Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskulegur eiginmaður minn, SVEINN KJARTAN SVEINSSON verkfræðingur, Gullsmára 5, Kópavogi, lést fimmtudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. september kl. 15.00. Inga Valborg Einarsdóttir og fjölskylda. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, HÉÐINN BREIÐFJÖRÐ VALDIMARSSON frá Miðvík í Aðalvík, Hlíf 2, Ísafirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 11. september. Birna Unnur Valdimarsdóttir, Birgir Breiðfjörð Valdimarsson, María Erla Eiríksdóttir. Við fráfall Sigurðar Þ. Gústafssonar mynd- ast stórt skarð í lið Gí- deonfélagsins á Íslandi og verður það vandfyllt. Á næsta ári hefði hann orðið sjötugur og jafn- framt verða þá fimmtíu ár frá því hann gekk til liðs við Gídeonfélagið. Var hann allt frá fyrstu tíð einn af traustustu liðsmönnum félagsins, máttarstólpi, sannkölluð fyrirmynd. Sigurð hef ég þekkt nánast alla mína ævi og minnist ég þess hve föð- urlega og hlýlega hann tók á móti mér þegar ég níu ára gamall hóf að sækja fundi í yngri deild KFUM í Laugarnesinu, en þar var hann einn af eðal leiðtogum starfsins. Sigurður var sérlega fágaður maður, snyrtileg- ur og háttvís, vammlaus með hlýja framkomu og góða nærveru. Hann brást ekki í því að bera Gídeonmerkið ávallt í jakkabarminum, var einkar traustvekjandi leiftrandi af hugsjón fyrir útbreiðslu Guðs orðs og því hreif hann menn með og gerði það eftir- sóknarvert að fá að taka þátt og láta muna um sig í mikilvægu starfi fé- lagsins. Það kom því engum á óvart að hann snemma væri kallaður til ábyrgðarstarfa innan félagsins og oft og ætíð síðan. Hann var m.a. forseti Gídeonfélagsins á Íslandi 1970-1971 og aftur 1991-1993. Þá gegndi hann störfum gjaldkera og varaforseta oft- ar en einu sinni. Öll sín störf vann hann af látleysi og prúðmennsku, al- úð og metnaði með virðingu fyrir við- fangsefninu, samstarfsmönnum, hug- sjónum og markmiðum félagsins. Þegar af því spurðist árið 2003 að hann hygðist láta af störfum fyrir Landsbanka Íslands, sem hann hafði sinnt af ósérhlífni frá því hann var ungur maður vorum við ekki lengi að setja okkur í samband við hann. Kom það í minn hlut sem þáverandi forseta félagsins að fara þess á leit við hann að hann tæki að sér að gerast fram- kvæmdastjóri félagsins, sinna skipu- lagningu starfsins, daglegum rekstri og vera til staðar á skrifstofu félags- ins. Eftir stutta yfirlegu og bæn ákvað hann blessunarlega að láta slag standa og sinnti hann starfi fram- kvæmdastjóra Gídeonfélagsins á Ís- landi með reisn og umhyggju svo eftir var tekið frá haustinu 2003 til ársins 2007 eða á meðan heilsa hans leyfði. Sigurður Þ. Gústafsson ✝ Sigurður Þ.Gústafsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1939. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 31. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju 11. september. Var hann stöðugt á vakt yfir velferð félags- ins, útbreiðslu orðsins, félagsmönnum og starfseminni allri. Það er leit að öðrum eins manni. Hann mat sann- leikann ofar öllu. Hann var skóaður með fús- leik til að flytja fagnað- arboðskap friðarins og trúfesti hans var ein- læg og til eftirbreytni. Hann lifði fyrir sverð andans, Guðs orð, var árvakur í bæn, stað- fastur og sótti vikulegar bænasam- verur félagsins svo áratugum skipti ásamt fleiri vökumönnum klukkan átta á miðvikudagsmorgnum áður en haldið var til vinnu. Traustari liðs- mann, einlægari trúmann og hug- sjónamann getur kristin kirkja vart eignast. Hans verður sárt saknað og lengi minnst. Gunnlaugu Sverrisdóttur eigin- konu hans, drengjunum þeirra fjór- um, fjölskyldum þeirra, vinum og venslamönnum öllum votta ég dýpstu samúð. Bið ég þeim blessunar Guðs um ókomna tíma um leið og bið þess að minningarnar um Sigurð Þ. Gúst- afsson mættu verða okkur ljós svo við sjáum mikilvægi þess að halda áfram. Sigurbjörn Þorkelsson. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinar míns og félaga Sigurð- ar Þ. Gústafssonar bankamanns og framkvæmdastjóra Gídeonfélagsins á Íslandi. Sigurði kynntist ég fyrir mörgum árum á vettvangi starfs KFUM og K og Kristniboðssam- bandsins. Þegar ég gegndi stöðu gjaldkera KFUM í Reykjavík fyrir mörgum árum þá var hann ásamt öðr- um skoðunarmaður reikninga félags- ins. Þá sá ég hversu vandvirkur Sig- urður var. Síðar lágu leiðir okkar saman aftur á vettvangi Gídeon- félagsins en þar gegndi hann fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir félag- ið, var m.a. forseti þess og varaforseti um skeið og síðustu árin fram- kvæmdastjóri félagsins. Fyrir rúm- um fjórum árum fórum við Sigurður að vinna mjög náið saman, hann sem framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins og ég sem stjórnarmaður í félaginu. Ég sá það fljótlega að það var gott að vinna með Sigurði, hann vildi hafa hlutina í góðu lagi, og þegar líða tók á, þá kunni ég að meta mun betur okkar samstarf, hann var lífsreyndari mað- ur en ég. Þegar við þurftum að fara og hitta fólk úti í bæ vegna starfs félags- ins okkar, þá sá ég að við vógum hvor annan upp, hann þessi eldri og reynd- ari og ég þessi yngri og reynsluminni. Það var gott að vinna með Sigurði. Sigurður var mikill trúmaður, hann treysti Drottni af öllu hjarta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann trúði og treysti fagnaðarer- indinu um Jesú Krist og hans lífshug- sjón var að það væri boðað öllum mönnum hér á landi og út um allan heim. Í þeim veikindum sem hann glímdi við undanfarið sá maður glöggt hvað það var sem skipti mestu máli í hans lífi, það var Gunnlaug eig- inkona hans og einnig fjölskylda hans, og ekki síst var það trúin á Drottin okkar Jesú Krist. Þegar kraftar hans voru á þrotum spurði hann okkur hvernig gengi, hann fylgdist vel með, það var greinilegt. Við sem eftir sitjum söknum hans sárt, það er mikill missir að Sigurði en við höldum nú starfinu áfram sem hann unni svo heitt. Ég sá eitt sinn erlenda jarðarfararefnisskrá og þar stóð stórum stöfum framan á: Vel- kominn heim. Þetta ætti kannski vel við um Sigurð, við getum sagt: Vel- kominn heim Sigurður, í ríki Guðs á himnum. Við sem trúum á Jesú Krist, við trúum því að þegar lífi okkar lýk- ur hér þá liggi leið okkar til Guðs. Gí- deonfélagar á Íslandi þakka Sigurði fyrir samveruna á undanförnum ár- um og við biðjum Gunnlaugu og fjöl- skyldu Guðs blessunar. Starfsfólk heimssamtaka Gídeons í Nashville sendir kærar kveðjur til ættingja og vina, og þakkar Sigurði fyrir sam- veruna. Eins er því farið með mitt orð, það er útgeng- ur af mínum munni: Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir fram- kvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma. (Jes. 55:11) Ég votta aðstandendum Sigurðar mína innilegustu samúð, Guð blessi ykkur öll. Pétur Ásgeirsson, forseti Gídeonfélagsins á Íslandi. Sigurður Þ. Gústafsson, fram- kvæmdastjóri Gideon-félagsins á Ís- landi, andaðist sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Hann var starfsmaður Landsbanka Íslands til margra ára. Sem ungur drengur kynntist Sigurð- ur æskulýðsstarfi KFUM í Laugar- nesi og batt mikla tryggð við félagið. Strax um fermingu var hann orðinn foringi þar. Hann var óvenju heil- steyptur persónuleiki, framúrskar- andi samviskusamur og vildi stunda allt af bestu getu. Sjö sveitir voru í Laugarnesdeild KFUM og Sigurður stóð fyrir einni þeirra. Það var venja á drengjafundum að hver foringi segði frumsamda sögu fyrir hópinn, en aðalmarkmið fundanna var þá sem nú að flytja frelsisboðskap Jesú Krists. Á þessum árum var mikill áhugi fyrir kristniboði meðal fram- andi þjóða og stofnuðu Laugnesing- arnir tvo kristniboðsflokka sem síðar voru sameinaðir