Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. (M. Joch.) Hann mun seint úr minni líða þessi mánudagur í september, þegar við hjónin fréttum að vinur okkar Sverr- ir og unnusti ömmu- og afa- stelpunnar okkar, hennar Völu, hefði verið fluttur með hraði á spítala og seinna um kvöldið verið úrskurðaður látinn. Það þyrmdi yfir okkur og allur hugur okkar fór í uppnám, og spurn- ingar þutu gegnum hugann; hvers vegna hann, hvers vegna nú? Svo ungur, svo efnilegur, átti allt lífið framundan, svo miklar vænting- ar, var að undirbúa hið ókomna af svo mikilli alúð, fyrirhyggju og eftir- væntingu. Hann var rétt að byrja og langaði að koma svo mörgu í verk, og við hlið hans stúlkan sem hann unni svo heitt, mat svo mikils og var honum svo mik- ill styrkur. Þau voru að sönnu að sá góðu til komandi tíma, iðnir, dug- miklir nemendur í Menntaskólanum Kópavogi og vel metnir af samstarfs- mönnum sínum í Hagkaupum. Já, saman að móta framtíðina með fram- sýni, elju og samviskusemi. Já, Sverrir var þannig, svo jákvæður, til- ✝ Sverrir FranzGunnarsson fæddist á Sjúkra- húsinu á Akranesi 19. maí 1986. Hann lést á Landspítal- anum við Hring- braut þann 8. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Gunnar Kristján Sigmunds- son, f. í Reykjavík 26. apríl 1962, og Guðný Sverris- dóttir, f. á Akranesi 3. júlí 1964. Bróðir Sverris Franz er Ari Þór, f. 12. mars 1990. Unn- usta Sverris Franz er Vala Hrönn Guðmundsdóttir, f. 23. mars 1989. Útför Sverris Franz fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13. litssamur, kurteis, hæverskur, orðvar og lítillátur. Við erum harmi slegin eftir sviplegt fráfall Sverris vinar okkar. Hann var hug- ljúfur og yndislegur ungur maður, það fundum við svo sann- arlega nú í sumar þeg- ar við dvöldum um tíma ásamt honum og Völu, hjá Guðfinnu, Helge og börnum þeirra í Ríó. Börnin, Bjarki og Eva, voru ekki lengi að átta sig á hvern mann Sverrir hafði að geyma og hafði hann sérstakt að- dráttarafl fyrir þau, hann lék við þau og þreyttist seint á því. Við gátum búist við að þau yrðu önnur prestsverkin sem yrðu unnin í framtíðinni, en þau sem verða unnin í Langholtskirkju í dag. Já, við höfðum aðrar væntingar. Það er sárt að sjá að þessi framtíðarsýn mun ekki ganga eftir, með tárum tregum við það. En við þökkum frá hjarta okkar þær yndislegu minningar sem við munum geyma. Með sorg í hjarta og fyllstu hlut- tekningu vottum við foreldrum hans, bróður og öðrum ættingjum, einkum elsku Völu Hrönn okkar, okkar dýpstu samúð og biðjum, að Hann, sem öllu ræður gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Trausti og Hrönn. Það er með miklum trega að við kveðjum í dag Sverri Franz, unnusta Völu Hrannar, dóttur okkar. Fyrstu kynni okkar af Sverri einkenndust af kurteisi hans og hæglæti og hans fal- lega brosi sem hann notaði óspart. Við fundum fljótt hversu ljúfur og góður drengur hann var og líka góð fyrirmynd Kristins, bróður Völu, sem leitaði gjarnan til Sverris um tónlist- arálit og hvaða lag væri nú í uppá- haldi hjá honum. Okkur var öllum ljóst hversu ást- fanginn hann var af Völu Hrönn og hún af honum og eigum við margar fallegar myndir af þeim saman enda voru þau einstaklega myndarlegt par. Þeim var í gríni líkt við „gömul hjón“ því þau voru svo í takt hvort við annað. Stríðni Sverris var samt aldrei langt undan og oft mátti heyra frá herbergi Völu þegar hann var að kitla hana og hún skellihlæjandi að biðjast vægðar. Hann var hugmyndaríkur og með mikinn húmor og gat verið dögum saman að undirbúa gjafir eða hrekki handa vinum sínum. Vala hafði á orði að hann hefði þann eiginleika að láta alla vini hans finnast þeir vera