Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FRAMKVÆMDIR hefjast senn við nýtt Garða- torg í Garðabæ. Bæjarstjóri ásamt bæjarfulltrú- um, leikskólabörnum og fleiri tóku fyrstu skóflu- stunguna á fimmtudag en fyrsta verk verður að grafa fyrir bílakjallara. Við torgið verða verslan- ir, þjónustufyrirtæki, menningarlíf og íbúðir. Áætlað er að fyrirtækin geti hafið starfsemi sína vorið 2010 en að framkvæmdunum ljúki með öllu seinnipart sama árs. Aukin þjónusta við Garðbæinga „Þetta er mjög spennandi,“ segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar. Með þessu verði þjónusta við Garðbæinga aukin til muna. Það húsnæði sem fyrir er verður rifið og munu nýbyggingarnar mynda hring utan um torgið. Að auki mun hús undir Hönnunarsafn Ís- lands rísa við torgið en bygging þess mun hefj- ast haustið 2009. Fyrsti áfangi miðbæjarsvæðisins var tekinn í notkun í júní sl. með nýjum verslunarkjarna við Litlatún. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt verði að því að „hjarta nýs miðbæjar verð- ur hið nýja Garðatorg, glæsilegt bæjartorg sem verður miðpunktur mannlífs og menningar í Garðabæ.“ Nýtt torg í hjarta Garðabæjar  Gamla Garðatorgið rifið og hafist handa við að byggja nýtt  Við nýtt Garðatorg mun m.a. rísa nýtt Hönnunarsafn Íslands  Áætlað að framkvæmdum ljúki seinnipart ársins 2010 Í HNOTSKURN »FasteignaþróunarfélagiðKlasi vinnur að upp- byggingunni í samvinnu við Garðabæ. »Samstarfið hófst árið2004 en áformin um nýtt Garðatorg grundvallast á samkomulagi frá árinu 2006. »Alls er um að ræða 5.500fm af nýju verslunar- húsnæði og um 72 íbúðir. »Um framkvæmdirnar sjáÍslenskir aðalverktakar hf. Aðalhönnuðir eru THG arkitektar en VST-rafteikn- ing sér um verkfræðihönn- un. Nýtt Við torgið verða m.a. verslanir en við hönnunina var lögð áhersla á hlýlegt yfirbragð. Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Þrátt fyrir niðurskurð í kvóta og fækkun starfsfólks víða í fiskvinnslu á Íslandi og að sum sjáv- arútvegsfyrirtæki hafi jafnvel lokað fiskvinnsluhúsum eru eigendur Litlalóns ehf. í Ólafsvík að stækka fiskvinnsluna sína um 575 fermetra en fiskvinnsluhúsnæðið er í dag 250 fermetrar. Litlalón er fjölskyldufyrirtæki og gerir út bátinn Egill SH. Jens Brynj- ólfsson, einn af eigendum Litlalóns, segir í samtali við Morgunblaðið að í nóvember á síðasta ári hafi fyrirtæk- ið tekið í notkun gamalt fiskvinnslu- hús í Ólafsvík til þess að verka afla Egils SH en strax hafi þeir sprengt húnæðið utan af sér og því hafi fyr- irtækið ákveðið að fara út í þessa stækkun. Jónas Kristófersson er byggingarstjóri og Loftorka sér um að reisa einingarnar. Jens segir ennfremur að allur þorskur af Agli SH fari í verkun í fiskvinnsluhúsinu. „Við höfum líka keypt á fiskmarkaðinum og við selj- um saltfiskinn í gegnum fyrirtækið Bacco.“ Langur vinnudagur „Við höfum gert tilraunir með að senda skarkola til Spánar með flugi og hefur sú tilraun lofað góðu en verðið á fiskmarkaðinum hér heima fyrir kolann er ekki hátt sem stendur í kringum 150 til 160 krónur á kílóið en það þyrfti helst að vera um 200 krónurnar,“ bætir Jens við. Eins og áður hefur komið fram er Litlalón fjölskyldufyrirtæki og eru fjórir fjölskyldumeðlimir í áhöfn Eg- ils SH ásamt þrem öðrum. „Á síð- ustu vertíð rerum við á net og þegar við vorum búnir að landa fórum við í fiskvinnsluna til þess að aðstoða starfsfólkið við að fletja fiskinn og fyrir vikið var vinnudagurinn langur og vorum við á síðustu dropunum eftir vertíðina,“ segir Jens. Að lokum segir Jens að áætlað sé að viðbyggingin verði tekin í notkun fyrir áramót og sé á áætlun að bæta við mannskap í vinnsluna. Kostnað- aráætlun við bygginguna sé um 80 milljónir. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn á framtíðina í íslenskum sjávarútvegi, nema við séum svona vitlaus,“ segir Jens og skellihlær. Bjartsýnir eða vitlausir Morgunblaðið/Alfons Uppbygging Unnið er að stækkun fiskvinnslunar Litlalóns í Ólafsvík. Eigendur Litlalóns ætla að stækka fiskvinnsluna NÝTT hringtorg gnæfir nú yfir Reykjanesbraut- ina við Arnarnesveg. Hringtorgið er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu, og er ætlunin með því að losna alfarið við umferðarljós. Hingað til hafa framkvæmdirnar sáralítil áhrif haft á umferð en búast má við því að á næstu vikum og mánuðum verði lokanir og meiri truflun. Verktakinn Suðurverk ehf. áætlaði verklok 10. júlí 2009, en nú er búist við að það verði töluvert fyrr. Hring- torgið er afar stórt enda liggur fyrir að daglega eiga 110 þúsund bílar að fara um Reykjanes- braut á þessum stað eftir nokkur ár. Morgunblaðið/Golli Hringleikahús umferðarinnar á undan áætlun EINAR K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra telur að íslenskt umhverfismerki og vottun sem nú eru í bígerð séu eitt stærsta við- fangsefni sjávarútvegsins. Hann sagði á fundi Sjávarútvegsklasa Vestfjarða í Flókalundi s.l. fimmtu- dag að öllum þyrfti að vera ljóst að slíkt merki myndi setja mönnum talsverðar skorður, að því er fram kom í Andrá, vefriti um sjávar- útveg og landbúnað. „Þetta þýðir í raun að við getum ekki tekið ákvarðanir um heildar- afla eða nýtingu okkar auðlindar, án hliðsjónar af því sem vísinda- legar ráðleggingar kveða á um,“ sagði Einar. Hann sagði að það að taka upp umhverfismerki, hvort sem það yrði íslenskt eða erlent, mundi hafa ábyrgð í för með sér. Eins mundi það setja okkur ákveðnar skorður og mörk um ýmsa þætti auðlinda- nýtingarinnar. „Við þurfum semsé að vera trú- verðugir,“ sagði ráðherrann. Ábyrgð umhverfis- merkis Vottun fylgja ákveðnar skorður ÍSLENSKIR aðalverktakar (ÍAV) steyptu í gær fyrstu undirstöðurnar að kerskála álvers Norðuráls í Helguvík. Í kerskálann fullbyggðan er áætlað að fari um 36.000 rúm- metrar af steypu og tæplega 60.000 rúmmetrar í álverið fullbyggt, að því er segir í tilkynningu. Undirbúningsframkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir frá því í mars á þessu ári. Hátt í 100 manns vinna nú við framkvæmdirnar í Helguvík. Steyptu undirstöður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.