í einn og nefndist hann: „Kátir drengir“. Orðið „Kátir“ er myndað úr upphafsstöfum; „Kristi ávallt treystum í raun“. Félagarnir hittust í heimahúsum og gera enn. Sigurður var einn ötulasti félaginn og oft hafa fundir verið haldnir á heimili þeirra hjóna, Gunnlaugar og Sigurð- ar. Vinir hans í „Kátum drengjum“ þakka fyrir vináttu og starfið með honum og votta fjölskyldu hans dýpstu samúðar. Gunnar Bjarnason og Bjarni Ólafsson. Kær vinur, Sigurður Gústafsson, hefur nú kvatt okkur eftir að hafa tekist á við erfiðan sjúkdóm sem hann gerði með miklu æðruleysi og sannri trú á framhald lífsins. Eitt aðaláhugamál Sigurðar var boðun kristinnar trúar. Hann var frá æsku í KFUM og þegar hann hafði aldur til varð hann foringi yfir flokki drengja. Eftir að Sigurður flutti í Fossvogshverfið varð hann aðalleið- togi í Langagerði sem var aðsetur KFUM í Fossvogi og Bústaðhverfi. Þar vann Sigurður ásamt samherjum sínum ómetanlegt æskulýðsstarf með unga fólkinu í hverfinu. Auk þess starfaði Sigurður um árabil í sókn- arnefnd Bústaðakirkju. Þegar kom að framkvæmdum hér í vestari hluta götunnar okkar, Dalalands, hafði Sig- urður forgöngu enda hafði hann ein- staka forustuhæfni og glögga yfirsýn yfir þau verk sem inna þurfti af hendi. Að lokum vottum við Gunnlaugu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Alfreð og Ásta. Í dag kveðja Gídeonbræður og -systur kæran bróður, Sigurð Þ. Gústafsson, sem nú hefur fengið hvíldina eftir erfitt og langt veikinda- stríð. Sigurður var alla tíð frá inn- göngu sinni í Gídeonfélagið, mikil- virkur og starfsamur félagi. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum á tæplega 50 ára veru sinni í félaginu, meðal annars embætti forseta. Nú, síðastliðin 5 ár, gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Öll störf sín vann Sigurður af fádæma samviskusemi og nákvæmi, svo að af bar. Hugur hans og hjarta var í félag- inu sem hann unni svo mjög og vildi hag þess sem mestan og bestan. Hann gekk ekki einn að verki, konan hans góða, Gunnlaug Sverrisdóttir, var hans hægri hönd í öllu lífi og starfi. Sigurður var sannur Ísraelíti sem engin svik voru í, heill og óskiptur í trúnni á frelsara sinn og lausnara, Jesúm Krist. Sigurður fékk að heyra orðin hjá Hósea 2,21 þar sem Guð segir; … ég festi þig mér í réttlæti, réttvísi, kær- leika og miskunnsemi, ég festi þig mér í tryggð … Sigurður vissi eins og segir í Post- ulasögunni 4,12 að Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekk- ert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur. Því lá á og liggur á að koma Guðs- orði út til þjóðar okkar og heims- byggðarinnar allrar. Gídeonfélagið sér nú á bak einhverjum sínum besta og mikilhæfasta félaga og er harmur okkar sár. Undirritaður vill þakka einstaka vináttu, velvild og umhyggju í gegnum þrjá áratugi og biður ást- vinum Sigurðar blessunar Guðs í bráð og lengd. Í síðara Þessaloníku- bréfinu 3,16 segir: En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður frið- inn, ætíð og á allan hátt, Drottinn sé með yður öllum. Sigurður Þ. Gústafsson hefur nú fengið að heyra af vörum Drottins Gakk inn til fagnaðar Herra þíns, þú trúi og góði þjónn Blessuð sé minning Sigurðar Þ. Gústafssonar, þjóns Drottins. Bjarni Árnason. Það er ekkert sjálfsagt í lífinu og eitt af því er að eignast góða vini. Á skömmum tíma hef ég séð á bak fjór- um vinum sem ég hef metið mikils, litið upp til og reynt að tileinka mér af veikum mætti kosti þeirra, kosti eins og góðmennsku, heiðarleika, dugnað, trúmennsku og vandvirkni svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta voru heiðurs- mennirnir Guðmundur Arason tengdafaðir minn, Þorkell G. Sigur- björnsson, Steinar S. Waage og Sig- urður Gústafsson, sem kvaddur er í dag. Þegar ég settist niður til þess að minnast Sigurðar vinar míns komu upp í huga mér orð úr Matteusarguð- spjalli 25,21: „Gott, þú góði trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.