Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Valdi afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman og hvað þú varst alltaf góður við mig. Ég man svo vel þegar við sát- um saman í sófanum hjá ömmu og horfðum á mynd, borðuðum pönnukökur og töluðum saman um hitt og þetta. Ég mun alltaf elska þig. Þín Saga. HINSTA KVEÐJA ✝ Valdimar Reyn-ir Björnsson fæddist á Sjúkra- húsinu á Sauð- árkróki 15. októ- ber 1951. Hann lést á Borgarspít- alanum 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þur- íður Jónsdóttir og Björn Sigtryggsson á Framnesi. Systk- ini Valdimars eru Sigtryggur Jón, Broddi Skagfjörð, Sigurður Hreinn, Sigurlaug Una, Helga Björk, Gísli Víðir og Ingi- mar Birgir. Lengst af sinni ævi sinnti hann bú- störfum á Fram- nesi en síðustu ár- in dvaldi hann á sambýli fatlaðra, Fellstúni 19 á Sauðárkróki. Valdimar verður jarðsunginn frá Flugumýrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. „Sannleikurinn er ekki í bókum og ekki einu sinni góðum bókum, heldur mönnum sem hafa gott hjartalag.“ (Halldór Laxness, Alþýðubókin.) Við sem þekktum Valda vitum að hann hafði gott hjartalag. Hvort hjartað var á „réttum“ stað er svo allt annað mál því fötlun hans var slík að ekki vitum við hvort öll líf- færin voru þar sem þau venjulega eru. Okkur þótti öllum svo óskap- lega vænt um Valda (og honum um okkur), þrátt fyrir að hann hafi sagt okkur öllum, trúlega í hvert skipti sem við hittum hann, að við værum apar, pelabörn, ekkert skyld honum og ættum að fara út að bíta gras, svo fátt eitt sé nefnt. „Komið til mín, allir þér sem erf- iði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ (Matteus 11:28) Margt hefur farið í gegnum huga okkar síðan Valdi fékk hvíldina. Hann var ekki skapaður eins og við flest og þurfti að búa við það alla ævi. Hann talaði sitt eigið tungumál en gat með ótrúlega fáum orðum haldið uppi hrókasamræðum. Þrátt fyrir fötlun sína var hann algjör meistari í mannlegum samskiptum og þar af leiðandi mjög vinamargur. Hann hafði skap en alltaf var gam- an og mikil tilhlökkun að hitta hann. Um leið og við vottum öllu fólkinu hans Valda samúð langar okkur að þakka þeim. Þakka þeim fyrir margar ótrúlegar kennslustundir í framkomu og mannvirðingu. Sá sess sem Valdi hafði innan fjöl- skyldunnar er henni allri til sóma. Hann Valdi var sameiningartákn fjölskyldunnar. Nú þurfa aðrir að taka við þeim kyndli. Með söknuð í hjarta kveðjum við Valda frænda. Við þökkum fyrir minningarnar sem við eigum og vit- um að við vorum heppin að eiga hann. Harpa Rós og fjölskylda Hveragerði. Því er nú þannig farið, að á hverj- um tíma eigum við hvert og eitt okkar ákveðinn hóp samferða- manna; vini, ættingja og fjölskyldu. Þú, Valdi minn, varst einn af mínum samferðamönnum og skipaðir stór- an sess í lífi mínu og minnar fjöl- skyldu. Þú opnaðir augu mín og víkkaðir skilning minn á svo marg- an hátt, án þess að gera þér endi- lega grein fyrir því. Þú kenndir mér að þrátt fyrir fötlun þína varst þú fyrst og fremst manneskja með vonir, langanir og drauma. Mann- eskja sem hafði síst minna fram að færa heldur en hver annar í sam- félaginu. Ég hitti þig fyrst fyrir rúmum 25 árum þegar ég kom með Sigrúnu í mína fyrstu heimsókn til tilvonandi tengdaforeldra minna sem þá bjuggu ásamt þér og foreldrum þín- um undir sama þaki. Þú sýndir mér strax áhuga og vinsemd, í fyrstu átti ég í dálitlum örðugleikum með að skilja orð þín þar sem fötlun þín gerði þér erfitt um mál en með þínu einstaka fasi og eigin máli tókst þér alltaf að koma því til skila sem þér lá á hjarta. Síðar með tíðum heim- sóknum og meiri samveru af ýms- um tilefnum lærði ég smátt og smátt mál þitt og við spjölluðum um allt milli himins og jarðar og gerð- um góðlátlegt grín hver að öðrum. Við áttum oft heitar samræður um pólitík, en þú hafðir mikinn