Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SKJÓTT skipast veður í lofti á „Stórslemmu-mótinu“ í Bilbao á Spáni. Þegar seinni umferðin hófst náði Magnús Carlsen að vinna Lev Aronjan með tilþrifum og hafði náð öruggri forystu og var auk þess kirfi- lega efstur á stigalista FIDE sem áhugamenn reikna nú eftir hverja einustu umferð. Þá dró skyndilega ský fyrir sólu, Magnús hafði hvítt í 7. umferð en tapaði í 21. leik fyrir Vasilí Ivanstjúk og næsta umferð bauð ekki upp á góð tíðindi heldur, því þá tapaði Magnús fyrir Topalov. Við það féll hann endanlega úr efsta sæti en eins og áður hefur komið fram eru gefin þrjú stig fyrir sigur, og aðeins eitt fyrir jafntefli. Heimsmeistarinn Anand hefur ekki unnið skák og er neðstur ásamt Radjabov. En staðan þegar tvær umferðir eru efstir er þessi: 1. Venselin Topalov (Búlgaría) 13 stig, 5 v. (af 8) 2. Lev Aronjan (Armenía) 12 stig 4½ v. 3.-4. Vasilí Ivantsjúk (Úkraína) og Magnús Carslen (Noregur) 11 stig, 4 v. 5.-6. Teimour Radjabov (Aserbadsjan) og Wisvanathan Anand (Indland ) 6 stig, 3 v. Stigakerfið virðist ekki breyta miklu um niðurstöður þessa móts, staðan væri sú sama væri hefð- bundna kerfið láta ráða. Þó má benda á að jafnteflisprósentan er í kringum 50%, heldur lægri en í sam- bærilegum mótum. Nú er svo komið að Vasilí Ivantsjúk leiðir á hinum óopinbera stigalista FIDE: 1. Vasilí Ivantsjúk 2791,3 2. Alexander Morosevits 2787,0 3. Magnús Carlsen 2786,2 4. Venselin Topalov 2785,2 5. Wisvantahan Anand 2783,0 Ljóst er að lokaumferðirnar skipta miklu máli um það hvernig októberlisti FIDE lítur út. Elo-stig- in voru fyrst birt á árunum í kringum 1970 og aðeins fimm skákmenn hafa náð toppsætinu: Fischer, Karpov, Kasparov, Topalov og Anand. Hvað viðvíkur frammistöðu An- and þá ber að geta þess að ekki er óalgengt að skákmenn sem eiga heimsmeistaraeinvígi framundan tefli undir getu. Þegar frægðarsól Mikhael Tal skein sem skærast árið 1959 tók hann þátt í meistaramóti Lettlands með fyrir augum að æfa sig í varnartaflmennsku. „Handan við hornið“ var einvígið við Botvinnik og gekk honum miðlungi vel í þessu móti enda oft í vörn sem átti ekki allskostar við hann en hann sigraði Botvinnik með glæsibrag í einvígi þeirra vorið 1960. Sigurskák Magnúsar Carlsonar yfir Aronjan í 6. umferð ber þess ljóslega vott að Norðmaðurinn hefur kynnt sér skákstíl Kasparovs ræki- lega. Alveg upp úr þurru lék hann d- peði sínu fram í 15. leik. Slíkir peðs- leikir komu stundum fyrir snemma tafls í skákum Kasparovs þ. á m. Gegn Timman á heimsbikarmótinu í Reykjavík 1988 og Anderson í Til- burg 1981. Hvort þetta var undirbú- ið fyrirfram er óvíst en leikurinn gaf gott spil og mikið rými fyrir biskup- ana. Þegar leið á skákina vann Magnús eitt peð til baka og hélt upp miklum þrýstingi á stöðu svarts. Stóru mistök Aronjans voru að leika 25. … h4 og síðar 27. … axb4 en nauðsynlegt var 27. … exd4. Hann var í tímahraki og virðist hafa misst af hinum öfluga leik, 29. Ha1. Bilbao 2008; 6. umferð: Magnús Carlsen – Lev Aronjan Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Bd3 Bb7 9. a3 b4 10. Re4 Rxe4 11. Bxe4 bxa3 12. 0–0 Rf6 13. Bd3 axb2 14. Bxb2 a5 15. d5 Rxd5 16. Re5 Rf6 17. Da4 Bb4 18. Rxc6 Bxc6 19. Dxc6+ Ke7 20. Hfd1 Hc8 21. Df3 Db6 22. Bd4 Db8 23. Ba6 Hcd8 24. Bb7 h5 25. h3 h4 26. Hab1 e5 27. Hxb4! axb4 28. Bc5+ Ke6 29. Ha1 Hd6 30. Bxd6 Kxd6 31. Dc6+ Ke7 32. Ha8 Dd6 33. Dxd6+ Kxd6 34. Hxh8 b3 35. Ba6 Rd7 36. Hxh4 Rc5 – og svartur gafst upp um leið Bolvíkingar unnu Hellismenn Taflfélögin eru þessa dagana að ganga frá liðsuppstillingum vegna Íslandsmóts taflfélaga sem hefst fyrstu vikuna í október nk. Allmiklar breytingar munu eiga sér stað á hon- um ýmsu liðum og má geta þess að Jón L. Árnason teflir nú fyrir Bol- víkinga og Jóhann Hjartarson fyrir Helli. Hraðskákkeppni taflfélaga