Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.09.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG skrifa og sendi þessar línur því ég get ekki þagað lengur. Ljósmæður standa í kjara- baráttu og eins og oft áður geng- ur það ekki þrautalaust fyrir sig. Ljósmæður eiga skilið hækkun, má kalla það leiðréttingu, þó ekki væri nema að leiðrétta þá furðu að hjúkrunarfræð- ingur hefur hærra fastakaup heldur en hjúkrunarfræðingur sem hefur bætt ljósmóðurmenntun við sig. Er það ekki dæmigert fyrir íslenska þjóð, sem segir á hátíðarstundu: gakktu menntaveginn og þá mun þér vel farnast. En veruleikinn seg- ir: gakktu menntaveginn og þá muntu farast. Ég er náttúrlega ekki hlutlaus í málinu; argandi og blóðugur kom ég í heiminn og lenti í höndum á ljós- móður. Allar götur síðan hefur mér verið hlýtt til ljósmæðra. Fjármálaráðherra er einstakur klaufi; einföldustu mál verða honum ofviða, enda sér hann ekki ljósið. En ætlar ríkisstjórnin að láta hann leika sóló með prins póló? sem ekki er vit- urlegt því þá er hann dæmdur til að klúðra málinu með glæsibrag. Ætla samráðherrar að horfa aðgerða- lausir upp á þessa hryggðarmynd? Sem svarar réttlátri kjarabaráttu ljósmæðra með því að hóta þeim málaferlum. Árni, segðu okkur hinn brandarann sem þú kannt. Starf ljósmóður snýst um tilfinn- ingar, upphaf lífsins, mannúð. Spyrj- ið allar mæðurnar og alla feðurna sem komið hafa upp á fæðingardeild og farið þaðan barni ríkari. Það er aumur ráðherra sem fer í mál við ljósmæður. Það er aum þjóð sem hefur ekki efni á að taka á móti börnum sínum. HELGI JÓNSSON, rithöfundur og bókaútgefandi.. Að sjá ekki ljósið Frá Helga Jónssyni: Helgi Jónsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ vita allir sem vilja vita að Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra er vandaður maður af góðu upplagi og upp- eldi, en hvað glepur hann núna í kjara- deilu við ljósmæður? Er orðin svo mikil frjálshyggjublinda á gamla Íslandi að kúga verður grunnstéttir og hampa fjárplógs „groups“. Er það stefnan að þær stéttir sem annast æsku landsins frá fæðingu til full- orðinsára; ljósmæður, leikskóla- kennarar, kennarar og hjúkr- unarfólk, eigi að lepja dauðann úr skel og hafi lítið þrek aflögu frá brauðstritinu til þeirra verndar- og umönnunarstarfa sem þeim eru ætluð? Er ekki nóg fyrir stritandi stéttir að fást við vísitölubank- aránalánin og gervigengikrónuna? (sem bankaránabankar í eigu fjár- plógs „groups“ raka saman fé á) Ef þetta er stjórnarstefnan, spyr ég: Hvert er gildismat þitt Árni M. Mathiesen? Hvers metur þú mannfólkið sem þú hefur verið valinn í forystu til að þjóna? Metur þú fólk og framtíð barna okkar – og þinna – til fjár? Skiptir meira máli í þínum huga, fjár- málaráðherra, að hin nýja gráðuga fjár- plógsstétt á Íslandi sem fékk almanna- eignir gefins, geti haldið áfram að kaupa af sjálfum sér og selja sjálfum sér eignir almennings- hlutafélaga og raka þannig auð í eigin garð, heldur en búa í haginn fyrir börnin okkar – og þín börn líka? Skyggnstu í þín hugarfylgsni, ágæti fjármálaráðherra, og gættu að hvort samviska þín leiðir þig ekki rétta leið. Gættu að hvort hún leiðir þig ekki að móttöku, uppeldi og framtíð barna þinna (barnabarna) og okkar allra? Aldr- ei