bestu vinir hans. Skömmu fyrir ein jólin frétti hann að pabbi Völu hefði gefið mömmu hennar sparigrís, sem vakti ekki mikla lukku. Hann hló mikið að því og þau jólin fékk Vala Hrönn pakka sem mikið hafði verið nostrað við og var hann áritaður; sagan end- urtekur sig….og í pakkanum var silfraður sparigrís. En Sverrir hafði auðvitað haft vit á að setja skartgrip inn í grísinn. Það var alltaf hægt að treysta á að hann legði sitt af mörkum þegar eitt- hvað stóð til á okkar heimili hvort sem var að þjóna í fertugsafmæli, skreyta tölvuköku eða setja saman IKEA fataskáp. Margar af þessum hversdagslegu stundum þegar verið var að fást við eitthvað saman eru nú dýrmætar minningar. Í sumar upplifðu þau Vala mikið ævintýri saman er þau dvöldust 2 mánuði hjá frænku Völu Hrannar í Ríó í Brasilíu. Vala var ráðin til að passa 2 ung systrabörn sem tóku ást- fóstri við þau Sverri. Það kom engum á óvart enda bæði tvö einstaklega natin við börn og mikið leitað til þeirra með pössun af báðum fjöl- skyldum. Hann var mikið fyrir að rækta sambönd sín við vini sína og heim- sækja fjölskyldumeðlimi og fundum við það oft á Sverri hversu mikils virði foreldrar hans og bróðir voru honum. Þegar Sverrir kom frá Ríó hlakk- aði hann mikið til að mamma hans og pabbi ætluðu að taka á móti honum „opnum örmum“ eins og hann orðaði það. Ekki spillti það tilhlökkuninni að fá Ara bróður til að elda uppáhalds- réttina hans sem hann hafði saknað í 2 mánuði og fá að sjá hana Freyju sína aftur. Við erum öll harmi slegin en um leið mjög þakklát foreldrum Sverris fyrir hversu vel þau hafa stutt við bak Völu Hrannar okkar sem kveður nú unnusta sinn og besta vin. Heimur Sverrir Franz Gunnarsson ✝ Dóróthea Daní-elsdóttir fæddist að Þverá í Svarf- aðardal 3. júlí 1929. Hún lést á Seljahlíð, heimili aldraðra, í Reykjavík 3. sept- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Lovísu Guðrúnar Árnadótt- ur, f. 19. nóv. 1908, d. 2. apríl 1996, og Daníels Guðjóns- sonar, f. 5. septem- ber 1905, d. 24. maí 1996. Dóróthea ólst upp á Akur- eyri og hún átti tvö systkini, Guð- jón H., f. 5. júlí 1931 og Önnu Lillý, f. 29. september 1940. Dóróthea giftist 29. júlí 1961 Ingólfi J. Þórarinssyni, f. 20. febr- úar 1909, d. 22. október 2000; bjuggu þau öll sín hjúskaparár í Reykjavík og eignuðust tvo syni: 1) Daníel R., f. 9. maí 1962. Hann kvæntist Olgu E. Ágústsdóttur, f. 21. febrúar 1962, og áttu þau saman þrjá syni, Ágúst Sverri, Davíð Inga og Ívar Þóri. Barnabörnin eru tvö. Daníel og Olga slitu samvist- um. 2) Þórólf, f. 12. júní 1964, d. 18. jan- úar 1990. Dóróthea var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar og stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Lauga- landi. Síðar fór hún til Reykjavík- ur og lauk námi við Fóstruskólann og vann hún síðan sem fóstra bæði á Akureyri í Reykjavík. Hún var fyrsta forstöðukonan við leikskól- ann Iðavelli á Akureyri. Hags- munir barna og uppeldismál voru henni alltaf afar hugleikin. Útför Dórótheu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Mér er bæði ljúft og skylt að minn- ast elskulegrar mágkonu minnar Dorotheu eða Doddu eins og hún var ávallt nefnd. Hún var seinni eigin- kona elsta bróður míns, Ingólfs Þór- arinssonar frá Patreksfirði sem lést árið 2002. Þeim var tveggja sona auðið en sá yngri, Þórólfur, lést vo- veiflega rúmlega tvítugur. Fráfall hans varð Doddu og Ingólfi eðlilega mikil raun. Eldri sonurinn, Daníel, reyndist foreldrum sínum ætíð hjálparhella í erfiðleikum og veikind- um þeirra með mikilli ræktarsemi og ástúð. Dodda var um margt einstök kona. Hún bar með með sér gott og fagurt uppeldi sem hún hafði hlotið í