Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Genginn er góður maður, guði fel anda þinn. Í Breiðdalnum bjarta nú glaður þú blundar í hinsta sinn. Kæri Jón, þakka þér fyrir alla hjálp, ástúð og hlýju sem þú varst svo óspar á. Elsku Hlíbba, Guðný Elín, Sigurjón og aðrir aðstand- endur, guð styrki ykkur í sorginni. Daðey Þóra og Ólöf Vala. HINSTA KVEÐJA ✝ Jón Snær Sig-urjónsson fædd- ist í Snæhvammi í Breiðdal 22. mars 1929 og ólst þar upp. Hann lést á Landakoti 1. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Jóns- son bóndi í Snæ- hvammi í Breiðdal, f. 29. janúar 1896, d. 10. nóvember 1981, og Oddný Elín Vigfúsdóttir hús- freyja, f. 9. janúar 1899, d. 29. janúar 1971. Systkinin voru fimm: Þórður Sigfús, f. 20. des- ember 1927, d. 13. nóvember 1986, Jón Snær, sem hér er minnst, Sigurbjörg Áslaug, f. 23. ágúst 1930, d. 20. mars 2001, Sol- veig Guðlaug, f. 2. sept. 1932, og Oddný Edda, f. 28. maí 1939, d. 5. nóvember 2000. Eiginkona Jóns er Hlíf Þ. Jóns- dóttir húsfreyja frá Þorvalds- stöðum í Breiðdal, f. 26. júní 1924. Foreldrar hennar voru Jón Björgólfsson bóndi á Þorvalds- stöðum í Breiðdal, f. 5. mars 1881, d. 10. maí 1960, og Guðný Jónasdóttir húsfreyja, f. 30. októ- ber 1891, d. 7. janúar 1956. Börn þeirra Jóns og Hlíf- ar eru tvö: 1) Sig- urjón, f. 12. janúar 1956, sambýliskona Helga Ágústína Lúðvíksdóttir. Fyrir á hann tvær dætur, Ingibjörgu Guð- laugu, f. 26. maí 1980, maki Jón Garðar Stein- grímsson, og Ólav- íu, f. 9. apríl 1983, maki Alejandro Ari- as. 2) Guðný Elín, f. 31. desember 1958, gift Reyni Loftssyni. Sonur Reyn- is frá fyrra hjónabandi er Jón Viðar, f. 18. október 1987. Saman eiga þau dæturnar Hlíf Ágústu, f. 9. desember 1991, og Jónu Snæ- dísi, f. 16. desember 1994. Jón Snær var mestan hluta ævi sinnar til sjós. Hann var starfs- maður Landhelgisgæslunnar frá árinu 1958, fyrst á varðskipum, síðan sem vaktmaður í landi. Jóns Snæs var minnst í Sel- tjarnarneskirkju þriðjudaginn 9. september. Útför Jóns Snæs verður gerð frá Heydalakirkju í Breiðdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Þorvalds- stöðum. Afi var einstakur maður. Hann var góður, yfirvegaður og skemmti- lega stríðinn á stundum. Alltaf var afi til í að ræða málin hvort sem það var um heimsmálin, bókmennt- ir eða hvað sem er. Þegar vel lá á honum gátum við jafnvel dregið upp úr honum ævintýralegar sögur af ferðalögum hans um heiminn. Það sem einkenndi afa var hið lúmska en góðlátlega glott í aug- unum. Hann var einstakur húm- oristi þó hann væri ekki alltaf að flagga því. Við erum þakklátar fyrir að hafa átt svona góðan afa. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ólafía og Ingibjörg Guðlaug. Mín sorg er of þung til að syngja’ hana burt með sælunni af liðnum árum. Hver er nú ævin mín – hvern get ég spurt? – Himinninn þyngist af tárum – Mældu sviðann í sárum, sorgina í tárum. Sorgina í beiskum tárum. (Brot úr Niflungaljóðum.) Elsku afi. Þú varst alltaf góður afi, með gott hjarta og mjög vinnusamur. Þín verður sárt saknað. Allar þær góðu stundir sem þú hefur gefið okkur munum við alltaf eiga í hjört- um okkar. Við biðjum góðan guð að hjálpa ömmu við missinn. Hlíf Ágústa, Jóna