
passaði vel upp á að minna mig og
bróður minn á margt sem við
þurftum að sinna, þó að það kæmi
rekstri fyrirtækisins ekki beint við.
Örugglega hefði undirritaður
trassað að borga fleiri stöðumæla-
sektir tímanlega ef Hrafnhildar
hefði ekki notið við. Þegar systir
okkar bræðra lenti í slysi og lam-
aðist var Hrafnhildur henni hjálp-
arhella í öll þau ár sem systir okk-
ar átti ólifuð. Ennfremur lét hún
sér annt um börn og barnabörn
okkar bræðra og fylgdist af áhuga
með þeim í uppvextinum.
Hrafnhildur missti Njál eigin-
mann sinn fyrir nokkrum árum.
Hann var sjómaður og áttu þau, og
gerðu út, trilluna Snotru. Njáll sá
um að veiða og Hrafnhildur um
fjármálin. Gekk útgerðin betur en
mörg önnur trilluútgerð þar sem
minna aðhalds var gætt. Fiskur
dreginn úr sjó skapar meiri raun-
verðmæti fyrir þjóðfélagið en
hækkun hlutabréfa í ýmsum of-
metnum fyrirtækjum. Er Njáll féll
frá varð að hætta rekstrinum.
Hrafnhildur andaðist fyrir aldur
fram. Hún kvartaði aldrei yfir
þeim sjúkdómi er varð hennar
banamein. Nokkrum dögum áður
en hún dó hafði hún áhyggjur af
því að hún kæmist ekki á skrifstof-
una fyrir mánaðamótin til að
ganga frá útgjöldum er þá féllu í
gjalddaga. Hennar er saknað bæði
af starfsvettvangi og sem góðs
starfsfélaga. Sonum hennar, Inga
og Bjarna, svo og öðrum aðstand-
endum vottum ég og fjölskylda
mín samúð okkar.
Ágúst Valfells.
Hrafnhildur
Harðardóttir
✝
Ástkæri maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi,
sonur, bróðir, mágur og tengdasonur,
KRISTJÁN STEFÁNSSON,
Lindarbraut 22b,
Seltjarnarnesi,
sem lést þriðjudaginn 26. ágúst, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
5. september kl. 13.00.
Þorbjörg Guðrún Friðbertsdóttir,
Friðbert Elí Kristjánsson, Áslaug Ragnarsdóttir,
Karólína B. Kristjánsdóttir, Elvar Hákon Jóhannsson,
Elías Arnar og Viktoría Friðbertsbörn,
Kolbrún Guðmundsdóttir, Stefán Kristjánsson,
Arna Stefánsdóttir, Skapti Guðbergsson
og Lilja Guðrún Eiríksdóttir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR,
andaðist á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki
mánudaginn 1. september.
Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 13. september kl. 11.00.
Jón Júlíusson,
Helgi Dagur Gunnarsson, Kristín Jóhannesdóttir,
Gunnar Gunnarsson, Helga Sigurðardóttir,
Þorgeir Gunnarsson, Elín Steingrímsdóttir,
Anna María Gunnarsdóttir, Þorleifur Konráðsson,
Elísabet Jóna Gunnarsdóttir, Egill Kristjánsson
og ömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
JÓHANNA FRIÐRIKSDÓTTIR
frá Látrum í Aðalvík,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar
mánudaginn 1. september.
Högni Sturluson,
Mikkalína Pálmadóttir, Halldór Þórðarson,
Matthías Pálmason, Súsanna Sigurðardóttir,
Guðmundur Pálmason, Ingibjörg Torfadóttir,
Jóna Sigurlína Pálmadóttir,
Elísabet María Pálmadóttir, Rúnar Guðmundsson,
Sigurveig Pálmadóttir,
Ingibjörg Ottósdóttir.