Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVEITARFÉLÖG sem standa utan
byggðarsamlagsins Strætó bs. geta
nú í fyrsta skipti sótt um að kaupa
nemakort fyrir þá íbúa sína sem
stunda viðurkennt nám á fram-
halds- eða háskólastigi á höfuð-
borgarsvæðinu. Tillaga þessa efnis
var samþykkt á síðasta stjórnar-
fundi Strætó bs. Hvert nemakort
kostar 31.000 krónur og gildir til 1.
júní 2009.
Vilji sveitarfélög kaupa nema-
kort í strætó fyrir námsmenn sína
óska þau skriflega eftir því við
Strætó bs. Við móttöku erindisins
opnast sá möguleiki að íbúar við-
komandi sveitarfélags sem eru
nemendur í viðurkenndu námi á
framhalds- eða háskólastigi á
höfuðborgarsvæðinu geti sótt um
nemakort á vefsvæðinu Strætó.is.
Kostnaður við rekstur Strætó er
ríflega 3.000 milljónir króna á ári
og nemur því kostnaður á hvern
einstakling sem notar strætó
reglulega um 100 þúsund krónum
á ári. Með því að veita náms-
mönnum sem búsettir eru utan
sveitarfélaganna sem reka Strætó
bs. aðgang að nemakortakerfinu
eru sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu því að niðurgreiða raun-
kostnað við notkun hvers nemanda
um nær 70%, segir í frétt frá
Strætó.
Nemakort-
ið fyrir alla
Geta keypt kortið
fyrir 31 þúsund
STEFNT er að því að hætta
skerðingu í leikskólanum Gull-
borg í Vesturbæ borgarinnar frá
og með næsta mánudegi. Síðustu
daga hefur verið 20% skerðing
sem þýðir að leikskólabörnin
urðu að vera heima einn virkan
dag í viku. Þar
áður var skerð-
ingin um tíma
40% eða börnin
voru send fyrr
heim á daginn.
Hjá leikskóla-
sviði Reykjavík-
urborgar feng-
ust þær upplýs-
ingar að á Gull-
borg vantaði fjóra starfsmenn til
að fullmanna leikskólann og svo
hægt sé að taka inn ný börn.
Ástandið hafi áður verið svo
slæmt en leitað sé allra ráða til
að fullmanna skólann. Gullborg
er hinsvegar ekki eini leikskólinn
í Vesturbænum sem grípa hefur
þurft til skerðingar. Í leikskól-
anum Sæborg er 20% skerðing
sem ekki sér fyrir endann á. Eitt
og hálft stöðugildi vantar til að
hætta skerðingu en sex og hálft
svo hægt sé að taka inn þau 18
börn sem skráð eru á biðlista.
Skortur á dagforeldrum
Mannekla á leikskólum er þó
ekki eina áhyggjuefni foreldra
ungra barna í Vesturbænum. Þar
vantar líka dagforeldra en iðu-
lega þarf fólk að leita þjónust-
unnar langt utan hverfis síns.
Hins vegar er málunum öfugt far-
ið í Grafarholtinu og nágrenni
þar sem dagforeldrar auglýsa eft-
ir börnum. Að sögn Helgu Krist-
ínar Sigurðardóttur, sem er í
stjórn Barnavistunar – félags
dagforeldra, hefur ástandið lengi
verið slæmt í Vesturbænum.
Námskeið fyrir verðandi dagfor-
eldra eru haldin 1-2 á ári en fátítt
er að fólk sæki þau sem hyggst
starfa í Vesturbænum. Fyrir
nokkrum árum var ráðist í her-
ferð til að fjölga dagforeldrum á
þeim svæðum þar sem þörfin var
brýnust en hún skilaði sér ekki
sem skyldi. ylfa@mbl.is
Dregið úr
skerðingu Eftir Rúnar Pálmasonrunarp@mbl.is
RÚMLEGA 400 starfsmenn
Reykjavíkurborgar hafa komið sér
fyrir í nýju húsnæði í Borgartúni
10-12. Borgin leigir húsnæðið af
Höfðatorgi hf. sem er í eigu bygg-
ingafélagsins Eyktar og eru leigu-
greiðslur á mánuði tæplega 34,5
milljónir króna. Leigugreiðslur á
einu ári nema 413,6 milljónum.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri
framkvæmda- og eignasviðs, segir
að leigusamningurinn sé góður þótt
hann telji raunar að yfirleitt sé hag-
stæðara fyrir borgina að eiga hús-
næði, fremur en leigja. Fyllsta að-
halds hafi verið gætt þegar borgin
flutti inn, m.a. við kaup á innrétt-
ingum og húsgögnum. „Það er ekki
bruðl í neinu hér í þessu húsi,“ seg-
ir hann.
