Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LANGFLESTIR Íslendingar
flokka sorp til endurvinnslu og
þeim fjölgar sífellt. Í nýrri Capa-
cent-könnun segist 91% aðspurðra
flokka sorp, þar af um 19% alltaf
og um 37% oft. Um 35% segjast
flokka sorp stundum eða sjaldan. Í
síðustu mælingu árið 2006 sögðust
84% flokka sorp.
Í gær hleypti Þórunn Svein-
bjarnardóttir umhverfisráðherra
af stokkunum sérstakri endur-
vinnsluviku að evrópskri fyr-
irmynd þar sem kynnt verður mik-
ilvægi endurvinnslu fyrir íslenskt
samfélag. Sérstök áhersla verður
lögð á kynningu fyrir unglinga þar
sem kannanir benda til að fólk á
aldrinum 16-20 ára standi sig einna
verst í flokkun sorps.
Meðan á endurvinnsluvikunni
stendur verður lögð sérstök
áhersla á að kynna úrræði til
endurvinnslu í framhaldsskólum
landsins. Sérstakt kennsluefni fyr-
ir framhaldsskóla hefur verið unnið
í tilefni endurvinnsluvikunnar. Vef-
síða Úrvinnslusjóðs hefur verið
endurbætt með það að markmiði
að upplýsa betur um þau úrræði
sem standa til boða í hverjum
landshluta fyrir sig. Nokkur fyr-
irtæki í endurvinnslugeiranum
hafa opið hús fyrir framhaldsskóla
á síðasta degi vikunnar, föstudag-
inn 19. september.
Þetta er í fyrsta sinn sem endur-
vinnsluvika er haldin hér á landi en
hún er haldin að evrópskri fyr-
irmynd. Það er Úrvinnslusjóður
sem stendur að átakinu í samvinnu
við umhverfisráðuneyti og fleiri að-
ila.
orsi@mbl.is
Einn af hverjum tíu flokkar ekki rusl
Höfðað verður sérstaklega til
unglinga í endurvinnsluvikunni Í HNOTSKURN»Endurvinnsluvika er núhaldin í fyrsta skipti. Úr-
vinnslusjóður stendur að
átakinu í samvinnu við um-
hverfisráðuneyti, mennta-
málaráðuneyti, Gámaþjón-
ustuna, SORPU, Íslenska
gámafélagið og Endurvinnsl-
una.
»Þótt margir flokki sorpsýndi könnun í hitteð-
fyrra að einungis 22% lands-
manna skiluðu rafhlöðum til
endurnýtingar. Árið 2005
fóru því 124 tonn af raf-
hlöðum beint í ruslafötuna en
ekki til flokkunar.
» Ungt fólk stendur sigekki sem skyldi í endur-
vinnslunni og því verður
höfðað sérstaklega til þess.Morgunblaðið/Golli
Flokkun Þórunn Sveinbjarnardóttir er hún kynnti endurvinnsluvikuna.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÝMSAR getgátur eru uppi um
ástæður þess að andarnefjur hafa
haldið sig á Pollinum við Akureyri
síðustu fimm vikurnar en enginn
þorir að fullyrða neitt í þeim efnum.
Um það var þó ekki deilt í gær að
skepnurnar voru orðnar fjórar en
einungis tvær höfðu sést þegar íbúar
höfuðstaðar Norðurlands gengu til
náða í fyrrakvöld.
Fjölskylda sem blaðamaður
heyrði af í gær var á báti á Pollinum
á miðvikudagskvöldið og andarnefj-
urnar – tvær – buðu þá upp á stökk-
sýningu. Það voru svo börn úr 6.
bekk Síðuskóla, í vettvangsferð um
borð í bátnum Húna II, sem urðu
þess heiðurs aðnjótandi að sjá nýju
gestina tvo fyrst allra í gærmorgun.
Og fengu þar ágætis tækifæri til
þess að sannreyna þá gömlu speki að
tveir plús tveir eru fjórir!
Fyrir voru kýr og kálfur hennar
en ekki er enn hægt að fullyrða um
dýrin sem sáust fyrst í gær. En vel
var tekið á móti þeim; skepnurnar
héldu sig allar í hóp lengi dags í gær,
syntu í stóra hringi í grennd við at-
hafnasvæði siglingaklúbbsins
Nökkva við vestanverðan Pollinn og
komu hvað eftir annað alveg upp í
flæðarmálið, að því er virtist til þess
að skemmta áhorfendum sem voru
margir, eða þá af einskærri forvitni.
Sérfræðingur sem blaðamaður
ræddi við í gær segir óvenju mikið af
andarnefju hafa verið á grunnslóð
undanfarið, m.a. fjögur dýr á Skjálf-
anda, og rifja má upp að tvær slíkar
skepnur villtust inn í Vest-
mannaeyjahöfn í fyrra. Heimamönn-
um tókst þá að reka þær út úr höfn-
inni, en ekki er talið mögulegt að
vísa þessum akureyrsku nýbúum á
haf út, til þess er Eyjafjörðurinn of
stór.