er of seint að snúa til betri veg- ar og sá er betri maður sem sér að sér en hinn sem þráast við. Við ykkur ljósmæður vil ég segja: Allan eigið þið minn stuðn- ing, en reynið ekki að ala Árna Mathiesen upp. Hann verður að eiga við samvisku sína hvernig hann hefur þetta framhald. Svo, standið af ykkur stríðið en ekki bara leika varnarleiki. Leikið líka sóknarleik. Segið upp og stofnið starfsmannaleigu ljósmæðra þar sem þið innheimtið þau vinnulaun sem þið teljið ykkur þurfa. Þannig fetið þið í fótspor læknastétt- arinnar og ákvarðið ykkar eigin laun og ekkert neyðarástand skap- ast, næg vinna og þau laun sem þið teljið ykkur þurfa. Það er morgunljóst að ekki þurfið þið, kæru ljósmæður, að hafa áhyggjur af eftirspurn eftir ykkar vinnu. Ég bíð spenntur eftir símanúmerinu á starfsmannaleigu ljósmæðra. Með baráttukveðju. Þjóðin styður ljósmæður Pétur Einarsson styður ljósmæður » Skyggnstu í þín hug- arfylgsni, ágæti fjár- málaráðherra, og gættu að hvort samviska þín leiðir þig ekki rétta leið. Pétur Einarsson Höfundur er lögfræðingur. GUNNAR Birg- isson, bæjarstjóri Kópavogs, sendi frá sér enn eina dæma- lausa grein sem birt var í morgunblaðinu 10. sept. sl. Greinin ber hina fögru yf- irskrift „Eyðum tor- tryggni“ Þetta lofaði góðu en inni- hald greinarinnar er hins vegar til þess eins fallið að ala á tortryggni. Gunnar grípur þar til gamalkunnra ráða þar sem hann ræðst á for- svarsmenn nýstofnaðra samtaka íbúa Lindahverfis. Gunnar reynir að gera þá ótrúverðuga með því að vitna í ónefnda heimildarmenn sem fullyrða að þeir hafi séð Sigurð Þór Sigurðsson, talsmann samtakanna, hangandi eins og tilbera utan í Guð- ríði Arnardóttur, oddvita Samfylk- ingarinnar, meðan á fundinum stóð. Þegar síðan Guðríður sver þetta af sér og nefnir til vitni máli sínu til stuðnings segir Gunnar bara að það standi „orð gegn orði“ og að ósýni- legir heimildamenn vegi þyngra en orð oddvita næststærsta stjórn- málaflokks bæjarins og óháðs fréttamanns sem var þarna á staðn- um með Guðríði. Þetta minnir óneitanlega á vinnu- brögð Gunnars nú í sumar þegar hann vitnaði ítrekað í fundargerðir sem áttu að sanna að samráð hefði átt sér stað við samtökin Betri Byggð á Kársnesi (BBK). Enginn hefur séð þær, en ef þær væru til þá ætti Gunnari að vera í lófa lagið að hrista þær fram úr erminni máli sínu til stuðnings og þá í leiðinni gerði hann lítið úr málflutning þeirra sem hafa haldið því fram að samráð hafi ekki átt sér stað. Áður en lengra er haldið og til að eyða mögulegum samsæriskenn- ingum framtíðarinnar tel ég reynd- ar við hæfi að það komi hér skýrt fram að ég þekki hvorki Sigurð né heldur Guðríði. Ég hef aldrei átt við þau orðastað og veit ekki hvað fór fram á fundinum góða. Ég er hinsvegar far- inn að þekkja vinnu- brögð Gunnars ágæt- lega og sýnist mér ég sjá fingraför hans á þessu máli öllu. Gunnar stundar sem sé þá iðju að henda skítabombum í kring- um sig til að dreifa at- hyglinni frá sér og þó svo að hægt sé að rekja fnykinn beint aftur til hans, þá sér tannlaus pressa ekki ástæðu til að krefja hann nánari skýringa á tilhæfulausum fullyrð- ingum. Söguþráður komandi vikna er næsta fyrirsjáanlegur, en Gunnar mun nú draga sig í hlé í smátíma og mun hann hvorki koma