“ Hann var lítið fyrir að láta á sér bera, hann lét verkin tala. Leiðir okkar Sigurðar lágu saman í KFUM og Gideonfélaginu, en þar störfuðum við saman í áratugi. Við vorum saman í stjórnum og nefndum og unnum að ýmsum verkefnum stórum og smáum sem þörfnuðust oft yfirlegu og vandvirkni, sem var eitt af aðalsmerkjum Sigurðar. Hvort sem það var að setja bókhaldið í tölvu, setja upp ársreikninga, endurskoða eða undirbúa landsmót var öllu skilað eins og best varð á kosið. Það hefði stundum verið freistandi að loka bók- haldinu eftir langa yfirsetu við að stemma reikningana af með tuttugu aura mismun en slíkt hvarflaði aldrei að Sigurði, rétt skal það vera. Það voru forréttindi að fá að starfa með Sigurði. Ég á eftir að sakna hringinganna sem ávallt byrjuðu eins: sæll, þetta er Sigurður Gústafs- son, er ég að trufla þig? Nú er komið að leiðarlokum nú „truflar“ hann mig því miður ekki oftar, og þó, eftir situr fordæmi hans, „rétt skal það vera.“ Kæra Gunnlaug og synir, missir ykkar er mikill. Guð blessi ykkur og styrki um ókomna tíð. Blessuð sé minning vinar míns, Sigurðar Gúst- afssonar. Kári Geirlaugsson. Í fáum orðum lang- ar mig til að minnast vinar og fyrrum starfsfélaga míns Garðars Jónassonar sem féll frá 2. september sl., langt fyrir aldur fram. Ég hitti Garðar fyrst 30. desember 2003 en þá hafði ég verið boðaður á fund hjá Hugarafli, hópi sem Garðar stofnaði ásamt fleiri aðilum. Strax þarna skynjaði ég að þar fór góður maður og ég var svo heppinn að fá að kynnast honum betur þegar við hitt- umst reglulega á fundum í kjallaran- um í Drápuhlíðinni. Fyrst um sinn var það á fundum tvisvar í viku þar Garðar Jónasson ✝ Garðar Jónas-son fæddist í Reykjavík 12. sept- ember 1964. Hann lést á heimili sínu 2. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Foss- vogskapellu 9. sept- ember. sem rætt var um fyr- irhuguð verkefni og framtíð hópsins, en fljótlega urðu verkefn- in fleiri og stærri og sumir innan hópsins voru farnir að koma oftar en tvisvar í viku. Það kom fyrir að við Garðar vorum tveir einir á staðnum og þá fann ég vel það sem ég hafði skynjað áður að Garðar Jónasson var góður maður sem gott var að tala við. Hann var ekki málglaður en þegar hann tók til máls þá var greinilegt að þar fór maður sem hafði gengið í gegnum ýmislegt, maður sem bjó yfir mikilli reynslu sem kom til góða í þeim verkefnum sem þarna voru unnin. Fyrir mér er í fersku minni smit- andi hláturinn og faðmlögin, en það má segja að það hafi verið fastir liðir á þessum fundum. Þegar Garðar tók á móti manni með góðu faðmlagi og svo með sinn smitandi hlátur, gat maður ekki annað en hrifist og hlegið með, það voru góðar stundir. Margar hindranir voru felldar og sigrar unn- ir í gæðaeftirlitsverkefninu „Notandi spyr Notanda“ og ég gleymi seint þeirri tilkomumiklu sjón í Ráðhúsi Reykjavíkur hinn 16. október 2004 þegar Garðar Jónasson hélt ræðu og afhenti sviðsstjórum á geðsviði Landspítalans niðurstöður verkefn- isins, sem þá hafði verið unnið og sett saman í skýrslu. Fljótlega eftir þetta fór ég í skóla og síðar að vinna og hitti Garðar því sjaldnar, en ég rakst þó á og heyrði í honum öðru hverju og var það alltaf jafngott. Þann 23. ágúst sl. hitti ég svo Garðar á Laugaveginum þar sem hann ásamt öðru Hugaraflsfólki bauð upp á ókeypis faðmlög. Það faðmlag, eins og öll hans fyrri faðm- lög og smitandi hláturinn, var ómet- anlegt. Kæri vinur, ég kveð þig nú í hinsta sinn fullviss að við munum hittast á ný og þá munum við faðmast og hlæja sem aldrei fyrr. Aðstandend- um Garðars votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður guð styrkja ykk- ur í sorginni. Bergþór G. Böðvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.