Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.09.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÓTNABLAÐ, sem sérfræðingar telja fullvíst að Wolfgang Amadeus Mozart hafi skrifað, er komið í leit- irnar í Frakklandi. Um er að ræða laglínu á stakri krumpaðri pappírs- örk, sem fannst í bókasafni í Nantes. Nótnablaðið kem- ur úr safni manns sem safnaði eig- inhandarárit- unum og gaf pappíra sína safn- inu snemma á 19. öld. Ulrich Leis- inger, yfirmaður rannsókna við Al- þjóðlegu Mozart- stofnunina í Salzburg, heimaborg tónskáldsins, segir engan vafa leika á því að nóturnar séu skrifaðar af Mozart og að fundurinn sé „mjög mikilvægur.“ Talið er að á uppboði gætu fengist yfir átta milljónir króna fyrir örkina. Á síðustu 50 árum hafa um tíu sinnum fundist álíka mikilvægir pappírar úr fórum Mozarts, sagði Leisinger í samtali við The Daily Telegraph. „Þetta er skyssa að laglínu, engir hljómar eða útsetning, en það má samt átta sig vel á þessu. Þetta er heil laglína,“ sagði hann. „Það má vel sjá hvað Mozart var að fara, þótt við vitum ekki hvernig hann hefði útsett þetta.“ Á örkinni virðist vera Credo í D-dúr, en einnig uppkast að öðru verki sem erfitt er að átta sig á. Í allt eru til um 100 slíkar skissur eftir Mozart. Í mörgum tilvikum er upp að ræða hugmyndir að verkum sem hann lauk síðan við. Pappísgerðin bendir til þess að Mozart hafi skrifað nóturnar eftir 1787. Hann lést árið 1791. Merkilegt nótnablað finnst Skrif eftir Mozart finnast í Nantes W.A. Mozart NÝJASTI og glæsilegasti sýn- ingarsalurinn fyrir samtímalist í Moskvuborg var opnaður í vikunni og er kallaður The Garage Centre for Con- temporary Cult- ure, eða einfald- lega Bílskúrinn. Fjölmiðlar í Rússlandi og myndlist- arblaðamenn fylgdust spenntir með, enda var ekkert til sparað, hvorki við opnunina né í sýningarhaldinu. Eigandi Bílskúrsins er Dasha Zhukova, 27 ára, fatahönnuður og milljónaerfingi. Hún hefur verið talsvert í fréttum þar sem hún er unnusta auðkýfingsins Roman Abramovich, sem mun hafa keypt tvö af dýrustu verkum sem selst hafa á listuppboðum, fyrir hana. Sýningarsalurinn er í fyrrverandi rútustöð sem er sögð minna á Túrb- ínusalinn í Tate Modern í London. Ætlunin er að setja þar upp sýn- ingar á samtímalistamönnum í fremstu röð. Fyrsta sýningin er á stórum innsetningum eftir hjónin Ilia og Emilia Kabakov, sem hlutu í vikunni Praemium Imperiale, ein helstu verðlaun sem veitt eru í list- heiminum. Ila Kabakov, sem vinnur með konu sinni sem er sýningastjóri, er einn af helstu konseptlistamönn- um liðinna áratuga. Þau voru ekki í náðinni hjá sovéskum stjórnvöldum og á áttunda áratugnum fluttu þau til Bandaríkjanna. Þetta er í fyrsta sinn sem hinar stóru innsetningar þeirra eru sýndar í Rússlandi. Bílskúrinn í Moskvu Emilia og Ilia Kabakov. Á SUNNUDAGINN klukkan 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýningu Braga Ásgeirs- sonar á Kjarvalsstöðum. Af því tilefni verður Bragi á staðnum og áritar bók sína, Augna- sinfóníu, fyrir gesti. Bókina prýðir fjöldi mynda af verkum Braga frá öllum ferli hans. Þátttökumet var slegið á sýn- ingastjóraspjalli um sýningu Braga síðastliðinn sunnudag er ríflega eitt hundrað gestir nutu leiðsagnar Þór- odds Bjarnasonar sýningarstjóra. Á sunnudaginn klukkan 14 verður einnig boðið upp á leiðangur og leik fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Kjarvalsstöðum. Myndlist Bragi áritar og boð- ið upp á leiðsögn Bragi Ásgeirsson DRAUGASÖGUR eru sí- vinsælt lesefni. Smásagna- safnið At og aðrar sögur geym- ir sextán nýjar draugasögur sem ætlaðar eru lesendum frá níu ára aldri. Bókin kemur út í tengslum við alþjóðlegu barna- bókahátíðina