Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEYTENDASTOFA hefur frá því á mánudag rannsakað hvernig slys sem varð í síðustu viku, þegar níu ára stúlka stakk reiðhjólastandara í 400 volta spennistöð, gat átt sér stað. Stúlkan brenndist á hendi og í and- liti, en þó mun hafa farið betur en á horfðist í fyrstu. Jóhann Ólafs- son, sviðsstjóri öryggissviðs Neytendastofu segir að þar hafi verið farið yfir málið í vikunni. Hitaveita Suður- nesja á spennistöðina og Jóhann segist vita til þess að þar á bæ hafi verið gerðar ráðstafanir til þess að slys á borð við þetta geti ekki endurtekið sig. Átt við ristina áður Stúlkan stakk standaranum í loftræstirist, en Jóhann segir ljóst að búið hafi verið að eiga við ristina áður en stúlkan kom þar að. „Við erum að rannsaka hvernig þetta átti sér stað og hvernig við getum komið í veg fyrir þetta,“ segir hann. Í framhaldinu verði kannað hvort svona stöðvar séu víðar og slík skoðun sé í raunar þegar í gangi hjá Hitaveitunni. „Þegar við höfum rannsakað málið til hlítar verður haft sam- band við allar rafveitur í landinu og þeim bent á þetta. Á landinu eru margar spennistöðvar og ólíkar, en einhverjar kunna að vera með þessum hætti. Þá þurfum við að koma í veg fyrir það að svona geti gerst,“ segir Jóhann. elva@mbl.is Rannsaka slys í spennistöð Allar rafveitur lands- ins verða varaðar við FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FIMM af níu sveitarfélögum við Eyjafjörð eru með færri en 500 íbúa. Þreifingar eru um sameiningu Grímseyjar við Akureyri og aug- ljósir hagsmunir af því að sameina Arnarneshrepp og Hörgárbyggð. Sameining nágrannasveitarfélaga virðist ekki duga og helst rætt um sameiningu við Akureyri eða alls Eyjarfjarðar. Síðarnefnda kostinum var hafnað fyrir þremur árum. Sveitarfélög hafa verið að samein- ast í Eyjafirði á undanförnum tveim- ur áratugum. Sameiningar sveita- hreppa framan Akureyrar og norðan markast af því að íbúarnir vilja frek- ar sameinast innbyrðis en höfuðstað Norðurlands. Íbúarnir njóta nábýl- isins við Akureyri og sækja þangað þjónustu á eigin vegum og með samningum sveitarfélaganna. Minni samfélögin byggjast þannig að hluta til upp í skjóli þéttbýlisins. Þetta hefur leitt til þess að smám saman sneiðist um gott bygging- arland innan bæjarmarka Akureyr- ar. Undantekningin frá þessu er sameining Hríseyjarhrepps við Akureyri. Þá stefnir hugur Gríms- eyinga einnig þangað. Ná ekki lágmarkinu Sameining sveitarfélaganna út með Eyjafirði að austan, Grýtu- bakkahrepps (Grenivíkur) og Sval- barðsstrandarhrepps, dugar ekki til að koma íbúafjöldanum yfir þúsund manna markið sem ráðherra sveit- arstjórnarmála hefur nefnt að kunni að verða lögfest. Þyrfti Eyjafjarð- arsveit að bætast við en hún er í góð- um málum með um þúsund íbúa og vaxandi. Fjölgað hefur í Svalbarðs- strandarhreppi með nýrri byggð á móti Akureyri, fólkið kemur mikið frá Akureyri og tengist þangað. Ef lesið er rétt í stöðuna þá vill fólkið frekar sameinast Akureyri en út til Grenivíkur. Sömu sögu er að segja um byggð- ina norðan Akureyrar. Sameining Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps dugar ekki til að ná nýju lágmarki og heldur ekki þótt Akrahreppur í Skagafirði bættist í hópinn, eins og komið hefur til tals í gamni eða al- vöru. Hugurinn virðist frekar stefna til Akureyrar en Dalvíkur þar sem íbúarnir sækja þjónustu þangað. Út með firðinum að vestan eru tvö sveitarfélög sem glímt hafa við fólks- fækkun, Fjallabyggð og Dalvíkur- byggð, bæði