Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 27

Morgunblaðið - 19.09.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 2008 27 okkar verður ekki samur án hans. Við eigum eftir að sakna margs og ekki síst þess að hann gangi inn um dyrn- ar okkar og heilsi okkur brosandi og kátur með sínu kunnuglega „hæi“. Við sendum Guðnýju, Gunnari, Ara, fjölskyldum þeirra og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur og Guðlaug. Elsku ömmukarlinn minn. Allra síst átti ég von á að ég ætti eftir að skrifa um þig minningargrein, en svona kemur lífið aftan að manni og kennir manni að njóta dagsins í dag, því aldrei er að vita hvað morgundag- urinn býður upp á. Minningarnar þjóta gegnum hug- ann og allar góðar. Þú varst fyrsta barnabarnið og mikil gleði við komu þína. Við höfðum mikið saman að sælda fyrstu árin þín sem þú áttir heima hér á Akranesi. Síðan fluttuð þið burt, en alltaf var jafngott að hitt- ast þegar þið komuð á Skagann. Lífið brosti við þér og Völu þinni, þú virtist við góða heilsu eftir hjartaáfall á 20 ára afmælinu þínu, en nú gátu lækna- vísindin ekki bjargað hjartanu þínu og nú hefur þú kvatt okkur að sinni. Ég hef þá bjargföstu trú að við hittumst aftur á öðru tilverustigi en þangað til verða minningarnar að ylja okkur. Við afi þinn og Maggi þökkum þér fyrir allt og syrgjum sómadrenginn okkar. Drengurinn okkar ástkæri dó draumfagra minningu geymi. Hann fékk sælu, frið og ró, í framtíðar bjarta heimi. (P. Hraunfjörð.) Ragnheiður Eyrún (amma Ragna). Elsku Junior minn. Mér datt aldrei í hug að mín fyrsta minningargrein yrði um þig, þetta sýnir að lífið er óútreiknanlegt .En að taka þig frá okkur er ekki sann- gjarnt. Síðustu daga er ég búin að hugsa mikið til þín, þú ert enn á msn mínu þar ertu að spyrja hvort einhver eigi bíl handa þér. Ég er búin að vera hugsa hvernig við létum stundum, sláandi á lærin hvort á öðru, reynd- um að gera það sem allra fastast þannig að það kæmi marblettir. Þú potandi í mig til að láta mig fá fleiri marbletti, eldra fólkið horfði á okkur eins og við værum smábörn en okkur var alveg sama. Þú kunnir betur á græjurnar í Escortinum mínum því þú þoldir ekki tónlistina sem ég hlustaði á. Þú fílaðir ekki íslenska tónlist voða mikið. Við fórum ein- staka sinnum í fótbolta og í eitt skipt- ið endaði það ekki vel, þið bræðurnir rifbeinsbrutuð mig, okkur fannst það fyndið en ekki öllum. Held að við höf- um ekki alltaf hagað okkur eftir aldri en hvað með það, við skemmtum okk- ur og það var fyrir öllu. Þegar þið Vala voruð í Brasilíu að passa börn saknaði ég ykkar rosalega mikið, sér- staklega áður en þið fenguð netið í gang. Þegar þið loksins fenguð netið notuðum við webcam mikið, þú varst voða ánægður að geta séð litlu frænk- ur þínar í tölvunni. Þú reyndir mikið að fá upp úr mér nafnið á dóttur minni en ég gaf mig ekki og vildi að mamma þín fengi að vita það fyrst – þú sagðir „svindl“. Þið Vala komuð stundum hingað í heimsókn til að fá útrunnið kók, þú gerðir mikið grín að því ég mátti ekki drekka kók á meðan ég var ólétt svo þú tókst það að þér að klára kókið mitt. Leyfðir mér samt að finna lyktina og tókst svo stóran sopa og smjattaðir vel, og lengi glottir framan í mig og sagðir namm. Ég var svo heppin að fá að búa með þér fyrstu 4 árin. Mér fannst ekkert voða skemmtilegt að passa þig en mér þótti voða vænt um þig, þú vand- ist og það varð gaman að vera með þig. Ég man eftir því þegar þú varst að byrja ganga hvað þér gekk ekkert voða vel í fyrstu. Í hvert sinn sem þú reyndir dastu og grenjaðir og, vá, hvað mér fannst þú þreytandi þá, sagði þér að hætta þessu en mamma þín sagði að þú yrðir að fá að æfa þig. Ég sagði að þú værir alltaf dett- andi og grenjandi. Hún sagði að ef þú fengir ekki að æfa þig þá gætirðu aldrei labbað, hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Þegar þið bjugguð í Danmörku