Leigusamningar borgarinnar
vegna Borgartúns 10-12 eru til 25
ára. Þeir eru bundnir við vísitölu og
hefur leigufjárhæðin hækkað í takt
við hana. Húsið hýsir stærstan
hluta af stjórnsýslu Reykjavíkur-
borgar.
Áður en borgin tók við húsinu
þótti nauðsynlegt að gera ákveðnar
breytingar auk þess sem keypt
voru húsgögn, innréttingar og fleira
en samtals nam kostnaður vegna
þess 840 milljónum króna. Þá fjár-
hæð reiddi borgin ekki af hendi til
Eyktar heldur leggst sá kostnaður
ofan á leiguverðið, 483 krónur á
hvern fermetra.
Heildarhúsaleiga á fermetra, með
innréttingum og búnaði er nú 2.753
krónur, með virðisaukaskatti.
Þetta er vissulega mjög há fjár-
hæð en Hrólfur segir að leigusamn-
ingurinn sé hagstæður. „Við getum
sýnt fram á að að þetta er ekki há
leiga. Þetta er mjög góður leigu-
samningur,“ segir hann. Verðið sé
töluvert lægra en hafi verið á al-
mennum leigumarkaði og hann
leggur sérstaka áherslu á að leigu-
verðið sé með virðisaukaskatti en á
almennum markaði sé yfirleitt mið-
að við leigu án vsk.
Þá verði að hafa í huga að borgin
hafi selt fasteignir sem hafi losnað
við flutningana í Borgartún 10-12
fyrir hartnær tvo milljarða króna.
Eignasalan hafi að mestu farið
fram þegar fasteignaverð var nán-
ast í hámarki og nú safni þessi fjár-
hæð ríkulegum vöxtum. Ekki sé
víst að salan hefði gengið jafn vel ef
borgin hefði byggt sjálf og þurft að
losa um eignirnar síðar og við aðrar
aðstæður en ríktu á fasteignamark-
aði þegar salan fór fram.
Vildu vera miðsvæðis
Hún er nokkuð löng, sagan af því
hvernig það kom til að borgin flutti
svo stóran hluta starfsemi sinnar í
húsið.
Hrólfur bendir á að fyrir nokkr-
um árum hafi verið skrifað undir
samkomulag við fasteignafélagið
Fasteign um að þrjú svið Reykja-
víkurborgar, framkvæmdasvið,
skipulags- og byggingarsvið og um-
hverfissvið flyttu inn í stórhýsi sem
til stóð að reisa á horni Lækjargötu
og Vonarstrætis. Áform um húsið
mættu mikilli andspyrnu nágranna
og fóru leikar svo að deiluskipulagi
vegna þess var hafnað og flutning-
arnir þangað þar með úr sögunni.
Í kjölfarið hafi borgin skoðað
ýmsar lóðir sínar með það í huga að
reisa hús fyrir þessa starfsemi en
leitin miðaðist við að húsið risi mið-
svæðis í borginni því starfsemin
þætti þess eðlis að hún gæti ekki
verið í úthverfi. Að lokum hafi verið
ákveðið að gefa tveimur aðilum sem
voru að reisa stórhýsi í Borgartúni
kost á að bjóða borginni húsnæði til
leigu og jafnframt um leið bjóða í
hús borgarinnar sem myndu losna
við flutningana; Skúlatún 1, 2 og 3
og húsnæði bílastæðasjóðs við
Hverfisgötu. Hrólfur segir að Eykt
hafi bæði boðið lægra leiguverð og
hærra í fasteignirnar. Á þávirði, ár-
ið 2006, nam tilboð Eyktar í leiguna
1.850 kr. á fermetra með vsk. og
húsin voru keypt á ríflega 1,2 millj-
arða.
