Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ORKUVEITA
Reykjavíkur ætlar að
eyða meira en 300
milljónum kr. í sér-
kennilega vegafram-
kvæmd sem eykur
ekki umferðaröryggi
að mati Vegagerðar
ríkisins, auk þess sem
sérfræðingar hafa
bent á að slíkar fram-
kvæmdir geti dregið úr umferð-
aröryggi. Orkuveitan hyggst reisa
450 ljósastaura á þjóðvegum nr. 39
og 38, Þrengslavegi og Þorláks-
hafnarvegi, alls um 24 km leið, en
raflýsing 2ja akreina dreif-
býlisvega með leyfðan ökuhraða 90
km/klst er hvergi tíðkuð í okkar
nágrannalöndum.
Skipulagsstofnun tilkynnti þann
30. mars 2007 að raflýsing þjóð-
vega nr. 38 og 39 væri matsskyld
framkvæmd vegna slysahættu og
umhverfisáhrifa.
Almennt viðurkennd regla er, að
forsenda veglýsingar er aukið um-
ferðaröryggi. Þó að veglýsingu
fylgi í mörgum tilfellum ökuþæg-
indi, þá nægir það ekki til að
brjóta regluna.
Á árinu 2001 óskaði Vegagerðin
eftir sérfræðiáliti um raflýsingu
dreifbýlisvega. Í álitinu, „Lýsing
þjóðvega utan þéttbýlis“ (Línu-
hönnun, 2002), segir í formála frá
hendi Vegagerðarinnar m.a.: „Um-
ræður um lýsingu þjóðvega hafa
oftar en ekki byggst á þeirri til-
finningu að lýsing geri akstur í
myrkri öruggari. Lítið hefur þó
verið um efnisleg rök enda tíðkast
ekki lýsing á þjóðvegum í dreifbýli
í öðrum löndum“.
Afar sérstakt er því, að á Íslandi
er eitt dæmi um raflýsingu 2ja ak-
reina þjóðvegar utan þéttbýlis með
leyfðan ökuhraða 90 km/klst.:
gamla Reykjanesbraut var raflýst
árið 1996 milli Hafnarfjarðar og
Keflavíkur. Á fyrsta ári raflýsingar
kynntu sumir hana
sem „byltingu í um-
ferðaröryggi“ (Tíma-
ritið „Ljós“, okt. 1997,
bls. 14). Það varð
reyndar einstæð bylt-
ing: eftir raflýsingu í
4 ár var brautinni
gefið nafnið „þjóð-
braut dauðans“ þegar
um 100 ríkisborgarar
lokuðu henni við
Grindavíkurveg í
meira en 3 klst. (Les-
ið frétt Mbl.is (ókeypis),
frá 12.12.2000, með fyrirsögn
„Hundruð manna komust ekki leið-
ar sinnar“). Ákvörðun um raflýs-
ingu Reykjanesbrautar var tekin á
Alþingi. Hvorki samgöngu-
ráðurneytið né Vegagerðin studdu
þessa ákvörðun. Vegagerðin vann
raunar að gerð öryggisútektar
m.t.t. raflýsingar, sem var ólokið
þegar kveikt var á ljósunum 1.
des.1996.
Auðveldlega má meta samfélags-
kostnað af slysum á gömlu Reykja-
nesbraut fyrir raflýsingu, árin
1992-1995, til 267 milljóna kr. á ári
að meðaltali, en eftir raflýsingu,
árin 1997-2003, til 772 milljóna kr.
á ári að meðaltali. Fjárhæðirnar
eru á verðlagi árs 2005. Hækkunin
nemur 189%. Heimild sem ég not-
aði til útreikninga var opinber
gögn Umferðarstofu, byggð á lög-
regluskýrslum, sem ná aftur til
1992. Vegarkafli er frá Krýsuvík-
urvegi að Víknavegi í Keflavík (31
km). Skv. gögnunum eru á árunum
fyrir raflýsingu, 1992–95, enginn
látinn, 15 alvarlega slasaðir, 86 lít-
ið slasaðir og 108 eignatjón. Á sjö
raflýsingarárum, ’97-03, eru töl-
urnar 10 látnir, 39 alvarlega slas-
aðir, 170 lítið slasaðir og 257
eignatjón. Kostnaðargrunnur er úr
heimildinni „Kostnaður umferðar-
slysa eftir alvarleika“ (Línuhönn-
un, Reykjavíkurborg, Vegagerðin),
tölur í milljónum kr.: látinn 284,5,
alvarlega slasaður 45,5, lítið slas-
aður 3,8 og eignatjón 0,54.