Snædís og Jón Viðar Reynisbörn Elsku frændi. Þegar ég heimsótti þig fyrst á spítalann nú í sumar hafði ég ekki trúað því að þú myndir kveðja svona fljótt. Þótt veikindi þín hafi verið greinileg þá varstu svo já- kvæður og bjartsýnn á að þú værir á leiðinni heim. Það var jú það sem þú stefndir að og ég hafði trú á því með þér, en svo fór sem fór, þú fórst til annarra heima. Í heimsóknum mínum til þín und- anfarna mánuði gátum við rætt um allt á milli himins og jarðar, gamla tíma í Snæhvammi og hversu mikið allt hefði breyst undanfarna ára- tugi. Þessar heimsóknir gáfu mér mikið og sú hlýja og góða nærvera sem þú hafðir til að bera hefði glatt hvern sem er. Við veltum því líka fyrir okkur hvort væntanlegur erf- ingi minn ætlaði ekkert að láta sjá sig sem hann svo gerði nokkrum dögum fyrir andlát þitt. Þið náðuð ekki að hittast en ég segi honum frá þér seinna. Ég kveð þig kæri frændi með einu af mínum uppáhaldsljóðum. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku Hlíf og aðrir aðstandendur, ykkur votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði elsku frændi og skil- aðu kveðju til afa. Þín frænka, Katrín Heiða. Þegar ég var lítil stelpa og fór í fyrsta skipti til Reykjavíkur þá gist- um við hjá Jóni og Hlíf á Unn- arbrautinni. Mér er það minnisstætt hversu gaman Jóni þótti að fá okkur í heimsókn og hann vildi keyra okk- ur um borgina, mamma vildi nú ekki láta hafa of mikið fyrir sér en hann tók ekki annað í mál en að skutla okkur þangað sem mamma þurfti að fara með okkur og taka nokkra aukahringi svo sem að kaupa ís og gera eitthvað sem gæti glatt okkur. Þó ég væri ekki gömul í þessari fyrstu heimsókn minni sem ég man eftir hjá þeim Jóni og Hlíf, þá skynjaði ég hversu vænt þeim systkinunum mömmu og Jóni þótti hvoru um annað og hvað þau vildu hvort öðru vel. Í gegnum árin hitti ég Jón móðurbróður minn kannski ekki oft en þegar við hittumst tókst honum alltaf að sýna mér hversu gaman honum þætti að hitta mig, frá honum stafaði hlýja og góð- mennska sem var svo gott að finna fyrir. Í minningu minni um Jón er hann stór, snyrtilegur, rólegur, hlýlegur og góður. Ég sé hann koma á móti mér og rétta mér höndina sína og ég finn fyrir þessari óendalegu góð- mennsku og áhuga á því að mér gangi vel. Þetta er góð minning. Elsku Hlíf, Sigurjón, Guðný, Solla og fjölskyldur, ég sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Brynja Baldursdóttir. Við viljum með nokkrum orðum minnast Jóns Snæs og þakka hon- um fyrir allt það sem hann var okk- ur. Það var mikil virðing sem við bárum fyrir þessum hávaxna og myndarlega manni. Okkur var allt- af vel til vina og gátum ætíð notið samverustundanna. Við áttum margar góðar stundir sem verða geymdar í minningunni um þennan góða vin okkar. Jón Snær hafði lent í slysi og misst nánast alla fingur á annarri hendi en það aftraði honum ekki frá því að sinna hinum ýmsu störfum. Hann var liðtækur við flest það sem hann tók sér fyrir hendur og í seinni tíð fann hann sig í bókbandi og átti það hug hans all- an. Það var gaman að sjá hvað hann naut þess að gera upp og end- urnýja gamlar bækur sem voru illa farnar. Einnig var hann mjög dug- legur við að