kom ég ein jólin í heimsókn. Mér þótti bjór voða góður og drakk mikið af honum. Eitt skiptið drakk ég of mikið af honum með tilheyrandi þynnku nokkra daga á eftir, þá löbb- uðu þið Ari bróðir þinn um svæðið og sögðuð að Gulla frænka væri svo mik- ið veik því hún drakk svo mikið af bjór. Takk fyrir það, bara snilld hjá ykkur, þið skilduð ekkert í af hverju ég var dáldið fúl. Síðasta verslunarmannahelgi var frábær, við öll í útilegu og að veiða. Ein skemmtilegasta verslunar- mannahelgi hjá mér. Í síðasta skiptið er við hittumst bauðstu í pönnslu- partý, við systurnar mættum með litlu frænkur þínar og þú lánaðir Margréti boltann þinn til að naga, ég get sagt þér að hún er búin að eigna sér hann. Hvíl í friði, elsku frændi. Söknum þín. Guðlaug Fjóla og fjölskylda. Sverris Franz mun verða saknað sárt, ekki bara af okkur heldur öllum sem hann þekkti. Hann var vinur sem hægt var að treysta og alltaf til stað- ar ef á honum þurfti að halda. Það sem var merkilegt við hann var hversu duglegur hann var að láta frumlegar hugmyndir rætast. Þar sem maður fær kannski skemmtileg- ar hugmyndir verða þær frekar að draumum en veruleika en hjá Sverri gat allt gerst. Hann var tekinn allt of snemma frá okkur en minning hans mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Þetta fannst okkur eiga mjög vel við hann: „It‘s not the years in your life that count, it‘s the life in your years.“ (Abraham Lincoln.) Ævar Ólafsson og Íris Alda Ísleifsdóttir. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessum orðum langar okkur að kveðja kæran vin, Sverri Franz, sem við kölluðum alltaf Sveppa. Hann kom inn í líf okkar fyrir rúm- lega fjórum árum er hann og Vala Hrönn frænka okkar hófu samvistir. En vegna þess hversu lengi við höf- um dvalist erlendis má segja að það hafi nú bara verið fyrir þremur mán- uðum að við virkilega kynntumst Sveppa. Okkur til mikillar gleði þá fluttust Vala og Sveppi til okkar til Rio De Ja- neiro í Brasilíu um tveggja mánaða skeið nú í sumar, til að upplifa nýja heimsálfu og aðstoða okkur Helga með börnin. Það er skemmst frá því að segja að Sveppi var varla kominn inn fyrir þröskuldinn heima í Rio, þegar hann var orðinn Sveppi okkar. Börnin okk- ar, Bjarki og Eva, tóku strax miklu ástfóstri við hann enda hafði hann einstakt lag á börnum. Við Helgi hlógum innilega í hvert skipti sem Eva hljóp inn í stofusófann til Sveppa, kastaði sér í fangið á honum og gaf honum stórt knús. Þannig var hún bara við Sveppa. Á sama hátt var vart hægt að ná athygli Bjarka þegar Sveppi var nálægt, hann vildi helst sitja í fanginu á honum og horfa á Nemo og Cars eða „leikabíla“. Sveppi hafði óendanlega þolinmæði við börn- in og var þeim alveg einstaklega góð- ur. Við upplifðum svo margt saman í Rio í sumar. Við skoðuðum ferða- mannastaðina; Kristsstyttuna, Syk- urtoppinn, Maracana-fótboltavöllinn o.fl. Við drukkum ótæpilega af fersk- um ávaxtasöfum og kókoshnetuvatni. Og þó svo að Sveppi hafi nú verið dá- lítið matvandur þá fengum við hann til að smakka alls konar nýja rétti í bland við uppáhaldið hans, góðar steikur, pitsur og hamborgara. Við fórum oft á Ipanemaströndina og lærðum marga frasa í portúgölsku og svona gæti ég lengi talið. Við töluðum einnig mikið um framtíðina og hann átti marga drauma. Hann langaði að stofna sitt eigið fyrirtæki í bíla- sprautun og kannski líka að læra hundaþjálfun, enda saknaði hann hundsins síns, hennar Freyju, mikið er hann var hér. Við erum svo þakklát fyrir að hafa kynnst Sveppa. Hann hafði svo góða nærveru. Hann var svo blíður, tillits- samur og hjálpsamur. Það var líka svo gaman að upplifa hversu yndis- legur hann var við Völu sína. Milli þeirra var svo kært og náið samband og voru þau bókstaflega saman í einu og öllu; námi, vinnu og sambúð. En það sem var nú best af öllu var að þessari miklu samveru fylgdi svo mikill hlátur