Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 24
F rumvarp heilbrigð- isráðherra, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um sjúkra- tryggingar varð að lögum fyrr í þessari viku. And- stæðingar frumvarpsins segja að með því sé tekið skref í átt að því að einka- væða heilbrigðisþjónustuna. Guðlaugur Þór segir það fjarstæðu. „Ég veit ekki af hverju menn fengu þá hugmynd. Með þessum lögum verður til Sjúkratryggingastofnun sem semur um kaup á heilbrigðisþjónustu, sem þrír aðilar sömdu áður um. Með Sjúkratryggingastofnun verður yfirsýn á einum stað og sömuleiðis eins mikil fagleg þekking og mögulegt er,“ segir Guðlaugur og tekur dæmi: „Gáttatif er hjartaaðgerð. Landspítalinn var með ákveðna fjármuni til slíkra aðgerða og hver aðgerð kostaði um milljón. Þeir sem þurftu á þessari aðgerð að halda gátu líka sótt um hana til Tryggingastofnunar og farið utan en það kostaði þá tvær milljónir. Þarna hefur skort hagkvæmni vegna þess að þrír aðilar sömdu um þjónustuna, samninganefnd heil- brigðisráðherra, sjúkratryggingahluti Trygg- ingastofnunar og heilbrigðisráðuneytið. Þegar yfirsýn er á einum stað, hjá Sjúkratrygg- ingastofnun, sjá menn að hægt er að gera helmingi fleiri aðgerðir á Landspítalanum í stað þess að senda fólkið til útlanda. Þannig er markvisst verið að veita eins mikla og góða þjónustu og mögulegt er fyrir það fjármagn sem við höfum úr að moða hverju sinni.“ Einkarekstur ekki markmiðið Þú segist ekki vera að einkavæða en hvað um einkarekstur? „Lög um sjúkratryggingar koma einkavæð- ingu ekkert við. Menn eru alltaf að rugla sam- an hugtökum, stundum viljandi, stundum óviljandi. Einkavæðing er eitt, einkarekstur er annað. Ef menn eru á móti einkarekstri í heilbrigðisþjónustunni og ef það væri mín skoðun þyrfti ég núna að hreinsa út 30 pró- sent af heilbrigðisþjónustunni. Einkarekstur hefur alltaf verið mjög áberandi í heilbrigð- isþjónustu á Íslandi og er eitt af því sem hefur gert heilbrigðisþjónustu góða á Íslandi. Einkarekstur er hins vegar ekki markmiðið. Í raun mætti gagnrýna mig fyrir að hafa ríkisvætt. Enginn heilbrigðisráðherra hefur komið tannréttingum fyrir með þeim hætti sem ég gerði á Landspítalanum. Ég hef eflt Heyrnar- og talmeinastöðina og samdi við spítalann á Akureyri um bæklunaraðgerðir. Þetta mætti kalla ríkisvæðingu. Er markmið mitt að ríkisvæða heilbrigðisþjónustuna? Nei! Markmið mitt er að sjá til þess að fá eins mikla þjónustu og gæði og mögulegt er fyrir það fé sem ég hef. Ég nota þær aðferðir sem þarf til að láta það gerast. Það er augljóst að við höfum náð árangri. Við höfum fengið hjartalækna á samninga, við höfum náð að stytta biðlista eftir hjartaað- gerðum og augasteinsaðgerðum og sam- heitalyf hafa lækkað. Við höfum samið við sjálfstæða sálfræðinga og í gegnum þingið fóru lög um tæknifrjóvgun fyrir einhleypar konur. Nú eru fjölbreyttari úrræði í sambandi við heimahjúkrun og skammtímainnlagnir og endurhæfingu sem þýðir að öldrunar- sjúklingar fara fyrr út af sjúkrahúsum og þar með styttast biðlistar. Við erum að styrkja Landspítalann sem bráðasjúkrahús. Árum saman hafa menn talað um útskriftarvanda á LSH. Hann er að engu orðinn nú af því það var tekið á málinu. Þá má ekki gleyma þeim árangri sem náðst hefur í starfsemi Barna- og unglingageðdeildar Landspítala á því eina ári sem nú er liðið frá því að ég setti fram sér- staka aðgerðaáætlun sem síðan hefur verið unnið eftir. Á einu ári höfum við náð miklum árangri og mun meiri árangri en ég gat búist við.“ Eigum að forðast kreddur Ertu talsmaður þess að fólk hafi jafnan að- gang að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag? „Ég held að allir Íslendingar séu þeirrar skoðunar að hér eigi að vera heilbrigðisþjón- usta á heimsmælikvarða fyrir alla Íslendinga. Samkvæmt því vinn ég og minn flokkur. Þetta Í eilífðarverkefni Heilbrigðiskerfið Á einu ári höfum við náð miklum árangri og mun meiri árangri en ég gat búist við. 24 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.