foreldrahúsum hjá þeim heiðurs- hjónum Lovísu og Daníel Guðjóns- syni sem bjuggu á Akureyri. Dodda nam við Fóstruskóla Íslands og stundaði fóstrustörf á meðan heilsan leyfði. Hlýja og umhyggja ein- kenndu fas hennar allt og hafa börn- in sem hún fóstraði eflaust notið þess í ríkum mæli. Dauðinn er óumflýj- anlegur og söknuðurinn sem honum fylgir. Minningarnar bera smyrsl á sorgina þegar þær eru fallegar. Þannig eru minningar um Doddu og Ingólf en aldrei bar skugga á ham- ingju þeirra og gagnkvæma virð- ingu. Þess nutu synirnir og aðrir ást- vinir ríkulega. Dodda og Ingólfur höfðu fundið gleði og frelsi í Kristi, trúnni á það jákvæða og kærleikann, sem var ætíð ríkjandi í viðmóti þeirra og framkomu við aðra. Oft hafði ég á orði við Doddu hversu mikið ég saknaði þess að móðir mín hefði fengið að kynnast henni, en mamma var látin þegar þau Ingólfur kynntust. Fyrri kona Ingólfs var Signý Ólafsdóttir frá Hvammstanga og áttu þau fjögur börn, Elínu, Örn, Bjarna og Þórólf, sem dó ungur frá eiginkonu og dótt- ur. Dodda veitti börnum Ingólfs og Signýjar hlýju og ástúð sem sínum eigin. Samband allra innan þessarar stórfjölskyldu bar fagurt vitni um þroska og vináttu svo til fyrirmynd- ar var. Síðustu æviárin bjuggu Dodda og Ingólfur á Hjúkrunarheimilinu að Hallaseli 55. Þar nutu þau góðrar umönnunar og þar leið þeim vel. Starfsfólki heimilisins skulu færðar þakkir fyrir aðhlynningu og vinsemd sem var þeim mikils virði. Ég kveð þig, hugur heillar minning blíð. Hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðar strönd. Leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (G.J.) Ég votta Danna, barnabörnum, systkinum og öðrum ástvinum sam- úð mína. Elsa H. Þórarinsdóttir. Dóróthea Daníelsdóttir ✝ Móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjubraut 6, Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu á Höfn þriðjudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju mánudaginn 22. september kl. 14.00. Agnes Ingvarsdóttir, Guðbjartur Össurarson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og stórfrænka, KRISTÍN E. JÓNSDÓTTIR læknir, sem lést sunnudaginn 7. september á Land- spítalanum við Hringbraut, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 23. september kl. 13.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Bergljót Elíasdóttir, Ester Auður Elíasdóttir, Snorri Hrafnkelsson, Nicolas Ragnar Muteau. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Dalbraut 16. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðmeinadeildar 11G og Heimahlynningar Landspítalans. Búi Snæbjörnsson, Sigríður Búadóttir, Áskell Másson, Auður Búadóttir, Gísli Sigmundsson, Jón Búason og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ELÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Steinum undir Eyjafjöllum. Þórarinn Sigurjónsson, Árni Sigurjónsson, Eyjólfur Sigurjónsson og aðstandendur. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR INGIBJÖRG KRISTINSDÓTTIR, Grund, Hringbraut 50, lést miðvikudaginn 17. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. september kl. 11.00. Sölvi Þór Þorvaldsson, Kristín Kristjánsdóttir, Valur Steinn Þorvaldsson, Guðrún Sigurðardóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Gróa Kristjánsdóttir, Haukur Þorvaldsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÖRN HÓLMAR SIGFÚSSON vélstjóri, Lindargötu 57, Reykjavík, lést miðvikudaginn 17. september. Fríða Valdimarsdóttir, Rúnar V. Arnarson, Eygló Sigurjónsdóttir, Ísar Guðni Arnarson, Halldór Sigdórsson, Marta Katrín Sigurðardóttir, Ævar Sigdórsson, Una Lilja Eiríksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.