Morgunblaðið - 13.09.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 13.09.2008, Síða 27
Mary Popp- ins Innblást- urinn hér fer ekki framhjá neinum. Bræðingur Marc Jacobs leitar víða fanga fyrir sumarið 2009. Skúlptúrskór Óvenjulegt hælalag verður greinilega enn við lýði næsta sumar. Sumarlegt Flatir stráhattar eru meðal þess sem koma skal. styrjaldarinnar. Fólki sem með miklum dugnaði og sparsemi kom þaki yfir sig og sína. Mikill skort- ur var á byggingarefni og sjálfsagt ekki miklir peningar. Þetta al- þýðufólk gat ekki vaðið inn í bank- ana og fengið það sem því datt í hug og þá voru engin kreditkort eins og núna. Faðir minn fékk 20.000 króna víxil í Útvegsbank- anum og 2.500 krónur í Spari- sjóðnum. Þetta voru einu lánin sem hann tók við byggingu húss- ins og gaman væri að vita hvað það væri í peningum í dag.“ Steypan handhrærð Húsið er forskalað timburhús á steyptum grunni og faðir Ómars gróf fyrir sökklinum með haka og skóflu, sjálfsagt oft eftir langan vinnudag hjá öðrum. „Steypan var handhrærð og keyrð í hjólbörum í grunninn. Það var þá eins og í dag að menn hjálpuðust að í svokallaðri skipti- vinnu og ekki hefur alltaf verið spurt að því hvort menn hefðu réttindi í hitt og þetta. Við ólumst upp fjögur systkini í þessu húsi og ekki minnist ég þess að mikið hafi verið talað um þrengsli enda ólust foreldrar mínir upp við þrengri húsakost og hefur efalaust fundist þau búa í höll,“ segir Ómar og bætir við að margir sem koma til þeirra hafi orð á því að þetta litla hús sé furðu stórt að innan. Og það má til sanns vegar færa því nýting hússins er mjög góð. Fjör og dulúð á síldarárum Ómar og Magna eiga mikið safn fingurbjarga sem eru um fjórtán hundruð. „Ætli við höfum ekki keypt fyrstu fingurbjörgina fyrir fimm- tán eða tuttugu árum í Hamborg. Síðan hefur þetta undið upp á sig og við fengið margar þeirra gefins frá fólki sem langar að bæta í safnið okkar. Margar af þeim höf- um við hjónin keypt á ferðalögum okkar um heiminn, en um helm- ingur safnsins er tilkominn vegna þess að vinir og kunningjar hafa verið duglegir við að færa okkur fingurbjargir.“ Athygli vekja gömul amboð sem hanga til skrauts á einum veggn- um. Þessi verkfæri snerta síldar- sögu Íslendinga og á það vel við þar sem þau Ómar og Magna eru bæði alin upp í síldinni. „Faðir minn var árum saman verkstjóri við síldarsöltun á Siglu- firði, Eskifirði og í Vestmanna- eyjum og hélt þessum verkfærum til haga. Við vorum svo heppin að hann gaf okkur þau. Við hjónin vorum svo lánsöm að ná í síðustu síldarárin hér á Siglufiði og það er tími sem við hefðum ekki viljað missa af. Þvílíkt fjör, dulúð og spenna var yfir þessum árum sem koma aldrei aftur,“ segir Ómar með söknuði. Ómar og Magna fóru ekki í neinar stórframkvæmdir fyrstu ár- in eftir að þau keyptu húsið, en smám saman fóru þau í endurnýj- un og breytingar innan dyra sem utan. „Fyrir um 27 árum klæddum við húsið með timbri og í sumar var kominn tími til að endurnýja þá klæðningu. Ákveðið var að klæða það aftur með standandi timbur- klæðningu og fengum við til liðs við okkur úrvalssmiðinn Magnús Eiríksson. Þessi endurnýjun tókst mjög vel og erum við ákaflega ánægð með útkomuna. Í fyrra voru pallar við húsið endurnýjaðir og á næsta ári ætlum við að end- urskipuleggja lóðina.“ Á meðan á framkvæmdum stóð í sumar tóku þau reglulega myndir, prentuðu á ljósmyndapappír og sendu föður Ómars sem býr í Kópavogi. „Þegar hann hafði feng- ið myndirnar hringdi hann og við ræddum framgang verksins. Við höldum að gamli maðurinn sé sæmilega sáttur með gamla húsið sitt.“ Vinnuhorn Notalegt horn þar sem fólk er umvafið fjölskyldumyndum og bókum. Safn Fingurbjargasafninu hefur verið komið fyrir í sérsmíðaðri hillu svo þær fái notið sín sem best. Frá síldarárunum Þessi amboð frá góðu síldarárunum skreyta einn vegginn Auðvitað var stundum þröngt með allan þennan hóp en allt bjargaðist þetta. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 27 ALZHEIMER dagurinn 2008 Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma Sími: 533 1088 - www.alzheimer.is Hátíðarfundur á Grand Hótel Reykjavík sunnudaginn 14. september. Kl. 12.30 Húsið opnað Kl. 13.00 Fundur settur – María Th. Jónsdóttir Kl. 13.10 Erindi – Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Kl. 13.30 Erindi – Jón Snædal öldrunarlæknir, “Meðferð við Alzheimer sjúkdómnum í dag – horfur til framtíðar.” Kl. 14.00 Söngur - Björk Jónsdóttir við undirleik Kjartans Valdimarssonar Kl. 14.15 Maríuhús – ný dagþjálfun, Sólborg Sumarliðadóttir hjúkrunarfræðingur segir frá. Kl. 14.35 Kaffiveitingar Kl. 15.15 Söngur - Oddur Arnþór Jónsson Kl. 15.30 Gamanmál – Bjarni Harðarson alþingismaður Kl. 15.50 Söngur Kl. 16.10 “Minningavinna með þeim sem hafa skert minni” – Sigrún Huld Þorgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur Kl. 16.45 Fundarslit Fundarstjóri - Soffía Egilsdóttir Allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.