Á Íslandi voru alvarleg slys í
umferðinni á ársgrundvelli færri
árin ’97-03 en árin ’92-95 þrátt fyr-
ir aukna umferð (heimild: www.alt-
hingi.is/altext/132/s/1401.html).
Á árinu 2001 var tvöföldun
Reykjanesbrautar ákveðin því að
raflýst Reykjanesbraut þótti ónot-
hæfur vegur. Umferðin á brautinni
í árslok 2000 var þó aðeins rúm-
lega 7000 bílar á dag. Árið 2003
var það svartasta í sögu braut-
arinnar. Tvöföld Reykjanesbraut, í
notkun í áföngum frá 2004, hefur
verið „hálflýst“. Meðfram tvöföldu
köflunum með aksturstefnu í átt
að Hafnarfirði eru engir ljósa-
staurar nema við mislæg gatna-
mót.
Í ofantöldu sérfræðiáliti segir á
bls. 12: „Meðalhraði eykst oft eftir
lýsingu, því ökumenn fá falska ör-
yggistilfinningu. Þetta getur valdið
alvarlegri óhöppum og slysum“.
Og á bls. 25: „Hér er mælt með
því að vegkaflar í dreifbýli verði
ekki lýstir upp.“
Hver er tilgangur OR með svo
sjaldgæfri, áhættusamri fram-
kvæmd, sem auðveldlega getur
snúist gegn OR? Milljónirnar 300
yrðu glatað fé; tekjur á móti ná
ekki upp í vaxtakostnað.
OR leyfir sér að senda á árinu
2007 kolrangt mat til Skipulags-
stofnunar sem stofnunin vitnar í:
„Fram kemur það mat Orkuveit-
unnar að langtímaáhrif af völdum
lýsingar verði til þess að auka um-
ferðaröryggi vegarins í myrkri …“
OR vanrækir það sjálfsagða verk-
efni að gera öryggisúttekt á þjóð-
vegum nr. 38 og 39 m.t.t. raflýs-
ingar.
Í „Framkvæmdafréttum“ frá
27.2.06 segir í grein „Lýsing þjóð-
vega“ e. verkfræðingana dr. Har-
ald Sigþórsson og Rögnvald Jóns-
son: „Þegar lýsa á upp fjallveg
verður að taka tillit til slæmra veð-
urskilyrða, snjókomu og lítils
skyggnis. Líkur benda til að veg-
lýsing myndi einungis lýsa upp
snjókófið fyrir framan bílinn og
þar með gera ástandið enn verra
fyrir ökumanninn“.
Ljósastaurum á þjóðvegunum
fylgir meiri sjónmengun en af veg-
unum sjálfum, ljósmengun o.fl.
Umsamið er að sveitarfélagið
Ölfus greiði rafmagns- og
rekstrarkostnað raflýsingar. Jafn-
gildir upphæðin því að hver íbúi í
Ölfusi, 18 ára og eldri, greiði kr.
1.150 mánaðarlega til OR, vísi-
tölubundið.
OR á rangri braut
Sveinn Benedikts-
son skrifar um um-
ferðaröryggismál
»Hver er tilgangur
OR með svo sjald-
gæfri, áhættusamri
framkvæmd, sem auð-
veldlega getur snúist
gegn OR?
Höfundur er tölvunarfræðingur og
áhugamaður um umferðarmál.
Sveinn Benediktsson
VIÐ sem störfum á
vettvangi Bindind-
issamtakanna á Ís-
landi finnum oft góð-
an hljómgrunn fyrir
málstað okkar hjá al-
menningi og því mik-
ilvæga áherzluatriði
okkar að fordæmið
hafi ákveðið gildi, það
að sýna hversu alls-
endis óþörf neyzla
vímuefna er til svo-
kallaðrar gleðigjafar,
að ekki sé nú talað um
allan þann háska er af
henni stafar og hvar-
vetna sér stað í sam-
félaginu. Við erum því
miður alltof fámenn sveit og van-
burða til að andæfa gegn þeim
gegndarlausa áróðri fyrir áfenginu
sem alls staðar er hafður í frammi
enda er áfengisgróðinn gífurlegur
og gnægð fjármuna þar á bæ til
gyllingar í glæsimyndum. Und-
arlegast alls þykir okkur þó að slík-
ur áróður skuli hvarvetna vaða uppi
þó skýlaust brot sé á landslögum
og hvarflar stundum að manni að
klyfjaði gullasninn fornfrægi komi
þar eitthvað við sögu. Þó ber að
nefna dómsmál sem fallið hafa ný-
lega og ættu að hafa sín áhrif til
áherðingar skýlausum lagagreinum
og eiga kærendur þar alla okkar
þökk og stuðning um leið.