keyra og ófáar voru ferðirnar með þá sem leituðu húsa- skjóls og nutu gestrisni þeirra hjóna á Unnarbrautinni. Ég hef alltaf litið á þau Jón og Hlíf sem mína „aðra foreldra“ enda gengið þarna út og inn eins og um mitt heimili sé að ræða, sem og fjöl- skylda mín sem alltaf hefur átt af- drep hjá Jóni og Hlíf. Það var góð stund föstudaginn 29. ágúst sl. er við nafnar áttum saman og ræddum mikið um Breið- dalinn sem ætíð átti stóran stað í huga þínum og þú sagðir mér sögur af þér þegar þú varst ungur dreng- ur að vinna hin ýmsu störf þar. Það var létt yfir þér þegar þú talaðir um Breiðdalinn og þín uppvaxtarár þar. Þér var annt um að þar væri uppgangur svo dalurinn og víkin væru í blóma. Sár er söknuður okk- ar sem áttum þig að en við vitum að minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Elsku Jón Snær, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Hlíf Þ., sem fátt virðist buga, við munum ætíð standa þér við hlið, Sigurjón, Helga, Guðný El- ín, Reynir og fjölskyldur, okkar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Jón, Stefanía, Hlíf Þórbjörg, Hildur Björg og Hrannar Bogi. Jón Snær var maður Hlífar, móð- ursystur minnar, og það er nánast ekki hægt að tala um annað þeirra án þess að geta hins, því svo sam- stiga hafa þau verið í gegnum lífið. Þau Jón og Hlíf hafa verið mér sem aðrir foreldrar frá því ég man eftir mér og þeirra heimili alltaf verið sem mitt annað heimili þar sem kærleikur og væntumþykja hefur ávallt ráðið ríkjum. Þangað hef ég oft leitað í gegnum tíðina eftir stuðningi eða bara til að fá þessa notalegu hlýju sem ávallt var veitt skilyrðislaust. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að og ekki sjálf- gefið þó að um ættingja sé að ræða og fæ ég það seint fullþakkað fyrir bæði mig og mína. Mín fyrsta minning um Jón var frá því ég var 3-4 ára og hann einn daginn birtist uppi á Skaga með nýjan, fínan dúkkuvagn sem hann dró uppúr sjópoka og færði mér, þvílík hamingja. Jón Snær var hlýr og notalegur maður sem fannst gaman að gant- ast í okkur krökkunum og stríða góðlátlega en einnig að uppfræða okkur um ýmislegt nytsamlegt, hann var vel lesinn og alltaf með bækur í takinu og síðustu árin hef- ur hann einnig verið að binda inn bækur. Jón var sjómaður og vann á varðskipunum þar til hann slasaðist og missti alla fingur annarrar hand- ar, ég man eftir að hafa komið til hans á Landspítalann þegar búið var að græða höndina við bringuna á honum til að ná holdi og skinni til að loka sárinu og svo var búið til grip með því að taka bein úr lær- leggnum og græða á höndina. Hann náði ótrúlegri handlagni þrátt fyrir þessa fötlun og málaði t.d. í auka- vinnu hús, bæði utan og innan og það upp á margar hæðir. Eftir slys- ið vann hann sem vaktmaður hjá gæslunni þar til hann hætti vegna aldurs. Jón og Hlíf hafa aldrei búið í stórri íbúð, á Melabrautinni bjuggu þau í tveggja herbergja íbúð en þar var alltaf nóg pláss og ég man aldr- ei eftir þrengslum, trúlega vegna þess að manni leið svo vel hjá þeim að maður leiddi aldrei hugann að því að það væri þröngt, þó var allt- af stanslaus gestagangur allan árs- ins hring hjá þeim, bæði af vinum og ættingjum og þá