fram með nöfn heimildarmanna sinna, né heldur mun hann koma fram með fundargerðirnar góðu, máli sínu til stuðnings. Ástæðan fyrir því er ein- faldlega sú að hvorugt er til. Ef hann hins vegar nær að sitja af sér þennan storm hefur hann náð fram takmarki sínu, sem er að gera fulltrúa beggja íbúasamtak- anna ótrúverðuga í huga fólks. Annarsvegar sé um að ræða póli- tísk tengsl Lindahópsins við Sam- fylkinguna og hins vegar sé um að ræða Kársnesinga sem fengu allt sem þeir vildu en verða aldrei sátt- ir. Gunnar er í greininni afar óhress með það að bæjaryfirvöldum hafi ekki verið boðið að senda fulltrúa sína á stofnfundi íbúasamtakanna í Lindahverfi. Mér þykir í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að yf- irmönnum skiplagsmála bæjarins hefði verið boðið að sitja sem áheyrnarfulltrúar, eða jafnvel að þeim yrði leyft að koma skoðunum sínum á framfæri. En það má þá beita sömu rökum á hina hliðina á sama peningi og segja, af hverju er ekki íbúum eða íbúasamtökum boð- ið að sitja fundina þar sem bæjaryf- irvöld ásamt hinum ýmsu verktaka- fyrirtækjum taka ákvarðanir sem snerta lífsgæði þúsunda. Við íbúar fáum ekki að sjá eða koma að einu eða neinu en fáum síðan í hend- urnar fullmótaðar tillögur þar sem greinilega er verið að vinna eftir óskum og hagsmunum verktakanna sem eðlilega vilja byggja sem mest á hverjum reit. Gunnar er einnig mjög óhress með það að BBK hafi staðið fyrir því að íbúar við Kárs- nesbraut hafa afþakkað svokallaða samráðsfundi með bæjaryf- irvöldum. Hinir meintu samráðs- fundir snúast ekki um samráð held- ur um það hvernig Kópavogsbær ætlar sér að ganga frá lóðum við- komandi íbúa eftir að væn sneið hefur verið skorin af þeim. Bæj- arstjórinn sem digurbarkalega hélt því fram fyrir ári að lítið mál væri að koma Kársnesbraut í stokk hef- ur nú skipt um skoðun og ætlar sér nokkra metra inn á aðliggjandi lóð- ir, svo hægt sé að koma húsagötu fyrir í þrengslunum. Íbúum þykir þetta algerlega óviðunandi lausn og er því til lítils að mæta á samráðs- fundi til að ræða útfærslur á aðgerð sem engin sátt verður um. Íbúar við Kársnesbraut höfðu því samband við skipulagsyfirvöld og óskuðu eftir fresti svo þeir hefðu tækifæri á að kynna sér réttarstöðu sína, enda var áhugi meðal þeirra á að leita fulltingis lögfræðings. Beiðni íbúa við Kársnesbraut um frest til að kynna sér réttarstöðu í þessu stóra og alvarlega máli var hafnað og tilkynnti Birgir Sigurðs- son, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagsmála, greinarhöfundi það að haldið yrði áfram með fundina, burtséð frá því hvort íbúar mættu eða ekki. Maður skilur ekki alveg flýtinn því þetta er sami Birgir og hefur kynnt íbúum að þessar breyt- ingar muni koma í rólegheitunum næstu 25 ár. Þetta er að mínu mati fáheyrður dónaskapur gagnvart íbúum og í raun ekkert annað en valdníðsla. Það ríkir trúnaðarbrestur milli yf- irvalda í Kópavogi og íbúa, víðs- vegar um bæinn. Tortryggni verður ekki eytt með þessum vinnubrögð- um. Traustsins verðir, nei takk Þórarinn H. Æv- arsson fjallar um samskipti íbúa og bæjarstjóra í Kópa- vogi »Ég er hinsvegar far- inn að þekkja vinnu- brögð Gunnars bæj- arstjóra ágætlega og sýnist mér ég sjá fingra- för hans á þessu máli öllu. Þórarinn