Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Golli
GRASAGARÐURINN í Laugardal er sannkölluð perla í borgarland-
inu. Í skjóli trjánna má sjá fjölbreytt safn innlendra og erlendra
plöntutegunda. Auk Íslandsflórunnar eru þar fjölærar erlendar jurt-
ir, lyngrósir, rósasafn, skógarbotnsplöntur, trjásafn, garðskáli, stein-
hæð og nytjajurtagarður. Yngri og eldri borgarbúar njóta þess að
ganga um þessa vin og njóta fjölbreytni árstíðanna.
GENGIÐ UM
GRÓÐURVIN
Grasagarðurinn er perla í borginni
L A U G A R D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
250. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
DAGLEGTLÍF
LÍF OG FJÖR Á TÍSKU-
VIKU Í NEW YORK
REYKJAVÍKREYKJAVÍK
Ævintýraferðin
hófst á Kaldadal
LESBÓK
„Fólk er alltaf fólk. Svo er það bara
spurningin í hvaða óveðri maður
lendir og hvernig það mótar
mann,“ segir Brynhildur Guðjóns-
dóttir, leikkona og leikskáld, í sam-
tali við Pétur Blöndal. | 4
Semur leikrit um
Fridu Kahlo
„Með óþægilegri nákvæmni vísar
slagorðið sem skýrslugerðarmenn
stinga upp á til slagorðs alræðisrík-
isins í skáldsögunni 1984 eftir Or-
well.“ Bryndís Björgvinsdóttir rýn-
ir í skýrslu um ímynd Íslands. | 3
Kraftur, friður, frelsi
og ímynd Íslands
„Kynjamismunun er sláandi veru-
leiki í þáttunum og sama á við um
kynþáttafordóma.“ Björn Þór skrif-
ar um sjónvarpsþáttaröðina Mad
Men sem tilnefnd hefur verið til
sextán Emmy-verðlauna. | 6
Kolóðir karlmenn í
auglýsingabransa
Leikhúsin
í landinu >> 49
„OKKAR til-
finning er að það
fari vel,“ segir
Sindri Sindrason
stjórnarformað-
ur Eimskips um
söluferlið á
Versacold Atlas
sem er hafið.
Mikilvægt er
að Eimskip nái
að selja félagið án taps til að lækka
skuldir og um leið vaxtakostnað.
Gjaldþrot XL Leisure Group
hafði áhrif á fleira en Eimskip í
gær. 85 þúsund ferðalangar voru
strandaglópar og 200 þúsund áttu
pantaðar ferðir með félaginu. » 21
Sindri Sindrason
Bjartsýnn á að Eimskip
nái að selja Versacold
TAKIST lögmanni fjármálaráð-
herra að sanna að uppsagnir ljós-
mæðra hafi verið samantekin ráð
eða að Ljósmæðrafélag Íslands hafi
komið að málinu með beinum hætti
gæti verið erfitt fyrir ljósmæður að
vinna málið sem fjármálaráðherra
ætlar að höfða fyrir félagsdómi og
krefjast þess að uppsagnirnar verði
dæmdar ólöglegar.
Ljósmæður segjast vera við sárs-
aukamörk og ekki geta gefið meira
eftir. Þær benda á að þjónusta
þeirra kosti það sama og þjónusta
annarra stétta með sambærilegan
bakgrunn. » 2
Án árangurs Fundir ljósmæðra og
viðsemjenda hafa engu skilað.
Ljósmæður í erfiðu máli á
móti fjármálaráðherra
Góðgerðarstofnun í New York
hefur hafnað hluta af happdrætt-
isvinningi, sem nam þremur millj-
ónum dollara eða andvirði 270
milljóna króna. Ástæðan er að hún
telur að með því að þiggja féð
myndi hún senda röng skilaboð til
spilafíkla. Óþekktur maður hafði
gefið kirkju vinningsmiðann og hún
bauðst til að gefa stofnuninni hluta
fjárins. Stofnunin afþakkaði gjöfina
þar sem hún aðstoðar m.a. spila-
fíkla.
Stóra vinningnum hafnað
„Henni líður vel núna. Þetta var ekki
eins alvarlegt og talið var í fyrstu,“
sagði móðir stúlkunnar sem slasaðist
við spennistöð í Reykjanesbæ í gær.
Stúlkan stakk málmstöng inn um loft-
rist á spennistöðinni og við það sló
stöðin út. Tvær vinkonur stúlkunnar
sem voru með henni sakaði ekki.
„Þetta var bara fikt,“ sagði mamm-
an. Hún sagði dóttur sína ekki muna
eftir því sem gerðist en að aðrir hefðu
heyrt sprengingu. Stúlkan hljóp heim
til skólasystur sinnar þar sem hlúð var að henni og hringt á sjúkrabíl. Hún
dvaldi á Landspítalanum í nótt en átti að fá að fara heim í dag, að sögn
móðurinnar.
„Þetta var bara fikt“
Gúmmíhulsan á standaranum ein-
angraði frá straumnum.
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
„ÞETTA á ekki að geta gerst. Rist-
in er þannig gerð að það þarf að
hafa fyrir því að troða þessu inn,“
segir Þorgrímur Stefán Árnason,
öryggisstjóri hjá Hitaveitu Suður-
nesja. Slys varð við spennistöð við
Heiðarholt í Reykjanesbæ um
klukkan 18.00 í gær, en Hitaveitan á
spennistöðina. Þá brenndist níu ára
stúlka á hendi og í andliti þegar hún
stakk standara af reiðhjóli inn í 400
volta spennistöðina. Spennistöðin
sló út og hverfi urðu rafmagnslaus.
„Við lítum þetta alvarlegum aug-
um og okkur er mjög brugðið,“
sagði Þorgrímur Stefán. „Fólk þarf
að átta sig á því að áletrunin Há-
spenna – Lífshætta er að gefnu til-
efni.“
Þorgrímur sagði að stúlkan hefði
rekið málmstandara inn um loft-
ræstirist úr málmi og í straum-
skinnu. Við það hefði myndast svo-
nefndur ljósbogi líkt og við rafsuðu.
Hann sagði að gúmmíhulsa á enda
standarans hefði einangrað stúlk-
una og varnað því að raflost hlypi í
gegnum hana. Gúmmíhulsan hefði
hindrað að ekki fór verr.
Þorgrímur sagði spennistöðina
vera af hefðbundinni gerð og að
Neytendastofa hefði tekið hana út.
Svona stöðvar koma tilbúnar frá út-
löndum og eru víða í notkun.
„Það var ekkert óeðlilegt við
stöðina, ekki brotin rist eða neitt
slíkt. Stöðin virtist vera alveg í lagi
og frá okkar bæjardyrum séð töld-
um við hana vera örugga.“
Þorgrímur taldi að Neytenda-
stofa myndi skoða spennistöðina. Í
framhaldi af því mætti vænta breyt-
inga til þess að koma í veg fyrir að
slíkt atvik gæti gerst aftur.
„Þetta á ekki
að geta gerst“
Níu ára stúlka stakk reiðhjólastandara
inn í spennistöð og olli skammhlaupi
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Háspenna – lífshætta Spennistöðv-
ar af þessari gerð er víða að finna.