með um tvö þúsund íbúa. Ekki kom fram áhugi á sam- einingu Fjallabyggðar og Dalvíkur- byggðar í samtölum við forystufólk, frekar er litið til sameiningar alls Eyjafjarðarsvæðisins ef á annað borð ætti að fara út í frekari samein- ingar. Svanfríður Jónasdóttir, bæjar- stjóri Dalvíkurbyggðar, nefnir að Ólafsfjarðargöngin séu orðin flösku- háls í samgöngum þarna á milli. Göngin eru einbreið og umferð þeg- ar orðin meiri en reiknað var með. Þegar Héðinsfjarðargöngin sem tengja Siglufjörð við Ólafsfjörð og hringtengja Tröllaskaga komast í gagnið mun umferðin um Ólafsfjarð- argöngin aukast enn. Felldu sameiningu Eyjafjarðar Eyjafjörður er eitt atvinnu- og bú- setusvæði og sveitarfélögin vinna saman að ýmsum verkefnum. Er því ekki óeðlilegt að litið sé til samein- ingar allra sveitarfélaganna í eitt. Með því yrði til 24 þúsund manna stjórnsýslueining. Margir sveitar- stjórnarmenn nefna það sem fram- tíðarlausn. Hins vegar eru menn brenndir eftir sameiningarkosn- inguna 2005 þegar íbúar allra sveit- arfélaganna höfnuðu þeim kosti, að Siglufirði og Ólafsfirði und- anskildum. Það kom á óvart að Akureyringar skyldu fella tillöguna því yfirleitt hafa íbúar stórra sveit- arfélaga viljað taka við þeim minni. Miðað við þessa reynslu má búast við að framvegis verði reynt að sam- eina í smærri skrefum. Jafn ljóst er að forystumenn og íbúar litlu sveit- arfélaganna vilja helst halda sínum sveitarfélögum og ólíklegt að veru- legar breytingar verði fyrr en stjórnvöld ýta þeim af stað. Tregða til sameiningar Erfitt að ná nýrri lágmarksstærð sveitarfélaga í Eyjafirði, án þátttöku Akureyrar Í HNOTSKURN »Eyjafjarðarsveit varð til 1.janúar 1990 með samein- ingu þriggja hreppa framan Akureyrar; Hrafnagils-, Öng- ulsstaða- og Saurbæjarhrepps. »Hörgárbyggð varð til 1.janúar 2001 með samein- ingu þriggja hreppa norðan Akureyrar; Glæsibæjar-, Skriðu- og Öxnadalshrepps. Arnarneshreppur kaus að standa utan við þótt sveit- arfélögin eigi og reki saman skóla og íþróttahús. »Þrjú sveitarfélög við ut-anverðan Eyjafjörð runnu saman í Dalvíkurbyggð á árinu 1998; Dalvíkurbær og Svarfaðardals- og Árskógs- shreppur. Hríseyjarhreppur kaus að standa utan við en sameinaðist síðan Akureyrar- bæ 2004. »Fjallabyggð er nyrst áTröllaskaga og varð til ár- ið 2006 með sameiningu Siglu- fjarðarkaupstaðar og Ólafs- fjarðarbæjar.      ! " # ! $          ( % )& * )& +         , &- .      " # !  $ % %!  & '   ! #  /) - 0 (      1 (   0     (  0  $  0( )#  !  & &    ( (  21( 3 % (      )  &    HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Eggert Haukdal, fyrrverandi alþingismann, af ákæru fyrir fjár- drátt með því að hafa sem oddviti Vestur-Land- eyjahrepps dregið sér 500 þúsund kr. árið 1996. Hæstiréttur sakfelldi Eggert árið 2001 en málið var endurupptekið og dæmt í gær. Eggert var á sínum tíma sakfelldur fyrir að hafa látið færa sér til inneignar á viðskiptareikn- ing sinn 500 þúsund krónur, sem höfðu verið gjaldfærðar hjá sveitarsjóði sem kostnaður vegna vegagerðar við Þúfuveg í hreppnum, án þess að reikningar lægju þar að baki. Eggert fór fram á að málið yrði tekið upp að nýju og lagði Hæstiréttur fyrir settan saksóknara í málinu að kveðja til tvo óhlutdræga matsmenn til að semja rökstudda matsgerð um nánar tilgreind atriði í ákvörðun réttarins. Í kjölfar matsgerð- arinnar og skýrslutöku af matsmönnum sam- þykkti Hæstiréttur að taka málið upp aftur. Í niðurstöðu dómsins segir að ekki verði talið að þáverandi ríkissaksóknari hefði