H. Ævarsson Höfundur er framkvæmdastjóri og íbúi á Kársnesbraut. NÁLÆGÐ- ARREGLA Evrópu- sambandsins og regl- ur þess um „stöðugt hlutfall“ gilda um fiskveiðar, en fisk- veiðistjórnun er sér- málefni hvers aðild- arríkis. Menn hafa reynt að álykta um sjávarútvegsmál í hugsanlegum samn- ingi Íslendinga um aðild að Evrópusam- bandinu. Líklegt er talið að niðurstaða verði á þá leið að lokaákvörðun um heildarveiðimagn verði tekin í ráð- herraráði ESB, en um veiðar á Íslands- miðum verði tillaga Íslands lögð til grundvallar og hún byggð á áliti íslenskra vísinda- manna. Viðurkennt er að aðeins íslensk fiskiskip hafa aðgengi að Íslands- miðum. Mörg fordæmi eru á þessu sviði í ESB sem ástæða er til að skoða. Við Írlandsstrendur og við Hjaltland gilda sérstakar reglur um aðgang að fiskimiðum. Í síðara samningsfrumvarpinu sem Norðmenn felldu er viðauki með ákvæði um eignarhald á fiski- skipum. ESB gerir ráð fyrir að aðgreind hafsvæði lúti sérstakri svæðisstjórn og heimasamtök út- vegsmanna hafi aðild að stjórn- uninni. Maltverjar hafa eigið haf- svæði þótt lítið sé. Breskar reglur um „kvótahopp“ byggjast á því að tryggja landsréttindi og stað- arhagsmuni. Mikilvægt fordæmi er í 299. gr. aðalsamnings Evrópusambands- ins, sem er 349. gr. í Lissabon- textanum nýja. Þar er Azorey- ingum, Madeirabúum, Kanaríeyingum og fleiri eyþjóðum veitt alger sérstaða og sjálfræði um eigin sjávarútveg á eigin mið- um. Þetta ákvæði er ekki undanþága held- ur fullgildur hluti að- alsáttmála ESB. Á grundvelli þessa ákvæðis gilda sér- stakar reglugerðir og tilskipanir. Forsendur sameig- inlegrar fisk- veiðistefnu ESB eiga ekki við á Íslands- miðum. Sameiginlega fiskveiðistefnan mið- ast við samliggjandi fiskimið, sömu veiði- stofna, og við- urkennda veiðireynslu annarra þjóða. Auk þess skiptir sú for- senda máli að ekki var ljóst eignarhald á fisk- veiðiheimildum við strendur Evrópu. Þessar forsendur eiga ekki við á Íslands- miðum. Auk annarra atriða má þess geta að fiskveiðistjórnarkerfi okkar byggist á sam- eign þjóðarinnar og á takmörkuðu viðskiptalegu eign- arhaldi á veiðiheimildum. Æski- legt er að treysta þetta með stjórnarskrárákvæði um sameign þjóðarinnar. Um það er ekki deilt að veiðar útlendinga á Íslandsmiðum koma ekki til álita. Þetta er mikilvægt atriði enda hafa Íslendingar alls ekki gleymt þorskastríðunum. Of- arnefnd fordæmi benda til þess að núverandi regla um 49,9% hámark á eignaraðild útlendinga að útgerð á Íslandi muni standast í samn- ingum. Óvissa er aftur á móti um úthafsveiðar og deilistofna, en þessi atriði skipta okkur miklu. Margt ýtir á að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu, en sjávarútvegur er ekki meðal þeirra þátta sem ýta á um þetta. Reyndar bendir flest til þess að við getum náð viðunandi aðild- arsamningi varðandi sjávarútveg, en fyrirhafnarlaust verður það ekki í viðræðum. Sérstaða í sjávar- útvegi ákvæði í aðalsáttmála Jón Sigurðsson skrifar um aðild að Evrópusambandinu og fiskveiðistjórn- un Jón Sigurðsson » Flest bendir til að við get- um náð við- unandi aðild- arsamningi varðandi sjávar- útveg en fyr- irhafnarlaust verður það ekki. Höf. er fv. formaður Framsókn- arflokksins. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.