áhuga á því málefni og fylgdist vel með mönnum og málefnum á þeim vett- vangi. Þú hafðir ánægju af samskiptum og varst ávallt í góðum tengslum við þá sem þér voru kærir og fylgdist vel með atburðum í lífi þess fólks. Það voru ófá símtölin sem við átt- um og skiptumst á fréttum ef ein- hverjar voru og þó svo að engar væru fréttirnar skipti það engu máli. Það var alltaf eitthvað til að spjalla um og við höfðum allavega heyrt hvor í öðrum og vissum að ekkert amaði að og það var alveg nóg, við þurftum ekkert sérstakt til- efni til að tala saman. Þannig var því eflaust farið með fleiri vini þína. Þú tókst á við lífið og tilveruna og allar þær hindranir og takmarkanir sem urðu á vegi þínum með æðru- leysi þó vissulega hafi sumir atburð- ir í lífi þínu verið erfiðari en aðrir. Einn af þínum draumum var að flytja í eigið húsnæði en þér fannst með öllu óskiljanlegt hversu langan tíma það tók að koma upp húsinu sem til stóð að þú flyttir í. Þennan draum náðir þú ekki að upplifa en þar hefðir þú eflaust notið þín vel. Ég mun minnast þín sem góðs vinar, vinar sem hafði svo mikið fram að færa, manneskju sem ég var svo heppinn að fá að eiga sam- leið með. Ég mun sakna þeirra stunda er við tókum spjall saman í gamni og alvöru, ég mun sakna hlýjunnar sem þú sýndir mér og mínum og ég á eftir að sakna hlát- raskallanna í þér þegar þér tókst að snúa á mig þegar við „rökræddum“ ákaft um menn og málefni. Þó svo að þú sért ekki lengur með okkur þá ert þú síður en svo gleymdur, minning þín lifir í hugum okkar og eflaust eigum við eftir að nota þín sérstöku hugtök um menn og málefni á meðan okkar nýtur við. Steindór Gunnar Magnússon (Gunni Magg). Síðustu viku hef ég upplifað dep- urð og söknuð en á sama tíma fund- ið fyrir þakkalæti. Þakklæti fyrir það að hafa notið þeirra forréttinda að eiga Valda að, sem góðan föð- urbróður og vin svo lengi sem ég man eftir mér. Þakklát fyrir allt það sem hann kenndi mér og það vega- nesti sem hann gaf mér út í lífið. Ég er sömuleiðis þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eyða með hon- um tíma síðustu dagana, finna kær- leika hans og umhyggju og fá að kveðja hann í hinsta sinn á sjúkra- húsinu. Á stundum sem þessum leita á hugann ótal minningar. Minningar frá æskuárunum á Framnesi og minningar um ljúfar samverustundir og ófá símtöl eftir að ég er orðin fullorðin og farin að heiman. Frá því ég man eftir mér hefur Valdi skipað stóran sess í lífi mínu. Þegar ég var lítil passaði hann mig og okkur systkinin, huggaði okkur og lék við okkur. Þegar við urðum eldri og fórum í skóla var Valdi ennþá heima, því á þeim tíma var ekki gert ráð fyrir að allir hefðu sama rétt til skólagöngu. En við systur vorum duglegar að sníkja skólabækur handa Valda. Síðan sát- um við saman, reiknuðum og æfðum skrift. Þegar ég varð unglingur deildum við sameiginlegum áhuga- málum, við hlustuðum mikið á tón- list og fylgdumst með því sem var að gerast hjá ríka og fræga fólkinu í blöðunum. Við ræddum oft saman um líðan okkar og tilfinningar og sem ung- lingur skynjaði ég hversu meðvit- aður Valdi var um fötlun sína og þær hindranir sem urðu á vegi hans í samfélaginu. Hann átti drauma, hafði langanir og þrár rétt eins og aðrir ungir menn á hans aldri. Stundum varð hann dapur yfir hlut- skipti sínu og kaus þá að fá að vera í friði uppi í stofu hjá afa og ömmu. Stundum fannst okkur hann ósann- gjarn þegar hann rak okkur krakk- ana í burtu og vildi ekki tala við okkur en í dag skil ég viðbrögð hans því við eigum öll okkar slæmu daga og eigum rétt á því. Valda var alla tíð umhugað um fjölskyldu sína og vini, hann fylgdist vel með því hvernig við höfðum það og bar okkur fréttir af öðrum í fjöl- skyldunni. Ég man hvað það gladdi mig þeg- ar ég kom heim með Gunnar í fyrsta skipti að strax tókst með þeim góð vinátta. Ég