verið vanhæfur til að fara með málið þrátt fyrir að bróðir hans væri einn af eigendum endurskoðunarskrifstofu þeirr- ar sem vann ársreikninga Landeyjahrepps og synir hans ynnu hjá fyrirtækinu. Þá lá fyrir í mál- inu að umræddar 500 þúsund krónur hefðu verið færðar hreppnum til gjalda í ársreikningi fyrir ár- ið 1996. Verulegt misræmi var annars vegar milli fram- burðar fyrrverandi endurskoðanda hreppsins um það hvenær umrædd færsla hefði verið færð til inneignar á viðskiptareikning Eggerts og aðdrag- andann að því, og framlagðra bókhaldsgagna og niðurstöðu dómkvaddra matsmanna hins vegar. Hæstiréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tek- ist að sanna sök Eggerts. Dóminn skipuðu Páll Hreinsson hæstarétt- ardómari, Benedikt Bogason, dómstjóri, Stefán Már Stefánsson prófessor, Viðar Már Matthías- son prófessor og Símon Sigvaldason héraðsdóm- ari en hann skilaði sératkvæði um óhaggaða nið- urstöðu dómsins frá 2001. Eggert Haukdal fékk sig hreinsaðan af sakargiftunum Morgunblaðið/Kristinn Sigur Sjö ár eru liðin síðan Eggert var dæmdur en blaðinu var snúið við með endurupptöku. Oddviti Grímseyjarhrepps vonast til að í haust verði hægt að hefja viðræður um sameiningu Gríms- eyjarhrepps og Akureyrarbæjar. Óformlegar viðræður hófust í fyrra en hlé varð á þeim vegna rann- sóknar á meintum fjárdrætti fyrr- verandi sveitarstjóra. „Það er alltaf verið að þrengja að þessum litlu sveitarfélögum. Við ætlum að stíga skrefið áður en við verðum þvinguð til þess,“ segir Garðar Ólason oddviti. Hann segir að ætlunin hafi verið að fá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri, í heimsókn til að kynna henni málin og sjá hvað hún hefði fram að færa. „Ég vona að hún verði jafn góð við okkur og Hrísey- inga,“ segir Garðar. Eftir að Hrísey sameinaðist Akureyrarbæ var ráð- ist í byggingu íþróttahúss og fleiri framkvæmdir. Sigrún Björk segir mikilvægt að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hvetji til sameiningar með því að greiða kostnað sem af því hljótist. Á meðan sjóðurinn leggi ekkert til mála sé erfitt að ganga til samein- ingar sveitarfélaga. Vonast til að viðræður hefjist í haust  Steinunn Helga Lárus- dóttir mennt- unarfræðingur varði doktors- ritgerð sína við Institute of Education, Uni- versity of London (Kennaramennt- unarstofnun Lundúnaháskóla) 8. apríl síðastliðinn. Ritgerðin heitir „Leadership, values and gender. A study of Icelandic head teachers“. Leiðbeinandi við verkefnið var dr. Marianne Colaman við sömu stofn- un. Andmælendur voru dr. Michael P. Bottery við University of Hull og dr. Jane Jones frá King’s College í London. Steinunn Helga fæddist 1949 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal. Hún varð stúdent frá MR 1970, lauk B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Ís- lands árið 1975 og M.Ed. prófi í menntastjórnun frá University of Illinois í Bandaríkjunum árið 1982. Steinunn Helga hefur verið lektor við menntavísindasvið Háskóla Ís- lands, áður Kennaraháskóla Íslands, í tæpan áratug. Meginviðfangsefni hennar hafa verið á sviði mennta- stjórnunar, kynjafræða og mats á skólastarfi. Móðir Steinunnar Helgu er Vil- borg Stefánsdóttir frá Litla- Hvammi í Mýrdal. Faðir hennar er Lárus Jónsson og fóstri hennar Jón Kjartansson en þeir eru báðir látnir. Steinunn Helga mun kynna rann- sókn sína á menntavísindasviði Há- skóla Íslands miðvikudaginn 15. október. Doktor í mennta- stjórnun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.