Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
YFIRVÖLD í Kaupmannahöfn ráð-
gera að lána eitt helsta kennileiti
borgarinnar, Litlu hafmeyjuna, á
heimssýninguna í Sjanghæ 2010 og
er yfirborgarstjórinn Ritt Bjerre-
gaard þar fremst í flokki. Erfingjar
Edvards Eriksens sem bjó hafmeyj-
una til vilja hins vegar koma í veg
fyrir þetta ferðalag hennar. Erling
Eriksen, barnabarn hans, sagði í
samtali við Politiken: „Mér finnst
þetta mjög leiðinlegt. Hún er tákn
Kaupmannahafnar og þar á hún að
vera, ekki í Kína.“
Styttan sjálf er eign borgarinnar
svo að borgaryfirvöld ættu að geta
flutt hana til að vild, rétt eins og eig-
andi málverks getur flutt það, lánað
og selt eftir hentugleikum. Það sem
flækir hins vegar málið lagalega er
að erfingjar listamannsins eiga höf-
undarréttinn að Litlu hafmeyjunni
og fá til að mynda sinn skerf af sölu
á öllum minjagripum og póstkortum
sem hún prýðir. Höfundarrétturinn
gildir í 70 ár eftir dauða listamanns-
ins, svo að borgaryfirvöld gætu
þurft að bíða þar til 2029 með það að
senda Litlu hafmeyjuna á heims-
hornaflakk.
Skiptar skoðanir eru um málið
meðal Dana ef marka má skoðana-
könnun á heimasíðu blaðsins. 42
prósent lesenda vilja að hafmeyjan
fá að fara og skoða heiminn, 53 pró-
sent segja að heimurinn verði að
koma til hennar og þrjú prósent eru
óviss.
Hafmeyj-
an á flakk?
Boðið til Kína 2010
Morgunblaðið/Ómar
Í ferðahug Litla Hafmeyjan á
heimaslóðum við Löngulínu.
THOMAS P.
Campbell, 46 ára
sérfræðingur í
listvefnaði hefur
verið útnefndur
næsti safnstjóri
Metropolitan
listasafnsins í
New York í stað
Philippe de
Montebello. Leit-
in hefur staðið í
átta mánuði og ýmsir verið orðaðir
við stöðuna. Campbell starfar nú
sem sýningarstjóri á safninu.
Nýr safn-
stjóri
Thomas P.
Campbell
BJARNI Sigurbjörnsson leiðir
gesti um sýninguna Sjóndeild-
arhringir í Gerðarsafni á morg-
un kl. 14. Auk Bjarna eiga
myndhöggvararnir Kristinn E.
Hrafnsson og Svava Björns-
dóttir verk á sýningunni, en
hún hefur hlotið prýðisgóða
dóma. Með því að tefla verkum
sínum saman jafnt í sýningar-
rýminu sem innbyrðis gefa
listamennirnir áhorfandanum
færi á nýrri og óvæntri sýn á listsköpun þeirra.
Sýningin vekur spurningar um það hvernig við
skynjum stað og stund, vekur til umhugsunar um
hver sé okkar eigin sjóndeildarhringur. Aðgangur
er ókeypis.
Myndlist
Hver er sjóndeild-
arhringur okkar?
Úr verki Svövu
Björnsdóttur
HEIMA – Heiman er heiti sýn-
ingar sem verður opnuð í Ljós-
myndasafni Reykjavíkur í dag.
Þar taka höndum saman ljós-
myndarinn Katrín Elvars-
dóttir og Sigrún Sigurðardóttir
menningarfræðingur.
Á sýningunni hitta gestir
fyrir ólíka einstaklinga sem
eiga það sameiginlegt að hafa
þurft að flýja heimkynni sín og
hafa búið sér til nýtt heimili á
Íslandi. Broti af sögu þeirra er miðlað með texta
sem unninn er upp úr viðtölum Sigrúnar.
Katrín hefur haldið fjölda einkasýninga, hér á
landi og erlendis. Sigrún hefur sérhæft sig í rann-
sóknum á ljósmyndum og þýðingu þeirra.
Ljósmyndun
Flóttamenn í Ljós-
myndasafninu
Eitt af verkum
Katrínar
SÝNING á vatnslitamyndum
eftir Kristínu Þorkelsdóttur
verður opnuð í Grensáskirkju á
morgun, sunnudag, eftir
messu.
Kristín hefur haldið fjöl-
margar einkasýningar, síðast í
Gerðarsafni árið 2006, er hún
sýndi hönnunarstarf sitt til
marga ára og nýjar vatns-
litamyndir.
Sýninguna í Grensáskirkju
kallar hún Kyrrur og vísar þar til hugarástands
sem hún ástundar við myndsköpun sína. Á sýn-
ingunni eru 22 myndir sem Kristín hefur málað á
ferðalögum um landið, undir beru lofti. Flestar
eru frá Vesturlandi og Þingvallasvæðinu.
Myndlist
Kristín sýnir nýjar
vatnslitamyndir
Kristín málar úti í
náttúrunni
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„ÞEIR verða agalega skemmti-
legir,“ segir Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari þegar hún er
spurð um fyrstu tónleika Tríós
Reykjavíkur í Hafnarborg annað
kvöld kl. 20. Og hvers vegna er verið
að spyrja Steinunni Birnu – þegar
alkunna er að Tríó Reykjavíkur er
skipað Guðnýju Guðmundsdóttur
fiðluleikara, Gunnari Kvaran Selló-
leikara og Pétri Máté píanóleikara?
Jú, Steinunn Birna er gestur tríós-
ins á þessum tónleikum, og það er
einnig Sigurgeir Agnarsson selló-
leikari. Þau spila með Guðnýju, með-
an Pétur og Gunnar eiga frí. Það er
þess vegna sem Steinunn Birna talar
fyrir hönd tríósins nú. „Þetta verður
júbíleum upphafsprógramm, sitt lít-
ið af hverju, smáklassík og tangóar,
verk afmælistónskálda og svo Sjos-
takovitsj. Við römmum þetta inn
með alvöru píanótríóum,“ segir
Steinunn Birna og ítrekar að efnis-
skráin sé mjög skemmtileg..
Að spila með reynslubolta
En hvernig er það fyrir píanista,
að verma sæti sem kollegi hefur átt
svo árum skiptir? „Píanóbekkurinn
er mjög heitur og notalegur, og ég
reyni auðvitað að halda honum vel
volgum. Við unnum saman í mörg ár
með nemendum okkar og höfum
reyndar spilað saman, en það er eig-
inlega furðulegt að við skulum ekki
hafa spilað meira saman gegnum tíð-
ina. Það eru kynslóðaskipti í þessu
fagi eins og öðrum, og það æxlast oft
þannig að maður spilar mest með
þeim sem voru samtíða manni í skóla
og eru af sömu kynslóð. En það er
gaman þegar þetta skarast eins nú,
og frábært að fá að spila með
reynsluboltum eins og Guðnýju,“
segir Steinunn Birna. „Tríó Reykja-
víkur er fyrsta starfandi fasta tríóið í
íslensku tónlistarlífi og mjög merki-
legt sem slíkt. Það er erfitt að starf-
rækja fastar kammergrúppur og
alltof sjaldgæft. Það vita allir að það
er langhlaup að móta samspil í svona
hóp, og það gerist ekki á einni nóttu.
En við höfum haft gaman af stam-
starfinu fyrir þessa tónleika og ég
vona að það skili sér til áheyrenda á
tónleikunum.“
Ekkert sammerkt nema nafnið
Verkin sem tríóið leikur á tónleik-
unum, eru „Tríó í e-moll“ eftir
Haydn, „Tríó ópus 8 nr.1“ eftir Sjos-
takovitsj og „Árstíðirnar“ eftir
Astor Piazzolla. Auk þess leika
Guðný og Steinunn Birna nokkrar af
perlum þeirra íslensku tónskálda
sem eiga stórafmæli á árinu. Eyrun
staðnemast fyrst við „Árstíðirnar“
eftir Piazzolla, skyldu þær eiga eitt-
hvað sammerkt með sívinsælum
„Árstíðum“ Vivaldis?