og gleði. Við söknum þess að heyra ekki hlátrasköllin sem bárust svo oft úr herberginu þeirra á kvöldin. Elsku Vala okkar. Hugur okkar og einlæg samúð er með þér. Við höfum alltaf dáðst að styrk þínum og hversu mikil stoð þú hefur verið Sveppa í gegnum erfið veikindi. Guð gefi þér styrk í gengum þennan erfiða tíma. Við sendum hjartanlegustu samúð- arkveðjur til fjölskyldu Sveppa, ætt- ingja og allra aðstandenda og vina. Takk fyrir samveruna. Guðfinna, Helgi, Bjarki og Eva. Elsku Sverrir minn, eða Sveppi eins og þú varst kallaður, þegar ég fékk fréttirnar 8. september 2008, þá vissi ég ekki hvort þetta var draumur eða raunveruleiki. Þegar ég kynntist Sveppa var ég 15 ára gömul og hann hefur verið vin- ur minn síðan. Ég kynntist honum þegar hann og Vala urðu kærustu- par. Mér fannst Vala og Sveppi vera frábært par og það var sko eitthvað sem átti að verða. En það sem stend- ur mest uppúr hjá mér í minningun- um um hann voru bústaðaferðirnar og þessar uppákomur sem hann og Vala gátu fundið upp á, eins og leik- irnir, baka kökur, grilla og hvað þú varst alltaf glaður og hress. Ég mun sakna þín sárt. Þú varst góður vinur. Ég votta foreldrum, bróður og Völu mína samúðarkveðjur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þín vinkona, Jóhanna Kristín.  Fleiri minningargreinar um Sverri Franz Gunnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum. Elsku Sveppi minn, Ég held að það séu fáir sem hafa lifað lífinu jafn vel og þú gerðir og það er eitt af því marga sem ég hef lært af þér. Eins og mottóið þitt segir „Lífið er stutt, lifðu því á meðan þú getur“ þá gerðir þú það svo sannarlega. Þú náðir alltaf að hressa mann við og vissir nákvæm- lega hvernig þú áttir að fá mann til að brosa. Ég sakna þín á hverjum degi, Telma. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðis- stofnunarinnar Sauðárkróki fyrir hlýju og góða umönnun. Jón Júlíusson, Helgi Dagur Gunnarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson, Helga Sigurðardóttir, Þorgeir Gunnarsson, Elín Steingrímsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Þorleifur Konráðsson, Elísabet Jóna Gunnarsdóttir, Egill Kristjánsson og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HAUKS Þ. BENEDIKTSSONAR fyrrv. framkvæmdastjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka umönnun. Erna Hauksdóttir, Júlíus Hafstein, Þorvaldur Á. Hauksson, Kolbrún H. Jónsdóttir, Benedikt Hauksson, Steinunn G. Kristinsdóttir, Haukur Þór Hauksson, Ásta Möller, Hörður Hauksson, Jóna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Goðabraut 22, Dalvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 14. september. Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 20. september kl. 13.30. Friðþjófur Þórarinsson, Þorsteinn Friðþjófsson, Harpa Sigfúsdóttir, Björn Friðþjófsson, Helga Níelsdóttir, Atli Viðar, Silja, Kristinn Þór, Andri Freyr, Rúnar Helgi og Daníel. ✝ Ástkær móðir okkar og dóttir, MARÍA BÁRA HILMARSDÓTTIR frá Ólafsfirði, málari, Vallartröð 7, Kópavogi, lést mánudaginn 15. september. Útför hennar fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi þriðjudaginn 23. september kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sylvía Sigurgeirsdóttir, Kristrún Sigurgeirsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Hilmar Örn Tryggvason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR J. EGILSSON, Vogatungu 103, Kópavogi, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 14. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 22. september kl. 13.00. Ásgerður Ólafsdóttir, Ásdís Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir, Erling J. Sigurðsson, Sigurður Egill Einarsson, Elva Stefánsdóttir, Birgir Einarsson, Fanney Sigurðardóttir, Egill Einarsson, Berglind Tulinius, afabörn og langafabörn. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.