Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 11

Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 11 FRÉTTIR Námskeið um Control Theory - Sjálfsstjórn 1 Vinnuaðferðir sem byggja á hugmyndum Diane Gossen Uppeldi til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga (Restitution - Self Discipline) Haldið í Laugum, Laugardal Reykjavík. Tekið er við skráningum með því að senda tölvupóst á netfangið: jonaben@simnet.is Þátttökugjald er 20.000 krónur. Upplýsingar eru veittar í síma 893 2182 og í netfangið: jonaben@simnet.is Upplýsingar er einnig að finna á vef Álftanesskóla: www.alftanesskoli.is Félag áhugafólks um Uppbygging sjálfsaga Velferðarsjóður íslenskra barna styrkir verkefnið 24. og 25. september 2008, kl. 9:00-16:00 hvorn dag. Aðalfyrirlesari: Judy Anderson TVEIR íslenskir keppendur tóku þátt í alþjóðlegri danskeppni í Gautaborg í Svíþjóð í síðustu viku. Það voru þau Alex Freyr Gunn- arsson og Katrine Nissen sem sigr- uðu í flokki unglinga, og Ásta Sig- valdsdóttir og Przemek Lowicki sem sigruðu í flokki fullorðinna. Alex Freyr er nú í Danmörku í námi ásamt því að æfa með Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar, en Ásta er búsett í Varsjá. Íslenskt dansfólk GEORG Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í gær við formennsku í samtökunum North Atlantic Coast Guard For- um á ársfundi sem haldinn var í Ilullisat á Vestur-Grænlandi. For- mennska Íslands í samtökunum felst í að stýra og móta stefnu hvað varðar öryggi á hafinu. Að samtökunum stendur strand- gæsla tuttugu ríkja við Norður- Atlantshaf og er markmið þeirra fyrst og fremst að samhæfa og samræma aðgerðir strandgæsl- unnar. Verkefni strandgæslu eru afar fjölbreytt og viðamikil og má þar nefna fiskveiðieftirlit, leit og björgun ásamt því að bregðast við sívaxandi skipulagðri glæpastarf- semi á hafinu. Vegna breyttra aðstæðna á norðurslóðum varðar það miklu fyrir hagsmuni Íslendinga að veita samtökunum formennsku. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var einn af hvatamönnum að stofnun samtak- anna en þau sækja fyrirmynd sína til hliðstæðra samtaka sem starfað hafa við Norður-Kyrrahaf síðast- liðin ár. sunna@mbl.is Formaður Georg Kr. Lárusson tekur við formennskunni. Brugðist við sívaxandi skipu- lagðri glæpastarfsemi á hafinu AMNESTY International hefur birt skýrslu þar sem brýnt er fyrir leið- togum heims að taka upp „Gullna reglu“ mannréttinda. Hún felur í sér þá kröfu að ríkisstjórnir komi í veg fyrir vopnaviðskipti þar sem hætta er á að vopn rati í hendur að- ila sem virða að vettugi alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarlög. Í skýrslunni er gerð grein fyrir af- leiðingum óhefts vopnaflæðis til nokkurra landa og gerð grein fyrir þeim áhrifum sem alþjóðasáttmáli um vopnaviðskipti getur haft til að koma í veg fyrir stórfelld mannrétt- indabrot. Í desember árið 2006 var sam- þykkt tillaga á allsherjarþingi SÞ um að hefja undirbúning að gerð al- þjóðasáttmála um vopnaviðskipti. Mörg ríki, þar á meðal Kína, Bandaríkin Egyptaland, Rússland, Indland og Pakistan, hafa reynt að hindra gerð sáttmálans „enda stunda flest þessi ríki vopna- viðskipti við lönd þar sem mann- réttindi eru lítilsvirt,“ segir í til- kynningu frá Íslandsdeild Amnesty. Vopn Amnesty International vill að gerður verði vopnasáttmáli. Vopnasáttmáli nauðsynlegur Rúmlega 60% landsmanna segja að afstaða stjórn- málaflokkanna til Evrópusambandsins og upptöku evru muni hafa áhrif á hvernig þeir greiða atkvæði í næstu al- þingiskosningum. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í lok ágúst. Einnig var spurt hvort fólk væri hlynnt því eða andvígt að ríkisstjórnin breytti stefnu sinni og tæki ákvörðun um það á þessu kjörtímabili hvort sækja skyldi um aðild Íslands að Evrópusambandinu eða ekki. Meiri- hlutinn, 53%, er hlynntur stefnubreytingu en 38% eru það ekki og rúm 9% eru óákveðin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SI. Þegar horft er til stuðningsmanna stjórnmálaflokka kemur í ljós að 80% stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja stefnubreytingu, en 14% eru á móti. Rúmlega helmingur stuðningsmanna Vinstri grænna er fylgjandi en 44% andvíg. Tæp 47% fylgjenda Framsóknarflokksins vilja breytingu en 42% eru á móti. Þá eru 40% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins fylgjandi en 48% á móti. Hringt var í 1.350 manns og var svarhlutfall 60,6%. Flestir vilja í ESB UNDANFARIÐ hefur borið á hótel- og gistirýmispöntunum erlendis frá þar sem gefin eru upp erlend korta- númer til greiðslu. Síðan er hætt við bókun og viðkomandi seljandi þjónustu beðinn að endurgreiða færslurnar beint með peningasend- ingu. Í öllum tilfellum er þetta aðili sem kynnir sig sem Kazim Abdul. Lögreglan vill benda fólki á að verða ekki við slíkum beiðnum. Blekkingarleikur STUTT Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „SVO virðist sem reitt hafi verið of hátt til höggs þegar til rannsóknar Hafskipsmálsins kom. Voru gríðar- legir annmarkar á allri rannsókn málsins, þar til í Sakadómi að loksins var farið að grafast fyrir um hið sanna í málinu. Stóra svindlið sem þótti „sannað“ í fjölmiðlum reyndist markleysa ein,“ segir í niðurlagi ný- útkominnar bókar Stefáns Gunnars Sveinssonar sagnfræðings um sögu Hafskipsmálsins. Höfundurinn segir í niðurstöðum sínum að ljóst sé að neikvæð fjöl- miðlaumfjöllun og umræður stjórn- málamanna auk líklegrar aðkomu keppinauta Hafskips hafi haft afger- andi áhrif á að félagið varð gjald- þrota. Vanheilagt bandalag Í bókinni sem ber heitið Afdrif Hafskips – í boði hins opinbera fjallar Stefán ítarlega um málið allt frá upp- hafi á níunda áratugnum og þar til seinustu dómarnir féllu í Hæstarétti. Höfundurinn leitar mjög víða fanga við ritun bókarinnar og er mjög gagn- rýninn á framgang ákæruvaldsins og annarra sem komu að rannsókn máls- ins, á umfjöllun fjölmiðla, sérstaklega skrif Helgarpóstsins og harðan at- gang í sölum Alþingis. Í bókinni segir að svo virðist sem „einhvers konar vanheilagt banda- lag“ hafi myndast milli rannsóknar- aðila og fjölmiðla, „einkum Helgar- póstsins, þar sem fjölmiðlarnir voru fóðraðir reglulega á efni, trúnaðar- upplýsingum og viðtölum, einkum meðan á gæsluvarðhaldi Hafskips- manna stóð. Þessa daga í maí og júní 1986 var það næstum því daglegt brauð að í einhverjum fjölmiðlinum birtist viðtal við Hallvarð Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóra, eða undirmann hans, Þóri Oddsson, þar sem sagt var frá því að yfirheyrslur yfir gæsluvarðhaldsföngunum „gengu skaplega“ og „styrktu grun- inn um sekt“. Er með ólíkindum að sjá slík bein og óbein ummæli frá rannsóknaraðilum í landi þar sem grunnreglan á að vera sú að menn séu saklausir