held ég hafi haft meiri áhyggjur af því hvernig Valda litist á Gunnar heldur en hvaða skoðun foreldrar mínir hefðu á tilvonandi tengdasyni sínum. Valdi var einnig dætrum mínum góður afabróðir og skipaði stóran sess í tilveru þeirra. Síðasta áratug hefur Valdi dvalið hér í Reykjavík, hjá Sillu systur sinni bæði um jól og í sumarfríum. Þar fannst honum gott að vera og hlakkaði ávallt til að koma. Þessar heimsóknir gáfu okkur tækifæri til að hittast oftar. Valdi var sterkur persónuleiki, félagslyndur, mikill húmoristi og átti auðvelt með að mynda tengsl við fólk. Ég held að hann hafi oft haft áhrif á gildismat og lífsskoð- anir samferðamanna sinna þó svo hann gerði sér ekki endilega grein fyrir því sjálfur né hefði það að sér- stöku markmiði í lífinu. Það er sárt að kveðja en minning um elskulegan frænda og vin mun lifa með mér og fjölskyldu minni alla tíð. Sigrún Broddadóttir. Kæri vinur minn, þegar hringt var í mig þar sem ég var staddur erlendis og sagt að þú værir farinn frá okkur kom upp mikill söknuður. Þetta var eitthvað svo víðs fjarri þeirri hugsun sem bjó í mér á þess- ari stundu. Gleðitilfinningin eftir vel heppnað sumar var enn í huga mér og allar þær skemmtilegu setningar sem þú kastaðir á mig við hvert tækifæri. Þegar ég lauk samtalinu settist ég niður og leit til baka yfir allar þær góðu stundir sem við átt- um saman og geymdar verða í minningabankanum. Ég man ég hitti þig fyrst þegar ég kom í sumarbúðirnar á Löngu- mýri sumarið 2001 með litlu systur mína þar sem við áttum að dvelja í eina viku. Eftir þessa viku eignaðist ég nýja sýn á lífið eftir að hafa smit- ast af lífsgleði og þrautseigju þinni. Árið eftir fluttist ég svo á Sauð- árkrók og byrjaði að sækja um- ræðuhópa Átaks þar sem þú varst þátttakandi öðru hverju. Síðan þá varð ekki aftur snúið og leiðir okkar lágu reglulega saman á ýmsum sviðum og oft fékk ég skot frá þér um það að ég væri annaðhvort of seinn, þar sem þú bentir á klukk- una, eða þá að ég væri api. Var það þegar ég lét eitthvað óvarlega frá mér sem stóðst ekki rétta og skyn- samlega hugsun. Í sumar sem leið áttum við margar góðar stundir saman þar sem þú ákvaðst að vera með okkur á Löngumýri eftir langt frí ásamt því að þú komst með okk- ur í Vestfjarðavíking. Þessir síðustu samverutímar okkar munu alltaf fylgja mér. Með þrautseigju þinni, bjartsýni, glettni og miklum húmor tókst þér að sannfæra mig um hvað það er í raun og veru sem fær okk- ur til að smæla framan í heiminn og gefur lífinu gildi. Með smitandi stríðnishlátri náðir þú að fá mann til að brosa og skemmta sér í amstri hverdagsleikans en með þrautseigj- unni sýndir þú hvað þarf til að stefna hátt í lífinu þrátt fyrir alla erfiðleika. Kæri vinur, þegar ég sit hér á heimleið eftir langferð um heiminn veit ég að allar þær stundir sem við áttum saman er eitthvað sem aldrei nokkurn tíma gleymist hversu langt sem ég er frá heimahögunum. Ég vil votta fjölskyldu þinni og vinum dýpstu samúð og ég vona að þú haldir áfram að senda okkur hinum sem eftir erum ljós lífsgleðinnar á þinn einstaka hátt. Með mikilli þökk fyrir allt og allt, minn kæri vinur. Jón Þorsteinn Sigurðsson. Elsku Valdi minn, rosa fannst mér sárt að sjá að elsku vinur minn væri farinn. Svo finnst mér líka sárt að hugsa til þess að ég heimsótti þig ekkert eftir að ég flutti suður, jú, nema einu sinni árið 2006 og það var svo gott að sjá þig. Elsku Valdi minn, þó að ég hafi ekki verið í sambandi við þig þá varstu alltaf í huga mér og áttir stóran stað í hjarta mínu, þú varst svo yndislegur maður, með stórt og gott hjarta. Ég hugsa til allra góðu stundanna okkar þegar ég kom og heimsótti þig og ég með gel í hárinu og hvað þú gast tuðað í mér hvað það væri ógeðslegt. Við gátum spjallað tímunum saman og alltaf fannst mér eins gott að vera hjá þér, Valdi, þó þú ætlaðir