Morgunblaðið - 13.09.2008, Page 4

Morgunblaðið - 13.09.2008, Page 4
4 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TÆPLEGA níræður karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dótturdótt- ur sinni. Voru þau framin á árunum 1994-2005 þegar stúlkan var á aldr- inum 4-15 ára gömul. Maðurinn neit- aði sök en að mati dómsins var það hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um brotin. Málið kom á borð lögreglu með kæru félagsmálastjóra í bæjarfélag- inu þar sem stúlkan býr. Þar segir að hún hafi sætt misnotkun af hendi afa síns frá því hún muni eftir sér í leik- skóla og til 15 ára aldurs. Brotin urðu alvarlegri eftir því sem stúlkan varð eldri. Þýddi ekkert að kæra Fljótlega eftir að kæran barst lagði frænka stúlkunnar, sem einnig er barnabarn mannsins, fram kæru á hendur afa sínum og lýsti svipuðum brotum af hans hálfu. Jafnframt sagði hún að hann hefði sagt að það þýddi ekkert að kæra þar sem eng- inn myndi trúa henni hvort sem er og hann hefði hótað henni einhverju ef hún kjaftaði frá. Málið sem leiddi af kæru frænkunnar var síðar fellt nið- ur þar sem brotin voru talin fyrnd. Maðurinn benti á sér til varnar, að hann hefði orðið getulaus vegna sjúkdóms fyrir sextugt. Dómurinn sagði þennan framburð ekki eiga sér stoð í sjúkragögnum. Fjölmargt studdi framburð Í niðurstöðum dómsins segir að framburður fjölmargra vitna styðji frásögn stúlkunnar. Þannig hafi móðir hennar sagt að stúlkan hafi forðast afa sinn eftir að amma henn- ar lést og faðir hennar skýrði frá því að það hefði rifjast upp fyrir sér að hann hefði orðið vitni að óeðlilegri háttsemi mannsins gagnvart öðru barnabarni sínu í sumarbústað fyrir mörgum árum. Vinkonur stúlkunnar greindu einnig frá því að stúlkan hefði sagt þeim frá misnotkuninni. Þar að auki taldi dómurinn að ekki yrði litið fram hjá framburði frænk- unnar sem fyrr var nefnd. Maðurinn var því dæmdur fyrir þau kynferðisbrot gegn stúlkunni sem honum voru gefin að sök; „kyn- ferðisbrot með því að hafa í fjölmörg skipti snert á henni kynfærin, farið með fingur í leggöng hennar, látið hana fróa sér og í nokkur skipti látið hana hafa við sig munnmök“. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannsins voru alvarleg og beindust gegn barnabarni hans nán- ast alla hennar æsku eða allt frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Með brotum ákærða brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart henni og hann rauf fjöl- skyldutengsl, segir í dómnum. Á hinn bóginn var litið til þess að mað- urinn er níræður en samkvæmt lög- um og dómafordæmum getur hár aldur lækkað refsingu. Maðurinn var dæmdur til að greiða stúlkunni 1,5 milljónir kr. í bætur og 1,2 millj. í sakarkostnað. Sandra Baldvinsdóttir, Finnbogi H. Alexandersson og Þorgeir Ingi Njálsson kváðu upp dóminn. Kol- brún Sævarsdóttir saksóknari hjá ríkissaksóknara sótti málið en Unn- ar Steinn Bjarndal hdl. var skipaður verjandi mannsins. runarp@mbl.is Braut árum saman gegn barnabarni 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot Morgunblaðið/ÞÖK Í HNOTSKURN » Árið 2007 voru refsingarfyrir kynferðisbrot gegn börnum þyngdar. » Þar sem brot mannsinsvoru framin fyrir þann tíma hefur sú lagabreyting ekki áhrif í þessu máli. » Stúlkan sagði að sér þættisárt að stærstur hluti minninga frá æsku sinni tengdist brotunum. » Sálfræðingur sagði óvístað stúlkan myndi nokkurn tíma ná sér. SVEINN Kjartan Sveinsson, fyrrverandi forstjóri Völundar, lést í fyrrakvöld, 84 ára að aldri. Sveinn fædist 1. júní 1924 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Sveinn M. Sveinsson, forstjóri Völundar og kona hans Soffía Emelía Haraldsdóttir. Sveinn varð stúdent frá MR 1943. Hann lauk fyrirhlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1945 og prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1948. Sveinn var verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins 1948 til 1954. Hann var verksmiðjustjóri hjá timburversluninni Völundi í Reykjavík 1954 til 1968 og forstjóri fyrirtækisins frá 1964. Hann sat í stjórn Iðn- garða hf. frá 1964 og var jafnframt fram- kvæmdastjóri. Hann var formaður stjórnar Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins 1965 til 1973 og í stjórn Verkfræðinga- félags Íslands 1952 til 1954. Þá var Sveinn formaður hesta- mannafélagsins Fáks 1973 til 1976. Hinn 27. maí 1950 kvæntist Sveinn Ingu Vilborgu Einarsdóttur röntgen- tækni, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sjö börn, Guðrúnu, sem er látin, Soffíu, Svein Magnús, Guð- mund, Einar, Sigurð og Þórlaugu. Barnabörn og barnabarnabörn þeirra eru 32 talsins. Andlát Sveinn Kjartan Sveinsson LÍÐAN Össurar Péturs Öss-urarsonar, ungs manns sem fannst lífshættulega slasaður við gatna- mót Höfðatúns og Laugavegar, er enn óbreytt. Hann liggur á gjör- gæsludeild Landspítalans og er tengdur við öndunarvél. Hann er með alvarlega höfuðáverka en ekki er vitað hvernig hann hlaut þá. Enn á gjör- gæsludeild LÖGREGLAN í Borgarnesi hand- tók í gær tvo ökumenn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar var tekinn rétt norðan við Borgarnes eftir að hann hafði ekið aftan á ann- an bíl en hinn náðist innanbæjar. Sá sem ók aftan á bílinn var m.a. með hass í blóðinu, skv. þvagprufu. Báðir eru mennirnir þekktir að fíkniefnabrotum og fleiru misjöfnu, samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar. Óku undir áhrifum efna Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TVÆR konur sem búa gegnt Njáls- götu 74 sögðu í samtali við Morgun- blaðið í gær að mikið ónæði væri af heimilinu og að hávaði við götuna hefði stóraukist frá því það var opnað í október í fyrra. Raunar hefði hverf- isbragurinn tekið stakkaskiptum til hins verra frá því í fyrrahaust. Hvorug konan vildi koma fram undir nafni og þær sögðu að sér þætti umræða um heimilið jafnan fara niður á afskaplega lágt plan og þær vildu ekki að nöfn þeirra yrðu dregin þang- að niður. Í hvert sinn sem íbúar and- mæltu heimilinu væru þeir úthrópað- ir, sakaðir um mannvonsku og að þeir hefðu engan skilning á hlutskipti heimilislausra. Þær sögðust hafa full- an skilning á vandanum og vildu ekk- ert fremur en að þessum mönnum yrði hjálpað. Staðreyndin væri ein- faldlega sú að þessi staðsetning væri með eindæmum óhentug. Mótmæli þeirra snerust um staðsetninguna. Lögregla fastagestur Önnur konan hefur búið við Njáls- götu í sex ár. Hún sagði að lætin við götuna hefðu stóraukist. Ein ástæðan væri sú að miklar breytingar hefðu orðið á íbúasamsetningu; margt fjöl- skyldufólk hefði flutt úr