En þegar rætt er um áhrif og
áhrifavalda þá skyldum við þó ekki
vanmeta áhrif okkar bindind-
ismanna, það að halda vöku sinni í
þessum efnum með áminningum og
aðvörunum er þjóðarnauðsyn,
bendandi á þá skelfilegu heilsufars-
legu vá sem er hér á ferð, orsök
hvers kyns ógæfu og ódæðisverka
svo alltof víða, allt yfir í dauðans al-
vöru í þeirra orða fyllstu og verstu
merkingu. Stöðugt erum við þó
minnt á ógnvænlega atburði og at-
hafnir sem eiga rætur sínar í áfeng-
isneyzlu og enn skal þá minnt á þá
staðreynd, löngu sannaða, að yf-
irgnæfandi hluti þeirra sem neyta
annarra vímuefna hefur átt forsög-
una í áfengi með einum eða öðrum
hætti.
Án alls ofmetnaðar getum við
vitnað í virðulegustu og áreiðanleg-
ustu alheimsstofnanir á
þessu sviði málstað
okkar til stuðnings og
þar nægir að nefna
Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina sem
staðfestir eftir sínar
vísindalegu rannsóknir
þau gífurlegu óheilla-
áhrif sem áfeng-
isneyzlan hefur, svo
þar þykir okkur í því
ljósi aldrei nógu fast að
orði kveðið í viðvör-
unum öllum.
Fregnir fjölmiðlanna
færa okkur heim sann-
inn um þetta dag
hvern, en því miður er
þeim fregnum ekki
fylgt eftir sem skyldi,
svo jafnvel er eins og
um feimnismál sé að
ræða að fá varpað ljósi á hinn raun-
verulega ógnvald, hinn eina sanna
sökudólg í óteljandi tilvikum. Og
skrifandi þessi orð kemur enn ein
fregnin um söluaukningu áfengis
sem var þó komin í hæstu hæðir,
heildarmagn í lítrum aukist fyrstu
átta mánuði ársins um rúm 4% og
von að vinur minn einn hafi sagt við
mig áðan: Ja, það er ekki kreppan
þar á bæ, en þessar ógnartölur um
neyzluaukningu á hvert mannsbarn
ár eftir ár minna okkur bindind-
ismenn á það, að þessari þróun
spáðum við þegar bjórinn hélt inn-
reið sína, því miður hafa þessir spá-
dómar rætzt segjum við og það
jafnvel í enn ríkari mæli en við
höfðum hugmyndaflug til að
ímynda okkur.
Það er engin tilviljun að víða rík-
ir myrkur í ranni fólks út af áfeng-
inu. Því skorum við á fólk að ganga
til liðs við hreyfingu okkar, við er-
um að fara í átak til félagaöflunar
sem kynnt verður sérstaklega.
Leggið okkur heillaríkt liðsinni í
baráttunni við eyðingaröflin, því svo
sannarlega er það réttnefni á þeim
öflum sem öllum skilningarvitum
loka fyrir hinum skelfilegu afleið-
ingum, þeirri hræðilegu ógæfu sem
sér svo víða stað og áfengið er or-
sakavaldur að. Leggið góðum mál-
stað öflugt lið, gangið til liðs við
okkur bindindismenn. Verkefnin
eru alls staðar til að vinna að.
Eflið góðan
málstað með
öflugu liðsinni
Helgi Seljan skrifar
um áfengis- og
vímuefnavandamál
Helgi Seljan
» Það er engin
tilviljun að
víða ríkir myrk-
ur í ranni fólks
út af áfenginu.
Höfundur er form.
fjölmiðlanefndar IOGT.
