Morgunblaðið - 13.09.2008, Page 9

Morgunblaðið - 13.09.2008, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 9 FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is AÐGERÐIR lögreglunnar hjá hælis- leitendum á Reykjanesi á fimmtudag hafa vakið hörð viðbrögð hælisleit- enda og mótmæltu þeir aðgerðunum fyrir framan lögreglustöðina í Kefla- vík í gær. Mótmælin fóru friðsamlega fram. Meðal mótmælenda er Farzad Rahmanian, hælisleitandi frá Íran sem dvalið hefur hérlendis í tæp þrjú ár. Segir hann þær til þess fallnar að gera hælisleitendur tortryggilega í augum almennings. Auk þess telur hann gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna lögreglan tók peninga af fólki í húsleitinni. „Ég lenti í húsleit árið 2006 en þá voru ekki neinir peningar teknir af fólki,“ segir hann „Við gerðum engar athugasemdir við húsleitina þá, en hvers vegna var tekið upp á að hirða peningana af okkur að þessu sinni? Og til hvers voru þeir með fíkniefna- hund hér í leit að efnum? Ég veit ekki hvað lögreglan var að hugsa. Erum við óvinir í þeirra augum eða hryðju- verkamenn? Þeir komu hingað með valdi og virðingarleysi og settu síðan allt í fjölmiðla og brugðu þannig upp mynd af okkur sem óvinum eða hryðjuverkamönnum. Ef einhvern okkar langar nú í göngutúr í Keflavík, þá verða borin kennsl á okkur og bent á okkur. Það er af þessum ástæðum sem við mótmælum aðgerðunum á fimmtudaginn. Ég bendi líka á að það er rangt hjá lögreglunni að hún hafi tekið 1,6 milljónir króna í húsleitinni því hún tók 480 þúsund krónur.“ Rahmanian segir ennfremur að enginn hælisleitandi hafi fengið að sjá húsleitarheimildir lögreglunnar. Margra daga undirbúningur Jóhann R. Benediktsson lögreglu- stjóri á Suðurnesjum bendir á að að- gerðirnar hafi farið fram í einu og öllu samkvæmt lögum og margra daga vinna hafi farið í að undirbúa aðgerð- ina með tilliti til réttinda hælisleit- enda. Bæði lögmaður fyrir hælisleit- endurna og túlkur hafi verið á staðnum. Þá sé það misskilningur að aðeins hafi verið teknar 480 þúsund krónur í aðgerðinni. Í húsleitarheim- ild hafi verið heimild til að leita að peningum, fíkniefnum og gögnum. Um fíkniefnaþáttinn segir hann að uppi hafi verið grunur um að fíkniefni kynnu að vera í fórum einhverra, því áður hafi fíkniefni fundist í svona að- gerð. Ekkert fannst þó að þessu sinni. Jóhann segir að eftir aðgerðirnar hafi einn hælisleitandi óskað eftir að fá að fara strax úr landi. Slíkt sé varla hægt að túlka öðruvísi en svo að við- komandi hafi verið hér á fölskum for- sendum. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er ákveðið mynstur í þess- ari flóru, hérlendis sem annars stað- ar,“ segir hann. „Því miður er það þannig að sumir í hópi hælisleitanda á hverjum tíma eru hér á fölskum for- sendum. En það er fjarri lagi að slíkt gildi um alla.“ Haukur Guðmundsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að í að- gerðunum hafi safnast gögn sem muni varpa ljósi á aðstæður rúmlega 10 hælisleitenda. Hann býst við að ýmsum haldlögðum munum, þar á meðal peningum, verði skilað aftur til hælisleitenda. Útlendingastofnun mun hins vegar taka fyrir mál þeirra hælisleitenda sem fúlgur fjár fundust hjá, og tjá þeim að frá og með 12. september sé Útlendingastofnun hætt að greiða fyrir þá uppihald. Þeir geti gert það sjálfir. Kostnaður verði dreginn af hinum haldlögðu pening- um. „Þegar um er að ræða verulegar fjárhæðir hjá fólki kviknar auðvitað grunur um að það séu í gangi skrítnir hlutir sem þarf að rannsaka. Í þessum haldlagningum felst ekki að það sé verið að svipta fólk sínu fé. Lagt er hald á peninga meðan verið er að rannsaka málið. Skilja ekkert í fram- göngu lögreglunnar Morgunblðið/Hilmar Bragi Mótmæla Hælisleitendurnir og stuðningsmenn þeirra voru með gjallarhorn við lögreglustöðina. Hælisleitendur óttast stimplun samfélagsins eftir víðtæka húsleit á fimmtudag og efndu til mótmæla við lögreglustöð Í HNOTSKURN »Útlendingamál þetta erfyrsta málið sem kemst í hámæli eftir að hið umdeilda mál Pauls Ramsesar var til umfjöllunar í fjölmiðlum og varð tilefni mótmæla við dómsmálaráðuneytið í júlí. »Mál útlendinganna aðþessu sinni verða rann- sökuð og ekki ósennilegt að hlutum og peningum verði skilað til eigenda sinna. Þeir sem voru með fúlgur geta þó ekki vænst þess að fullu. ÞAÐ er sérkennilegt að hér hafa verið einstaklingar í hælismeðferð sem hafa fengið húsnæði og fæði greitt af Útlendingastofnun svo nemur hundruðum þúsunda króna – en svo kemur í ljós að þeir eru með dvalarleyfi í Evrópusambands- landi og með hundruð þúsunda króna á sér í reiðufé,“ segir Haukur Guðmundsson forstjóri Útlendinga- stofnunar. Í útlendingalögum segir að heim- ilt sé að veita hælisleitanda bráða- birgðadvalarleyfi þar til ákvörðun hefur verið tekin um hælisumsókn- ina. Einnig er heimilt, að beiðni út- lendings sem hefur fengið end- anlega hælissynjun eða dvalarleyfi sem kemur ekki til framkvæmda að svo stöddu, að veita honum bráða- birgðadvalarleyfi þar til synjunin kemur til framkvæmda. Með mikið reiðufé á sér Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Buxna - og pilsdragtir. Bolir, toppar, buxur o.fl. Ný sending Ný sending af peysum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið í dag: Bæjarlind 10-16, Eddufell 10-14. verð frá kr. 3900.- Heilar og hnepptar             Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar býður nú ferð á jóla- markaðinn í Lübeck. Flogið er til Kaup- mannahafnar og gist á orlofsdvalarstaðnum Damp við Eystrasaltsströnd Þýzkalands. Þar er ýmis afþreying í boði, sjávarsundlaug, hitabeltissundstaður og dansstaður, aukmatsölustaða, smáverslana og matvöruverslunar. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF., BORGARTÚNI 34 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 511 1515, www.gjtravel.is • outgoing@gjtravel.is Verð á mann: 75.700,- Innifalið í verði er flug, flugvallaskattar, gisting í tveggjamanna stúdíó-íbúð á Damp og allur akstur samkvæmt lýsingu. Verð miðast við gengi og forsendur 12. september og 30 manna hóp. Jólamarkaðsferð til Lübeck 5.–9. desember 2008 Mb l. 10 46 33 7 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.