Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „ÉG ER tilbúin,“ ítrekaði Sarah Pal- in í fyrsta ítarlega viðtalinu sem hún gaf á fimmtudagskvöld eftir að hafa hlotið útnefningu varaforsetaefnis Repúblikanaflokksins fyrir um hálf- um mánuði. Palin sagðist ekki hafa hikað þegar McCain bauð henni hlut- verkið og að hún myndi „einörð tak- ast á við umbætur í landinu og sigur í stríðinu“. Palin viðurkenndi að hafa lítið ferðast til útlanda og jafnframt að hún hefði aldrei hitt leiðtoga annars ríkis. Hún þótti hiksta á mikilvægum varnar- og utanríkismálum í viðtal- inu, sem var í höndum Charles Gib- sons, fréttamanns hjá ABC-sjón- varpsstöðinni. Hún tengdi Íraks- stríðið við hryðjuverkaárásirnar hinn 11. september 2001. Það sjónarmið að Saddam Hussein hafi verið viðriðinn hryðjuverkaárás- irnar hefur hins vegar verið dregið til baka af bandarískum yfirvöldum. Hvaða kenning? Innt eftir áliti sínu á „Bush- kenningunni,“ sem réttlætir „fyrir- byggjandi stríð“ og var m.a. notuð til að réttlæta innrás Bandaríkjamanna inn í Írak, var sem Palin kæmi af fjöllum og fréttamaðurinn þurfti að útskýra fyrir henni við hvað væri átt. Í kjölfarið sagði hún Bush Banda- ríkjaforseta hafa reynt að losa heim- inn við íslamska hryðjuverkamenn, sú tilraun hefði þó falið í sér mistök. Palin tók ákveðna afstöðu í varnar- og öryggismálum. Hún sagðist styðja inngöngu Úkraínu og Georgíu í NATO og að Bandaríkin sem NATO- þjóð þyrftu „ef til vill“ að fara í stríð við Rússa, færu Rússar yfir landa- mæri Georgíu á ný. Palin er enn undir verndarvæng helstu ráðgjafa McCains, sem endur- meta nú áætlanir um að senda Mc- Cain og Palin sitt í hvoru lagi í kosn- ingabaráttuna. Það þykir óvanalegt fyrirkomulag því venjulega eru varaforseta- og for- setaefnin á ferðinni sitt í hvoru lagi til að ná til eins stórs hóps kjósenda og auðið er. Rökin fyrir þeirri breyt- ingu eru að Palin og McCain virki vel á kjósendur saman og að þau séu því betri sem „heild“ en hvort í sínu lagi. Slíkt fyrirkomulag myndi þó einn- ig veita Palin aukið svigrúm til að að- lagast nýju hlutverki og verjast ágengni fjölmiðla á meðan hún kynn- ir sér betur innanríkis- og utanrík- ismál. Biðin langa er óviðunandi Bandarískir fréttaskýrendur hafa gagnrýnt Palin nokkuð fyrir að draga það að veita viðtal í tvær vikur. Aðgerðaleysi hennar tali sínu máli. „Hvers konar umbótastjórn- málamaður bíður í tvær vikur með að gefa viðtal?“ spyr Mary McNamara, gagnrýnandi á vegum Washington Post. „Er það í lagi að bandaríska þjóðin verði að bíða í ofvæni eftir að útnefndir frambjóðendur tali til þeirra? Síðan hvenær er það svo að við verðum að bíða eftir viðtali, frá einum fjölmiðli, til að kynnast konu sem segir það forréttindi að veita okkur forystu?“ Palin hikstar í langþráðu viðtali Fyrsta ítarlega viðtals varaforsetaefn- isins Palin hafði verið beðið í ofvæni Reuters Erill Sarah Palin og eiginmaður hennar Todd Palin heilsa upp á ákafa stuðningsmenn á kosningaferðalagi um Pennsylvaníuríki í vikunni. MARTRAÐIR leggjast frekar á konur en karla, en eru jafnframt annars eðlis, samkvæmt breskri sálfræðirannsókn. Jennifer Parker, lektor í sálfræði við háskólann í Bristol, fékk 193 manns til að halda ítarlega skýrslu um drauma sína. Þegar hún fletti í gegnum þær reyndist mikill kynja- munur á því hversu oft fólk dreymdi illa. Höfðu 19% karla haft martraðir, en 30% kvenna. „Það hefur verið sýnt nokkuð skýrt fram á að konur dreymi oftar illa en karla,“ segir Parker. „En ég veit ekki til þess að áður hafi verið rannsakað hvernig draumar eru í eðli sínu ólíkir, sem elur af sér mjög ólíkar martraðir.