Skv. upplýsingum blaðsins er talið
hugsanlegt að kýrin og kálfurinn
sem hingað komu fyrst hafi flúið
undan hópi háhyrninga sem kunna
að vera við norðurströndina og var í
því sambandi rifjað upp að í sumar
náðust myndir af því þegar nokkrir
háhyrningar drápu hrefnu sér til
matar á Skjálfanda. Andarnefja og
hrefna eru ámóta stórar.
Nefnt er að ástæður aukins fjölda
rekinna andarnefja við landið séu
hugsanlega sjúkdómar í stofninum
eða jafnvel hávaði af manna völdum.
Það þykir blasa við að dýrunum
hefur liðið vel á Pollinum, þau eru
lífleg og tápmikil og virðast því hafa
nóg að éta.
Andarnefjur nærast mestmegnis
á smokkfiski hvunndags en hann er
ekki að finna við Akureyri, þannig að
líklega láta þær síld duga um þessar
mundir. Fregnir hafa einmitt borist
af því að töluvert hafi veiðst af stórri
síld á stöng við Akureyri upp á síð-
kastið.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tveir plús tveir Andarnefjurnar fjórar á Pollinum við Akureyri í gær. Þar hvíldust þær en syntu í stóra hringi þess á milli og kíktu á áhorfendur í landi.
Dúettinn orðinn kvartett
Hugsanlegt að andarnefjurnar hafi flúið inn Eyjafjörð undan háhyrningavöðu
ENGAR kyrrð-
arstundir verða í
Hallgrímskirkju
á fimmtudögum
líkt og tíðkast
hefur und-
anfarna vetur.
Þegar blaðamað-
ur spurði Jó-
nönnu Björns-
dóttur,
framkvæmda-
stjóra Hallgríms-
kirkju, hverju það sætti glumdi
svarið í gegnum símtólið. „Þú ættir
að prófa að koma hingað inn. Það
er nánast orðið ólíft hérna,“ sagði
Jónanna, en viðgerðir á kirkjuturn-
inum standa yfir með tilheyrandi
múrbroti. Jónanna tók fram að allt
hefði verið gert til að halda kyrrð-
arstundum áfram. Vinnustoppið er
hins vegar of kostnaðarsamt, og án
þess er ekki hægt að bjóða upp á
kyrrð. andri@mbl.is
Kyrrðar-
stundir lagð-
ar af í vetur
Hvers konar skepna er þetta?
Andarnefja er tannhvalur; djúpsjáv-
arhvalur og heldur sig því að mestu
utan landgrunnsins en er samt sem
áður algeng sjón nálægt landi. Slíkar
skepnur rekur annað veifið á land
hér, aðallega við suðurströndina.
Það hefur gerst að meðaltali tvisvar
á ári undanfarið en athygli vekur að
ellefu dýr hefur rekið á land í ár.
Hvernig er nafnið til komið?
Andarnefjan (Hyperoodon amp-
ullatus) dregur nafn sitt af höfuðlag-
inu. Trýni skepnunnar er langt og
mjótt en ennið hátt og kúpt.
Hefur andarnefjan verið nytjuð?
Dýrið var veitt í stórum stíl á fyrri
hluta aldarinnar sem leið. Talið er að
útlendingar hafi veitt andarnefjur í
tugþúsunda tali við Ísland en dýrið
hefur verið friðað frá því á áttunda
áratugnum. Lýsi úr ennishnúð and-
arnefjunnar var eftirsótt á árum áð-
ur; það þótti gott hægðalyf en var
einnig notað í húðkrem og sem ljós-
meti eins og annað lýsi.
S&S
STANGVEIÐIMAÐUR féll í
skriðu í Steinaskarði við Stóru-
Laxá í gærmorgun. Fallið var um
4-5 metrar.
Maðurinn fót-
brotnaði og
hruflaðist við
fallið, að sögn
lögreglunnar á
Selfossi.
Björgunar-
sveitir Slysa-
varnafélagsins
Landsbjargar í
Árnessýslu
voru kallaðar út um klukkan níu í
gærmorgun vegna slyssins. Einnig
fóru undanfarar af höfuðborgar-
svæðinu með þyrlu Landhelgis-
gæslunnar á staðinn.
Björgunarsveitarmenn komu
fyrstir á vettvang og bjuggu um
hinn slasaða og fluttu hann á stað
þar sem auðvelt var að koma hon-
um um borð í þyrlu. Um klukku-
stund síðar var maðurinn kominn
um borð í þyrluna sem flutti hann á
slysadeild Landspítalans í Reykja-
vík.
Maðurinn var nokkuð slasaður,
en ekki lífshættulega. Hann gekkst
undir aðgerð í gær og var á bata-
vegi, að sögn vakthafandi læknis á
spítalanum.
Fótbrotnaði
í skriðu við
Stóru-Laxá