er einnig að fá vind í seglin og hafa margar athyglisverðar viðureignir farið fram undanfarið. Á fimmtu- dagskvöldið mættust Bolvíkingar og Hellir í undanúrslitum í harðskák- keppni taflfélaga og unnu „Bolar“ nauman sigur eftir æsispennandi keppni 37:35. Bolvíkingar hafa feng- ið marga sterka skákmenn til liðs við sig undanfarið og stefna á sigur í efstu deild. Taflfélag Reykjavíkur vann Skákfélag Akureyrar með miklum mun, 53:19. Magnús Carlson missir flugið – Venselin Topalov efstur Við skákborðið Magnús Carlson og Vasilí Ivanstjúk en hann sigraði í viðureign þeirra í 7. umferð. SKÁK Bilbao á Spáni Stóra slemma 2.-13. september 2008 Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Bridsskólinn að hefja starfsemi Bridsskólinn sem starfað hefir í liðlega 30 ár er að hefja vetrarstarfið 22. sept. nk.. Eru haldin námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Byrjendanámskeiðin eru á mánu- dagskvöldum en framhaldsnám- skeiðin á miðvikudögum. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambandsins í Síðumúla 37. Nánari upplýsingar má m.a. nálg- ast á netinu: bridge.is/fræðsla. Bridsfélag Kópavogs Fyrsta spilakvöld á nýju spilaári verður fimmtudaginn 18. september og verður spilaður eins kvölds tví- menningur. Að venju verður spilað í Hamra- borg 11, 3. hæð, og hefst spila- mennska kl. 19.30. Bæði byrjendur og lengra komnir eru velkomnir. Gullsmárinn Úrslit 11. september. Spilað á 10 borðum . N/S Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 204 Tómas Sigurðss. - Sigtryggur Ellertss. 199 Þorgerður Sigurgeirsd.- Stefán Friðbjss.188 Hrafnhildur Skúlad.Þórður Jörundsson 168 A/V Elís Kristjánsson - Páll Ólason 203 Viðar Jónsson - Sigurður Björnsson 191 Ragnh. Gunnarsd. - Magnús Ingólfss. 190 Einar Markússon - Karl Gunnarsson 183 Úrslit 8. september. Spilað á 12 borðum. Meðalskor 168. N/S Leifur Kr. Jóhanness. – Guðm. Magnúss.207 Þorsteinn Laufdal – Jón Stefánsson 195 Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 186 Dóra Friðleifsd. – Heiður Gestsdóttir 185 A/V Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 219 Sigurður Björnss. – Ólafur Gunnarss. 193 Ragnh. Gunnarsd. – Magnús Ingólfss. 183 Fjóla Helgad. – Guðbjörg Gunnarsd. 182 Spilað er á mánu-og fimmtudög- um í Gullsmára og hefst spila- mennska kl. l3 Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, fimmtudaginn 11. september. Spilað var á 9 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 247 Björn E. Péturss. - Ólafur B. Theodórs. 240 Magnús Oddsson - Oliver Kristófersson 233 Árangur A-V Þorsteinn Sveinsson - Björn Árnason 251 Ragnar Björnsson - Jón Lárusson 247 Hannes Ingibergsson - Örn Sigfússon 232 Tvímenningur í Ásgarði, Stangar- hyl, mánudaginn 8. september. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánss. 255 Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 249 Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson 233 Árangur A-V Hannes Ingibergsson – Örn Sigfússon 265 Ólafur Kristinss. – Vilhj. Vilhjálmss. 242 Jón Lárusson – Héðinn Elentínusson 224 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaqginn 9. september var spilað á 17 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi í N/S Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 384 Ólafur Ingvars. – Sigurberg Elentínus. 368 Rafn Kristjánsson – Ragnar Björnsson 359 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 350 A/V Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 387 Ragnar Ásmundss. – Aðalh. Torfad. 377 Oddur Halldórss. – Haukur Guðmss. 373 Valdimar Elíasson – Arnar Arngrímss. 