“ Telur Parker mun á draumunum það mikinn að varasamt geti reynst að nota orðið „martröð“ eitt og sér til að lýsa öll- um slæmum draumum. Við lestur skýrslnanna flokkaði Parker martraðir í undirflokka. Einn þeirra, þar sem kynjamunur virtist einna mestur, kallar hún til- vistarmartraðir. Þær snúast um að missa einhvern sér ástkæran. „Til- vistarmartraðir leggjast þungt á konur,“ segir Parker. „Þær koma þeim í mun meira uppnám en hryll- ingsmartraðir, og mun fleiri konur vakna grátandi af þeirra völdum.“ Parker telur ástæðunnar að leita í því hversu mikinn farangur fólk tekur með sér í draumalandið. „Konum gæti verið hættara við að taka óleyst tilfinningavandamál í háttinn með sér.“ David Rapoport, sem stýrir svefnrannsóknum við læknaháskól- ann í New York, varar við því að of mikið sé lesið í þetta. Það geti skekkt niðurstöðurnar að afar mis- jafnt sé hversu vel fólk man drauma sína í vöku. aij@mbl.is Reuters Sæll Hér eru martraðir víðs fjarri, enda óalgengari hjá körlum. Við vond- an draum TYRKNESKUR drengur lærir að bera sig að við bænir við föstudagshelgihald í Istanbúl. Föstu- mánuðurinn ramadan stendur nú yfir og í þeim mánuði neyta múslimar hvorki matar né drykkjar frá sólarupprás til sólseturs. Það er ætlað til að kenna mönnum þolinmæði, fórnfýsi og auðmýkt. Meðan á föstumánuðinum stendur er algengt að fólk vakni fyrir sólarupprás til að borða sameiginlegan morgunverð. Leyfilegt er að borða og drekka að vild eftir sólarlag og þá safnast fjölskyldur gjarnan saman við veislu- höld. jmv@mbl.is Reuters Múslimar biðja á ramadan Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MJÖG líklegt er talið að Jacob Zuma, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins (ANC), verði kjörinn forseti Suður- Afríku á næsta ári eftir að ákæru á hendur honum um mútuþægni var vísað frá í gær. Dómstóll komst að þeirri niður- stöðu að ákæran væri ólögleg vegna þess að saksóknarar hefðu brotið gegn andmælarétti sakborningsins. Saksóknarnir geta birt nýja ákæru á hendur Zuma en talið er mjög ólík- legt að þeir geri það. Dómstóllinn sagði að ástæða væri til að ætla að ákæran á hendur Zuma væri af pólitískum rótum runnin. Hann taldi ólíklegt að saksóknararn- ir hefðu höfðað málið án vitneskju og samþykkis Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku. Líklegt er að Zuma verði forseta- efni ANC í kosningum, sem fram eiga að fara í apríl eða maí á næsta ári, eftir að hann sigraði Mbeki í leið- togakjöri stjórnarflokksins í desem- ber. Yfirburðir flokksins eru svo miklir í stjórnmálum landsins að frambjóðandi hans er nánast örugg- ur um sigur í forsetakosningunum. Zuma er 66 ára og þótt hann sé mjög umdeildur nýtur hann mikilla vinsælda meðal fátækra landsmanna sem eru orðnir þreyttir á biðinni eft- ir bættum lífskjörum 14 árum eftir að aðskilnaðarstefnan var afnumin. Allar líkur á að Zuma verði næsti forseti Suður-Afríku Dómstóll vísar ákæru um spillingu frá og telur hana af pólitískum rótum runna Í HNOTSKURN » Jacob Zuma var vikið úrembætti varaforseta Suð- ur-Afríku í júní 2005 og fjór- um mánuðum síðar var hann ákærður fyrir spillingu. Hann var sýknaður af ákæru um nauðgun í apríl 2006. » Saksóknarar féllu fráspillingarákærunni í sept- ember 2006. Zuma var þó ákærður að nýju eftir að hann sigraði Mbeki forseta í leið- togakjöri Afríska þjóðarráðs- ins í desember. Reuters Umdeildur Zuma veifar til stuðn- ingsmanna fyrir utan dómhús í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.