Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 39 ✝ HólmfríðurKristjana Grímsdóttir fædd- ist á Húsavík 24. júlí 1920. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánu- daginn 1. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Grímur Sig- urjónsson járn- smiður, f. 21. apríl 1882, d. 2. septem- ber 1955, og Jakobína Kristjáns- dóttir húsmóðir, f. 13. október 1895, d. 1. janúar 1978. Systur Hólmfríðar voru Aðalheiður (hálfsystir samfeðra), f. 12. febr- úar 1906, d. 26. júní 1970; Petr- ína, f. 14. janúar 1924; Júlíana, f. 8. júlí 1927, d. 4. maí 1960; Snæfríður, f. 9. september 1929, d. 1. júní 1971; Guðrún, f. 12. september 1931, d. 14. maí 2002; Svala, f. 17 október 1938, og Huld, f. 10. janúar 1941. Hólmfríður giftist Kára Stein- þórssyni bílstjóra, frá Veisuseli í Fnjóskadal, f. 16. júlí 1911, d. 14. febrúar 1973. Foreldrar hans voru Steinþór Jakobsson f. 29. júní 1882, d. 24. október 1912, og Helga Geirfríður Jóns- dóttir f. 24. júlí 1886, d. 1951. Börn Hólmfríðar og Kára eru: 1) Agn- ar, f. 26. febrúar 1939, maki var Helga Sigurrós Björnsdóttir, þau skildu, börn þeirra eru Hólmfríður Kristbjörg, Grímur og Björn Rúnar. 2) Sævar, f. 7. febr- úar 1941, d. 7. des- ember 1982, maki var Guðný Ósk Agnarsdóttir, börn þeirra eru Agnar Kári og Sigurlaug. 3) Helgi Þór f. 2. apríl 1963, maki er Sigríður Jóhannesdóttir, dóttir þeirra er Sylgja Rún. Barnabarnabörn Hólmfríðar eru 15 og barnabarnabarnabörn eru 2. Hólmfríður vann ýmis störf, svo sem fiskvinnslu og ræst- ingar, en þó aðallega sem mat- ráðskona á sláturhúsi KÞ og sjúkrahúsi Húsavíkur. Útför Hólmfríðar Kristjönu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég var 8 ára þegar ég fyrst fór með rútunni frá Akureyri til Húsa- víkur, til að passa yfir sumarið, yngsta prinsinn þeirra Fríðu og Kára, hann Helga Þór. Þar var tekið vel á móti mér. Hafi ég kviðið því að fara til þeirra, þá man ég það ekki, ég man bara hvað mér leið vel hjá þeim. Og sumrin urðu fleiri. Ég var tilbúin að fara þegar skóla lauk á vorin og vera þar til hann byrjaði aftur að hausti. Mér leið mjög vel hjá Fríðu og Kára og ég sótti einnig í að fara til þeirra í jólafríum sem var auðsótt mál. Fríða var mikið jólabarn og hún naut þess mjög að undirbúa jólin. Velja gjafir vandlega handa hverj- um og einum, baka allskonar smá- kökur og tertur, skreyta húsið og gera hreint svo allt ilmaði. Á Þor- láksmessukvöld skreytti Kári stof- una og enginn mátti sjá þar inn fyrr en klukkurnar hringdu inn jól- in. Segja má að jólin hjá Fríðu séu fyrirmyndin að jólahaldi mínu í dag. Eftir að ég eignaðist mína fjöl- skyldu og fór að búa var alltaf gaman þegar Fríða kom til okkar á Akureyri. Það var aldrei lognmolla í kringum Fríðu, hún sagði sína meiningu og komst maður ekkert undan því að fá skoðun hennar beint í æð. Krakkarnir okkar köll- uðu hana alltaf ömmu og var ávallt gaman fyrir þau að grípa í spil með henni þar sem allir skemmtu sér konunglega. Fríða lét sig ekki vanta á litlum sem stórum stund- um hjá okkur og var hún alltaf tilbúin að koma, dvelja hjá okkur og hjálpa til. Í eldhúsinu var Fríða á heimavelli. En heimsóknirnar lögðust af þegar heilsu hennar hrakaði. Við hjónin fórum í heim- sókn til Fríðu í Hvamm núna í ágúst og það var ljóst að haustið var komið hjá Fríðu, ekki bara sem árstíð heldur einnig í hennar lífi. Það kom því ekki mjög á óvart þegar Helgi hringdi og sagði okkur frá andláti hennar. Minningin um Fríðu mun lifa í hjarta okkar, um einstakling sem var sterkur og hlýr en þoldi ekkert væl eða aumingjaskap. Við vottum afkomendum Fríðu og öðrum aðstandendum innilega samúð. Magga Kristín Björnsdóttir og fjölskylda, Akureyri. Hólmfríður Kristjana Grímsdóttir ✝ Jóhanna Frið-riksdóttir fæddist í Nesi að Látrum í Aðalvík 10. febrúar 1914. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Ísa- fjarðar 1. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Mikka- lína Þorsteins- dóttir, f. að Borg í Skötufirði 18.8. 1892, d. 7.4. 1942 og Friðrik Geir- mundsson, f. í Efri-Miðvík í Aðalvík 25.7. 1891, d. 26 9. 