þar til sekt sannist fyrir rétti,“ segir í niðurstöðum. Rekur hann einnig ummæli stjórn- málamanna á Alþingi. Hafi Jón Bald- vin Hannibalsson í ræðu á þinginu í nóvember 1985 vísað til upplýsinga „sem fengnar voru með brotum á bankaleynd og tefldi með því í tvísýnu viðkvæmum viðræðum sem þá áttu sér stað um framtíð Hafskips, ekki einvörðungu gagnvart Eimskipi, heldur einnig gagnvart SÍS,“ segir í bókinni. Ólafur Ragnar Grímsson hafi svo borið olíu á eldinn með þing- ræðu sinni 10. desember sama ár. „Forsvarsmenn Hafskips voru þar þjófkenndir með ýmsum hætti, og látið var liggja að því að almenningur í landinu þyrfti að greiða upp undir milljarð króna til þess að taka skell- inn af ógætilegum lánveitingum Út- vegsbankans.“ Lýst er atburðum í aðdraganda að gjaldþroti Hafskips, m.a. fundi full- trúa Eimskips og Útvegsbankans ásamt ríkislögmanni 30. nóv. 1985 þar sem lögð voru drög að yfirtöku Eim- skips á félaginu. „Seinna um daginn var aftur boðað til fundar, nú í Eim- skipafélagshúsinu. Fundurinn hófst um þrjúleytið og varði til um hálf- fimm morguninn eftir, hinn 1. desem- ber 1985. Viðstaddir voru Hörður Sigurgestsson, Halldór H. Jónsson og Indriði Pálsson af hálfu Eimskipa- félagsins, bankastjórarnir Halldór Guðbjarnason, Lárus Jónsson og Ólafur Helgason, auk Valdimars Indriðasonar, formanns bankaráðs, og Axels Kristjánssonar, lögfræðings og aðstoðarbankastjóra, af hálfu Út- vegsbankans. Þá sat fundinn einnig Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri. Þegar fundinum lauk hafði Eimskip gert samning við Útvegsbankann um bindandi tilboð í eignir Hafskips upp á 9,5 milljónir Bandaríkjadala eftir að til gjaldþrots félagsins kæmi, án þess að Hafskipsmenn vissu annað en að áframhaldandi rekstur Íslenska skipafélagsins væri ennþá á borðinu.“ Stefán segir í formála að hann hafi verið beðinn um að taka saman yfirlit um Hafskipsmálið fyrir hönd þriggja fyrrverandi stjórnenda þess, Björg- ólfs Guðmundssonar, Páls Braga Kristjónssonar og Ragnars Kjartans- sonar. Rík áhersla hafi verið lögð á að hann ynni verkið með hlutlægum hætti og aðferðum sagnfræðinnar. Stefán segir niðurstöður bókarinnar vera sínar eigin. „Gríðarlegir annmarkar á allri rannsókn málsins“ Rannsókn og umræða um Hafskipsmálið gagnrýnd í nýrri bók Heitt í kolum Þung orð féllu við umræður um mál Hafskips og Útvegsbank- ans á Alþingi seint á árinu 1985. Ólafur Ragnar Grímsson er í ræðustól og fjær má sjá Albert Guðmundsson, fyrrv. fjármála- og iðnaðarráðherra. Viðbrögð op- inbera kerf- isins meðan á Hafskipsmál- inu stóð vöktu furðu Stefáns Gunnars Sveinssonar þegar hann fór að kynna sér heimildir fyrir ritun bók- arinnar. „Í málinu varð til mikil fjölmiðlapressa og þrýstingur frá öðrum utanaðkomandi öflum eins og Alþingi. Það var athyglisvert að sjá hvernig hið opinbera tókst á við þann þrýsting. Það kom mér mjög á óvart,“ segir hann. Í bókinni er birt yfirlit yfir alla þá daga sem stjórnendum Haf- skips var haldið í gæsluvarðhaldi og merkt inn hvenær yfirheyrslur fóru fram. Oft liðu margir dagar á milli þeirra. Þá eru birt svör þeirra sem fóru með rannsókn málsins í fjölmiðlum og stangast þau mjög á við upplýsingarnar. „Ósamræmið sem er þar á milli vakti mjög mikla undrun mína,“ segir Stefán. Viðbrögð kerfisins vekja undrun Stefán Gunnar Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.