að giftast mér. Þú bíður bara eftir mér á himnum og við giftum okkur þar, hehe. Manstu Valdi, eftir myndinni sem var tekin af okkur í bakaríinu, mér þótti svo vænt um þessa mynd ég finn hana ekki en ég hef minn- inguna um okkar góðu tíma. Ég mun geyma þessar minningar eins og gimsteina. Elsku besti fallegi vinur minn, mér finnst svo sárt að fá aldrei að sjá þig aftur, en ég veit að þú ert kominn á betri stað og pabbi minn tekur örugglega á móti þér, þið yrð- uð sko flottir saman. Elsku Valdi, nú ætla ég að kveðja þig með þessum versum: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég vil votta öllum aðstandendum og vinum mína dýpstu samúð. Þín vinkona að eilífu. Guðrún Eva. Valdimar Reynir Björnsson Fyrir lítið barn sem bjó í einföldu húsnæði í gamla mið- bænum var það eins og að fara til kóngs- ins og drottningar- innar í höllinni að fara í veislur til Ásu og Búa í Goðalandinu. Hví- líkur ævintýraheimur á fallega heimilinu þeirra, plusssófar, marmari, postulín og framandi dýrahamir frá fjarlægum löndum vöktu aðdáun og glöddu litlu barnssálina. Mitt í öllum dýrleik- anum stóð Ása, ævinlega glæsilega til höfð og hafði töfrað fram kræs- ingar sem tilheyrðu sjálfum æv- intýrunum. Það var örugglega eitt- hvað snæfellskt við hnallþórurnar hennar Ásu þó að hún væri sjálf að norðan. Tilsvör hennar voru líka á þann veg. Elskan mín góða, þetta er ekkert – ekki einu sinni minnast á það sagði hún í hvert sinn þegar kökunum var hrósað. Svo hallaði Áslaug Jónsdóttir ✝ Áslaug Jóns-dóttir fæddist á Akureyri 3. apríl 1928. Hún lést á heimili sínu 2. sept- ember og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 12. september. hún undir flatt og horfði kankvíslega út undan sér. Ég gat á endanum veitt upp úr henni leyndarmálið á bak við súkku- laðikremið, mareng- sterturnar voru ávallt sveipaðar ein- stakri dulúð en Ásu fannst þær ekki einu sinni umræðuverðar. Ása gafst aldrei upp í leit sinni að lífsgátunni og til- ganginum með lífinu. Undir niðri var heit og sterk trú sem bar hana síðasta spölinn í þessari jarðvist umvafða ást og umhyggju ástvina hennar. Það var bæði gefandi og krefjandi að ræða við Ásu um lífið og tilveruna. Eftir hverjar samræður fann ég nýtt umhugsunarefni eða vinkil og erfið veikindi dýpkuðu hennar speki enn frekar. Samtalið endaði oft með því að hún horfði leyndardómsfull á mig og dró seiminn: „Jaaá Magga Sigga mín, svona er lífið – enginn veit sína ævina fyrr en öll er og maður veit aldrei fyrir víst hvernig fer.“ Það var hennar heimspeki og þannig hafði hún sterk áhrif á líf mitt. Hún kunni ýmislegt fyrir sér eins og sagt er og bjargaði örugg- lega lífi mínu með sínum einstöku hæfileikum og guðsgjöf þegar ég lá fárveikt smábarn í sumarbústað ömmu og afa en enginn bíll til að flytja mig á spítalann. Ég hef reglulega þakkað henni lífgjöfina og sagði henni nýlega að þessi saga yrði ein af sérstöku sögum fjölskyldunnar sem mundi flytjast milli kynslóða. Þegar ég frétti lát Ásu leitaði amma mín, ástkær tengdamóðir hennar strax á huga minn. Ég sá ömmu fyrir mér fara með kvæði Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum en í síðustu ljóðlín- unum brast yfirleitt rödd hennar yfir fegurð og sannleika orðanna: Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. Ég veit að Ása skildi þessi orð vel því leiðir okkar lágu æ meira saman síðustu ár í gleði og sorg. Við fjölskyldan gleymum aldrei ómetanlegum stuðningi Ásu, Búa og fjölskyldu þeirra í veikindum móður minnar. Mamma fékk þar mikinn styrk sem var henni ákaf- lega dýrmætur. Við systkinin og fjölskyldur okkar erum þakklát fyrir að hafa kynnst Ásu og mun- um ávallt varðveita minningu hennar. Okkar dýpstu samúðar- kveðjur til Búa og fjölskyldunnar. Fyrir hönd fjölskyldu Lillu: Margrét Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.