1967. Þeim hjónum varð 10 barna auð- ið og var Jóhanna þeirra elst, 2 þeirra systkina eru á lífi, þau Friðrik Sigurlíni, f. 20.6. 1931 og Elísabet Anna, f. 29.9. 1934. Sonur Jóhönnu og Ingólfs f. 17.3. 1946, maki Súsanna Sig- urðardóttir, þau eiga einn son. 3) Guðmundur, f. 13.9. 1947, maki Ingibjörg S. Torfadóttir, þau eiga 2 börn saman og fyrir átti hún 2 dætur. 4) Jóna Sigur- lína, f. 19.3. 1949, maki Árni Sæ- dal Geirsson, d. 11.4. 1999, þau eiga 3 börn. 5) Elísabet María, f. 11.5. 1952, maki Rúnar Guð- mundsson, þau eiga 4.börn. 6) Sigurveig, f. 29.7. 1954. Hún á eina dóttur með Einari Guð- mundssyni og 2 syni með fyrver- andi maka, Ómari Konráðssyni. Barnabörnin eru 44 og barna- barnabörnin 4. Jóhanna giftist 15.4. 1968 Högna Sturlusyni, f. 15.4. 1919. Foreldrar hans voru Ingibjörg Bárðlína Ásgeirsdóttir, f. 23.4. 1898, d. 30.10. 1935 og Sturla Þorkelsson, f. 20.10.1889, drukknaði á mb. Nirði 12.12. 1924. Högni átti 7 börn með fyrri konu sinni Júlíönu Guðrúnu Júlíusdóttur, f. 24.7. 1921, d. 1.9. 1960 og eru 5 þeirra á lífi. Útför Jóhönnu fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Magnússonar frá Keflavík er Ingólfur Magnús Ingólfsson, f. 15.10. 1936, d. 7.8. 1997, maki Ingi- björg Ottósdóttir, þau eiga 5 börn. Jóhanna giftist 6. janúar 1944 Pálma Ólafi Guðmunds- syni, f. í Rekavík bak Látur 11.8. 1907, fórst með mb. Mumma frá Flateyri 10. október 1964. Foreldrar hans voru Ketilríður Þorkelsdóttir, f. 18.8. 1875, d. 18.11. 1925 og Guð- mundur Pálmason, f. 28.1. 1878, d. 21.2. 1951. Börn Jóhönnu og Pálma eru: 1) Mikkalína Arí, f. 8.7. 1944, maki Halldór G. Þórð- arson, þau eignuðust 5 börn og eru 3 á lífi. 2) Matthías Hrólfur, Elsku tengdamamma og amma er dáin. Það er mikil sorg, nú getum við ekki farið vestur til hennar sem var vanalegt á hverju sumri, sérstak- lega þegar hún bjó ennþá á Flateyri og síðar í Hnífsdal og Ísafirði. Það var alltaf gaman að heimsækja tengdamömmu og ömmu og við hlökkuðum alltaf til þegar við heyrðum að amma og Högni væru að koma suður. Við eigum marga dúkana málaða eftir þig amma mín og allar myndirnar sem þú tókst og sendir okkur. Þú varst búin að setja myndir af hverri fjölskyldu hverjar í sitt albúm. Það er gaman að eiga þetta eftir þig. Við minnumst þess hvað þú varst allaf létt á fæti og svo glöð og létt í lund. Þú signdir okkur í bak og fyrir þegar við kvöddumst og baðst Guð að vera með okkur. Nú er hún amma orðin engill, amma lif- ir þótt hún deyi, hún mun vera með okkur jafnvel meira en hún gat síð- ustu árin. Við biðjum Guð að taka á móti þessari góðu konu. Minningin um þig verður alltaf ljós í lífi okkar. Við „vitum“ að m.a. Pálmi mað- urinn þinn sem fórst með Mumm- anum frá Flateyri 10.10. 1964 tók á móti þér ásamt elsta syni þínum Ingólfi sem dó 7.8. 1997. Góða systir þín Þrúða og Gulli maður hennar sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri en við hliðina á henni Þrúðu ætlar amma að liggja til eilífðar á okkar jarðnesku jörð. Elsku Högni og börnin hennar; Mikka, Matti, Gummi, Jóna, Beta og Veiga, við vottum ykkur innilega samúð og öllum tengdum fjölskyld- um. Elsku amma og tengdó, hvíldu í friði. Ingibjörg Ottósdóttir, Jóhann, Magnea, Hrönn, Halldór og Ásgeir Ingólfsbörn og fjölskyldur. Elsku amma Jóa. Við systurnar viljum þakka þér fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Það var alltaf tekið vel á móti okkur heima hjá ykkar afa. Þú varst alltaf að gera handavinnu og eigum við marga fallega muni eftir þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Eins og þú kvaddir okkur kveðj- um við þig, Guð blessi þig, þínar Tinna og Anna Lóa. Þá er runnin upp sú stund að hún amma Jóa er farin til nýrra heim- kynna, farin til ættingjanna og gam- alla vina sem bíða okkar og nýrra endurfunda. Hún var lágvaxin og hafði til að bera mikinn kærleik, það var sama hvar hún kom öllum þótti strax vænt um hana. Það sem við getum lært af henni er að nota kærleikann meira og kunna að þiggja hann líka. Þegar hún kom með dolluna með molunum þá fylgdi kærleikur hverj- um mola og við þáðum með kærleik. Ég