sérstaklega Austfirðingum sem voru til lækn- inga eða í öðrum erindagjörðum og skólafólki í námi. Þegar þau fluttu á Unnarbrautina varð rýmra, þó er sú íbúð nú ekki stór. Alltaf var pláss fyrir ættingja og vini til að sofa og matur á borðum eins og hver vildi. Þetta hlýtur í gegnum tíðina að hafa verið þungur „rekst- ur“ á heimili því þetta var nánast eins og hótel. Alltaf fannst manni þó á þeim að fólk gerði þeim sér- stakan greiða með því að vera hjá þeim og aldrei kvörtuðu frænsystk- ini mín, Guðný Elín og Sigurjón, bróðir hennar, yfir því að þurfa ætíð að ganga úr rúmum sínum fyr- ir gesti og gangandi og ég leyfi mér að fullyrða að mörg árin voru þann- ig að nafna mín svaf færri nætur í sínu rúmi en ekki. Ég veit að ég tala fyrir munn bæði systra minna, barna minna og annarra frændsystkina þegar ég þakka Jóni Snæ það að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur þegar við höfum þurft á að halda og vott- um við hjónin Hlíf, Guðnýju, Reyni og börnum, Sigurjóni, Helgu og dætrum innilega samúð. Guðný Jóna Ólafsdóttir. Undir tignarlegum fjöllum, hverra fegurð er einstök, þar sem hafaldan niðar við sanda en brim- strókar brotna á klettum og hamra- víkum ef hafið er í ham, óx úr grasi Jón Snær sem við nú kveðjum. Maður sem verður sárt saknað af ótal mörgum. Maðurinn sem fyrst kom í hug- ann ef mann vantaði ráð eða hjálp, hann var ætíð að finna á heimili Jóns og Hlífar systur á Unnarbraut 28. Þar var ætíð húsrúm og hjarta- rúm fyrir hvern sem að garði bar. Svona í gamni kallað „hótel Unn- arbraut“. Ég var svo lánsöm að dvelja einn vetur í barnaskóla í Snæhvammi, bernskuheimili Jóns Snæs. Kenn- arinn var faðir hans Sigurjón, bóndi og skáld. Þetta var mikið menning- arheimili þar sem ríkti glaðværð og góðir siðir, bóklestur var í hávegum hafður, enda var Jón alla tíð bók- elskur maður og vandaði val bóka. Snyrtimennskan fylgdi Jóni alla tíð, hann vildi hafa reglu á hlutunum. Verkfærin hans áttu til dæmis sinn samastað og þurfti ekki að leita þeirra. Hann bar mikla virðingu fyrir íslenska fánanum og fannst miður ef ekki var farið eftir settum reglum um notkun hans. Mikill trú- maður var Jón og líkaði ekki að menn hefðu slík mál í flimtingum. Jón fór snemma að stunda sjó- inn, fyrst fyrir austan og síðan á varðskipunum þar sem hann missti alla fingur hægri handar í slysi. Það tókst með miklum og lang- vinnum aðgerðum að græða hönd- ina og búa til tvo fingurstúfa svo höndin fengi grip. Samt fékkst hann við hverskonar lagfæringar, smíðar, málningu, bókband og margt annað, sem heilhentur væri. Það var aðdáunarvert hvernig hann tókst á við handarmissinn af full- komnu æðruleysi, Þar er ég viss um að trúin hefur veitt honum styrk. Til hinstu stundar hélt Jón ró sinni, gerði að gamni sínu við þá sem komu í heimsókn, hans gamli húmor var til staðar og ekki æðr- ast, á hverju sem gekk. Ég kveð hér þennan góða dreng og mág minn til fjölda ára með þökk fyrir allt sem hann var mér og mínum í áranna rás. Samúðarkveðjur til Hlífar, systur minnar, og fjölskyld- unnar allrar. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Þórey Jónsdóttir frá Þorvaldsstöðum. Fyrstu kynni okkar Jóns má segja að orðið hafi þegar farskóli var í Snæhvammi veturinn 1940-41 Þá gengu þangað daglega í skólann nokkur börn frá Breiðdalsvík, þ. á m. ég, snáði á tíunda ári. Þarna lærðist fleira en það sem stóð í námsbókunum. Við kynntumst heimilishaldi á sveitabæ þar sem styggðaryrði var aldrei látið falla í samskiptum fólksins nema þá í milli okkar angurgapanna. Kennslan fór fram í svefnherbergi yngri kynslóð- arinnar á heimilinu og sú „skóla- stofa“ var jafnframt gangurinn yfir í aðrar vistarverur á efri hæðinni. Húsmóðirin var prestsdóttir frá miklu tónlistar- og menningarheim- ili að Heydölum en húsbóndinn einn af 16 skáldum í 4. bekk sem Tómas Guðmundsson minnist á í ljóði sínu. Þetta voru húsráðendur í Snæ- hvammi þegar ég gekk þangað í barnaskóla. En það þurfti ekki lengra en út á stéttina til að kynn- ast öðrum „húsbónda“ þarna sem reyndar er víðast til staðar á hverju byggðu bóli en þó líklega óvíða eins nærgöngull og í Snæhvammi. Hér á ég við allar höfuðskepnurnar sam- anlagðar að viðbættri áþreifanlegri stríðshættu. Bærinn stóð þá undir háum gnæfandi hömrum sem áttu það til að senda veltandi björg langt niður á túnið eða bæjarlæk- urinn breyttist í stórfljót sem hrakti heimilisfólkið úr húsi þegar verst lét og snjóflóð ollu skemmd- um. Á hina hliðina var hafið spöl- korn frá. Það flutti stundum björg í bú, svo sem rekavið eða eitthvert annað tilfallandi happ, auk þess að bjóða uppá fengsæl fiskimið stein- snar frá landi. En Ægir átti líka til að sýna klærnar. Stundum hrifsaði hann kindur til mikils tjóns ellegar skenkti hafís að landi. Tvívegis er vitað til þess að ísbirnir hafi, hér fyrr á tíð, verið felldir heima við bæ í Snæhvammi. Og fyrstu beinu kynnin af síðari heimstyrjöldinni urðu er tundurdufl sprakk í fjör- unni og hristi bæinn ónotalega. Það er óþarfi að velta vöngum yf- ir því hvort það sem hér er að framan nefnt hefur ekki mótað strákinn Jón Snæ, svo augljóst sem það er. Samvera okkar Jóns í barnaskóla var á tíma heimstyrjaldar. Menn geta ímyndað sér hvort slíkt mótaði ekki leiki drengja. Enda var marg- ur bardaginn háður í frímínútum þar sem hrútakofinn var herskip og snjókúlurnar tundurskeyti eða sprengikúlur. Þegar herflokkurinn réðst svo til uppgöngu á „Bismark“ var Jón Snær gjarnan í broddi fylk- ingar Svo liðu tveir áratugir eða svo. Yfirmaður af einu varðskipinu var staddur í stofu hjá mér og tal okkar barst að Jóni Snæ. Þeir höfðu verið skipsfélagar í einni landhelgisdeil- unni. Þessi yfirmaður sem ég ekki man nafnið á lýsti fyrir mér atviki úti á miðunum þar sem verið var að taka breskan togara í landhelgi og varðskipsmenn skyldu ráðast til uppgöngu á skipið þar sem áhöfnin bjóst sýnilega til varnar. Hann lýsti með aðdáun framgöngu Jóns þar sem hann réðst fyrstur manna til uppgöngu með kylfu á lofti. Þarna var gamall leikur allt í einu orðinn dauðans alvara. Þegar ég nú lít til baka í tíma renna mér fyrir hugskotssjónum ótal endurminningar um þennan góða leikfélaga, skólabróður og samferðamann. En hér læt ég stað- ar numið. Ég sendi Hlíf og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Heimir Þór Gíslason. Jón Snær Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.