Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is TÖLUVERÐUR umgangur var í nýrri íbúð Fatin Alzaiz þegar blaða- maður bankaði upp á, nokkrum dög- um eftir að hún kom hingað til lands ásamt tveimur sonum sínum. Með- limur stuðningsfjölskyldunnar sat í góðu yfirlæti yfir kaffibolla og ungur maður úr annarri flóttafjölskyldu var í heimsókn. Ekki bar á öðru en litla fjölskyldan hefði komið sér vel fyrir í fjölbýlishúsi á Akranesi og langt og strangt ferðalag frá Írak því sem næst gleymt. Fjölskylda Fatin er frá Palestínu en sjálf fæddist hún í Bagdad. Þar giftist hún fyrrverandi eiginmanni sínum og átti með honum tvo drengi sem nú eru sextán og þrettán ára. Þau ákváðu að yfirgefa Bagdad eftir að eldri sonurinn slasaðist á fæti í sprengjuárás og var rænt nokkru síðar. Litla fjölskyldan hafðist við í flóttamannabúðunum alræmdu, Al- Waleed, í nærri eitt og hálft ár. Var neitað um hæli í Jórdaníu „Þegar ég komst að því að mögu- leiki væri á að komast burtu með börnin mín varð ég fyrst óttaslegin,“ segir Fatin í gegnum túlk. „Þegar ég svo fékk upplýsingar um Ísland komst lítið annað að en finna börn- unum mínum betri framtíð. Minna hugsaði ég um hvað biði mín.“ Fatin segir hugann oft reika til flóttamannabúðanna en þar á hún t.a.m. eina systur. „Ég talaði við hana í síma á þriðjudaginn en við gátum lítið sagt þar sem grétum svo mikið.“ Segja má að líf Fatin undanfarin ár hafi verið ein þrautaganga. Árið 2003 yfirgaf hún Bagdad og dvöldu synir hennar hjá föður sínum á með- an. Þá stóðu landamæri Sýrlands og Jórdaníu henni opin. Fatin gerði til- raun til að sækja um hæli fyrir sig og strákana í Jórdaníu en án árangurs. Hún sneri því aftur til Bagdad en taldi fjölskyldu sinni ekki vært eftir að eldri syninum var rænt en þar sætti hann illri meðferð áður en hon- um var sleppt. Enduðu í Al-Waleed Lífið í flóttamannabúðunum, sem eru á landamærum Íraks og Sýr- lands, var helvíti líkast. Þegar heitast verður fer hitinn allt upp í fimmtíu gráður á Celsíus og á veturna er loft- ið afskaplega þurrt og kalt og fer undir frostmark. „Dagurinn fór í að reyna nýta sér allt það sem boðið er upp á, sækja vatn sem skammtað er. Tímanum var varið í að þrauka daginn,“ segir Fatin en fjölskyldan bjó saman í einu tjaldi. Ef þörf var á meira vatni en skammt- að var, s.s. til hreinlætis, þurfti að greiða fyrir það sérstaklega. Það eru því mikil viðbrigði að fá gnægð hreins og tærs vatns beint úr kran- anum. Fatin segir að ótrúlega vel gangi að venjast hitamuninum, enda séu þau í raun öllu vön. „Veðrið skiptir engu máli á meðan ég hef þak yfir höfuðið. Ég þarf ekki annað skjól.“ Undanfarnir dagar hafa farið í að hvíla lúin bein og átta sig á nýju um- hverfi. Þar skipta stuðningsfjöl- skyldurnar sköpum og hafa þær ver- ið iðnar við að fara með flóttafólkið í skoðunarferðir um Akranes, í mat- vörubúðir og fleira í þeim dúr. Fatin ber stuðningsfjölskyldu sinni afar vel söguna og segist raunar afar þakklát fyrir góðar viðtökur, hvar sem hún fer. Hún leynir jafnframt ekki von- brigðum sínum með Arabaþjóðirnar sem hún hélt að myndu bjarga henni og sonunum úr flóttamannabúð- unum. Þegar talið berst að framtíðinni segist Fatin líta hana björtum aug- um. „Palestínumenn hafa gegnum árin ótal sinnum þurft að aðlagast ókunnum þjóðum og alltaf getað það. Þeir eru félagslyndir og opnir fyrir nýjum hlutum.“ Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að læra tungumálið og hlakkar til að fara út á vinnumark- aðinn enda ekki vön því að sitja auð- um höndum. Fatin hafði þegar lært fyrsta orðið og kvaddi með því að segja bless. Fjölskylda hefur nýtt líf á Akranesi Morgunblaðið/G.Rúnar Tjaldið Mohammad, eldri sonur Fatin, teiknaði mynd af tjaldi fjölskyldunnar í flóttamannabúðunum Al-Waleed. Græjur Fjölskyldurnar fengu tölvur að gjöf en símana áttu strákarnir. Fyrstu dagarnir fara í að skoða sig um SYNIR Fatin Alzaiz eru sextán og þrettán ára. Þeir heita Mohamm- ad og Alaa Al-Shahin, og taka fjölskyldunafn föður síns. Pilt- arnir eru báðir mjög ánægðir með að vera komnir til Íslands, þótt að sjálfsögðu verði þeim hugsað til vina sinna í Írak. Mohammad hefur enn ekki náð sér eftir að hann slasaðist á fæti í sprengjuárás í Bagdad. Hann fór í aðgerð í Al-Waleed, og er á batavegi. Jafnframt hafði mikil og sér- staklega sálræn áhrif á hann þegar honum var rænt og segir móðir hans að Mohammad hafi þjáðst af þunglyndi á eftir. Brúnin hafi hins vegar lyfst á honum eftir komuna til Íslands. Alaa er öllu félagslyndari og ræddi m.a. í löngu máli um hversu mikið hann langar í reið- hjól. Einnig hefur hann mikinn áhuga á íþróttum, og þá helst knattspyrnu. Báðir hyggja þeir á nám þeg- ar fyrstu aðlögun lýkur og grunnnámskeiði í íslensku. Mo- hammad langar að læra eitt- hvað tengt tölvum en Alaa hef- ur ekki enn lagt línurnar um hvað hann langar að gera í framtíðinni. Mikið fyrir tölvur og reiðhjól Í HNOTSKURN »Al-Waleed-flótta-mannabúðirnar eru í miðri sandeyðimörk á landa- mærum Íraks og Sýrlands. »Þar hafast við um 1.400manns sem verja hverjum degi í að bíða úrlausnar og halda sér á lífi. »Flóttamannanefnd vannað vali fjölskyldnanna sem boðið var hæli hér landi í samvinnu við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÝMSAR breytingar verða með nýjum lögum um þróunarsamvinnu sem samþykkt voru á Alþingi á fimmtu- dag. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra á blaða- mannafundi, sem hún boðaði í gær vegna lagasetningarinnar. Ráðherra sagði nýju lögin marka tímamót í ís- lenskri þróunarsamvinnu. „Ég tel það mjög mikilvægt að það náðist algjör sátt á Alþingi um þessi nýju lög,“ sagði ráðherra, en fjórir milljarðar renna til þróunarmála á þessu ári. Ráðherra sagði að nýju lögin væru mikil framför frá eldri löggjöf um þró- unarmál. Hún er frá árinu 1981 og gildir aðeins um Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands. Hún hefði miðast við tvíhliða þróunarsamvinnu. Hins veg- ar hefði vantað lagaramma um alþjóð- lega, marghliða þróunarsamvinnu fram til þessa. Ingibjörg Sólrún sagðist telja að með nýju lögunum ykjust faglegar kröfur til þess hvernig staðið er að þróunarmálum. Hún sagði að Alþingi kæmi hér eft- ir meira að þróunarsamvinnu en verið hefur til þessa. Ingibjörg Sólrún sagði að í lögunum væri gert ráð fyrir því að utanríkisráðherra legði fram á þingi áætlun á fjögurra ára fresti um þró- unarsamvinnu. Býst ráðherra við að slík áætlun verði lögð fram fljótlega eftir haustþing. Þá verður starfrækt í þinginu sérstök þróunarsamvinnu- nefnd, en ráðherra hefur samráð við hana. Friðargæsla undir þróunarsamvinnusvið Einnig sagði ráðherra að innan ut- anríkisráðuneytisins yrði stofnað sér- stakt þróunarsamvinnusvið. Undir það félli m.a. Íslenska friðargæslan, enda væru friðargæsla og þróunar- mál nátengdir málaflokkar. Stefnt væri að því að samstarf milli þess og Þróunarsamvinnustofunar ykist verulega í framtíðinni. Í ár er gert ráð fyrir að framlög Ís- lands til þróunarmála verði alls 0,3% af vergri þjóðarframleiðslu og að á því næsta fari hlutfallið í 0,35%. Ráðherra sagði að Ísland stefndi að því að kom- ast upp í 0,7%. „En það verðum við að gera á einhverju árabili. Þróunin hef- ur að mörgu leyti verið mjög hröð hjá okkur. Fyrir tíu árum vorum við með 0,07% í þróunarsamvinnu, eða 506 milljónir króna.“ „Tímamót í þróunarmálum“ Morgunblaðið/Golli Lög Utanríkisáðherra segir nýju löggjöfina vera mikið framfaraspor. Í HNOTSKURN »Ráðherra sagði að áherslaí þróunarmálum Íslands yrði á sjálfbæra nýtingu auð- linda, menntun og heilbrigð- ismál og friðsamlega lausn deilumála. »Meðal verkefna sem Íslandsinnir núna í þróun- armálum eru fullorð- insfræðsla í Malaví, Úganda og Mósambík, þekkingarupp- bygging í Níkaragva um nýt- ingu hita og vatnsafls og að- stoð við uppbyggingu vatnsaflsvirkjana í Afganist- an. BÆNDASAMTÖK Íslands vilja ein- falda ýmislegt í matvælafrumvarp- inu sem liggur fyrir Alþingi og gera það jákvæðara gagnvart landbún- aðinum. Samtökin skiluðu umsögn til landbúnaðarnefndar Alþingis vegna matvælafrum- varpsins, en það var ekki afgreitt á Alþingi nú í september held- ur var afgreiðslu þess frestað til haustþings. Á vef Bændasamtakanna kemur fram að umsögnin verði kynnt inn- an félagskerfis bænda, en við vinnslu hennar var leitað eftir áliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands og Margréti Guðnadóttur, fyrrverandi prófessor í sýklafræði. Sérfræð- ingar BÍ kynntu sér líka hvernig staðið var að innleiðingu löggjaf- arinnar í Noregi. Gerður var sam- anburður á frumvarpinu og mat- vælalöggjöfinni í Noregi og leiddi hann í ljós að einfalda þyrfti ým- islegt í frumvarpinu, „breyta og gæða það jákvæðari anda gagnvart landbúnaðinum,“ eins og segir á vefnum. Bændasam- tökin skila umsögn Vilja einfalda mat- vælafrumvarpið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.