man þegar hún og afi voru að byrja að vera saman, strax var þessi góða kona orðin amma okkar. Við náðum strax mjög vel saman, hún hafði hæfileika til að skynja þarfir hvers og eins. Börnin hændust strax að henni, það var einnig mjög vinsælt að fara með ömmu á hólinn. Ég og fjölskylda mín erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari góðu konu. Elsku afi og allir hinir, Guð geymi ykkur öll. Högni Svanbergsson og fjölskylda. Það er komið að kveðjustund. Amma er dáin. Okkur finnst það skrítið að amma á Ísó sé ekki lengur hjá okkur. Við teljum okkur mjög gæfurík að hafa fengið að hafa ömmu svona lengi í lífi okkar. Þó svo að við hefðum ekki hitt hana eins oft og við vildum hafði hún svo mikil áhrif á okkur. Það er erfitt að sitja hér með blað og penna og minnast hennar. Hvar er best að byrja, minningarnar eru svo marg- ar. Við sitjum saman og hugsum til hennar með bros á vör. Fyrstu minningar okkar um ömmu eru tengdar Hnífsdal þar sem hún bjó. Við munum eftir ljúfum sumrum og húsinu hennar sem geymdi svo marga skemmtilega og framandi hluti. Við hugsum með bros á vör til garðsins þar sem amma tjaldaði og raðaði inn garðálfum. Meðal þeirra stillti hún okkur börnunum upp með djúsfernur og svo smellti hún af hinni fullkomnu mynd. Albúmin hennar eru full af þessum full- komnu myndum, ljúfum minning- um. Lítill drengur uppi við vegg handleikur lítinn bát. Lítil stúlka í sófa umkringd gömlum dúkkum, myndir af frænda að spila hand- bolta í sjónvarpinu. Albúmin eru full af öllu sem hún upplifði og mað- ur fór ekki í heimsókn til hennar án þess að skoða myndirnar hennar. Enginn fór frá ömmu án þess að fá brjóstsykur. Amma bauð boxið fullt af góðgæti og signdi svo fólkið sitt áður en kvatt var. Núna signum við hana og þökkum fyrir allt sem hún hefur gefið okkur. Hún var ljós í lífi okkar. Elsku amma Jóhanna, hér er bænin sem þú kenndir okkur og við munum enn þá. Guð blessi þig og geymi. Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær hjálp veitt á þessum degi. Vertu nú yfir og allt um kring Með eilífri blessun þinni Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum.) Þín barnabörn, Ólöf Erla, Konráð Grétar og Sævar Geir. Elsku Jóa Frænka (með stóru F- i). Því þú varst uppáhaldsfrænka okkar systranna sex á Grundarstíg 12. Það voru margar ferðirnar sem ég fór upp Kátubrekkuna og til þín í Litlaholt. Þar var alltaf gott að koma og alltaf var maður velkom- inn, þótt þú værir sjálf með fullt hús af börnum. Takk fyrir allt, elsku Jóa, við eig- um svo margar myndir og minning- ar sem við geymum. Þú varst alveg einstök kona alltaf kát og glöð, dansandi og veifandi höndum þegar þú kvaddir. Ég kveð þig eins og þú kvaddir mig alltaf, þú signdir mig og baðst svo Guð að geyma mig. Elsku Högni, frændsystkini og aðrir aðstandendur, minning um góða konu lifir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín systurdóttir Kristín Gunnlaugsdóttir. Jóhanna Friðriksdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og tengdasonur, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON fóðurfræðingur, Þinghólsbraut 22, Kópavogi, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 11. september. Útförin verður auglýst síðar. Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ingi Freyr Rafnsson, Ólöf Ólafsdóttir, Stefán Halldór Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Dagbjört Guðjónsdóttir. ✝ Yndislegur sonur okkar, bróðir og unnusti, SVERRIR FRANZ GUNNARSSON, Birtingakvísl 14, Reykjavík, lést mánudaginn 8. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Kristján Sigmundsson, Guðný Sverrisdóttir, Ari Þór Gunnarsson, Vala Hrönn Guðmundsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA RÓSA MAGNÚSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítala háskólasjúkrahúss sunnudaginn 31. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bryndís Bjarnadóttir, Sigurður Jónsson, Hulda Sigrún Bjarnadóttir, Kjartan Þór Halldórsson, Magnús Þór Bjarnason, Jón Bjarni Bjarnason, Sigrún Erna Geirsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.