RÁÐUNEYTI mitt
undirbýr nú ýmsar
aðgerðir í þá átt að
styrkja sveitarfélögin
í landinu sem miða
annars vegar að því
að hægt sé að færa
þeim aukin verkefni
og hins vegar að
stækkun þeirra. Ég
hef þegar gert eflingu
og stækkun sveitarfélaganna að
umtalsefni, til dæmis á fundi
Fjórðungsþings Vestfirðinga, og
mun halda því áfram á fundum
landshlutasamtaka sveitarfélaga
sem framundan eru.
Málefni aldraðra og
fatlaðra verða flutt til
sveitarfélaganna árin
2011 og 2012 og í sam-
hengi við þá tímasetn-
ingu hef ég sett fram
þá hugmynd að
stækkun sveitarfélaga
geti gengið í gegn á
árunum 2012 til 2014.
Samvinna getur
þrifist áfram
Þegar flytja á risa-
vaxin verkefni til
sveitarfélaganna er eðlilegt að
staldra við og spyrja hvort sveit-
arfélögin séu nægilega öflug til að
takast þau á hendur. Sett hefur
verið fram sú hugmynd að til að
þjónustukjarni fyrir ný velferð-
arverkefni standi undir nafni þurfi
hann að telja sjö til átta þúsund
íbúa. Nú hafa sveitarfélög lengi átt
með sér ýmislegt samstarf án þess
að sameinast og víst er að slík
samvinna getur þrifist áfram. Hins
vegar tel ég löngu úrelt að lág-
marksíbúafjöldi sveitarfélaga skuli
í dag miðaður við 50 íbúa. Slík ein-
ing getur varla verið burðug.
Ég hef sett fram þá hugmynd að
lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga
verði eitt þúsund. Hugmynd mín
er sú að leggja fram á Alþingi í
vetur frumvarp um breytingu í
þessa veru. Sveitarfélögin fengju
svigrúm til að fjalla um sameining-
arkosti í sínu héraði og hugsanlegt
er einnig að gefa frá þessu und-
antekningar vegna sérstakra
kringumstæðna. Þessar breytingar
gætu gengið í gegn á árunum 2012
til 2014.
Mér finnst nauðsynlegt að setja
þetta fram til að sveitarstjórnar-
menn um land allt fái gott tóm til
að fjalla um þessar hugmyndir.
Umræðan er hafin og þegar hafa
nokkrir sveitarstjórnarmenn tjáð
stuðning sinn við hana en aðrir
lýst andstöðu sinni. Best væri að
fulltrúar sveitarfélaganna sæju
sjálfir hvar væri lag til frekari
sameiningar og settu í farveg.
Samgöngur og fjarskipti
grundvallarforsendur
Grundvallarforsendan fyrir því
að sameina sveitarfélög víða um
land er og hefur verið bættar sam-
göngur og bætt fjarskipti. Dæmi
um þetta eru Héðinsfjarðargöng
sem tengja Siglufjörð og Ólafsfjörð
í sameinaðri Fjallabyggð – reyndar
löngu áður en göngin eru tilbúin –
en þessi kostur grundvallast á
þessari samgöngubót. Á Vest-
fjörðum er það sama uppi á ten-
ingnum og ég hef bent á þann
möguleika að unnt væri að sameina
Ísafjarðarbæ og Bolungarvík sama
dag og jarðgöngin verða opnuð.
Ég mun halda áfram að tala fyr-
ir stækkun og eflingu sveitarfélag-
anna með sameiningu. Ég er sann-
færður um að umræðan og
hvatning frá stjórnvöldum mun
efla sveitarstjórnarmenn til dáða í
þessum efnum og fagna því að þeir
taki frumkvæðið. Ef þeir ganga
hreint til verks verður frumvarpið
næsta óþarft og lágmarksíbúafjöld-
inn verður orðinn skjalfestur án
lagasetningar. Það er besta lausn-
in.
Stækkum sveitarfélög
með bættum samgöngum
Kristján L. Möller
skrifar um eflingu
sveitarfélaga
» Best væri að fulltrú-
ar sveitarfélaganna
sæju sjálfir hvar væri
lag til frekari samein-
ingar og settu í farveg.
Kristján L. Möller
Höfundur er samgönguráðherra.
89:;<=>?@>< ABC D E=A<?FBGCH> IJ
K9LM NJJ OPQP D RRRS=M:;<=>?@><SMF
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn