Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 31 Æskan og umhverfið Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra höfðaði sérstaklega til unga fólksins er hún setti endurvinnsluvikuna í MH í gær. Golli Blog.is Guðfríður Lilja | 12. september Ráðherrar af sérrétt- indum í þrepum? Ljósmæður eiga að fá leiðréttingu í þrepum að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Vasklega mælt? Hvað með til dæmis 12 litla ráðherra sem njóta óheyrilegra sér- réttinda í eftirlaunum – eiga þeir að minnka eigin sérréttindi í þrepum eða jafnvel bara í einu stökki? Hvenær má vænta tíðinda úr þeim ranni? Hversu mikill sparnaður ætli sé í því litla máli að ráðherrar og þingmenn sitji við sama borð og til dæmis opinberir starfsmenn? Gæti það jafnast á við eina litla her- æfingu eða meira? Ein lítil heræfing kostar einmitt svipað og að leiðrétta kjör ljósmæðra í heilt ár. Milljarðar fjúka í nýtt ríkisbákn her- málastofnunar, heræfingar og hégóm- lega umsókn að Öryggisráði SÞ – þar er ekkert til sparað. Var það virkilega þetta sem fólk kaus í síðustu kosningum . . . Meira: vglilja.blog.is Hannes Friðriksson | 12. september Á að stefna ljósmæðrum? Einhvern veginn virðist ljóst vera að fjármálaráðu- neytið hyggist ekki semja við Ljósmæður að svo stöddu, og helst fær mað- ur á tilfinninguna að það hafi hreint ekki verið mein- ingin allan þann tíma sem samninga- viðræður hafa staðið yfir. Þar hafi samn- ingamenn ríkisins mætt á fundi, ýmist með eyrnatappa í eyrum eða með bundið fyrir augu þannig að þeir þyrftu ekki sjá eða heyra hverjar kröfur ljósmæðra væru. Nú þegar rúmar tvær vikur eru eftir af vekfallshrinu ljósmæðranna leggur fjár- málaráðuneytið fram stefnu á hendur ljósmæðrum þar kemur fram að fjár- málaráðherra líti á uppsagninar sem ólög- lega vinnustöðvun. Meira: smali.blog.is Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 12. sept. 91% Íslendinga flokkar sorp. Þeir ljúga þessu Þessi könnun Capacent getur ekki verið rétt. Hvað er talið til flokkunar sorps? Eru það dósir og flöskur sem mjög margir setja í sérpoka. Það eru sumir með bláa tunnu til að setja dag- blöðin í. Þær eru langt því frá við annað hvert hús. Meira: gudruntora.blog.is NÚ liggur það fyrir að verka- lýðshreyfingin, atvinnulífið og bankakerfið eru á sömu skoðun og við framsóknarmenn. Rík- isstjórnin er ónýt, hún heldur ekki uppi samstarfi við lyk- ilaðila í samfélaginu og hag- stjórnin er í molum. Forsætis- ráðherra tók að grobba sig af aðgerðaleysinu fyrir mánuði; það væri að skila árangri. Á þorra sagði hann að botninum væri náð. Hafi ríkisstjórnin gert annað en að lýsa atburðarásinni eins og frétta- skýrendur, hafa allar hennar veiku aðgerðir verið marklausar og of seint fram komnar. Launafólk horfir upp á atvinnuleysi og mestu kjaraskerðingu í áratugi. Seðlabankinn hefur nú ákveðið að lækka ekki stýrivexti, með hæstu stýrivexti í gjörvallri veröld. Við búum ekki við eftirspurnarverðbólgu. Þúsundir Íslendinga sem eru uppgefnir á vaxtaokrinu og óttast um eigin hag eru vonsviknir. Framsóknarmenn vinnumarkaðarins Ingibjörg Guðmundsdóttir, varaformaður ASÍ, talar nú eins og framsóknarmaður. Hún segir það sama og við höfum sagt aftur og aftur í þinginu og fengið bágt fyrir. Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri ASÍ, talar eins og fram- sóknarmaður þegar hann berst fyrir kjörum síns fólks og gagnrýnir aðgerðaleysið. Þau orð ættu að vekja Samfylkinguna. Vil- hjálmur Egilsson fordæmir nú að- gerðaleysi ríkisstjórnarinnar jafnvel af meiri hörku en við framsókn- armenn. Þetta fólk skynjar að rík- isstjórnin ber ábyrgð á því með hangandi hendi að það kreppir að hjá fólki og fyrirtækjum. Gengið er fallið um 40%, verðbólga komin í 15%, hæstu vextir heimsins í 20-25% og skortur er á lánsfé. Þessa vexti lifir enginn af til langframa, þeir arð- ræna og færa bæði fólk og fyrirtæki á gjaldþrotsbrúnina. Það er Sjálf- stæðisflokkurinn sem fer með efna- hagsstjórnina og ber alla ábyrgð, hvað hefur gerst? Er Samfylkingin, sem ekki ræðir efna- hagsvandann, búin að draga allan mátt úr for- sætisráðherra? Það hriktir í þjóðarskútunni, það koma engin úrræði frá karlinum í brúnni og hún færist smátt og smátt inn í brimgarðinn. Drottningin í utanríkisráðuneytinu, Ingibjörg Sólrún, ferðast að vild og aldrei hafa ut- anstefnur ráðherra verið jafn tíðar og nú. Aðilar vinnumarkaðarins vilja spyrna við fæti og takast á við efnahagslægðina til að bjarga sínu fólki, þeir finna það sama og við framsókn- armenn að í ríkisstjórn landsins er enga leið- sögn að finna. Málefni ljósmæðra eru á reki. Verðbólgan og vextirnir fá frið til að arðræna fólk og fyrirtæki. Í hvers þágu er vaxtaokrið? Ekki slær það á verðbólguna, gengið fellur, en jöklabréfin blómstra, erlendir auðkýfingar sækja þannig einir gull í greipar Íslands um þessar mundir. Ég vildi gefa þessari ríkisstjórn tækifæri til að sanna sig, en nú er ekki annað hægt en að gefa henni falleinkunn eins og aðilar vinnumarkaðarins gerðu í vikunni. Rík- isstjórnin er að bregðast fólkinu í landinu, þann ótta fann ég best á fundarferð minni um landið á dögunum. Hvert ætlar ríkisstjórnin að leiða okkur? Það er enn hægt að snúa vörn í sókn. Geir H. Haarde sem lifir í annarri vídd segir nú að staða efnahagsmála sé betri en talið hafi verið. Raun- veruleikinn er á öðru máli, óbreyttir stýrivextir Seðlabankans leiddu til enn einnar lækkunar- innar á gengi krónunnar, falls úrvalsvísitöl- unnar og minnkandi trúar á íslenskt efnahags- líf. Hvenær ætlar ríkisstjórnin að vakna og taka á? Hundrað milljarða fjárfesting hvarf úr Þor- lákshöfn í síðustu viku sem hefði styrkt krónuna og skapað þúsund störf á svæðinu. Fyrirtækið bar ekki traust til íslenskra stjórnvalda. Það ríkti tortryggni, að stjórnvöld myndu reyna að leggja stein í götu verkefnisins, eins og gert hef- ur verið á Bakka og reynt í Helguvík. Samfylk- ingin leyfir sér að hafa margar skoðanir á mál- um og dregur fólk og vonir þess niður með fádæma hræsni og yfirlæti. Þetta er ömurleg framkoma við fólkið í landinu og skaðar ímynd landsins út á við. Við í stjórnarandstöðunni höf- um gert skyldu okkar með málefnalegri og harðri andstöðu við aðgerðaleysið. Við fram- sóknarmenn höfum lagt fram ítarlegar efna- hagstillögur í tvígang síðastliðið ár, tillögur sem eftir á að hyggja hefðu dregið verulega úr þeirri þróun sem nú er staðreynd. Tillögurnar eru enn nauðsynlegar og verða að öllum líkindum nið- urstaðan þegar upp er staðið, að frátöldum öll- um þeim fórnarkostnaði og glötuðu tækifærum sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa leitt yfir þjóðina. Aðilar vinnumarkaðarins hafa sett á sig boxhanska. Svipa og samviska þjóðfélagsins, fjölmiðlarnir, þurfa nú að yfirfara sína leikaðferð. Staksteinar Morgunblaðsins mættu gagnrýna ríkisstjórnina sína, þó ekki væri nema annan hvern dag. Hún þarf svipu- högg öðru hvoru. Framsóknarstefnan snýst um öfgalaust sam- félag og gróandi þjóðlíf sem tryggir öllum sömu tækifæri og fulla atvinnu sem er forsenda al- mennrar velferðar í landinu og velgengni okkar á flestum sviðum. Það er einmitt sú stefna sem aðilar vinnumarkaðarins kalla nú eftir í sam- hljómi við stóran hluta þjóðarinnar. Það verður að snúa blaðinu við í landstjórn- inni, aðgerðaleysið er farið að reyna á okkur öll, ekki síst fyrirtækin, heimilin og unga fólkið. Eftir Guðna Ágústsson » Framsóknarstefnan snýst um öfgalaust samfélag og gróandi þjóðlíf sem tryggir öll- um sömu tækifæri og fulla at- vinnu sem er forsenda al- mennrar velferðar. Guðni Ágústsson Eru aðilar vinnumarkaðarins framsóknarmenn? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. LJÓSMÆÐUR fóru í sitt fyrsta verkfall frá upphafi nú í byrjun sept- ember og annað verkfall skall á um það bil viku seinna þegar ekkert hafði þokast í samningaátt. Fjármálaráðherra sagði á Alþingi að hann vonaðist til að ekki þyrfti að fara í hart í deilunni en hefur nú sýnt annað í verki með því að stefna Ljósmæðrafélaginu fyrir félagsdóm vegna fjöldauppsagna. Formaður Ljósmæðrafélagsins hef- ur á hinn bóginn sagt að ljósmæður hafi sagt upp á sama tíma vegna mik- illar reiði sem braust út í kjölfar um- mæla formanns samninganefndar ríkisins sem sagði nefndina ekki hafa skipt um skoðun á störfum ljósmæðra frá árinu 1962. Staðreyndir máls- ins eru nokkuð ljós- ar. Að und- anskildum dýralæknum upp- fyllir engin há- skólastétt jafn mikl- ar menntunarkröfur og ljósmæður til að geta starfað við fag sitt. Samt eru ljós- mæður í 7. neðsta sæti meðal 24 BHM félaga í launa- setningu. Til að fá nám metið að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir með sambærilega menntun hjá ríkinu þurfa meðalgrunnlaun ljósmæðra að hækka um 24–25%. Þetta er því einungis leiðrétting á því misrétti sem ljósmæður hafa þurft að búa við í fjölda ára. Kostnaður við slíka launaleiðréttingu mun kosta ríkið um 10 milljónir á mánuði. Af einhverjum ástæðum telur rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar það réttlætanlegri útgjöld að eyða hundrað milljónum í her- æfinguna Norður-Víking en að leið- rétta kjör ljósmæðra. Störf ljós- mæðra spara þegar betur er að gáð gríðarmiklar fjárhæðir fyrir rík- isvaldið. Yfirseta ljósmæðra, heima- þjónusta og aðhlynning við fæðandi konur með styttingu sængurlegu spara ríkissjóði miklar upphæðir, fyrir utan að tryggja mæðravernd á heimsmælikvarða. Að auki má nefna að samkvæmt bjartsýnustu spám munu um 44% stéttarinnar fara á eftirlaun á næstu 10 árum. Því stefn- ir í fullkomið óefni ef svo heldur fram sem horfir. Þegar núverandi rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar var mynduð var sam- þykktur stjórnarsáttmáli þar sem sagt var að „endurmeta beri sér- staklega kjör kvenna hjá hinu op- inbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.“ Í stað þess að efna þessi loforð hefur fjármálaráðherra kastað stríðshanska með málsókn sinni. Þó að allir þeir þingmenn sem hafa tjáð sig um málið segist hafa „skilning“ eða „samúð“ með því að leiðrétta þurfi kjör ljósmæðra nær sá skiln- ingur greinilega ekki nægilega langt til að framkvæma. En nú þurfa stjórnvöld að standa sig og reisa merki í verki. Eftir Katrínu Jakobsdóttur » Í stað þess að efna þessi loforð hefur fjármálaráðherra kast- að stríðshanska með málsókn sinni. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Ljósmæður lögsóttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.