Draugur úti í mýri, sem haldin er í Norræna húsinu nú í september. Bókin er afrakstur smá- sagnasamkeppni sem Forlagið og barnabókahátíðin Mýrin stóðu fyrir. Alls bár- ust 106 sögur í samkeppnina en 16 birtast í bók- inni. Verðlaun fyrir sögur hlutu Guðmundur Brynjólfsson, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Ið- unn Steinsdóttir. Mál og menning gefur út. Bókmenntir Nýjar draugasögur fyrir börn á bók Guðmundur Brynjólfsson KONCERTFORENINGENS Kor frá Kaupmannahöfn er á söngferðalagi um landið þessa dagana. Kórinn hefur haldið fjölda tónleika víða um lönd. Með kórnum hafa komið fram íslenskir einsöngvarar, m.a. Ingibjörg Guðjónsdóttir og Sólrún Bragadóttir. Í tónleika- ferðinni á Íslandi syngja 44 kórfélagar. Kórinn syngur í Skálholti í kvöld klukkan 20.00, í Safnaðarheimilinu á Akra- nesi á morgun, laugardag, kl. 12.00, í Reykholts- kirkju sama dag kl. 16.00 og í Hallgrímskirkju sunnudaginn 21. september, fyrst í guðsþjónustu kl. 11.00 og síðan að lokinni guðsþjónustu. Tónlist Danskur kór á söngferðalagi Koncertfor- eningens Kor Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÍSLENSKU sjónlistaverðlaunin verða veitt þriðja sinni í kvöld. Sex eru tilnefndir til tvennra verðlauna, þrír fyrir myndlist og þrír fyrir hönnun, auk þess sem heiðursorða Sjónlistar verður afhent fyrir ein- stakt æviframlag til sjónlistanna. Heiðursorðuna hlaut fyrstur Magnús Pálsson myndlistarmaður en í fyrra Högna Sigurðardóttir arkitekt. Hátíðin fer fram í Flugsafni Ís- lands á Akureyri annað árið í röð, og verður aftur í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins, kl. 19.40. Það verður heldur þrengra á þingi í Flugsafninu en gert var ráð fyrir því vegna veðurs þarf gamli Þrist- urinn, Páll Sveinsson, að vera innan- dyra. En vélin setur auðvitað bara skemmtilegan svip á hátíðina eins og fjölmargir aðrir glæsilegir munir í safninu. Nú verður t.d. í fyrsta skipti til sýnis stjórnklefi Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga sem kom til landsins 1967 og var í eigu Flugfélags Ís- lands. Í gær var einmitt verið að ljúka við að mála klefann í litum Flugfélagsins. Þeir sem tilnefndir eru í ár fyrir hönnun eru Hjalti Geir Kristjánsson fyrir sýninguna STÓLAR sem sett var upp í Gallerí 101; grafíski hönn- uðurinn Sigurður Eggertsson fyrir verk sín frá árinu 2007 og skart- gripahönnuðurinn Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir fyrir fimm skart- gripalínur sem kynntar voru á síð- asta ári. Þær bera nöfnin Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. Þeir sem tilnefndir eru í ár fyrir myndlist eru Steingrímur Eyfjörð fyrir sýninguna Lóan er komin á Feneyjatvíæringnum 2007; Ragnar Kjartansson fyrir innsetninguna Guð á samnefndri sýningu í Ný- listasafninu og Margrét H. Blöndal fyrir sýninguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Vert er að geta þess að bæði í dag og á morgun verður spjallað við listamennina um verk þeirra; þær samkomur eru báðar í Listasafninu, kl. 10-12 í dag og kl. 14-16 á morgun. Í tengslum við Sjónlist 2008 verð- ur efnt til málþings sem ber yf- irskriftina (Af)myndun almennings- rýmis. Þátttakendur í málþinginu eru bandaríski rithöfundurinn og dálkahöfundurinn Jeff Byles, Hauk- ur Már Helgason rithöfundur og Berglind Jóna Hlynsdóttir myndlist- arkona. Stjórnandi málþingsins er Páll Björnsson, lektor við Háskól- ann á Akureyri. „Víða um heim hafa verið mikil átök um skipulagsmál og bygging- arlist upp á síðkastið og hefur Ísland ekki farið varhluta af því. Á mál- þinginu verður sjónum beint að al- menningsrýmum og hlutverkum þeirra í samtímanum,“ segir í til- kynningu frá Sjónlist. Málþingið fer fram í