Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.09.2008, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 247. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 ÞETTA HELST» Enginn töfrasproti til  Geir H. Haarde forsætisráðherra skýrði frá því á þingi í gær, að tekið yrði 30 milljarða kr. lán á hag- stæðum kjörum til að styrkja gjald- eyrisvaraforðann. Þá verður Ísland aðili að samkomulagi ESB-ríkja um viðbrögð við fjármálakreppu. Stjórnarandstaðan gagnrýndi hins vegar ríkisstjórnina fyrir aðgerða- leysi. » Forsíða Engar hleranir  Símar mótmælenda við Kára- hnjúkavirkjun og aðrar stór- framkvæmdir voru ekki hleraðir og póstur þeirra ekki skoðaður. Kemur þetta fram í skýrslu frá dóms- málaráðherra um aðgerðir gegn mótmælendum 2005-2007 en þing- flokkur Vinstri grænna óskaði eftir henni. » 4 Vantar 20 til 30 menn  Um næstu helgi mun slökkvilið höfuðborgarsvæðisins auglýsa eftir 20 til 30 mönnum til starfa. Er það fjölmennasta ráðning sem Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri segist muna eftir. Umsækjendur þurfa að hafa iðnmenntun eða aðra sambæri- lega, til dæmis stúdentspróf, og vera vel á sig komnir líkamlega og and- lega. » 2 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Bráðum gaman Staksteinar: Guðni og maðurinn á götunni Forystugrein: Efnahagsmálin og fíllinn í stofunni UMRÆÐAN» Junibevægelsen í Danmörku Flokkana út Hörmungar á Hamragarðaheiði Tími hugmyndar  2# 2 2 #2 2 #2 2 2 3 ! "4$ - * " 5     0 !-  2 2# 2# #2# 2 #2 2 2 2 #2 , 6(0 $ 2 #2 2 2 #2 2 2 2 2 7899:;< $=>;9<?5$@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?$66;C?: ?8;$66;C?: $D?$66;C?: $1<$$?E;:?6< F:@:?$6=F>? $7; >1;: 5>?5<$1*$<=:9: Heitast 14° C | Kaldast 7° C Norðaustlæg átt 3-8 m/s. Skýjað og úr- komulítið austan til, skýjað á Suðurlandi en annars bjart. » 10 Elísabet Ronalds- dóttir hefur klippt nokkrar helstu íslensku kvik- myndanna und- anfarin ár. » 36 KVIKMYNDIR» Klipparinn mikli FÓLK» Kanye West elskar sól- gleraugu. » 42 Loksins hefur kona skrifað ævisögu Evu Braun, hinnar dul- arfullu ástkonu Hitl- ers. Bókin fær góða dóma. » 39 BÓKMENNTIR» Ástkona Ad- olfs Hitlers FÓLK» Varir Micks Jaggers eru komnar á safn. »37 TÓNLIST» Hverjir vinna til Q-verðlauna? »37 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Grét er hann missti af fluginu 2. Heitasta parið vestanhafs 3. Uppljóstranir um Söru Palin 4. Wilbek hefur fundið skýringuna  Íslenska krónan styrktist um 0,29% Ástin er diskó, lífið er pönk Þjóðleikhúsinu Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur og Þorbjörn Þórðarson „ALLAR tóbaksreykingar eru skað- legar, líka vatnspípureykingar,“ segir Viðar Jensson, verkefnisstjóri tób- aksvarna hjá Lýðheilsustöð. Að sögn Viðars hafa reykingar í öllum aldurs- hópum verið að minnka hér á landi, en hann hefur ekki tiltæka sérstaka töl- fræði um vatnspípureykingar. „Við erum meðvituð um vaxandi vinsældir vatnspípureykinga í Evr- ópu en það hefur ekki borið eins mikið á þeim hér á landi,“ segir Viðar. Oft hefjast reykingar vegna hópþrýstings og þess vegna er ástæða til þess að hafa sérstakar áhyggjur af þessu, að mati Viðars. Vatnspípureykingar njóta þó nokk- urra vinsælda í Evrópu um þessar mundir og virðist þessi tískubylgja hafa teygt anga sína til Íslands. Þeir sem standa innan við afgreiðsluborðið í tóbaksbúðinni Björk við Banka- stræti finna fyrir miklum áhuga á slíkum pípum og ávaxtatóbakinu sem reykt er í þeim. Kári Kjartansson, starfsmaður Bjarkar, segir konur ekki síður áhugasamar en karla um vatnspípur og að viðskiptavinirnir séu flestir á aldrinum 18-35 ára. Nátengt félagsskapnum „Stemningin felst fyrst og fremst í því að reykja saman. […]. Ég nenni aldrei að reykja þessa vatnspípu ein,“ segir Áróra Árnadóttir menntaskóla- nemi, en hún á litla vatnspípu sem hún tekur stundum fram í samkvæm- um og leyfir fólki að smakka. Vatns- pípuhefðin kemur upprunalega frá Indlandi að sögn Kára. | 19 Vatnspípur vinsælar Ávaxtatóbak er samt jafnskaðlegt og annað tóbak Morgunblaðið/hag Vatnspípan Áróra Árnadóttir, t.v, með Eddu Davíðsdóttur, vinkonu sinni. Áróra dregur stundum fram vatnspípuna í samkvæmum. Vatnspípur njóta vaxandi vinsælda meðal evrópskra ungmenna. „VIÐ leitum í hópi leiðtoga í stofnunum, einkum í klassíska tónlistargeiranum, og við leit- um að fólki með góðan alþjóð- legan bakgrunn sem hefur bæði náð listrænum árangri og hefur sannað sig á við- skiptasviðinu,“ segir Jasper Parrott um ráðningu í stöðu listræns stjórnanda tónlistar- hússins í Reykjavík, en Par- rott er ráðgjafi Portus hf. í þeim efnum. „Þetta er sannkallaður kastali, frábærlega hannaður,“ segir Parrott um húsið. „Ég tel að þessi bygging verði einstök ímynd fyrir þjóðina; eitt af fimm eða sex mest spennandi tónlistarhúsum og ráð- stefnusetrum í heimi.“ | 18 Hver verður list- rænn stjórnandi? Jasper Parrott „ÉG var í Listdansskóla Íslands, en þegar ég klár- aði grunnskólann þá leit út fyrir að honum yrði lokað. Ég og mamma fórum til skólastjórans og spurðum hvað væri hægt að gera, því mig langaði náttúrlega að halda áfram. Hann benti okkur á inntökuprófið í Konunglega sænska ballettskól- ann og ég og mamma hentumst upp í flugvél og ákváðum að prófa þetta,“ segir Fjóla Oddgeirs- dóttir, 17 ára gömul ballettdansmær, sem heldur danssýningu í Borgarleikhúsinu annað kvöld, en með henni í sýningunni verða 25 bekkjarfélagar hennar frá Stokkhólmi. „Þegar ég sagði þeim þetta þá var mikið hoppað og öskrað. Við byrjuðum viku fyrr í skólanum til þess að æfa og það er mikill spenningur í hópn- um,“ segir Fjóla um viðbrögð bekkjarfélaganna við ferðinni til Íslands. | 38 Hoppað og öskrað 25 dansarar fylgja Fjólu Oddgeirsdóttur til Íslands Morgunblaðið/Kristinn Hugrökk Fjóla var 15 ára gömul þegar hún flutti til Stokkhólms til þess að stunda dansnám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.