„Ónei“, segir Steinunn Birna og
hlær – þetta var kannski kjánaleg
spurning. „Það eina sem þær eiga
sammerkt er titillinn. Það heyrist
vel á tónlistinni að hún er samin í að-
eins heitara loftslagi en við eigum að
venjast. Þetta eru allt annars konar
árstíðir, og vantar til dæmis storm-
ana í Veturinn. Vorið og Veturinn
heyrast oft, en ég hef ekki heyrt árs-
tíðirnar spilaðar í heild. Tangóar Pi-
azzolla eru ótrúlega vinsælir og góð
músík og það er í þeim smitandi
ástríða. „Árstíðirnar“ mynda sterka
heild, og eru að verða alveg jafn vin-
sælar og „Árstíðir“ Vivaldis voru.“
Steinunn Birna segir að Haydn sé
alls staðar stór – sama hvað sé leikið
með verkum hans. „Hann er fulltrúi
þess sígilda í þessu prógrammi – það
er sígild fegurð í tónsmíðum hans og
alltaf gaman að spila þær og sér-
staklega bitastætt fyrir píanóið. Þau
hin „fá“ að vera með.“
Píanóbekkurinn vel volgur
Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson eru gestir á upphafstón-
leikum Tríós Reykjavíkur í Hafnarborg sem verða fjörugir og „árstíðabundnir“
Morgunblaðið/G.Rúnar
Góðir gestir Guðný Guðmundsdóttir hefur fengið nýja félaga í heimsókn í
tríóið, þau Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og Sigurgeir Agnarsson.
„HEILÖG Sesselja er mjög tengd Húsafelli, því
kirkjan þar til forna var helguð henni,“ segir Páll
Guðmundsson myndlistarmaður á Húsafelli. Í dag
kl. 17 verður opnuð sýning í Hallgrímskirkju und-
ir nafninu Heilög Cecilia en þar verða „sam-
vinnuverk“ Páls og Thors Vilhjálmssonar rithöf-
undar. Heilög Sesselja er verndardýrlingur
tónlistarinnar og Thor er um þessar mundir að
semja texta fyrir Áskel Másson í óratoríu sem
byggð er á sögu dýrlingsins.
„Sesselja hefur verið mér hugleikin alveg frá
því að ég var lítill krakki,“ segir Páll. Verk hans á
sýningunni eru höggmyndir en líka svellþrykks-
myndir. „Ég vinn þær þannig að ég mála á svell
og legg pappír ofan á. Thor hefur verið hjá mér
stundum og hefur nú skrifað glænýja texta við
þessar myndir. Það er óður til heilagrar Sesselju.“
Höggmyndir Páls verða notaðar sem hljóðfæri í
óratoríu Áskels. „Þær eru vatnstrommur en ég
verð líka með steinhörpuna mína,“ segir Páll.
„Það hefur lengi verið gott með okkur Páli,“
segir Thor. „Svellþrykkið er uppfinning Páls.
Hann er svo frjór og sívirkur. Hann nær svellinu
upp á óskaplega fínan pappír með aðferðum sem
hann hefur líka fundið upp. Hann spurði mig hvað
þetta ætti að heita. Ég hef oft vistast hjá honum.
Um vetur var hann kannski að framkalla mynd
með þessum hætti og þegar hún var komin eins og
hann vildi hafa hana bað hann mig að yrkja á hana
texta. Þá hefur mér reynst best að fara í bæjar-
gilið sem er mjög gjöfult og þá finnst mér ég ná
texta til að setja á myndina. Ég reyni að skrifa
hann á myndina þannig að það spilli í engu hans
verki.“ begga@mbl.is
Páll, Thor og Sesselja
Morgunblaðið/Frikki
Höggmyndir og Sesseljuóður í Hallgrímskirkju
Samvinna Thor Vilhjálmsson skrifar texta við myndir Páls á Húsafelli.
30. nóvember
Klassík við kertaljós. Klassíkin verður í fyrirrúmi í verkum eftir Hummel,
Mozart og Schubert.
11. janúar
Nýárstónleikar. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson gleðja áheyrendur
með geislandi framkomu og söng í óperettu-, söngleikja- og vínartónlist.
29. mars
Lokatónleikar. Nýtt tríó eftir Karólínu Eiríksdóttur verður frumflutt. Silunga-
kvintettinn eftir Schubert verður einnig á efnisskránni, en Helga Þórarins-
dóttir víóluleikari og Richard Korn bassaleikari verða gestir tríósins.
Tríó Reykjavíkur í vetur