Brekkuskóla í dag kl. 13.00 til 15.30. Málþingið fer fram á ensku, allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Margar myndlistarsýningar verða opnaðar í tilefni Sjónlistahátíð- arinnar; í dag kl. 16.30 sýning á verkum Aðalheiðar Eysteinsdóttur á Glerártorgi og á morgun hefjast sýningar í galleríum víða um bæinn. Á morgun hefst einnig sýningin Grasrót 2008 í Verksmiðjunni á Hjalteyri eins og nánar er greint frá hér neðst á síðunni. Á morgun leiða sama hesta sína arkitektar og listnemar í Verk- menntaskólanum á Akureyri og kalla List í byggingalist; Fanney Hauksdóttir verður með listnemum kl. 11.00 í Safnaðarheimili Akureyr- arkirkju og Ágúst Hafsteinsson kl. 13.30 við Sundlaug Akureyrar. Sjónlistamenn enn á flugi  Þrír myndlistarmenn og þrír hönnuðir tilnefndir til tvennra verðlauna  RÚV með beina útsendingu frá Akureyri  Málþing um almenningsrými á dagskránni Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sjón-list-flug Snorri Guðvarðarson lagði í gær lokahönd á að mála að utan stjórnklefa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, sem kominn er í Flugsafnið. GRASRÓTARSÝNING Nýlistasafnsins hefur verið haldin á hverju ári um langt skeið, en í ár verður hún í Verksmiðjunni á Hjalteyri undir stjórn Hlyns Hallssonar og Þórarins Blöndals. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan fimm og verður siglt á Húna frá Akureyri klukkan fjögur. „Okkur langaði að finna breiðan hóp ólíkra ein- staklinga,“ segir Hlynur, en það eru þau Björk Viggósdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson (betur þekktur sem Kippi Kaninus), Halldór Ragn- arsson, Jeannette Castioni og Jóna Hlíf Halldórs- dóttir sem sýna. „Þau hafa ólíkan bakgrunn og eru á ólíkum aldri,“ segir Hlynur en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau hafa öll útskrifast á síðustu fimm árum. „Þetta fólk er allt nýtt og ferskt, og hefur verið duglegt við að sýna.“ Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri er allsér- stakur staður fyrir myndlistarsýningar. Einn sýn- ingarsalurinn er fimmtíu metra langur og í öðrum er lofthæðin aðeins um tveir metrar. „Þau komu öll til Hjalteyrar í ágúst og lögðu línurnar með það hvað þau vildu sýna og hvar í húsinu. Verkin þeirra taka mið af staðsetningunni og að þetta hafi verið síldarverksmiðja.“ Verkin eru mjög fjölbreytt og ólíkir miðlar not- aðir. „Sum leita í eldri verk sem þau hafa verið að vinna á síðustu árum, eins og Halldór sem sýnir málverk og teikningar frá síðustu tveimur árum, en bætti við verkum sem hann málaði á staðnum.“ Hlynur segir bæði Jónu Hlíf og Björk sýna eldri verk sem þær setji í nýtt samhengi í verksmiðj- unni á meðan Jeannette og Guðmundur Vignir gera ný verk sérstaklega inn í rýmið. gunnhildur@mbl.is Grasrótarlist á Hjalteyri Grasrót Halldór, Jóna Hlíf, Björk, Jeannette og Guðmundur Vignir virða fyrir sér Verksmiðjuna. „Nýtt og ferskt“ listafólk sýnir í Verksmiðjunni Hvað er Sjónlist? Samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Sambands íslenskra myndlist- armanna. Hvert er markmið verkefnisins? Að veita verðlaun á sviði sjónlista ár- lega og beina þannig sjónum að framúrskarandi framlagi myndlist- armanna og hönnuða starfandi á Ís- landi og íslenskra sjónlistamanna er- lendis, stuðla að aukinni þekkingu, áhuga og aðgengi almennings að sjónlistum og hvetja til faglegrar þekkingarsköpunar og bættra starfs- möguleika sjónlistamanna á Íslandi. Hver er hugmyndasmiðurinn? Það var Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri sem átti hugmyndina að Sjón- listaverðlaununum, og ýtti verkefn- inu sjálfur úr vör árið 2006. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.