FL ætlaði á efstu hæðir
Hrólfur tekur fram að þegar
ákveðið var að taka tilboði Eyktar,
árið 2006, hugðist borgin aðeins
leigja 1.-4. hæð hússins. Önnur
starfsemi yrði á 5.-7. hæð, m.a. hafi
legið fyrir að FL-Group tæki tvær
efstu hæðir hússins á leigu. Seinna
var ákveðið að borgin myndi einnig
leigja 5. og 6. hæð og enn síðar var
samið um leigu á 7. hæð. Samtals
eru þetta rúmlega 13.000 fermetr-
ar.
Morgunblaðið/Golli
Opið Í Borgartúni 10-12 er unnið í opnum rýmum og húsgögn úr eldri, lokuðum skrifstofum voru ekki talin passa. Kostnaður við kaup á nýjum húsgögnum
nam 205 milljónum króna. Skipulag hússins miðast m.a. við að hægt sé að færa starfsemi milli hæða með litlum tilkostnaði og samnýta aðstöðu og þjónustu.
Ársleiga 414 milljónir
Reykjavíkurborg leigir allar hæðir Borgartúns 10-12 fyrir 34,5 millj. á mánuði
Árið 2000 seldi borgin lóðina undir húsið til Eyktar hf. fyrir 350 milljónir króna
Morgunblaðið/Kristinn
Glerhýsi Borgin seldi lóðina til Eyktar árið 2000. Fimm árum síðar fór
borgin að svipast um eftir hentugri lóð á þessum slóðum en fann ekki.
Í HNOTSKURN
» Í húsinu er m.a. þjón-ustuver, skipulags- og
byggingarsvið, landupplýs-
ingadeild, umhverfis- og sam-
göngusvið, símaver, skrifstofa
bílastæðasjóðs, framkvæmda-
og eignasvið, upplýsinga- og
tæknimiðstöð Reykjavíkur,
fjármáladeild, velferðarsvið
og launadeild.
» Á 7. hæð eru funda-herbergi ráða borgar-
innar, matsalur, kennslu-
stofur, bókasafn o.fl.
» Keypt voru húsgögn fyrir415 vinnustöðvar en hver
starfsmaður er með upphækk-
anlegt vinnuborð og 2-3
geymsluskápa. Húsgögnin ein
og sér kostuðu 205 milljónir.
» Unnið er í opnum rýmumog enginn starfsmaður er
með lokaðar skrifstofur.
» Að mati borgarinnar varekki hægt að nota eldri
húsgögn þar sem í eldra hús-
næði voru lokaðar skrifstofur.
Meira á mbl.is/ítarefni
Það vill svo til að lóðin sem
Borgartún 10-12 stendur á var eitt
sinn í eigu Reykjavíkurborgar en
borgin seldi Eykt lóðina, að undan-
gengnu útboði, árið 2000, fyrir
350 milljónir. Eykt reisti síðan hús
á lóðinni og leigir það borginni fyr-
ir 35 milljónir á mánuði.
Um er að ræða svokallaðan
Skúlatúnsreit en Eykt keypti hann
á 350 milljónir og keypti um leið
Skúlagötu 59 á 100 milljónir.
Það hefur verið stefna Reykja-
víkurborgar að eiga húsnæði undir
starfsemi sína fremur en leigja og
Hrólfur Jónsson, sem tók við sem
sviðsstjóri framkvæmda- og
eignasviðs í lok árs 2004, segist
þeirrar skoðunar að það sé hag-
stæðara fyrir borgina að eiga hús-
næði fremur en leigja. En hvers
vegna leigir Reykjavíkurborg þá
stórhýsið við Borgartún? Hrólfur
bendir á að ákvörðunin um að
leigja Borgartún 10-12 hafi verið
tekin vegna þess að slíkt húsnæði
eða lóð undir svo stórt hús á góð-
um stað í borginni, hafi ekki legið
á lausu þegar Reykjavíkurborg
grennslaðist fyrir um möguleika á
kaupum eða byggingu á slíku húsi
árið 2005 og 2006. „Við fengum
ekki að kaupa þetta hús. Svona
hús voru ekki til sölu og Reykja-
víkurborg átti ekki lóðir til að
byggja svona hús á,“ segir hann og
minnir á að það felast miklir
möguleikar í þeirri rekstrarhag-
ræðingu að hafa alla þessa starf-
semi undir einu þaki.
Seldi árið 2000 en fór að leita að lóð 2005