hverfinu og í staðinn komið yngra fólk. Því fylgdi mun meira samkvæmishald og hávaði á kvöldin og um nætur. Við þennan hluta Njálsgötu hefði verið kominn vísir að skemmtilegu hverfi með mörgum fjölskyldum með ung börn en þær hefðu flestar flutt eftir að heimilið var opnað. Þar að auki ætti lögreglan sífellt er- indi að Njálsgötu 74, ýmist til að skutla heimilismönnum heim til sín eða sækja þá eða aðra drykkjumenn sem væru til vandræða. Lögreglan væri oftast á dísilbílum og þeim fylgdi verulegur hávaði. Þar með ónæðið sem heimilinu fylgir alls ekki upp talið. Þrisvar sinn- um hefði hún orðið vitni að líkamsárás óreglufólks fyrir framan heimilið, sem m.a. hefur beinst að heimilis- mönnum, tvisvar séð fíkniefnasölu fyrir framan heimilið og fjórum sinn- um hefði hún séð áfengisflöskur koma fljúgandi út um glugga þess. Í þeim tilvikum hafa heimilismenn væntan- lega laumað áfengi með sér inn og eru að losa sig við flöskurnar til að brot þeirra á húsreglum komist ekki upp. „Þetta er ekki neitt sem maður vill hafa fyrir börnunum sínum. Og ég hef varið ótal klukkustundum í að út- skýra fyrir [sex ára] dóttur minni að þetta séu ekki vondir menn og að það hafi aldrei neinn verið góður við þá.“ Konan sagði að þetta snerist ekki einfaldlega um heimilið, heldur allt sem því fylgdi, t.d. það óreglufólk sem væri að reyna að hafa uppi á heim- ilismönnum. Konan kvaðst ekki hafa kvartað til borgarinnar, hún hefði fengið sig full- sadda á umræðunni eins og hún var í fyrrasumar. Hún vill á hinn bóginn að haldinn verði borgarafundur um framtíð heimilisins hið fyrsta. Engin sátt eða friður um heimilið á Njálsgötu  Fjölskyldur flytja  Hávaði við götuna jókst til muna Morgunblaðið/RAX Konurnar sem rætt var við í gær vegna heimilisins á Njálsgötu 74 höfðu mjög svipaða sögu að segja; hávaðinn hefði aukist til muna og allt annar andi væri nú við götuna en var áður en það var opnað. Líkt og fram kemur í viðtalinu við konuna sem birt er til hliðar sagði hin konan að staðsetning heimilisins væri mjög vanhugsuð. Njálsgata væri of þröng fyrir svona starfsemi og nábýlið of mikið. Hávaðinn kæmi ekki endilega frá heimilismönnum sjálfum, heldur óreglufólki sem fylgdi því og reglubundnum um- svifum lögreglu. Óreglufólk talaði jafnan hátt og orðbragðið væri oft slæmt. Stundum væri sagt að íbúar í miðborginni yrðu að venjast hróp- um og köllum en hún benti á að það skipti líka máli hvað væri kallað. Þegar óreglufólkið hrópaði heyrð- ust fúkyrði, dónaskapur og hótanir. „Til dæmis: Komdu með flöskuna eða ég drep þig. Og þetta ómar inn um gluggann,“ sagði hún. Slíkt kæmi að jafnaði ekki frá öðru fólki. Ung dóttir hennar hefði áður sofið í herbergi sem snýr út að götu en hún hefði fært hana annað þar sem stúlkan vaknaði svo oft við fyr- irganginn. „Mér finnst erfitt að þurfa að útskýra fyrir fimm ára gömlu barni að það sé verið að halda á einhverjum æjandi og öskrandi út í bíl,“ sagði hún. Staðsetningin væri ekki heldur heppileg fyrir heimilismenn. „Mér finnst að þeir eigi skilið meira næði. Þeir eiga skilið næði fyrir þeim úti- gangsmönnum sem ekki búa á heim- ilinu.“ Fúkyrði og hótanir óma inn um gluggann Umdeilt Íbúar við Njálsgötu eru margir enn ósáttir við heimilið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.