359 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell ÁTTRÆÐUR í dag István Bernáth skáld- þýðandi. Happ var mér það fyrir hálfri öld þegar István Bernáth leitaði mig uppi í Búdapest. Þýsk tunga var István töm frá barnsaldri og hafði verið há- skólagrein hans, Norður- og Niðurlönd voru honum hugleikin og kunn eftir því sem unnt var úr lokuðu landi og þótti István nú bera vel í veiði með Íslending, þann eina í borginni. Eitthvað litum við í Eddu, ég kynnti honum Kiljan karl og bar honum nýfengna bók 79 af stöðinni eftir Indriða. Hún varð æfingatexti og furðu fljótt sýndi István mér fullbúna þýðingu. Sagan var prentuð 1959 og fékk þessa um- sögn í lesendabréfi í blaði: „besta bók sem við leigubílstjórar höfum lesið“. Reineke Fuchs Goethes og kvæði Hölderlins voru að vísu aðal- viðfangsefni Istváns um þær mundir og hlutu þýðingar hans einróma lof dómbærra manna. István varð fljótlega handgenginn helstu skáldmenntum Íslendinga að fornu og nýju og kom mörgum þeirra í snilldarbúning á sinni tungu. Nægir hér að nefna Njálu og Eglu, Eddukviður og Íslandsklukku, að István Bernáth ógleymdum ljóðum góðskálda. Lengi var István einn af rit- stjórum alfræðirits heimsbókmennta í tuttugu stærð- arbindum og var kom- ið aftur í T þegar út- gáfan stöðvaðist. Skrif hans þar um íslenskar bókmenntir mundu fylla væna bók. Um árabil var István eini kennari í íslenskri tungu við hugvís- indaháskólann í Búda- pest; tók saman heildstæða íslenska málfræði sem liggur óprentuð. Ótaldar eru ritsmíðar hans og út- varpsþættir um Ísland og íslensk málefni. Alls þessa er skylt að minn- ast nú á afmælinu. Mér eru þó meir í hug þeir gömlu dagar þegar ég var heimagangur hjá István og Mörtu á Akademíugötu: húsfreyjan höfð- inglegur veitandi; drengirnir litlu mestu fjörkálfar; afinn faðir Mörtu, aldraður kaupsýslumaður, kom fram úr kompu sinni þar sem hann enn starfaði að uppgjöri fyrir Svenska tändstickor, hafði sloppið frá helför á Wallenbergvegabréfi; kankvís István lauk upp hirslum og heimum menningarinnar. Kynnin voru mér kærkomin hugbót og kveldræðurnar sönn akademía. Hjalti Kristgeirsson. Elsku amma Stína, þegar ég sest hérna niður til að skrifa minningarorð um þig, þá er það gleðin og bros þitt sem kemur fyrst upp í hugann, því að þú varst enda- laus uppspretta af ást og umhyggju, alltaf var hægt að treysta á að amma Stína myndi koma manni í gott skap. „Amma þín er frábær,“ eru orð sem ég fékk reglulega að heyra enda voru það orð að sönnu. Ég man í þær mörgu heimsóknir til ömmu og afa á Maríubakkann hvað það var alltaf gott að koma til ykkar. Þú varst alltaf að baka eða brasa eitthvað í eldhúsinu og afi inni í stofu að fara yfir reikn- inga eða að horfa á sjónvarpið, þú skammaðir stundum afa fyrir að ganga ekki frá eða sendir hann út í búð til að kaupa handa okkur gotterí, Kristín Helga Sveinsdóttir ✝ Kristín HelgaSveinsdóttir fæddist í Ólafsvík 10. janúar 1911. Hún lést á Hraun- búðum í Vest- mannaeyjum 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 6. september. og stundum laumaðir þú að okkur pening og baðst okkur að nefna það ekkert við mömmu. Einu sinni sagðir þú mér að ég yrði skáld af því að ég gat náð með tunguna upp í nef, og ég fór að semja vísur fyrir þig, ekki neitt merkilegar en þér fannst þær góðar og þú hvattir mig til að gera meira, og þessi hvatn- ing á stóran þátt í því að ég fór út í leiklistina. Þú varst nú ekki hávaxin en þú hafðir því stærra hjarta. Ég man enn daginn þegar ég uppgötvaði að ég var orðinn stærri en þú og það var stór dagur í mínu lífi og þú gladdist með mér. Ég er enn að reyna að ná þér í hjartastærð og ég vona að mér takist það einhvern tímann. Síðustu árin þín voru ekki auðveld en alltaf tókst þér að halda góða skap- inu og ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann séð þig reiða. Ég mun alltaf minnast þín með gleði í hjarta og með bros á vör og ég vona að þú hafir það gott hvar sem þú ert með Lúlla afa við hlið þér. Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.